Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Page 11
Saura fæddist í Huesca árið 1932. Hann
hóf nám í verkfræði en lauk því aldrei. Frá
árinu 1949 helgaði hann sig ljósmyndun og
tók þátt í ýmsum sýningum. Árið 1952 hóf
hann nám í „La Escuela de Cine“ (Kvik-
myndagerðarskólanum) og útskrifaðist
þaðan árið 1957, sá eini í sínum árgangi
sem náði prófi. Hann starfaði um skeið
sem kennari við kvikmyndagerðarskólann
og gerir um svipað leyti nokkrar stuttar
kvikmyndir, t.d. „Cuenca" (1958) auk þess
sem hann skrifar kvikmyndahandrit í
samvinnu við aðra.
Saura brúar bilið á milli tveggja hópa í
spænskri kvikmyndagerð, annars vegar
eru Bardem og Berlanga og hins vegar höf-
undar „nýju kvikmyndarinnar" sem fram
kom á 8. áratugnum. Fyrstu kvikmyndir
hans hafa að geyma opinskáa þjóðfélags-
gagnrýni enda var Saura undir áhrifum
frá ítölsku nýraunsæi og hlynntur gagn-
rýnni raunsæisstefnu. f sinni fyrstu löngu
kvikmynd, „Los golfos" (Götustrákarnir,
1959), lýsir Saura samskiptum sínum við
smábófaklíku í fátækrahverfi, pilta sem
ávallt munu bera lægri hlut í lífinu. Þessi
félagslegi ósigur skýtur upp kollinum aft-
ur og aftur hjá Saura, ekki aðeins meðal
lægstu stétta þjóðfélagsins eins og í „Los
golfos" heldur einnig hjá borgarastéttinni.
Kvikmyndaeftirlitið gerði Saura erfitt
fyrir þegar hann gerði aðra kvikmynd sína
„Llanto por un bandido" (Stigamaður
syrgður, 1963), en með henni vildi hann
benda á hina raunverulegu orsök þess að
rupl og rán voru svo mikið stunduð í Anda-
lúsíu, þ.e.a.s. hið mikla félagslega óréttlæti
sem bændur á þessum slóðum urðu að
þola. Kvikmynd þessi vakti lítinn áhuga-
manna.
Frá árinu 1965 fara verk Saura að
mynda tengsl sín á milli enda mikið til
sama fólkið sem starfar að þeim með hon-
um, til dæmis Geraldine Chaplin sem
Saura tengdist tilfinningaböndum við gerð
myndarinnar „Peppermint frappé" (1967).
Mynd hans „La caza“ (Veiðiferðin, 1965)
hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín og í kjölfarið var hún seld til
Bandaríkjanna þar sem gagnrýnendur í
New York töldu hana þriðju bestu erlendu
kvikmyndina á því ári.
Á árunum 1965—73 byggir Saura upp
sinn eigin og afar einkennandi stíl og enda
þótt sum verk hans frá þessum tíma séu
fálmkennd, mislukkuð eða einungis miðl-
ungi góð, eru önnur frábær. Þetta eru tím-
ar þroska og reynslu fyrir Saura sem auk
þess býr í landi þar sem ríkir allsherjar og
niðurdrepandi ritskoðun. Við slíkar að-
stæður neyðist Saura til að nota torrætt
og táknrænt líkingamál um leið og hann
reynir að tjá sig af djúpstæðu raunsæi þar
sem ímyndunarafl, draumur og martröð
koma einnig við sögu eins og hjá læri-
meistara hans, Bunuel.
Þegar ritskoðuninni var aflétt árið 1975
var Saura skipað á fremsta bekk í
spænskri kvikmyndagerð, enda er enginn
vafi á því að næst á eftir Bunuel er hann
merkastur allra spænskra leikstjóra.
