Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 16
Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli minnist 50 ára afmælis Markar- fljótsbrúarinnar sem var stórvirki í samgöngumálum í kreppunni miklu árið 1933. Jafnframt eru nokkur atriði í máli og myndum um þá sem fyrstir héldu uppi samgöngum með bílum og um farartæki þeirra Þá tóku Rangæingar til sinna ráða Uynd: Ottó Eyfjörð. Markarfljótsbrúin sem markaöi tímamót í samgöngum sunnanlands fyrir 50 árum. í baksýn sést uppí Stóru Dímon og Fljótshlíð. Vatnavextir og Markarfljót óárennilegt, þar sem þaö beljar undir brúnni. Rá 3, bíllinn hans Einars á Bjóiu, Chevrolet, árg. 1931. Fyrsti bíllinn sem ók yfir Markarfljótsbrúna haustið 1933. Mikinn söng mátti oft heyra í gömlu boddýbílunum. Vinsæll danslagatexti frá kreppuár- unum byrjaöi þannig: „Hér í borginni er allt á iði, en í sveitinni er friöur og ró, þar sem bændurnir brugga í friði meöan Blöndal er suöur meö sjó. — Oft var pakkað í gömlu boddýin. Og ekki töldu menn þaö til óþæginda aö fá að halda á stúlkunum þótt trébekkirnir væru haröir og bílarnir hossuðust í holunum. Það var síðla hausts árið 1933 að Einar bóndi Stef- ánsson að Bjólu í Djúpár- hreppi ók fyrstur manna á bíl yfir brúna á Markarfljóti. Þá voru 42 ár liðin frá því brúin á Ölfusá var vígð. Gamla fallega hengibrúin sem var byggð af þeirri framsýni, að hún átti að geta borið járnbrautarlest. Arið 1895 er svo fyrri Þjórsárbrú- in vígð, 1912 og 1914 koma brýr á Rangárnar. Sú við Ytri-Rangá var nefnd Járn- gerður, en brúin á Eystri- Rangá hjá Djúpadal var nefnd Steingerður. 1933: Átján þúsund dagsverk Með hinni miklu brú, sem byggð var yfir Markarfljót fyrir réttum fimmtíu árum, voru enn ein tímamót mörkuð í sam- göngusögu landsins. Langþráður draumur hafði ræst, nýr tími upprunninn í byggðunum aust- an Fljótsins. Eyfellingar og Skaftfellingar komnir í akvega- samband. Sex þúsund dagsvérk voru unnin vorið og sumarið 1933 við brúargerðina sjálfa, en tólf þús- und dagsverk viið varnargarð- inn upp í Stóru-Dímon, sem er 2000 metra langur og beinir böldnum jökulálunum undir brúna. Áður en brúin á Mark- arfljót var gerð höfðu nokkrir kjarkmiklir og útsjónarsamir bílstjórar gamla skólans ekki látið mórauða álana á vatna- svæði Markarfljóts hefta för sína. Þeir þræddu brotin, þekktu hvar sandbleytan leyndist í eyr- aroddunum, létu strauminn vinna með farartækjum sínum, með því að fara undan, þar sem því varð við komið. Menn lærðu líka að búa bíla sína undir þenn- an vatnaakstur með því að breiða yfir kveikjuna, taka af viftureimina og jafnvel að fram- lengja púströrið, þannig að vatn næði ekki að renna inn í það. Úr hópi þessara bílstjóra sem óku yfir vötn og vegleysur nefni ég: Brand Stefánsson í Vík, Óskar Sæmundsson frá Garðs- auka, Óiaf Auðunsson frá Dals- seli, Bjarna Runólfsson í Hólmi, Sigfús Vigfússon á Geirlandi og Axel Ólafsson í Varmahlíð og sjálfsagt má nefna mörg fleiri nöfn. Bflalykt þótti góð Það fylgdi því einhver heill- andi sjarmi að ferðast með bíl- um á þessum árum og var litið upp til bílstjóranna. Æðsti draumur ungra drengja var að verða bílstjóri og þeir horfðu á eftir þessum undratækjum þar til þau hurfu úr sjónmáli. Að fara í veg fyrir bílana og sækja pakka eða póst var ekkert lítill atburður í tilverunni. Bílalyktin þótti góð. Sjálfsagt var að syngja á ferðalögum. Fólk klæddist sín- um bestu fötum, naut stund- anna og oft voru menn með lögg á glasi. Sjálfsagt oftast heima- gert vín. A kreppuárunum lærðu menn að bjarga sér sjálfir með þá hluti eins og aðra. Lögin um samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Markarfljóts og varnir af ágangi vatns voru frá árinu 1932, en það ár voru byggðar bráðabirgðatrébrýr á Þverá, af- fall og Ála og þar með var stigið fyrra sporið til þess að gera bíl- færan veg yfir hið breiða vatna- svæði Markarfljóts. í Morgunblaðinu 23. ágúst þetta sama ár má lesa: „Með því að ráðast í að gera brú yfir Þverá hjá Hemlu eru athafnir látnar skera fram úr margra ára bollaleggingum um fyrir- hleðslu fyrir Þverá inn við Þór- ólfsfell, sem einnig á að vera landvörn fyrir Fljótshlíð og samgöngubót.“ Ríkissjóði lánað fé En lögunum um landvarnir og brúargerð í Rangárþingi árið 1932 fylgdu engar fjárveitingar. En nú var brennandi áhugi vak- inn í sýslunni og þótt fé væri ekki fyrir hendi í ríkissjóði tóku Rangæingar til sinna ráða og sýndu í verki samhug og mátt samvinnunnar og buðu að lána ríkissjóði fé til hinna miklu mannvirkja. Munu menn þá síst hafa verið aflögufærir, enda svarf þá heimskreppan fast að. Mjólkursala var ekki hafin í austurhluta sýslunnar utan Fljótshlíðar, og enn var sláturfé rekið til Reykjavíkur á haust- dögum. Sýslunefndin tók málið í sínar hendur, en brúar- og fyrir- 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.