Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 17
hleðslumálið hafði oft og mikið verið rætt á fundum sýslunefnd- arinnar. Oddviti sýslunefndar, Björgvin Vigfússon, var fram- farasinnaður bjartsýnismaður. Páll Zophoníasson, síðar bún- aðarmálastjóri, mun fyrstur manna hafa stungið upp á lán- töku innan héraðs og ritaði sýslunefndinni bréf um málið. Sýslumaður svaraði bréfi Páls Zophoníassonr og sagði að ekki skyldi standa á sér að hvetja fólkið í héraðinu til að leggja fram loforð um lán. Þegar Sæmundur Ólafsson, oddviti og sýslunefndarmaður á Lágafelli, heyrði um bréfið frá Páli, sagði hann: „Já, ég er til- búinn,“ og lét athöfn fylgja orð- um og safnaði 23 þúsund krón- um í sveitinni sinni, sem ekki var þó fjölmenn. í Vestur- Landeyjahreppi söfnuðust 13 þúsund krónur. Að Landeying- um undanskildum voru það Landsveitarmenn sem langmest lögðu af mörkum. Annars var sérstök nefnd sem annaðist fjáröflun, en hana skipuðu: í Reykjavík A. John- son, gjaldkeri í Landsbankan- um, Jón Kjartansson þá ritstjóri Morgunblaðsins, síðar sýslu- maður í Skaftafellssýslum og þingmaður Vestur-Skaftfell- inga, og Vigfús fræðimaður Guðmundsson frá Engey. í Rangárvallasýslu voru sýslumanni til aðstoðar við fjár- söfnun og lánsloforð séra Sveinbjörn Högnason síðar prófastur á Breiðabólsstað og Ágúst Andrésson hreppstjóri í Hemlu í Vestur-Landeyja- hreppi. Samtals söfnuðust 289.000,- i Rangárvallasýslu og í Reykjavík. Þar af lögðu verka- mennirnir Sjálfir fram 66.000,- gegn ríkisskuldabréfum. I þessum stórmerka áfanga í samgöngumálum landsins áttu margir mætir menn hlutdeild, þar á meðal Guðbrandur Magn- ússon, fyrsti kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey, og Vatnafélagið, sem Sigurþór Ólafsson, oddviti í Kollabæ, stýrði af festu og síðar Sigurður Tómasson, bóndi á Barkastöðum. 250 manns við verkið En víkjum nú sögunni til vorsins 1933. Það var í apríl- mánuði sem brúarsmiðirnir byrjuðu að reisa tjöld á bökkun- um austan við fyrirhugað brú- arstæði, lítið eitt norðvestan við Litlu-Dímon. Þar þurfti að byggja aðstöðu fyrir eldhús, borðsal, herbergi fyrir verk- fræðingana, þá Jón ísleifsson, sem hafði umsjón með verkinu ásamt Árna Pálssyni. Yfir- brúarsmiður var Sigurður Björnsson, sem byggði margar stórbrýr og naut trausts og virð- ingar fyrir störf sín, og var heiðraður eftir smíði á haf- skipabryggju á ísafirði 1924 og eftir smíði árbrúar á Héraðs- vötn 1927. Raðir af tjöldum risu þarna á bakkanum, enda voru ráðnir til þessarar mannvirkjagerðar 250 manns, flestir úr Rangárvalla- sýslu. Skammt frá tjaldbúðun- um var reist járnsmiðja þar sem menn stóðu við aflinn langa daga. Nokkur hluti starfsmanna hafði aðsetur í Stóru-Dímon, en þar réð ríkjum Ólafur Bjarna- son, verkstjóri frá Þorvaldseyri voru notaðar hjólbörur og eins og hálfs tonns bílar, sem grjótið var flutt á. Nú er góð akbraut uppi á garðinum. Þar sem garð- urinn var byggður voru margir vatnsfarvegir eða álar eins og Eyfellingar nefndur árfarveg- ina. Þurfti að smíða margar bráðabirgðabrýr, bæði vegna að- flutninga að brúargerðinni og vegna grjótflutninga í garðinn. Voru þessar bráðabirgðabrýr, sem allar voru gerðar úr timbri, um tíma nálægt 200 metrar að lengd, og 20 talsins. í dag er græn slikja í gömlu árfarvegun- um og mosinn farinn að festa rætur. 20 þúsund bíl- hlöss í garöinn Oft var erfitt og vosbúðar- samt að stífla þessa ála, en til þess var notað timbur og striga- pokar fylltir af möl og grjóti. Allt grjót í garðinn var tekið í Stóru-Dímon. Þar eru á nokkr- um stöðum blágrýtishryggir, en að mestu er Dímon úr móbergi eða þursabergi. Blágrýtið var mjög sprungið svo að erfitt reyndist að bora í það, og vildu borirnir, sem voru nokkrir metrar að lengd, festast og var tímafrekt að losa þá. Tuttugu þúsund bílhlöss voru flutt þetta sumar í garðinn, en eins og áður segir báru bílar þá aðeins eitt og hálft tonn. Fengu vörubílar 3 kr. og 60 aura á tímann og var unn- ið í tíu klukkustundir daglega. Verkamannakaupið var 90 aurar á klukkustund, en þegar unnið var í sýsluvegum var kaupið 65 aurar á tímann. Brúarsmiðirnir, sem margir voru úr Reykjavík, munu hafa haft eitthvað á aðra krónu á tímann. Verkamanna- Svona litu þeir út áætlunarbílarnir hans Brands í Vík og Óskars frá Gardsauka. — Fordarar frá