Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 20
fimmradda kór. Við heimkom- una til Þýskalands tók hann um tíma aftur til við að lesa lög og nú í Leipzig, en hætti námi fyrir fullt og allt er hann gerðist organisti hjá landgreifanum. Árið 1613 heimsótti hann Dresd- en með landgreifanum og árið eftir lagði hann sitt af mörkum við að undirbúa tónlist við skírn sonar kjörfurstans af Saxlandi, sem réði hann við kjörfursta- hirðina 1615. Þar endurskipu- Iagöi Schútz tón- listarflutninginn eftir ítölskum fyrirmyndum og sendi tónlistar- menn til Ítalíu til að kynnast hinum nýju straumum í listinni. Árið 1619 kvæntist Schútz Magdalenu Wildeck og áttu þau saman tvær dætur. En samvistir þeirra urðu skammar, því kona hans lést árið 1625. Til að eyða sorg sinni og öðlast hvöt til starfá fór Schútz á ný til Ítalíu að kynna sér tónlist Monteverd- is. Þegar hann snéri aftur heim hafði órói þrjátíu ára stríðsins lagt allt líf í læðing og þar á meðal tónlistarlífið. Honum var leyft að gerast kapellumeistari við dönsku hirðina í Kaup- mannahöfn árin 1633—35. Schútz settist nauðugur að í Dresden árið 1641. Hann var óánægður með skipan tónlistar við hirðina. En afsögn hans var hundsuð hvað eftir annað af kjörfurstanum. Og starfi sínu í Dresden hélt hann áfram að mestu til dauðadags. Árið 1657 fluttist Schútz til systur sinnar í Wissenfels. Á efri árum varð hann hrumur og heyrnarsljór. Flestum stundum eyddi hann í lestur ritningarinnar. Hann dó í Dresden 6. nóvember 1672. Heinrich Schútz stóð í list sinni á miklum tímamótum. Hann sameinaði hina nýju ít- ölsku strauma þýskri hefð og þýskri skapgerð. En fyrst og fremst er stíll hans mjög pers- ónulegur. Tónverk hans eru mörg og furðulega fjölbreytt. En flest eiga þau það sameiginlegt að vera samin við andlega texta. Þó samdi Schútz fyrstu þýsku óperuna, Dafne, árið 1624, sem því miður hefur glatast. Áhrif þau er Schútz varð fyrir af læri- meistara sínum Gabrielli, koma i skýrt fram í hinum glæsilegu j Davíðssálmum 1619. Hin alvar- i lega hlið Schútz birtist fyrst í Upprisusögu hans árið 1623. í Cantiones Sacrae 1626, sem eru 1 mótettur fyrir fjögurra radda kór, grípur Schútz til vandaðs pólyfónísks ritháttar. Symph- oniae Sacrae frá 1629, 1647 og 1650 birta áhrif frá Monteverdi í notkun einsöngvara og hljóð- i færa. Hið sama má segja um Musikalische Exequien frá 1636 sem er útfarartónlist, einstök af t trúrænni alvöru. Með Kleine geistliche Konzerte frá 1636 ’ sýndi Schútz að hann gat samið I mikla tónlist í smáu formi, en I l í ' I ! t verk þessi eru eins konar kammerkonsertar, samdir í ringulreið þrjátíu ára stríðsins. í óratóríum sínum ruddi Schútz veginn fyrir Bach. Sjö orð Krists á krossinum var samin 1645 en Jólasagan 1664. Á elliárunum blómstraði sköpun- argáfa Schútz sem aldrei fyrr. Áttræður að aldri samdi hann mestu meistaraverk sín, passí- urnar við Lúkasar-, Jóhannesar- og Mattheusarguðspjall. Þessar tónsmíðar eru án undirleiks og láta fornlegar og „þurrar" í mörgum nútímaeyrum. Þó er þetta einhver mesta tónlist sem til er. Þar rís dramatísk gáfa höfundarins hæst, sömuleiðis einfaldleiki og skýrleiki hugsun- arinnar. Og hvergi kemur djúp trú Schútz og hinn mikli andlegi kraftur — og hreinleiki fallegar fram. Það er fátt eða ekkert í tónlist sem hægt er að jafna þessum verkum við. En manni verður hugsað til annars mikils Þjóðverja, málarans Albrecht Dúrer. Hér á landi er Heinrich Schútz lítt kunnur. í tónlistar- sögunni er hann almennt talinn mesta tónskáld Þýskalands fyrir daga Bachs. Að minni hyggju er hann einhver mesti meistari sem