Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 3
heyra. Kirkjan hefur alltaf verið eign Skarðverja og er svo enn. Þess vegna var sá kostur valinn að reyna ekki að skilja þessa þætti að. II Skarðs er fyrst getið um 1120, en þá bjó þar Húnbogi Þorgilsson. Um forfeður hans eru engar heim- ildir, en giskað hefur verið á, að hann hafi verið bróðir Ara fróða, því að afkomendur beggja áttu sinn hvorn helming af Þórnes- ingagoðorði. Ef þessi tilgáta er rétt, að Ari fróði og Húnbogi hafi verið bræður, þá hefur Húnbogi verið ættaður frá Helgafelii. Eins og síðar getur er Sturlunga og þar með þátturinn af Geirmundi helj- arskinn settur saman hér á Skarði, en ætt Húnboga er ekki rakin til hans, eins og margir hafa óskað, að gert hefði verið. Hvers vegna? Fyrsta skýringin er vitan- lega sú, að Húnbogi var alls ekki kominn af Geirmundi. Einnig hef- ur tæpast verið þagað um ættlegg- inn frá Geirmundi til Húnboga, af því að sú ætt var svo alkunn, að ekki hefði verið talin þörf á að rekja hana. Svo er vel trúlegt, að Sturlunguskrifarar hefðu ekki hlífst við að skálda upp ættartölu frá Geirmundi til Skarðverja, ef þeir hefðu talið það þjóna hags- munum sinum. Eina hugsanlega skýringu mætti loks nefna, að Húnbogi hafi verið svo lítillar ættar, að ekki hafi þótt ástæða til að rekja hana; verður þá að telja, að frami hinna elstu Skarðverja hafi verið merkilega skjótur, en ættfaðirinn yrði enn merkilegri fyrir það. Hver sem ætt Húnboga hefur verið, er víst, að engar heim- ildir eru til að segja annað en ætt Skarðverja hafi setið á Skarði frá byrjun 12. aldar. Þegar sagt er, að sama ættin hafi setið á Skarði samfellt frá 11. öld eða þegar reynt er að tengja hana við Geir- mund heljarskinn, landnáms- mann, eru það aðeins ágiskanir, sem eiga sér ekki stoð. Aftur á móti var Yngveldur Hauksdóttir, kona Húnboga Þorgilssonar, göfugrar ættar, því að hún var komin af Ingólfi Arn- arsyni landnámsmanni, er „byggði suður í Reykjarvík." Verður vart á kynbetra ætterni kosið. Ætt Yng- veldar er einnig rakin til Ólafs pá Höskuldssonar í Hjarðarholti og Auðar djúpauðgu í Hvammi. Eftir Húnboga föður sinn bjó á Skarði Snorri prestur, sem gegndi í 14 ár 1156—1170 æðsta veraldlegu emb- ætti þess tíma, lögsögumanns- embætti. Hann var ekki seinasti Skarðverjinn, sem gegndi háu embætti. Kona Snorra prests og lögsögumanns hét einnig Yngveld- ur og er ætt hennar rakin til Arndísar dóttur Steinólfs lága Hrólfssonar landnámsmanns í Fagradal. í Landnámu er sagt, að Arndís hafi numið land 1 Bæ í Hrútafirði, svo að ekki er hægt að rekja ætt Skarðverja innan sömu sveitar óslitið frá landnámi. Afkomendur Snorra Húnboga- sonar, er bjuggu á Skarði á 13. öld voru prestar og var seinasti prest- ur í Skarði Snorri Narfason, Skarð-Snorri (d. 1260), sem sagður var auðugasti maður á Vestfjörð- um. Annars virðast Skarðverjar þá hafa verið friðsamir menn, sem lítt koma við deilur manna nema til sátta. Sonur Snorra, Narfi, bjó á Kolbeinsstöðum og þegar klerk- um var boðið að skilja við konur sínar, þá fékk hann leyfi erkibisk- ups til að mega búa með konu sinni, enda eru fá eða engin dæmi í landssögunni að menn hafi átt siíku barnaláni að fagna sem hann. Eins og fram hefur komið var stjórnendum kirkjunnar ekki að skapi, að höfðingjar tækju prestsvígslu og réðu kirkjum. Þeg- ar árið 1190 bannaði erkibiskup að vígja goðorðsmenn og varð það til þess að synir Snorra Húnbogason- ar lögsögumanns létu Sturlungum í hendur goðorð sitt. Um 1280 var klerkum bannað að kvænast. Það var mikilvægur þáttur í baráttu kirkjunnar fyrir stöðum, því að þá gátu kirkjustaðir og prestsskapur ekki gengið að erfðum. Jörðum, sem sóknarkirkjur voru á, átti kirkjan að ráða. Slíkir kirkjustað- ir voru nefndir staðir (beneficia), sem biskup veitti síðan sem lén. Þetta var þróun í aðra átt en verið hafði á 11. og 12. öld hér á