Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 22
FANNFERGI Smásaga eftir Wolfgang Borchert Á greinum trjánna hvíldi snjór. Vélbyssuskyttan söng. Hann stóð á verði í rússneskum skógi, langt frá öðr- um stöðvum. Hann söng jólasálma, enda þótt komið væri fram í febrúar. Það kom til af því, að metraþykkur snjór var yfir öllu. Snjór milli svartra trjábola. Snjór á dimmgrænum limum trjánna. Hann hafði staðnæmst á smá- greinum, fokið áþekkur baðmullar- skrauti á runna og kjarr, lamist upp að svörtum bolum trjánna. Feikilegur snjór. Og vélbyssuskyttan söng jóla- sálma, enda þótt febrúar væri genginn í garð. Öðru hverju verður ekki hjá því komist að hleypa af nokkrum skotum. Annars verður byssan óvirk í gaddin- um. Best að miða bara eitthvað út í loftið. Svo byssan verði ekki óvirk. Réttast væri að skjóta á burknann þarna. Já, þennan þarna, því að þá er hægt að ganga úr skugga um, að eng- inn leynist inni í honum. Þá verður sálinni rórra. Best er að taka ærlega skotrispu á stundarfjórðungs fresti. Þá verður sálinni rórra. Annars læsist gaddurinn um vopnið. Það rýfur líka þögnina, þegar hleypt er af skotum öðru hverju. Þetta hafði sá sagt, er hann leysti af hólmi á verðinum. Hann hafði líka sagt vélbyssuskyttunni, að Enda þótt heitt sólskinið flæði yfir land- ið, er myrkur. í dögun er myrkur, hvorki roðagullin morgunský á himni né sólargeisli á vatni, heldur myrkur. Eilíft myrkur. Og á nóttunni sjást hvorki stjörnur né tungl, því að biksvart myrkrið hefur slökkt ljós þeirra. Daglöng dimma. Næturlöng dimma. Dimma vikum saman. Því myrkrið í sál mannanna hefur borið ljós sólar, stjarna og tungls ofurliði. Hann situr einsamall í fangaklefa umluk- inn þessum sorta. Hann er tvítugur. Heitir Wolfgang Borchert. Og þrátt fyrir þennan barnslega aldur hefur hann drýgt stórglæp með fulltingi hættulegs vopns: f nokkrum bréfum og á fáein blöð hefur hann skrifað sannleikann um Þýskaland Hitlers með pennanum sínum granna. Þessar lýsingar Borcherts á tilgangsleysi og hörmungum styrjaldarinnar, á eymd fólksins og volæði, á grimmdinni og brjálæðinu, eiga eftir að ráða stuttri ferð hans á þessari jörð. Sann- leikurinn mun verða honum að fjörtjóni. 22 skyldugt væri að taka kuldahlífina frá eyrunum. Samkvæmt skipun frá her- stjórninni. Menn eiga að taka kulda- hlífina frá eyrunum, er þeir standa á verði. Annars heyra þeir ekki nokkurn skapaðan hlut. Þetta er skipun. En það heyrist hvort eð er ekki stuna né hósti. Allt er hljótt. Steinhljóð. Vikum sam- an. Órofaþögn. Ójá, í þessari þögn er gott að hleypa af skotum annað slagið. Þá verður sálinni rórra. Þetta hafði hermaðurinn sagt, sem hann leysti af hólmi á verðinum. En svo stóð hann einn eftir. Hann tók kuldahlífina frá eyrunum, og gaddur- Fangelsi og vígvöllur Sporhundar Hitlers fundu bréf þau, er opinberuðu glæp Wolfgangs Borcherts, við húsleit á heimili hans í Hamborg. Þeir hugðust samstundis taka hann höndum, en gripu í tómt: Borchert hafði verið kallaöur í herinn og sendur til Rússlands á vígstöðv- arnar. Þar kynntist hann af eigin raun djöf- ulskap styrjaldarinnar, og þessi reynsla hans átti eftir að setja svip sinn á öll ritverk hans. Borchert særðist fljótlega illa og veiktist upp úr því háskalega. Dögum sam- an lá hann fárveikur í sjúkraskýli á víg- stöðvunum; dægrin runnu saman; mínútur urðu að árum, vikur breyttust í sekúndur. En blóðhundar Hitlers þefuðu hann uppi, manninn, sem tekið hafði sér í hönd vopn skæðara öllum skottólum foringjans. Þeir unnu honum öngrar hvíldar, heldur drógu hann fársjúkan til Núrnberg, þar sem hon- um var umsvifalaust varpað í fangageymsl- ur. Þá stóð hann á tvítugu. Hann hlaut inn læsti oddhvössum fingrum sínum í þau. Hann var aleinn. Og snjór hvíldi á smágreinum trjánna; var sem límdur við dimmbláa boli þeirra; lá í dyngjum yfir kjarrinu. Hann hafði fokið í skafla hér og hvar, staðnæmst í lautum, feykst til og frá. Fannfergi mikið. Og í snjónum undir fótum hans varð aðsteðjandi hætta lágvær og hljóðlát. Hún virtist fjarlæg honum, enda þótt hún gæti staðið á þeirri stundu fyrir aftan hann. Því snjórinn leyndi hætt- unni. Og í snjónum undir fótum hon- um, þar sem hann stóð einsamall á nóttunni, aleinn í fyrsta skipti, varð hvorki læknishjálp