Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 7
á sönnum Kjarvalsstöðum. „Ég hef hér einn vasahníf," sagði Kjarval, „og það verður þá að nægja okkur. Viltu ná í borðið þarna úti í horninu og færa það hingað," sagði hann við mig. Ég svaraði því til að ég sæi ekki nokk- urt borð. „Jú,“ svaraði hann, „sérðu ekki hval- beinið, maður.“ Þarna í einu horninu stóð heljarstór hryggjarliður úr hval, sköflungar sniðnir af inn við liðinn, svo að hringform liðsins naut sín vel sem kringlulagað borð. Ég náði í liðinn og rúllaði honum fram á gólfið. Kjarval setti nú fiskfatið á þetta frumstæða en trausta borð og bauð okkur að gjöra svo vel. „Nei, það vantar smjörið og ostinn," sagði hann nú skyndilega. Hann snarað- ist því fram á ganginn, talaði við mann sem þar sat, en kom síðan að vörmu spori aftur með hálft kíló af smjöri og sagði: „Hann gleymdi að kaupa ostinn, en hann fer og nær í hann.“ Þessi „hann“ sem gleymdi að kaupa ostinn, var bíl- stjóri Kjarvals. Við Arnþór töldum hinsvegar hæpið að hann næði í ostinn þar sem búið var að loka húðum fyrir alllöngu. En Kjarval svaraði um hæl, að þessi maður væri sá snillingur að hann leysti hverja þraut. Nú var byrjað að borða, og þessi eini vasahnífur húsbóndans sem gekk á milli okkar var aðallega notaður til að skera smjörklípur. Guðsgafflana notuðum við á soðninguna. Þetta var ágætis fiskur, vel verkaður þorskur. Við vorum allir sam- stilltir í að njóta góðrar máltíðar. Roðið var allt borðað og sogið vel úr öllum bein- um og uggum. Voru hendur okkar því nokkuð subbulegar að máltíðinni lokinni. „Ég gef ykkur svo kaffi á eftir,“ sagði Kjarval, „en áður skulum vér að fornum sið handlaugar taka.“ Þetta fannst okkur Arnþóri nauðsynleg ráðstöfun eftir því sem á stóð, og við spurðum Kjarval hvar aðstaða væri til handlaugunar. „Ég sé um það,“ sagði hann, „því fullir kunna flest ráð.“ Nú snaraðist hann upp stigann til næstu hæðar og kom til baka með gríðarstóran ketil fullan af volgu vatni. Síðan skipaði hann þannig fyrir: „Réttið þið nú hendur ykkar hér fram yfir hvalbeinið, og svo gef ég ykkur gusu úr katlinum." Okkur Arnþóri var ljúft að verða við þessum fyrirmælum, fannst það vera mjög í anda þess sem á undan var gengið, og þegar við höfðum rétt fram hendurn- ar, stóð ekki á gusunni úr katlinum. Kjarval var óspar á vatnið, tæmdi næst- um ketilinn, og vatnið flaut út um allt gólfið. Gáski hans og gjörningar urðu nú til að vekja glaðværð okkar á ný. Það átti sannarlega vel við hann að gera kúnstir sem þessar, og þá sérstaklega að koma mönnum á óvart með sérkennilegum uppátækjum. Kjarval var svo sannarlega gæddur sérstöku skopskyni, og þegar vatnsbunan stóð af mestum krafti úr katlinum, raulaði hann: „Bunulækur blár og tær.