Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 12
oftast 10—12 manns, stúlkur miklu fleiri en piltar. Árið 1942, þegar ég tók við þessu embætti, hafði hlutfallið milli kynjanna verið annað, en síðustu þrjú árin hafði styrjöldin krafist sífellt stærri fórna. Fallnir voru dr. Walther Gehl, dr. Múller, dr. Rúdiger og fleiri karlmenn, sem stund- að höfðu norræn fræði í fullri alvöru. Tveir karlmenn, sem nú sóttu tíma mína reglulega, komu frá vígstöðvunum með varanleg örkuml, annar þeirra bar gervi- hönd. En stúlkurnar voru heilbrigðar og nutu þeirra forréttinda að mega stunda háskólanám, meðan jafnöldrum þeirra var sópað inn í hergagnaverksmiðjurnar. Þetta var þægilegur hópur og samvinna okkar góð. Þau stunduðu tungumál og bókmenntir, einkum þýsku og ensku, en íslenska var þáttur í því námi. Nokkur lærðu auk þess sænsku, meðan vinur minn dr. Fritz Askeberg kenndi hér, en hann var nú farinn heim. Þetta vetrarmisseri, sem átti að ljúka með febrúar (1945) höfðum við lesið hetjukvæði Eddu. Þau eiga rætur í samgermönskum sagnaarfi, sem stúdent- ar könnuðust við; það létti og lífgaði kennsluna. Þennan vetur saknaði ég frú dr. Winkler, roskinnar konu, fyrrverandi menntaskólakennara, nú á eftirlaunum. Frú Winkler var hámenntuð kona og heit- ur aðdáandi Andreas Heuslers — eins og ég sjálfur. Hún leitaði mjög eftir að kynn- ast kenningum Sigurðar Nordals um tilurð íslendingasagna og athugasemdir hennar lífguðu oft upp kennslustundirnar. Nú hafði dr. Winkler verið kölluð aftur til síns fyrra starfs, því að allir vopnfærir karl- menn voru kallaðir úr skólunum í herinn. Við söknuðum hennar. Ég hóf spjall mitt með venjulegum hætti. Við vorum stödd í Guðrúnarkviðu I. og höfðum gert okkur grein fyrir persónu- leika Guðrúnar eins og henni er lýst í ljóði og sögnum. Nú situr hún yfir líki Sigurðar ástvinar síns, köld og magnstola eins og líkið sjálft, getur ekki grátið eða kveinað eins og flestar konur myndu gera. Vinir hennar óttast, að hin þögla sorg leiði hana til dauða, og leita ráða til að leysa geð- dróma hennar. Fyrstir ganga fram hinir djúpvitru jarlar og varpa á hana huggun- ar- og hvatningarorðum en Guðrún hagg- ast ekki fremur en líkið, sem hún syrgir. Þá ganga fram tignar frúr, hver af annarri og lýsa sárustu hörmum, sem þær hafa sjálfar beðið. Meðal þeirra er Herborg Húna landsdrottning. Éiginmaður hennar féll í ''alinn ásamt sjö sonum þeirra. Sjálf var hún neydd til að búa þeim gröf og síðan hneppt í þrældóm. Ambáttarstaða hjá harðlyndri húsmóður kom henni í huggunarstað. En frásögnin gengur Guðrúnu ekki til hjarta. Köld og stirðnuð situr hún í dróma sorgarinnar. Nú hefir hið listfenga skáld magnað spennuna nægilega. Á sviðinu verður skyndilega breyting. Gullrönd hin unga gengur að líki Sigurðar, sviptir náblæju frá andliti hans, snýr því að Guðrúnu og mælir: Líttu á hinn ljúfa ástvin, leggðu munn þinn að vörum hans eins og þú faðmaðir hann lifandi. Við það leysist geðstjarfi Guðrúnar. Hné þá Guðrún / höll við bólstri, haddr losnaði / hlýr