Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 19
Hinn eini og sanni Gamli-Ford. Guðlaugur á Giljum við farartækið sitt. Dalselsbræður urðu fyrstir til að komast á bíl inn í Þórsmörk. Hér eru þeir við bifreið Auðuns kaupmanns, sem merkt var RÁ-5. fússon sýslumaður í ræðustólinn og setti vígsluhátíðina. Hann gat þess að þrjú meginöfl hefðu hrundið þessum miklu mann- virkjum á stað: Þekking, líkam- leg orka og fórnfýsi. Verkfræð- ingar hefðu lagt fram þekking- una, verkamennirnir hina lík- amlegu orku, en fórnfúsir hér- aðsbúar hefðu lagt fram fjár- munina. Að ræðu lokinni voru sungin brúarljóð Önnu Vigfús- dóttur frá Brúnum sem hefjast með þessum orðum: „í bratt- sækni þjóðar um batnandi kjör, hver brú er sem hlekkur í festi." Dansað og flutt brúarljóð Atvinnumálaráðherra, séra Þorsteinn Briem, flutti vígslu- ræðuna. Lýsti hann m.a. þeirri þýðingu, sem samgöngur hefðu fyrir landbúnaðinn. Samgöngur væru frumskilyrði þess, að sveitir landsins gætu horfið frá þúsund ára gamalli rányrkju og snúið sér að jarðyrkjubúskap. Tveir ræðuskörungar höfðu ver- ið fengnir úr Reykjavík, Ragnar E. Kvaran, sem mælti fyrir minni íslands og dr. Guðmund- ur Finnbogason, sem mælti fyrir minni Rangárþings. Þegar fyrri brúin á Þverá var vígð orti Þorsteinn Gíslason, brúarljóð sem síðar varð Hér- aðssöngur Rangæinga, „Inn i faðminn fjalla þinna". Steinn Sigurðsson, kennari í Hafnar- firði, gerði brúarljóð sem var sungið og leikið á hátíðinni og Frímann Einarsson flutti þar frumsamið kvæði. Ekki er í at- riðaskránni ágætt brúarljóð Guðmundar Daníelssonar, skálds frá Guttormshaga, sem þar hefði sómt sér vel. Miklum danspalli hafði verið slegið upp og veitingatjöldum, þar á meðal Rangæingabúð, sem Jón Ólafs- son, alþingismaður frá Sumar- liðabæ, og Tómas Tómasson frá Miðhúsum, stofnandi og for- stjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson, gáfu Rang- æingum á Alþingishátíðinni 1930. Rangæingabúð var nokk- urs konar færanlegt félagsheim- ili í héraðinu um langt árabil, og setti lengi mikinn svip á gömlu Þjórsármótin, sem var þjóðhátíð Sunnlendinga um áraraðir. Það var sannarlega vorhugur í Eyfellingum og Skaftfellingum þennan bjarta dag 1. júlí 1934. Þar sem Skarphéðinn stökk forðum 12 álnir yfir Markarfljót var nú komin traust brú, sem enn hefur ekkert látið undan hinum þungu samgöngutækjum nútímans. Um kvöldið blaridaðist harm- ónikkumúsíkin hinum þunga nið Fljótsins. Kreppuárakynslóðin steig dansinn, gladdist og söng hátt. Kynslóðin sem lifði með erfiðleikunum kallaði ekki öll verkefni vandamál. Úrtölumenn létu ekki í sér heyra. Vörn hafði verið snúið í sókn, sem síðan hefur haldið áfram. Kvöldið var fagurt á Fljótsbakk- anum. Oft hafa menn orðið góðglaðir af minna tilefni og vissulega biðu nú bjartari tímar hinna blómlegu sveita austan Markarfljóts. Sigurður Þór Guðjónsson Vitringurinn Heinrich Schiitz ' í tilefni af flutningi Polýfónkórsins á Jólasögu Schíitz nú um jólin Einn muggulegan desember- dag árið 1975 lagði ég leið mína í hljómplötuverslun Fálkans í Reykjavík. Allt í einu var at- hygli mín vakin. Ég fann plötu sem mér fannst forvitnileg. Á umslaginu stóð Jólasaga, en höf- undurinn hét Heinrich Schutz. Eitthvað rámaði mig í þetta nafn, en var að öllu leyti fáfróð- ur um tónskáldið. En þar sem nú var skammt til jóla, keypti ég plötuna. Svo fór ég að hlusta. Mér varð undireins Ijóst að ég hafði uppgötvað mikinn fjársjóð. Ég var vel kunnugur Jólaóra- tóríu Bachs. En þessi Heinrich Schutz sló hann alveg út í mín- um eyrum. Svona átti að flytja jólaboðskapinn. Hér var einfald- leikinn ríkjandi, tignarlegur og hreinn. Allt skraut og prjál var víðs fjarri og engar málaleng- ingar né útúrdúrar. En það var ekki aðeins hinn tæri einfald- leiki sem var eins og opinberun. Það var líka.sá andlegi kraftur og styrkur sem hljómaöi í hverri nótu. Þessi maður var eitthvað mikið öðruvísi en allir aðrir. Mér fannst hann nánast heilagur maður. Þannig voru fyrstu kynni mín af Heinrich Schútz. Og það er skrýtið og gaman og til vitnis um undursamleik listarinnar, að síðan þá hefur þessi meistari sem fæddist fyrir 400 árum verið einkavinur og sálusorgari eins venjulegs íslendings á síðasta hluta tuttugustu aldar. Heinrich Schútz fæddist 14. október árið 1585 í Köstritz í Saxlandi. Árið 1599 varð hann kórdrengur við kapellu land- greifans af Hesse-Kassel og naut bæði almennrar menntun- ar og tónlistarfræðslu. Hann innritaðist í háskólann í Mar- burg árið 1608 í þeim tilgangi að nema lög. í heimsókn til Mar- burg varð landgreifanum ljós tónlistargáfa Schútz og styrkti hann til náms i Feneyjum hjá Giovanni Gabrielli, einum fræg- asta meistara sinnar tíðar. Á ft- alíu dvaldi Schútz árin 1609—1612 og samdi þar fyrstu tónverk sín, madrigala fyrir 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.