Gagnrýni á Borgarastéttina
Oftast fjalla kvikmyndir Saura um
spænsku borgarastéttina og oft um þá
kynslóð sem fæddist rétt eftir borgara-
stríðið, mislukkaða menn á fimmtugsaldri
sem Saura notar til að sýna hvernig þær
mótsagnir sem borgarastéttin hefur sjálf
skapað enda með því að eyðileggja bæði þá
einstaklinga og hópa sem henni tilheyra.
Fernt er það hjá Saura sem ávallt er að
finna í verkum hans: innilokun, afturferð í
tímá, kynlíf og dauðinn. Persónurnar eru
lokaðar einhvers staðar og komast ekki út.
Þær geta verið á friðlýstu svæði (La caza),
í borgarhverfi (Deprisa, deprisa) eða í far-
Aitor Yraola
SAURA
og aörir stórmeistarar kvik-
myndagerðar á Spáni, sem hafa
blómstrað síðan Franco leið —
og jafnvel fengið Óskarsverðlaun
Fernt er það, sem
ávallt er að finna í
kvikmyndum Saura.
Innilokun, afturferð
í tíma, kynlíf og
dauða. Þær fjalla
oftast um spænsku
borgarastéttina og
oft þá kynslóð, sem
fæddist rétt eftir
borgarastríð.
Saura, áhrifamesti kvikmyndahöfundur Spán-
rerja um þessar mundir.
Úr kvikmyndinni „Vestide de Azul“ sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni.
Alfredo Landa, aðalleikarinn í krikmyndunum „Ei Crack 1“ og
„El Crack 11“ sem sýndar eru á krikmyndahátíðinni.
Kvikmyndaleikstjórinn José Luis Garci.
lama líkama sínum (E1 jardín de las delici-
as). „Fangelsi" þetta er fullt af atriðum
eða persónum sem minna á fortíðina og úr
nútíð kvikmyndarinnar hverfum við aftur
í tímann. Það er gangur fortíðarinnar inn
í nútíðina (flashback, upprifjanir) sem
hefur úrslitaáhrif á lausn verksins. í
myndinni „La prima Angélica" (Angélica
frænka, 1973) lætur Saura leikarann López
Vázquez sem er fullorðinn maður leika lít-
inn dreng og sýnir þannig að ekkert hefur
breytzt á 40 árum og að komið er fram við
fullorðið fólk eins og það væri börn.
Kynlífið er sett fram sem þráhyggja
sem leiðir til togstreitu og ofbeldis, kynlíf
borgarastéttarinnar er eyðileggjandi afl
og aldrei annað en líkamlegt, það getur
ekki orðið tilfinningalegs eðlis. Öfgafyllstu
dæmin um þetta eru læknirinn í „Pepper-
mint frappé" eða eiginmaðurinn í „Elisa,
vida mía“ (Elisa, ástin mín, 1977).
Dauðinn er óhjákvæmilegur endir í
myndum hans. „Ég drep þau ekki, þau
deyja sjálf," segir Saura þessu til réttlæt-
ingar. Raunverulegur dauði eða siðferði-
legur, það skiptir ekki máli hvort heldur
er. En öll þau atriði sem hér hafa verið
talin gera myndir Saura afar sérstæð verk
sem bjóða upp á afar ákveðna túlkun.
Á meðan Franco var við völd túlkuðu
menn myndir Saura sem pólitískar. Á tím-
um einræðisherrans var það vissulega
óhjákvæmilegt fyrir alla listamenn að
skírskota á einn eða annan hátt til hins
þrúgandi umhverfis sem þeir lifðu og
hrærðust í. En þrátt fyrir það takmarkast
verk hans ekki eingöngu við gagnrýni á
stjórnarfarið, þau sýna okkur jafnframt
skelfilega rotið samfélag þar sem bæði eru
einstaklingar og ýmis fyrirbæri sem gera
lífið í því næsta óbærilegt. Þar eru til
dæmis hið kúgandi menntakerfi, sjálfspísl
trúarinnar, ófullnægjandi ástarsambönd,
sjúkleg fýsn í ágóða, persónuleg sambönd
þar sem annar aðilinn kúgar hinn, von-
brigði og vonleysi á öllum sviðum.
