Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 11
 .. .................. Báðar myndirnar til vinstri eru nafnlausar af hendi höfundarins, en myndin hér að neðan hefur fengið heiti úr alkunnu kvæði Jónasar Hallgrímssonar: Sáuð þið hana syst- ur mina. en í hóp. Ég vil helst vera einn með viðfangsefninu, ef ég ætla að gera eitthvað skapandi. Ég hef tekið myndir fyrir tíma- ritið Hár og fegurð, en annað hef ég ekki unnið við þetta hér heima. Ég vona þó, að mér takist að finna starfsgrundvöll, því að það ríður á að halda sér við í þessu. Ef ég tæki ekki myndir í lengri tíma, t.d. tvö ár, hætti ég að sjá hlutina í nýju ljósi. En það er einmitt það, sem er nauðsynlegt." — En geta allir tekið myndir? „Með nútíma tækni ættu allir að geta tekið tæknilega góðar mynd- ir. Til þess þarf engin tryllitæki. Sjálfur er ég hrifinn af gömlu belgmyndavélunum, en þær eru ekki handhægar fyrir almenning. Það er nauðsynlegt fyrir alla að hafa góð tæki og kunna á þau tæki, sem maður hefur," segir Gunnar og breiðir úr myndunum sínum á stofuborðið. Myndirnar tala sínu máli, og engu við þær að bæta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.