roðnaði en regns dropi / rann niðr of kné. Þá grát Guðrún /Gjúka dóttir ... og grátandi hefur hún upp raunatölu, blandna ljúfum minningum. Mér fannst að í lýsingu þessara um- skipta, svo einföld sem hún er, nái listfengi skáldsins hámarki. En túlkun mín virtist engin áhrif hafa á áheyrendur mína. Al- varleg á svip og annars hugar sátu þau og mér þótti sem þau heyrðu ekki til mín. Þetta vakti furðu mína, en ég kom ekki auga á, í hverju mér hafði mistekist. Ég hafði undirbúið þennan tíma vel og ég lagði mig fram um viðeigandi túlkun kvæðisins, en gat ekki losnað undan þeirri tilfinningu, að ekki væri hlustað á orð mín. Ég var í miklum vanda. Það er ekki siður í þýskum háskólum að fyrirlesari bregði skyndilega á persónulegt tal, þó að slíkt beri við í seminaræfingum, þar sem stúdentar eru virkir þátttakendur og ráða því miklu um gang umræðunnar. Ef stúdentum þykir framsetning fyrirles- arans óskýr eða hann mismælir sig, gefa þeir það til kynna með því að skrapa gólfið með skósólunum, svokallaða Scharren, og er honum þá ætlað að átta sig og leiðrétta. Ekkert slíkt hafði gerst. Aðeins mitt eigið skraf hafði rofið þögnina. En hvað hafði mér orðið á? Stundin var meira en hálfnuð, þegar ég afréð að bregða frá venju og leita skýr- ingar. Ég yfirgaf ræðupúltið, tók mér stöðu við gluggann og sagði eins og var, mér fyndist ég engu sambandi ná og erfitt að halda áfram. Ég spurði varlega, hvort ég hefði sagt eitthvað óviðeigandi, þótt ég þættist viss um að svo hefði ekki verið. Engin loftárás hafði verið gerð á borgina síðastliðna nótt, svo að ekki gat langvinnt næturónæði valdið þessari deyfð. Her- sveitir Rússa nálguðust hratt að austan, en voru þó enn langt frá Leipzig og áróð- ursvél Goebbels boðaði ótrauð loka- sigurinn, sem væri í nánd. Loks rétti Traud Goldacker upp höndina og byrjaði að tala. Doktorinn yrði að af- saka, sagði hún, þau væru öll í uppnámi og gætu ekki fest hugann við námið. Ástæðan væri sú, að foringi kvenstúdenta hefði kvatt allar stúdínur saman á fund og flutt þeim þá tilskipun frá æðri stöðum, að ákveðinn fjöldi kvenstúdenta háskólans skyldi sendur til styrktar hersveitum föð- urlandsins á austurvígstöðvunum. Stúlk- unum bæri að gefa sig fram fríviljuga og láta skrá sig innan ákveðins tíma á skrifstofu stúdentaráðs. Hún, þ.e. formað- ur kvenstúdenta, sagðist vænta að stúdín- ur brygðust við bæði fljótt og vel og kæm- ust færri að en vildu. En ef svo færi, að ekki gæfu sig nægilega margar fram, yrði skipaður sá fjöldi, sem á vantaði. „Við erum alveg ráðvilltar og það er mikil ólga meðal stúdenta vegna þessa rnáls," sagði fröken Goldacker að lokum. Hún var auðheyranlega í ákafri geðshrær- ingu, setningarnar komu í slitróttum gus- um, eins og þær brytust fram úr óreynslu þagnanna. Ég hafði aldrei heyrt hana tala svona fyrr. Sjálfur stóð ég orðlaus frammi fyrir henni. Það er auðvelt að ræða um harma, eins og þeir birtast í skáldskap, hafnir yfir blóðfylltan raunveruleik líðandi stundar. Nægar fregnir höfðu mér borist af þung- um fórnum