Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 6
Vilhjálmur Bjarnason Frásögn af kostulegu matarboöi hjá Jóhannesi Kjarval Um árabil hafði ég reynt að eignast málverk eftir Jóhannes Kjarval. Hann vissi vel um þessa ósk mína, og virtist vera því meðmæltur að ég eignaðist mál- verk eftir sig, bæði vegna frændsemi okkar og dálitils kunningsskapar á seinni árum. Þetta var þó ekki eins auðvelt eins og það sýndist einfalt. Það bar ávallt eitthvað á milli þegar á átti að herða, og ekki var það frekar hans sök en mín. Eitt sinn átti ég t.d. völ á svo stórri mynd að ég hafði ekkert veggpláss fyrir hana. Það að fara að skaffa mynd af þeirri stærð sem passaði á mína stofuveggi fór að sjálfsögðu í taugarnar á meistaranum. En frekari myndaviðskipti okkar Kjar- vals eru hinsvegar heil saga útaf fyrir sig. Á laugardeginum milli jóla og nýárs var ekki unnið, svo ég tók bílinn minn og ók út í eftirmiðdaginn mér til hressingar. Ég ók niður í borgina því götur hér innfrá voru í þá daga ekki fullgerðar. Heimar og Vogar voru aðeins að myndast, því þetta var árið 1958. Ég lagði leið mína um Bar- ónsstíginn, þar eð ég vissi að Kjarval bjó á þessum tíma í hornhúsinu á Njálsgötu og Barónsstíg. Þar á neðstu hæð eða jarðhæð var Kiddabúð, en á hæðinni fyrir ofan leigði Kjarval tvö herbergi af bróður sínum, Bjargmundi, en sjálfur bjó Bjargmundur á 3ju hæð. Ég sá ljós á annarri hæð og taldi því að Kjarval væri heima. Ég hugsaði með mér að gaman væri að vita hvernig ég sækti að honum á þessum tíma. Ég lagði bílnum á góðan stað og ákvað að gjöra vart við mig. Ég gekk upp stigann til annarrar hæðar og bankaði á dyr meistarans. „Kom inn,“ kvað við djúp og dimm rödd húsbóndans, og ég gekk inn. „Blessaður frændi," sagði hann, „þú sést of sjaldan, en velkominn samt.“ Ég svaraði því til að ég sæist sjaldan af þeirri ástæðu einni að húsbóndinn væri aldrei heima þegar ég kæmi við. „Já,“ sagði Kjarval og hélt áfram: „Maður er nú að bisa við að bjarga þjóð- inni. Þeir segja mér að hún sé svo voða- lega bágstödd og fátæk, svo að við verð- um að láta hendur standa fram úr erm- um áður en allt fer á hvolf. Ertu ekki sammála?" Jú, auðvitað var ég það, það væri bara að vita hvernig á þessu stæði og hvar ætti að byrja úrbæturnar. „Jú, góðir sjómenn fá allstaðar skips- rúm, eða svo var það hér áður,“ svaraði Kjarval. „Kannski er þetta líka orðið breytt, já þessvegna fer þetta allt yfirum og á hvolf." Hann hélt áfram: „Það er nú lítið að sjá hjá mér núna. Það er allt rifið útúr höndunum á mér samstundis og eitthvað skapast, en hér er bók sem ég vil gefa þér, ég á tvær, fékk aðra núna í jólagjöf, hef ekki að gjöra við nema eina.“ Ég þakkaði gjöfina sem var Fjölfræðibókin. „Heyrðu vinur,“ sagði Kjarval, „þekkir þú ekki hann Arnþór frá Akureyri? Hann er kunningi minn og mikill sómamaður." Ég taldi mig hinsvegar ekki þekkja til Arnþórs. „Hann Arnþór," hélt Kjarval áfram: „Ég hélt að allir þekktu hann. Hann er einn af Sambandsmönnunum og stjórnar iðnfyrirtækjum þeirra á Akureyri. Hann kemur nú hér á eftir, og ég má til með að kynna ykkur, því þetta er göfugmenni. Ég er að láta sjóða kinnar, því að hann Arn- þór ætlar að borða hjá mér eftir að hann hefur lokið störfum dagsins. Nú bíður þú, vinur, þar til að hann kemur, og við setj- umst allir saman og borðum kinnar. Salt- aðar kinnar eru alveg herramanns mat- ur,“ bætti hann við. Ég tók þessu frekar dauflega, taldi að þetta matarboð tæki of langan tíma. „Annað kemur ekki til greina," ansaði Kjarval. „Þú verður að kynnast honum Arnþóri, hann er sómi Norðlendinga og stórmenni. Stúderaðu nú bara bókina á meðan kinnarnar sjóða, og láttu þér ekki leiðast.