landi. Höfðingjar höfðu reist kirkju og ráðið til sín presta. Hérlendis voru allar kirkjur í eigu einstakli'nga, þ.e. bænda. Til þess að þurfa ekki að greiða presti kaup, þá lærðu margir höfðingjar til prests og tóku prestsvígslu. Fjórðungur tí- undar rann til kirkju og fjórðung- ur til prests og varð það því helm- ingur tíundar, sem kirkjueigandi fékk, ef hann var einnig prestur. Fyrstur Skarðverja til að taka prestsvígslu var Snorri Húnboga- son lögsögumaður, en skömmu fyrir miðja 12. öld er nefndur á Skarði presturinn Oddi Þorgilsson frá Staðarhóli, sem lært hafði hjá Sæmundi fróða í Odda. Er þess vegna alveg öruggt, að um þetta leyti, þ.e. miðja 12. öld, hefur verið kirkja á Skarði, þótt ekki sé hún nefnd beinum orðum. óhugsandi er með öllu, að lögsögumaðurinn hafi jafnframt verið prestur við kirkju annars staðar í sveitinni. Þar er komin heimild um kirkju á Skarði u.þ.b. hálfri öld eldri en kirknatal Páls biskups, sem áletr- unin á plattanum telur elstu heimild um kirkju á Skarði. Um Skarð fór eins og fjölmarga aðra kirkjustaði, að kirkjuvaldið náði þeim aldrei og réðu bændur jörð og kirkju alla tíð. Bænda- kirkjur voru og eru leifar af því skipulagi, sem var á þjóðveldisöld, þ.e. til 1262. Framan af höfðu kirkjueigendur rétt til að ráða presta til kirkna sinna, en virðast hafa misst þau réttindi fil er- lendra biskupa, sem hér voru um 1400. Eftir siðaskiptin skyldu helstu menn safnaðanna kjósa prest. Á hvítasunnu 1683 eða fyrir rétt þremur öldum, skrifa á Skarði 27 bændur undir kosningarbréf til séra Egils Helgasonar til Skarðs- og Búðardalssókna. Þetta hafa verið bændur á lögbýlum sókn- anna og a.m.k. 18 eða % þeirra skrifa undir með eigin hendi. III Þar sem nú var minnst á kirkj- una í Búðardal, er rétt að gera grein fyrir kirkju þar og öðrum guðshúsum, sem verið hafa í nú- verandi Skarðs- og Klofnings- hreppi eða Skarðs- og Dagverðar- nessókn. Verður byrjað innst í Fagradal ytri og haldið út. Laust fyrir miðja síðustu öld sömdu séra Friðrik Eggerz og Kristján Magn- úsen sýslumaður á Skarði lýsingar á Skarðsþingum — vitaskuld sinn í hvoru lagi — en báðir segja að merki sjáist eftir kirkju í Ytri- Fagradal. Friðrik Eggerz bætir við, að kirkjan hafi verið færð að Búðardal. Ekki nefnir séra Friðrik neina skjallega heimild.f svo að hann fer eftir sögusögnum eða ályktar að sóknarkirkja í Ytri- Fagradal sé illa í sveit sett. Engir máldagar þ.e. skrá um eignir og ítök eru kunnir um þessa kirkju. Ekki er mér alveg ljóst, hvort í Sturlungu er getið um kirkju í Ytri-Fagradal, þar sem getið er um kirkju í Fagradal, sem gæti verið Ytri- eða Innri. í Innri- Fagradal var eitt af seinustu bænhúsum hér um slóðir, en það var lagt niður 1826, en það er utan þessa efnis. Um 1259 vígði Sig- varður biskup Þéttmarsson kirkju i Búðardal, og virðist svo, að þar hafi ekki verið sóknarkirkja áður. Þá voru Búðardalur, Tindar og Hvarfsdalur tekin undan Skarðs- kirkju, en í staðinn eignaðist Skarðskirkja hálfa Brekku í Bitru með reka. Sóknarkirkja var síðan í Búðardal, uns hún var lögð niður með konungsbréfi 14. sept. 1849 og fór sumt af kirkjugripunum í Dag- verðarneskirkju. Á seinni öldum a.m.k. áttu sókn að Búðardal: Hvarfsdalur, Tindar, Níp, Heiðna- berg, Ytri-Fagridalur og Akureyj- ar. í máldögum Skarðskirkju 1397 og 1533 er sagt, að þaðan skuli syngjast til Kross, Ballarár, Kvennahóls og Dagverðarness. Einnig átti að syngjast til bæn- húsa í Sviney (þ.e. Purkey), Hrappsey, Fremri-Langey og Fag- urey, sem tilheyrir nú Stykkis- hólmshreppi. Heimildir eru ekki ljósar um hve oft hefði átt að messa á þessum stöðum, en svo er að sjá sem það hafi annaðhvort verið 25 messur eða 6 messur á ári. Við rask á Krossi 1947 fundust þar mannabein og bænhúsrústin, sem mældist að innanmáli 2'Á metri x 5 metrar. Taldi Kristján Eldjárn þetta vera nálægt vana- legri stærð á bænhúsum fyrri