nokkru sinni hefur samið tónlist. Skapgerðareiginleikar hans voru einstæðir. Tónlistar- sagan greinir frá mörgum merkilegum karakterum. Það má nefna óbifandi trúartraust. Bachs, viljastyrk og kraft Beet- hovens, sakleysi og einlægni Schuberts og göfgi og húman- isma Verdis. En Heinrich Schútz sameinar fullkomið trúartraust og æðruleysi, viljastyrk og and- legan kraft, hjartans einlægni og einhverja undursamlega mannúð og mildi. Hann lifði á hræðilegum tímum styrjalda, hallæra og sótta. En allt líf hans, frá fyrsta til hinsta dags, var flekklaust og fagurt, eins og heiðríkur íslenskur vordagur. Erfiðleikarnir gerðu hann dýpri og betri mann. Hann er eina tónskáldið sem minnir mig allt- af á austurlenskan vitring. Hann er kyrrlátur, vitur og góð- ur. Á gamalsaldri samdijiann Jólasögu sína. Þar talar hann til mannkynsins með svo staðfastri trúarvissu, tiginbornum heiðar- leika, barnslegri einlægni og skilningsríkri mildi, að það á sér enga hliðstæðu. Pólýfónkórinn á miklar þakkir skildar fyrir að flytja þetta verk. Sá sem lærir að þekkja og elska tónlist Heinrich Schútz verður aldrei samur mað- ur. Hann verður ofurlítið ríkari manneskja. Siguröur Þór Guðjónsson er rithöfund- ur. Hann er fastur tónlistargagnrýnandi Alþýöublaösins og hefur oft skrifaö í Lesbók um tónlist og tónlistarmenn. Hljómplötur Hljómsveitarstjórinn KARL BÖHM Fyrir rúmum tveimur árum andaðist austurríski hljómsveit- arstjórinn Karl Böhm 86 ára að aldri. Hann hafði verið starfandi sem hljómsveitarstjóri fram undir andlát sitt og verið vax- andi listamaður fram undir ævi- lok. Böhm var fæddur í Graz í Austurríki og tónlist hans þótti alltaf bera svip af hinu hreina fjallalofti sem hann hafði andað að sér í æsku. Faðir hans var mikilsmetinn málaflutnings- maður og sonurinn átti að feta í fótspor föður síns og læra lög og það gerði hann og varð meira að segja dr. juris, en jafnframt stundaði hann tónlistarnám undir leiðsögn Eusebius Mand- yczewsky og daginn eftir að hann varð dr. juris stjórnaði hann Hollendingnum fljúgandi, enda fór það svo að leiðir hans og lögfræðinnar skildu eftir þetta. Tónlistarferill hans hófst fyrir alvöru þegar hann gerðist samstarfsmaður Bruno Walters í Múnchen árið 1921. Þaðan lá leið hans til Darmstadt og Ham- borgar og í ársbyrjun 1933 flutt- ist hann til Dresden til að taka við af Fritz Busch sem nasist- arnir flæmdu þaðan burt af því hann var gyðingur. Hljómsveit- armennirnir voru dálítið efa- blandnir þegar hann hóf fyrstu æfinguna með þeim á Tristran og Isolde, en þeim brá heldur í brún þegar Böhm benti þeim á að þar væri alltaf leikin fölsk nóta og það hefði viðgengist í áraraðir. Hljómsveitarmennirn- ir komu fram með þá tilgátu að hljómsveitarstjórinn hafi látið skrifa hana inn til að sýna hljómsveitinni þekkingu sína á verkinu, engu að síður þótti þetta hin merkasta uppfærsla á Tristran þó að hún væri ekki leikin af þeim tilfinningahita sem einkenndi tónlistarflutning Buschs. í Dresden kynntist Böhm Richard Strauss og færði upp óperur hans og af verkum með meira nýjabragði má geta þess aö hann færði upp Wozzek eftir Alban Berg í Salzburg eftir síðari heimsstyrjöldina, en þar með lágu leiðir hans og síðari tíma tónlistar sundur. Böhm starfaði við óperuna í Dresden fram til ársins 1942 og taldi það skeið ævi sinnar merkast fyrir sakir þess þroska sem hann öðl- aðist þar og hápunkturinn hafi verið uppfærslan á Daphne eftir Richard Strauss, sem hann færði upp 1938 í fyrsta skipti. Löngu seinna var óperan leikin inn á hljómplötur undir stjórn Böhms (DG. 2721 190). Meðal flytjenda eru Fritz