því um 1930. Á þessum bílum óku þeir frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal, áöur en brúin kom á Fljótid. — Brandur hafði sína bíla rauða á litinn, en Óskar hvíta. — Báðir voru þeir Brandur og Óskar útsjónarsamir að komast leiöar sinnar yfir vötn og vegleysur og Fordarnir stóðu fyrir sínu. — Brandur Stef- ánsson var brautryðjandinn í bílferðum um Vestur-Skaftafells- sýslu og út með Eyjafjöllum. Leopold á Hreðavatni leggur í Fljótið. Áður en varnargarðar komu fyrir Ála, Affall og Þverá var stundum ekið beint frá Stóru-Dímon inn í Húsadal. — Bræöurnir í Dalsseli fóru þá leið fyrstir manna á Dalsselstíkinni. Eyjólfur Finnbogason var einn af stofnendum BSR og ók fyrstu áætlunarbílum stöðvarinnar árið 1927 austur í Fljótshlíð og áfram austur í Vík eftir því sem ár voru brúaðar. Sérleyfislögin voru þá ekki komin, en BSR helgaði sór þessa leið og hafði fasta áætlun. Myndin er af 14 manna Fiat, árgerð 1926, RE-144, sem er sérkennilegur fyrir það að hann er með blæjur, en hjólin stór og felgur heilar. Eyjólfur ók þessum bíl milli Reykja- víkur og Fljótshlíðar á árunum 1927—’30. Myndin er tekin fyrir neðan Hlíðarenda í Fljótshlíð. á Eyrarbakka. En samtímis brú- argerðinni var byrjað á varn- argarði frá vestri brúarenda upp í Stóru-Dímon og er garður þessi 2000 metrar að lengd. Við fyrstu gerð var hann 2 metra hár, en hefur síðan bæði verið breikkaður og hækkaður eftir að stórvirk tæki komu til sögunnar, en við upphaflegu gerð garðsins kaup í Reykjavík mun á þessu ári hafa verið 1,36 á klukku- stund. Malarmokstur í garðinn var allur unninn með handverkfær- um. Mokuðu menn þetta sumar 10 þúsund teningsmetrum af möl og þætti það þrælavinna í dag. Austan brúarinnar var einnig gerður varnargarður 160 metrar að lengd af sömu gerð og aðal- garðurinn, grjótið í hann var sótt í Hraunsnefið framan við Syðstu-Mörk, (vestan brúarinn- ar). Kostuðu þessir garðar full- gerðir um 160.000,- krónur. Fal- leg snidduhleðsla var í fyrstu utaná varnargörðunum. Kiwan- ismenn í Hvolsvelli hafa á síðari árum grætt gömul sár í Stóru- Dímon, sem græn og fögur drottnar á sléttunni miklu brydduð kaffibrúnu móbergi hið efra. Brúin kostaði 128 þúsund En víkjum nú sögunni frá varnargörðunum sem haldið hafa Fljótinu í föstum farvegi í fimmtíu ár og staðnæmumst við hina voldugu brú, þar sem fall- hamar lyftist og hnígur og ham- arshögg dynja hálfan sólar- hringinn. Stundum komu hlaup í Fljótið, sem eyðilögðu stillansa og bráðabirgðabrýr, en um það var ekki verið að fárast. Öllum verkum miðaði vel fram undir traustri handleiðslu Sigurðar Björnssonar, brúarsmiðs. Og það þurfti líka að smíða brýr á Stóra-Dalsána og Neðra-Dals- ána og byggja mörg minni ræsi á leiðinni frá Markarfljóts- brúnni að Kattarnefi. Ofaní- burður í þann veg, sem er um fjórir kílómetrar var keyrður á hestvögnum. Við þá framkvæmd réð ríkjum Jón Jónsson frá Flat- ey í Mýrarhreppi, Austur- Skaftafellssýslu. Hann var þekktur barnakennari í Reykja- vík, en starfaði hjá vegagerðinni í fjörutíu ár og þótti mönnum gott að starfa undir hans stjórn. En nú er mál að lýsa hinu mikla mannvirki, Markarfljóts- brúnni. Brúin er úr járnbentri steinsteypu, 242 metrar að lengd og standa undir henni 11 stólp- ar, auk landstólpanna. Breidd brúarinnar er 3 metrar. Ofan á brúargólfið var steypt kúpt slit- lag. Sex til sjö metra langir staurar voru reknir niður undir brúarstólpana og var þá komið á fastan botn. I brúna fóru 1000 tonn af sementi og 40 tonn af steypustyrktarjárni. Brúarefnið var sumpart flutt frá Eyrar- bakka og sumpart frá Reykja- vík. Brúin sjálf kostaði 128 þús- und krónur. Efni og áhöld kost- aði 55 þúsund krónur. Vinnu- laun voru um 50 þúsund krónur og aðflutningur efnis og áhalda 19 þúsund krónur. 7000 manns á vígsluhátíð Það var sunnudaginn 1. júlí 1934, sem vígsluhátið Markar- fljótsbrúar var haldin í Litlu- Dímon. Dagurinn var sólbjart- ur, það andaði af vestri. Sextíu tjöld blöktu í golunni hjá Litlu- Dímon, þar sem hin nýju mannvirki blöstu við augum, lengsta steinbrú landsins. Það var fyrirfram vitað að margt yrði um manninn við Markar- fljót, ef veður yrði gott á vígslu- daginn og árla dags var auðséð að þarna yrði samankominn meiri mannfjöldi en áður hafði 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.