né neina aðra aðhlynn- ingu. Aðframkominn var hann leiddur fyrir rétt og dæmdur til dauða. Hálfan annan mánuð beið hann aftökunnar í dimmum klefa. Og enda þótt sólskinið flæddi yfir landið, og lækirnir léku smálög fyrir fugla himinsins, þá var myrkur og þögn umhverf- is Wolfgang Borchert, eilíft myrkur, grafar- þögn. Áð þessum tíma loknum var dómur- inn mildaður vegna aldurs sakborningsins. hann sat áfram í myrkum klefanum, einn og yfirgefinn. Hann var sviptur öllu því sem hann unni: penna og blaði, ættingjum og vinum, fuglum og jurtum, degi og nóttu. Böðlar hans ákváðu að hálfu ári liðnu að hleypa honum út úr klefanum og senda hann til Rússlands að nýju. Þeir kölluðu það „náðun". Og Borchert hélt aftur til Rúss- lands, vanheill sem áður. Fljótlega kom í ljós, að sjúkdómur hans hafði betur en allar þær skipanir, sem hon- um voru gefnar. Hann var ekki einu sinni vopnfær og því öldungis ónothæfur til að drepa menn. Upp frá þessu lenti Borchert á flæking milli sjúkraskýla og fangelsa. Þegar loks átti að láta hann lausan, lapti klefa- nautur Borcherts það í skósveina Hitlers, að Borchert hefði oft og tíðum gert gys að for- ingjanum og lagt nafn hans við hégóma. í stað frelsis hlaut Borchert að launum níu mánaða fangavist. Níu mánaða myrkur. í þetta sinn var hann ekki sendur til Nurnberg, heldur látinn dúsa í Berlín-Moa- bit. Og í dimmum klefanum heyrði hann ekki tónlist lífsins leikna af fótataki manna og söngfuglum, heldur féllu sprengjur allt í kringum hann með þrumugný: Þýskaland Hitlers var að hruni komið. Bandarískir landgönguliðar urðu til þess að ljúka upp dyrunum á klefa Borcherts. Hann var þá hálfþrítugur. f fimm ár hafði hann reikað milli vígvalla, sjúkraskýla og fangelsa. Hann var helsjúkur maður. Samt sem áður hélt hann fótgangandi til heima- stöðva sinna í Hamborg. Og bjartan maí- morgun blasti borgin við honum: Líkt og í móðu sá hann ána Elbu streyma milli húsa og stræta, gegnum borgina hans gömlu, gegnum bernsku hans og uppvaxtarár. — Þrátt fyrir fimm ára kvöl var hugur hans Ólafur Jóhann Ólafsson Rödd gla tadrar æsku nálægð allra lágvær og hljóð. Snjórinn gerði návist þeirra fjarlæga honum. Snjórinn leyndi þeim, því að í honum urðu allir hlutir svo þöglir og hljóðlát- ir. Jafnvel blóðstreymið í eyrum hon- um tók að láta hátt, svo hátt, að það yfirgnæfði allt annað. Þannig svæfði snjórinn allar raddir. Allt í einu heyrðist andvarpað. Vinstra megin við hann. Fyrir framan hann. Svo hægra megin. Aftur vinstra megin. Og skyndilega að baki honum. Vélbyssuskyttan stóð á öndinni. Þarna — aftur þarna. Það heyrðist andvarp- að. Suðið í eyrum honum var orðið há- vært. Þá var andvarpað enn að nýju. Hann bretti frakkakragann upp í miklu fáti. Titrandi fingur hans þrifu í kragann, svo að hann hyldi ekki eyrun. Þarna! Þarna heyrðist andvarpað! Kaldur sviti braust fram undan hjálm- inum og fraus á enni honum. Fraus þar. Úti var fjörutíu og tveggja stiga gaddur. Undan hjálminum braust fram sviti og fraus. Hann heyrði and- varpað. Að baki honum. Og hægra megin líka. Langt fyrir framan hann. Svo hér. Og síðan þarna. Einnig þar. Vélbyssuskyttan stóð í rússneskum skógi. Snjór hvíldi á smágreinum trjánna. Og það þaut í blóðinu í eyrum hans. Og svitinn fraus á enni honum. Og svitinn braust fram undan hjálmi hans. Því hann heyrði andvarpað. Eitthvað andvarpaði. Ellegar einhver. Snjórinn leyndi þeim, sem andvarpaði. Þessvegna fraus svitinn á enni honum. Því óttinn lét hátt í eyrum honum, og hann heyrði andvarpað. Þá tók hann að syngja. Hann söng Wolfgang Borchert eldsnarpur sem áður og vitsmunir hans al- gerlega óskertir. Nasistum hafði mistekist sú list sín að deyða sálina, en láta líkamann hjara. Sál hans bar birtu sem fyrrum. Heimkoman Borchert lá lengi rúmfastur eftir heim- komuna. Engin lyf unnu á sjúkdómi þeim, er heltekið hafði umbúðir sálarinnar. Hann reyndi allt, sem í hans valdi stóð til að lifa svonefndu eðlilegu lífi. Hann freistaði þess jafnvel að taka að sér hlutverk í leikritum, enda þótt fætur hans neituðu að bera hann. Hann lagði allt í sölurnar til að geta hafið nýtt líf, þar sem göngustafur leysti skot- vopn af hólmi, fuglasöngur kæmi í stað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.