Hin óteljandi verðlaun sem Saura hefur
hlotið staðfesta að hann er verðugur stöðu
sinnar í spænskri kvikmyndagerðarlist.
Samt skipta hvorki verðlaunin né frægðin
erlendis höfuðmáli fyrir hann heldur hitt,
að hann lítur á kvikmyndagerð sem tján-
ingarmáta fremur en starf eða lífsmáta.
Saura gerir kvikmyndir vegna þess að
hann hefur eitthvað að segja og vegna þess
að þær eru sá miðill sem hann kýs að nota
til að tjá það sem honum liggur á hjarta
bæði sem maður og listamaður.
Skrá yfir kvikmyndir
eftir Saura
1958 Cuenca
1959 Los golfos
1963 Llanto por un bandido
1965 Lacaza
1967 Peppermint frappé
1968 Stress es tres, tres
1969 La madriguera
1970 El jardín de las delicias
1972 Ana y los lobos
1973 La prima Angélica
1975 Cría cuervos
1976 Elisa vida mía
1978 Los ojos vendados
1979 Mamá cumple cien anos
1980 Deprisa, deprisa
1981 Bodas de sangre
1981 Dulces horas
1982 Carmen
Luis García Berlanga,
SVARTSÝNN HÚMORISTI
Hann fæddist í Valencia og er núna 59
ára gamall, renglulegur og gráhærður,
sonur sæmilega auðugs landeiganda og var
í æsku áhugamaður um hjólreiðar. Hann
hóf nám í lögfræði og heimspeki, en hætti
fljótlega. Hann gekk í „Bláu herdeildina"
og var í nokkra mánuði í Sovétríkjunum en
hleypti aldrei af einu einasta skoti.
Upphaf manndómsára hans einkennast
af stöðugri leit, skáldskap og skrifum um
kvikmyndir, en þá bjó hann í Madrid og
lifði á peningum móður sinnar. Þegar „La
Escuela de Cine“ tók til starfa árið 1947
hóf hann nám í leikstjórn og að náminu
loknu fékkst hann einkum við að gera
stuttar kvikmyndir en gerir sína fyrstu
löngu kvikmynd árið 1951, „Esa pareja fel-
iz“ (Þetta hamingjusama par). Hann hefur
skrifað fjöldann allan af handritum sem
kvikmyndaeftirlitið kom í veg fyrir aö
hann gæti kvikmyndað, og fjárhagslega er
hann svo vel stæður að hann þarf ekki að
gera neinar kvikmyndir samkvæmt for-
skrift.
Berlanga var kennari við kvikmynda-
gerðarskólann í mörg ár, forseti dóm-
nefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í
Berlín og nú er hann yfirmaður spænska
kvikmyndasafnsins jafnframt því sem
hann leikstýrir kvikmyndum.
Með svolítilli einföldun má skipta verk-
um hans í tvo hópa. í fyrri hópnum er
myndin „Plácido" (1961) og allar þær
myndir sem hann gerir á undan henni.
Þessar myndir einkennast af gagnrýnu ný-
raunsæi en góðlátlegu þó, ásamt bjartsýni
og manneskjulegri kímni. Seinni hluti
verka hans býr yfir meiri beiskju og gálga-
húmor. Þar kemur fram bölsýnismaðurinn
Berlanga sem ýkir persónur sínar og vill
rifa niður eða jafnvel kollvarpa hlutunum.
Boðskapurinn væri eitthvað á þessa leið:
„Þjóðfélagið eyðileggur einstaklinginn."
Kvikmyndina „Plácido" ætlaði hann að
Spænsk kvikmyndagerð. Síðari hluti.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1984 11