“ Mér var nú ljóst að ég var kominn á yfirráðasvæði Kjarvals, og hann var hús- bóndi á sínu heimili. Ég fór því að hans óskum, gaf mig til rólegheita og blaðaði svolítið í Fjölfræðibókinni, eins og mér hafði verið bent á, en fór síðan að litast um í vistarverum hans. Innra herbergið virtist vera svefnherbergi, þó að fátt benti til að svo væri. Þarna var þó legu- bekkur, dívan af gömlu gerðinni sem stóð út við einn vegginn, og eftir útlitinu að dæma virtist hann vera háaldraður. Fyrir framan divaninn stóð lítið borð með öskubökkum og allslags dóti, stórum hlöðum af gömlum dagblöðum var hér og þar staflað upp við veggina. Mér datt í hug að ef hér væri komin þrifin húsmóð- ir, þá myndi henni ekki verða um sel, því umgengnin var í lágmarki. Kjarval bjó hér með sjálfum sér, hugsaði um sig og lifði eftir þeirri gullnu reglu að „sjálfs er höndin hollust". Hann var ekki að hugsa um svona smámuni, og engum var því um að kenna. Nú birtist Arnþór frá Akureyri. Kjar- val kynnti okkur með tilheyrandi upplýs- ingum og komplimenti. Eftir stuttar samræður um daginn og veginn sagði Kjarval: „Ég ætla nú að skreppa hér upp og ná í kinnarnar, þær hljóta að vera soðnar. Þið talið saman á meðan og haldið uppi húm- or hússins." Að stundu liðinni kom Kjarval til baka með heljarstórt steikar- fat kúffullt af saltfiski. Og á fatínu var aðeins rosastór gaffall, tvítenntur forkur með óhugnarlega stóru heimasmíðuðu skafti sem hvergi gat samræmst hinum hluta áhaldsins. Þetta undraáhald stóð lítt í jafnvægi á fiskfatinu, og var því alltaf að detta af því. Kjarval hélt á fat- inu niður stigann af 3ju hæð, og í annarri hverri tröppu beygði hann sig eftir fork- inum. Okkur, sem horfðum á, fannst þetta broslegt, og gátum ekki leynt hlátr- inum þegar Kjarval var loksins kominn niður alla leið. Hann tók undir glaðværð okkar, og steig nokkur dansspor með fiskfatið hátt á lofti. Voru nú allir komn- ir í hátíðarskap og Kjarval lék á als oddi. Hann var svo margslunginn í glaðværð sinni, að gott var að vera í návist hans þegar sá gállinn var á honum. „Jæja, vinir," sagði hann. „Þetta er nú ekki eins gott og ég ætlaðist til, kinnarn- ar voru nefnilega ekki til. Alveg ófáan- legar. En saltfiskur er hér samt og hann er góður, og lífið er saltfiskur," bætti hann við. Við Arnþór vorum þessu fylli- lega sammála. „Ég tók engin hnífapör með,“ sagði Kjarval. „Ég veit að þið hafið vasahnífa." Við svöruðum því neitandi, og þá sagði Kjarval: „Já, það er þetta sem ég hef oft rekið mig á, að þjóðin er í afturför á mörgum sviðum. Já, þetta er afturför," endurtekur hann nokkrum sinnum. Hann æsti sig nú upp, brýndi raustina og sagði: „Hér áður fyrr var þetta föst regla að bera á sér vasahníf,“ og með offorsi endurtók hann yfirlýsingu um þessa dæmalausu afturför íslendinga. Allt þetta jók á hláturmildi okkar Arn- þórs, það leyndi sér ekki að við vorum nú 6 stafgólf, „þiljuð að öllu og loft yfir 2 fremstu stafgólfum". Viðir til hennar voru fengnir norðan af Ströndum og úr Grundarfirði. Við þessa kirkju hlýtur að vera átt í Sýslumannaævum Boga á Stað- arfelli, er hann segir, að Ólöf ríka hafi látið „byggja Skarðskirkju mjög vandaða, voru eiri brydd öll bitahöfuð, og stólparnir nær feðmingsdigrir. Spónþak var á kirkjunni". Margt hefur hér verið kennt við Ólöfu. Árið 1760 segir í prófasts- vísitasíu, að kirkjueigandi hafi 30. ágúst 1759 afhent kaupmanni í Stykkishólmi svokallaða Ólöfar- klukku til að láta umsteypa í Kaupmannahöfn. Árið 1762 er Ólufarklukkan aftur komin um- steypt með ártali 1761. Arið 1783 er gamla tímburkirkj- an ofan tekin og torfkirkja byggð í staðinn; var hún í 6 stafgólfum og öll undir reisifjöl. Annars gætu mér fróðari menn teiknað þessa kirkju og þá næstu á undan. Þessi torfkirkja stóð hér til 1847 og er að líkindum eina torfkirkjan, sem hér hefur staðið. Þegar hún var reist átti Magnús Ketilsson sýslu- maður Skarð. Um hann geta menn lesið í ævisögu hans eftir Þorstein sýslumann Þorsteinsson. Á tímum Magnúsar eða um tuttugu ára skeið var Skarð í leiguábúð, eða þar til Skúli sonur Magnúsar fór að búa 1797. Miklar og langvinnar deilur stóðu milli Skúla og Kristjáns sonar Skúla annars vegar og séra Eggerts Jónssonar og Friðriks Eggerz hins vegar. Friðrik vandar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.