“ Meistarinn var nú kominn í all- létt skap. Hann gekk marga hringi í kringum borðið (hvalbeinið), og sagði sögur og brandara. Hann var í þykkum ullarhosum, svo vatnið sem farið hafði á gólfið, hvarf fljótt. Loks kom svo hið umtalaða kaffi. Kjarval hafði sótt það til mágkonu sinn- ar, konu Bjargmundar. Því næst fór hann til bílstjórans eftir ostinum. Kom svo til baka með heljárstórt oststykki og lagði það fimlega á hvalbeinið. Tók síðan vasa- hníf og skar allan ostinn niður í sneiðar sem ekki voru af þynnri gerðinni. Það var ekki skorið við nögl. Það kom sér vel að skurðbrettið var ekki viðkvæmt, því hér var víkingur að verki sem naut þess að neyta krafta sinna með bitjárn í hendi. Nú var kaffið drukkið, og sagði þá Kjar- val: „Sætið þið kaffið vel, því þá er ostur það besta sem maður fær með kaffi, eða það finnst mér. Það er þó auðvitað ekki víst að fólk viti þetta, nei, það er sko ekki víst,“ endurtók hann. „En þá eigum við ekki að láta þar við sitja. Við eigum að fræða þjóðina um þetta, okkur ber skylda til þess.“ Við Arnþór samþykktum auðvitað án athugasemda að leiðbeina þjóðinni í þess- um efnum. Aldrei fyrr höfðum við prófað þetta einhliða meðlæti með kaffi. Þetta smakkaðist vel, og lauk kaffidrykkjunni með mestu ánægju. Með þakklæti kvöddum við því vin okkar og gestgjafa, Kjarval, og tókum með okkur ógleymanlegar minningar frá þessari kvöldstund er virkaði á okkur sem góður leikþáttur. Og svo original var Kjarval, að ekki var möguleiki á því að hann yrði endurtekinn á sama hátt. í vinnustofu Jóhannesar Kjarval, — árin og var viö Sigtún. reyndar ekki þeirri sem hér er frá sagt og var viö Barónstíg, heldur þeirri sem hann notaöi síöustu Kristinn Magnússorv Ljósið Vor Guð hafði ljósið í hendi sinni og eyddi myrkrinu með orðum sínum: VERÐILJÓS Og það varð til hinn fyrsta dag himins ogjarðar án elds En sá er fæddist í fjárhúsi fann orðum sínum stað: Ég er ljós heimsins Þögnin Ég spyr mig einan um eitt: hvað er Ijóð fyrir dómi, sem dæmir það gott oggilt eða píp — því svarar enginn einn eða nokkrir í kór — hún er ístuði konan sem kunni að þegja frændum sínum á Skarði ekki kveðjurnar í ævisögu sinni, Úr fylgsnum fyrri aldar, sem er varn- arrit frá hans hendi. Sá sem skrif- ar sögu Skarðs verður að rita gegn því, en um margt mætti skrifa fyrr. Friðrik var hirðumaður á skjöl og fræðimennska hans kem- ur fram víðar en í ævisögunni, en vart verða þeir feðgar taldir skap- brestalausir. Síðasti sýslumaður á Skarði var Kristján Magnúsen. Hann lét byggja kirkju 1848. Hún var 18 álnir á lengd, 8 á breidd og 4 álnir á hæð af gólfi undir bita. Kirkja þessi fauk 6. júní 1910 í sunnan- ofviðri og færðist af grunninum um hálfa grunnbreidd. Endur- bygging dróst og var ekki lokið fyrr en 1916, en 21. maí það ár var hún vígð af Ólafi Ólafssyni presti og skólastjóra í Hjarðarholti. Þessi kirkja er 15 álnir á lengd eða 3 álnum styttri og V2 mjórri. Þetta er nú orðið langt mál, en ótal margt ósagt um staðinn, kirkjuna og gripi hennar. Ég vona, að það hneyksli engan, þótt ég ljúki máli mínu með því að vitna í Friðrik Eggerz, en eins og áður kom fram, var hann oft spar á lofsyrðin. Hann lýsti svo Skarðstrendingum í fyrrnefndri sóknalýsingu: „Skarðstrendingar, þó margir bændanna séu fátækir, eiga skilið samverðugt hrós, að þeir yfir höfuð skara fram úr fleirstum öðrum með greiðvikni betalningslaust, og góð atlot við ferðamenn; því 1 lengstu lög hefur þjóðin lumað á þeirri manndáð."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.