alda. Árið 1492 vígði Stefán bisk- up Jónsson bænhús á Melum og átti þingaprestur að syngja þang- að 12 messur á ári, en fá 2 álnir fyrir hverja messu. Samkvæmt því hefur prestur þurft að syngja 60 messur til að vinna fyrir kýr- verði. Engar heimildir eru mér kunnar um neitt af þessum bæn- húsum eftir siðaskipti, svo að þá hafa þau trúlega verið aflögð. í fyrrnefndum máldögum Skarðskirkju er sagt, að í Dag- verðarnesi sé kirkja, en síðar varð bænhús þar til 1758, er það var gert að sóknarkirkju. Þessir bæir áttu þangað kirkjusókn: Purkey, Hrappsey, Arney, Langeyjar báð- ar, Langeyjarnes og Emburhöfði frá 1781, af því að bóndinn sem þar bjó var ósáttur við prestinn, sem þjónaði Staðarfelli. Þegar kirkjan í Búðardal var lögð niður, var sókn hennar lögð til Skarðs- kirkju, en til Dagverðarness land- jarðir í núverandi Klofnings- hreppi, sem allar nema Lang- eyjarnes áttu áður kirkjusókn að Skarði. Um þessi bænhús og þá einkum kirkjurnar í Búðardal og Dagverðarnesi mætti margt fleira til tína, ef tími væri til. IV Eins og fram hefur komið, gátu höfðingjar ekki eftir 1280 leitað eftir metorðum í þjónustu kirkj- unnar. Hér um slóðir voru ekki klaustur eða ríkir kirkjustaðir og konungur eignaðist aldrei mikið af jörðum. í Dalasýslu voru jarðeign- ir alitaf mest í eigu ríkra einstakl- inga, þ.e. eignaskipting jarða var alla tíð álíka og var alls staðar annars staðar á íslandi við lok þjóðveldisins. Skarðverjar höfðu meira olnbogarými, af því að Skarð og reyndar Vestfirðir allir voru fjarlægir miðstöðvum kirkju- og konungsvalds. Tveir synir Narfa Snorrasonar á Kolbeinsstöðum, Þórður og Snorri, bjuggu á Skarði, en þeir urðu báðir lögmenn, en Narfi átti þrjá syni og urðu allir lögmenn. Lögmannsembættin voru þá æðstu veraldlegu embættin á ís- landi. Á dögum þeirra Narfasona á Skarði var þar sett saman sam- steypuritið Sturlunga, sem var skeytt saman úr mörgum eldri sögum með úrfellingum og viðauk- um. Merkasti viðaukinn er þáttur af Geirmundi heljarskinn fremst í Sturlungu og í litlum tengslum við annað efni Sturlungu. í þættinum er sögn um ljós yfir reynilundi, þar sem kirkjan á Skarði stendur svo að þátturinn tengist óneitan- lega Skarðskirkju mjög. Stærsta saga í Sturlungu er íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar, en hann setti einnig saman Sturlubók Landnámu. Mig hefur lengi undr- að, hve miklu minna er gert úr veldi Geirmundar í þættinum af honum en í Sturlubók Landnámu og kann ég ekki skýringar á því. Snorri Narfason var yngstur sinna bræðra og lengst lögmaður. Um 1327 er kirkjan var vígð á Skarði, lögðu Snorri og Þóra kona hans til kirkjunnar 10 hundruð „í sæmilegum gripum", en þeir voru 8 bækur og 5 glergluggar. „Þessa hluti lagði nefndur Snorri til kirkju að Skarði fyrir það sem gafst til hennar, meðan hann var.“ Snorri hefur með öðrum orðum verið að láta kirkjuna fá eitthvað í staðinn fyrir þær tekjur, sem hann hafði hennar vegna. Slíks voru mörg dæmi fyrr og síðar. Snorri virðist einnig hafa átt Staðarfell, en það stóð ekki lengi. Sonur Snorra lögmanns var Ormur, sem einnig varð lögmaður og einnig hirðstjóri. Hirðstjórar báru ábyrgð á stjórn landsins, innheimtu konungstekna og höfðu eftirlit með sýslumönnum og verslun. Ormur tók þátt í Grund- arbardaga 1361 eða 1362, en hann dó upp úr 1400. Sonur hans var Guttormur, sem veginn var árið 1381 í Snóksdal. Guttormur var faðir Lofts Guttormssonar ríka. Ormur Snorrason var einnig við bókiðju kenndur og hefur margt verið fjallað um handrit þau er Predikunarstóllinn í Skarðskirkju: Myndir af Daða Bjarnasyni bónda á Skarði (d. 1633) og Arnfríði Benediktsdóttur konu hans (d. 1647) Kristinn Jónsson, kirkjubóndi á Skarði, Þórunn Hilmarsdóttir kona hans og Ólafur Skúlason vígslubiskup, sem predikaði á Skarði við kirkjuhátíðina 28. ágúst. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.