æskunnar á altari stríðsafl- anna. Fjölmargir námsbræður mínir voru fallnir, m.a. mágur minn, ungur gáfumað- ur, sömuleiðis ungur sjóliðsforingi, sonur kennara míns og yfirmanns. Aðrir höfðu misst fætur eða hendur og áttu framundan ömurlega krypplingsævi. Þannig lagðist bölið á hvert heimili og snerti mæður, systur, unnustur og eiginkonur ekki mildi- legar en karla. Fram til þessa höfðu konur þó ekki verið kvaddar beint til herþjónustu En nú virtust þær vera eina varaliðið, sem þessi margblekkta þjóð átti eftir að fórna í vonlausri styrjöld. Ekki man ég hvernig orð féllu, þegar ég loksins fékk málið aftur. Áreiðanlega hafa þau ekki aukið á kennaravirðingu mína. Örvænting stúlknanna snart mig svo djúpt, að ég fann ekki viðeigandi orð. Úr- ræðalaus horfði ég á þessar æskufríðu meyjar og sá um leið fyrir innri sjónum mínum jafnöldrur þeirra skipast þúsund- um saman í fylkingar, vopnaðar vélbyss- um og handsprengjum. Sannarlega myndu þær verða ofbeldi og dauða auðfengin bráð. Hve margar þeirra skyldu snúa heil- ar heim aftur úr því brimróti ómennskrar grimmdar, sem nú átti að fleygja þeim út í? Ég skynjaði örvænting þeirra aðeins á ytra borði, hvað inni fyrir ólgaði vissi ég ekki. En ég skildi fyllilega, hve vonlaust það ætlunarverk mitt hafði verið að túlka fyrir þeim fegurð skáldverks, þar sem sefa skyldi áfallna sorg með lýsingu um ægi- legri harma. Þannig hafði atvikið þennan morgun undir rústum háskólans sannarlega verið fyrirboði. Hvað viljið þér hér? Matthías Jónasson dr . phil. var í Þýzkalandi á stríðsárunum. Hann er iöngu landskunnur fyrir skrif sín urn sálræn efni og uppeldismál og rar lengi prófessor við Háskóla Islands. Steinaldarmenn voru sælkerar Silungur í sinnepssósu hljómar nútímalega. En reyndar þekktist sá matur til forna. Sennilega má rekja hann meira að segja til matargerð- arlistar steinaldarmanna. Fornleifafræðingarnir Rolf Rott- lánder og H. Schlichtherle, sem starfa við hina forsögulegu deild háskólans í Túbingen í Vestur- Þýzkalandi, hafa fundið leið til að ná leifum af steiktum mat — fitu- leifum — úr hinum örsmáu holum, sem er að finna í nær öllum leir- pottum öðrum en þeim, sem eru úr fínu postulíni. Með því að blanda leifarnar vatni er hægt að efnagreina fitusýrur fæðunnar til að komast að raun um, hvað hafi forðum verið soðið í pott- inum. Fyrri vitneskja okkar um lostæti og hnossgæti steinaldar- manna hefur eingöngu verið fengin með uppgreftri, þar sem fundizt hafa sviðnar, en þó greinanlegar leifar af korni, beinum og ýmsu öðru. Þar sem fituefni skemmast með tímanum, báru þeir félagar leifarn- ar, sem þeir fundu, saman við þekkt, tímasett sýnishorn af öðrum fitu- efnum frá fornöld. Til að búa til lista yfir efni til að styðjast við, efnagreindu þeir fituinnihald korns og beina, sem grafin höfðu verið upp úr forsögulegum sorphaugum. Ald- ur hinna steingerðu leifa var síðan ákvarðaður með hliðsjón af áhöld- um, sem fundust í sama jarðvegs- lagi. Nýlega fundu fornleifafræð- ingarnir leifar af fiskifitu og