Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 2
Æ K N N Þó ad stödugt berist steinefni til sjávar, er seltan í hafinu ávallt í jafnvægi. Nýjar rannsóknir sýna, ad ein af ástædun- um er sú, ad viss efni hverfa gegn- um sjávarbotninn. Þessvegna er hafið salt Þegar talað er um auðlindir hafsins, dettur flestum í hug fiskur og fleira, sem í sjónum veiðist. En því fer þó fjarri, að hafið sé snautt að öðrum auð- lindum, því að það er mesta steinefnaforðabúr jarðar. Heild- armagn þess af uppleystum steinefnum myndi nægja til að þekja allt þurrlendi jarðarinnar með næstum 200 m þykku salt- lagi. I sjónum hafa fundizt flest þau frumefni, sem þekkt eru á jörðinni, en í afar mismunandi magni. Mestur hluti sjávar, eða 96,5%, er að sjálfsögðu vatn, en 3,5% eru uppleyst söit. Af þeim eru svo 85% natríum klóríð eða venjulegt matarsalt. Spurningin er aðeins: Hvaðan kemur þetta allt saman? En svarið við þessari spurn- ingu er engan veginn einfalt. Talið er, að mestur hluti hinna uppleystu efna sjávarins hafi borizt í hann fyrir veðrun jarðskorpunnar frá örófi alda. Það kann að þykja kynlegt, að sjórinn skuli vera saltur, af því að í hann berst ferskt vatn. En þá er þess að gæta, að hér er að mestu leyti um að ræða einhliöa tilfærslu steinefna, sem haldið hefur áfram í milljónir alda. Að vísu berst örlítið af söltum úr hafinu útí gufuhvolfið með loftstraumum, en megnið af þeim skolast aftur til sjávar með regnvatni og fallvötnum. Berg- lög þurrlendisins eru því það forðabúr, sem vatnið vinnur sí- fellt úr. Þá berast efni út í andrúms- loftið í eldgosum og þaðan svo með regnvatni í hafið. Auk þess berast þessi efni hafinu við gos úr neðansjávargígum. En ef magn steinefna eykst stöðugt, verður þá ekki hafið æ saltara? Alls ekki. Það eru margar sannanir fyrir því, að saltmagn hafsins hafi ekki breytzt að marki í mörg hundruð milljónir ára. Þótt magn uppleystra efna í sjónum sé mismunandi á ýmsum stöðum og tímum, þá sýnir ná- kvæm efnagreining á sjósýnis- hornum frá öllum heimshöfum, að hlutfallið milli aðalefnanna er yfirleitt mjög nálægt því að vera alls staðar hið sama. Það má teljast furðulegt, að efnasamsetning fallvatna og bergtegunda á landi er að flestu leyti gerólík efnasamsetningu sjávarsins. Til dæmis flytja árn- ar til sjávar rösklega helmingi meira af kísil en klóri, en í sjón- um er kísilmagnið mörg þúsund sinnum minna en klórmagnið. Ljóst er, að í sjónum hljóta að vera að verki öfl, sem takmarka magn hinna ýmsu efna í upp- lausn. Kalsíum eyðist úr sjónum með tvennu móti. Annars vegar fell- ur það út sem kalsíum karbónat vegna ólífrænna efnabreytinga, og hins vegar fer óhemju kalsí- ummagn í að mynda skeljar og kuðunga ýmissa lindýra, í kór- alrif o.fl. Af öllu því kísilmagni, sem hafinu berst með fallvötn- um, verður aðeins örlítill hluti eftir í upplausn. Hinn hlutann nota kísilþörungarnir. Er þeir hafa runnið sitt lífsskeið á enda, sökkva þeir til botns og mynda þar þykk setlög. Hvað er það, sem stjórnar jafnvægingu milli efnanna í haf- inu? Það er hægt að ímynda sér hafið sem stóran vatnsgeymi, sem ekki aðeins er bætt nýjum efnum í, heldur er hann jafn- framt losaður við önnur í sífellu í þeim hlutföllum, að fullkomið jafnvægi er tryggt. Það skeður síðan á margvíslegan hátt, eins og vikið hefur verið að hér að framan. En nýlega hafa menn uppgötvað nýja leið fyrir efni til að hverfa úr sjónum. Sums stað- ar er sjávarbotninn það óþéttur, að sjórinn seytlar inn í jarð- skorpuna. Og þegar slíkt gerist, safnast þar fyrir sumt af þeim efnum, sem verið hafa uppleyst í sjónum. En svo virðist sem natríum- klórið — matarsalt — breytist ekki auðveldlega, hvorki með efnabreytingum né vegna starf- semi