Wunderlich, Rita Streich og Hilde Gueden. Að styrjöldinni lokinni brá Böhm á það ráð að ferðast um og stjórna vítt um heim, t.a.m. lá leið hans til Suður-Ameríku, en einnig lagði hann sitt af mörk- um við endurreisn Vínaróper- unnar og tónlistarlífsins í Aust- urríki, en þar kastaðist þó í kekki árið 1955, en nafn hans hefir samt löngum verið tengt Vínarfílharmóníunni og það samstarf mun lengst halda nafni hans á lofti. Svo er talið að Böhm hafi aldrei átt fullkom- lega heima í upptökusal og hljómplötur hans nái ekki sama ferskleika og ríkti í tónleikasöl- unum þar sem hann stóð á stjórnpalli. í hvert skipti sem hann stjórnar verki er það svo lifandi eins og hann sé að flytja það í fyrsta skipti og óeðlilegrar spennu gætir þar ekki, fortiss- imo verður aldrei gróft hjá hon- um og í höndum hans verður hljómurinn mjúkur og lifandi og hljóðfallið eins og í dansi. Böhm er frægastur sem túlk- andi og flytjandi verka Mozarts og Richard Strauss. Ef ætti að nefna einhverja upptöku sem lengi verður í minnum höfð, þá er það Cosi fan tutte, þar sem Elisabeth Schwartzkopf, Christa Ludwig og Walter Berry fara á kostum auk annarra ágætra flytjenda (HMV SLS/ TC-SLS 5028). Upptökur Böhms á öðrum óperum Mozarts eru einnig í flokki þeirra bestu sem völ er á og má þar nefna Töfraflautuna, þar sem Wunderlich syngur Tamino og er jafnoki hans í því hlutverki vandfundinn. Sömu sögu er að segja af Don Giovanni (DG 2740 194) og Brúðkaupi Fig- aros (DG 2711 007), þó að þær beri varla eins hátt og hinar. Á sama hátt eru hljóðritanir hans af sinfóníum Mozarts í háum gæðaflokki. Áður hefir verið get- ið um uppfærslur og hljóðritanir Böhms á óperum Strauss, en hann hljóðritaði 5 þeirra, aðrar óperur sem Böhm hefir leikið inn á hljómplötur eru Fidelio og Tristran og Isolde, en þessar hljóðritanir þykja varla jafngóð- ar og Mozart-óperur Böhms. Það lætur að líkum að Böhm hafi ekki látið verk Beethovens og Schuberts fara hjá garði, enda er raunin sú. Hann hefir gert upptökur af öllum sinfóníum beggja og einnig af 2 sinfóníum Bruckners og 3 síðustu sinfóní- um Tschaikovskys og er þá eng- an veginn allt upp talið. Ef benda ætti á einstök verk sem bera af öðrum, mætti nefna Pastoral-sinfóníu Beethovens (DG 2721 154) sem leikin er af Vínarfílharmóníunni og sin- fóníu í c-dúr, stóru c-dúr sin- fóníuna eftir Schubert (DG 2725 103), sem leikin er af Berlínarfíl- harmóníunni. Eftir að Böhm var allur, komu út tvö verk undir hans stjórn, síðustu sinfóníur Schuberts og Beethovens. Níunda sinfónía Beethovens er „digital", það er Vínarfílharmónían sem leikur og óperukórinn í Vín syngur. Einsöngvarar eru Jessye Norm- an, Birgitte Fassbaender, Plac- ido Domingo og Walter Berry. Tæknilega er þetta talin besta útgáfan af 9. sinfóníunrii og glæsilegur lokaþáttur á löngum listferli Böhms. Yfirleitt er verkið leikið hægt og minnir að því leyti á Klemperer, enda þótt það leyni sér hvergi hver stjórn- andinn er. Sinfónian er á 2 plöt- um (DG 2741 009) þannig að hver þáttur er á einni hlið. Að lokum skal hér minnst á 9. sinfóníu Schuberts (DG 2531 352). Hér er það Staatskapelle í Dresden sem leikur, og verkið er tekið upp á tónleikum í Kultur- palast Dresden 12. janúar 1979. Upptakan hefir hlotið mjög góða dóma og jafnvel talin fremri plötunni sem gerð var með Berl- ínarfílharmóníunni og getið er hér á undan, þó að smáhnökrar finnist þar sem hljóðritunin er ekki unnin í upptökusal. Engu að síður er hún frábært vitni um það hvílíkur meistari Böhm var að stjórna þessu stórfenglega tónverki. A.K. 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.