lífvera. Það verður því nóg af því í sjónum áfram og bragðið mun haldast óbreytt. Hvað knýr Golfstrauminn? Golfstraumurinn er í daglegu tali samheiti yfir straumkerfi, sem í eru þrír aðalstraumar: Flórídastraumurinn, Golf- straumurinn og Norður- Atlantsstraumurinn. Flórídastraumurinn nær frá Yucatan-sundi í Mexíkóflóa út um Flórídasundið og norður með strönd Bandaríkjanna að Hatt- eras-höfða. Golfstraumurinn nær frá Hatteras-höfða og norð- ur fyrir Nýfundnalandsmiðin, og loks kemur Norður-Atlants- straumurinn, sem nær norður fyrir Noreg. Austan Nýfundna- landsmiðanna breikkar straum- urinn mjög, og úr honum liggja kvíslar í ýmsar áttir. Ein slík kvísl liggur til suðausturs upp að ströndum Portúgals, en önnur upp að suðurströnd íslands. Bæði Flórídastraumurinn og Golfstraumurinn eru mjóir yfir- líking. Þannig er ríkjandi há- þrýstisvæði í sunnanverðu Norður-Atlantshafi og streymir loftið umhverfis það réttsælis. Gegn hreyfiafli vindanna vinnur annað nær jafnmikið afl, Cor- iolis-krafturinn, sem stafar af því, að jörðin snýst um möndul sinn. Tengslin milli þessara fveggja afla valda því, að breiður og hægur straumur stefnir suður á bóginn meðfram vesturströnd Evrópu. Þannig gæti það að sjálfsögðu ekki gengið til lengd- ar, því að þá myndi norðurhvel jarðar smám saman tæmast. Að jafnaði verður að ætlast til þess, að jafnmikið magn sjávar streymi norður og suður. Og slíkur norðlægur straumur er einmitt í Golfstraumskerfinu. Þar sem snúningur jarðar um sinn eigin möndul er í reynd hinn sami, þótt til langs tíma sé Golfstraumurinn er í rauninni heilt kerfi strauma, eins og þetta kort sýnir. Þeir eru að mestu leyti knún- ir áfram af vind- um, upp í allt að 10 km á klst. 'Wx\\ rjlafy 1 y £=%% \l 5v k' / '| \/ j- v «• /J Yj -i ^rm borðsstraumar, sem renna eins og fljót, nokkur hundruð metra djúp, um hafið. Mesti straum- hraði, sem mælst hefur, er um 10 km á klst. Til samanburðar má geta þess, að venjulegur hraði strauma á höfum úti er 10 til 100 sinnum minni. Þegar Norður- Atlantsstraumurinn breikkar, minnkar hraði hans verulega, um leið og skilin milli hans og hafsins umhverfis verða ekki eins skörp og raunin er, hvað varðar Flórídastrauminn og Golfstrauminn. Segja má, að Golfstraums- kerfið sé í eðli sínu stöðugt, því að lýsingar á því hafa verið nær óbreyttar frá 1513. Hægt er einnig að skýra það fræðilega, hvers vegna þetta sérkennilega straumkerfi hagar sér, eins og raun ber vitni. Golfstraumskerf- ið er að langmestu leyti knúið áfram af vindum. Ef við berum saman kort af helstu vindkerf- um við kort, sem sýna haf- strauma, kemur fram greinileg litið, á það einnig við um Cor- iolis-kraftinn. Það er því hægt að fullyrða, að á meðan vindarn- ir blása á sama hátt yfir höfun- um, mun sama Golfstraumskerfi verða við lýði. Golfstraumskerfið flytur hlýj- an sjó frá suðri til norðurs. Við það minnkar mismunurinn milli hitastigs í norðri og suðri. Loftslagið í suðri verður svalara, en fyrir bragðið hlýrra í norðri. Ekki er vitað nákvæmlega, hversu mikill þessi hitajöfnuður er af völdum Golfstraumskerfis- ins, þar sem það eru aðrir straumar í sjónum, sem einnig draga úr hitamismun. Þannig streymir mikið af köldum sjó frá hafinu úti fyrir austurströnd Grænlands með sjávarbotni suður á bóginn, en í staðinn kemur tiltölulega hlýr sjór. Jöfnun hitans, sem verður vegna þessara strauma, er að minnsta kosti jafnmikil og sú, sem verður fyrir tilstilli Golf- straumskerfisins. ERTUÍ GÓLFTEPPA- HUGLEIÐINGUM? ÁLAFOSS gólfteppin svíkja engan. Sjáðu litina! Finndu mýktina! Verðið, greiðslukjörin og þjónustan svíkja heldur engan. MOSATFPPIN mjúkoghlý— eíns ogmosíogull. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.