sinn- epskornaolíu í steinaldarleirbroti, sem komið hafði í ljós við uppgröft á bökkum Genfarvatns. Hið merki- lega er, að silungur í sinnepssósu er enn vinsæll og ljúffengur réttur í Sviss nú á dögum. Rottlánder og Schlichtherle hafa notað efnagreiningartæki sitt í fimm ár, en bandarískir leirkerja- fræðingar hafa ekki kynnzt því enn- þá, og segja sumir, að það sé að nokkur leyti vegna þess, að þeir eigi ekki peninga til að borga tíma á rannsóknarstofu. U R MINU HORNI Nú munu vera starf- rækt lestrarfélög og bókasöfn í öllum hreppum og byggð- arlögum landsins. En í ungdæmi þess er þetta ritar og ekki er enn orðinn sjötugur, voru slíkar stofnanir undantekning, en ekki regla. Á árunum fyrir 1930, þeg- ar ég og mínir jafnaldrar gengu í barnaskóla í vestfirsku sjávar- þorpi, stofnuðum við safn í skól- anum með smávægilegum fjár- framlögum. Og þegar við strák- arnir vorum komnir yfir ferm- ingu og gjaldgengir sem félagar í verkamannafélaginu beittum við okkur fyrir því, að komð væri á fót lestrarfélagi í hreppnum. Þetta var í byrjun kreppunnar miklu og það var ekki hægt að kaupa nema tólf bækur fyrsta árið. í þessu plássi ríkti mikil fátækt. Samt munu hafa verið til nokkrar bækur á flestum heimilum, ekki þó margar. Þegar gamlir einstæðingar dóu var efnt til uppboðs á húsmunum þeirra. Ég man vel að fyrstu bækurnar, sem ég sjálfur eign- aðist, komu til mín úr slíkum dánarbúum. Ég var alla mína æsku í hraki með lestrarefni. Ég ólst ekki upp hjá foreldrum mínum, en skammt var á milli heimilanna, svo ég gat verið þar heimagangur þegar ég fór að stálpast. Éin af fáum mublum í húsi foreldra minna var þó lítill bókaskápur sem elsti bróðir minn átti. Þar voru nokkrar guðsorðabækur frá eldri tíma, auk þeirra bóka sem hann hafði sjálfur eignast og valið. Þrjár þeirra voru frægir reyfarar þeirra tíma, og nefni ég þær að Ölafsson, ritstjóra. Svo voru til kristilegar bækur. Þar með er upptalinn bókakostur þess heim- ilis, nema nokkrir danskir reyf- arar sem fóstri minn hafði feng- ið fyrir lítið á uppboði. Hann hafði lært dönsku af sjáflum sér og gat sagt mér aðalefnið úr þessum sögum. Dagblöð sáust varla á alþýðu- Lögréttu, vikublaðs Þorsteins Gíslasonar í Reykjavík, og einn- ig vesturheimsblaðanna Lög- bergs og Heimskringlu, raunar líka Alþýðublaðsins, en það fór bara til fimm fastra áskrifenda. Kona afgreiðslumannsins var sérstæður og merkilegur per- sónuleiki, sambland af höfðingja og alþýðukonu. Henni bregður Þá voru ekki bóka- söfn á hverju strái gefnu tilefni í einu kvæða Þorps- ins. En annars mest algengustu skáldsögur, sem vinsælastar voru á þessum árum, að ógleymdum Tarzanbókunum, sem allir strákar þurftu að lesa. Fóstri minn var hagmæltur gáfumaður. Hann átti nokkra rímnaflokka og ljóð Sigurðar Breiðfjörð. Fóstra mín var líka ljóðelsk. Hún átti ljóðmæli Steingríms, Kristjáns Fjalla- skálds og ljóðabók eftir Jón heimilum á þessum slóðum, nema eitt leiðinlegt íhaldsrit, sem hét ísafold og Vörður. Það var sent ókeypis í sum húsin. En faðir minn var skósmiður. Hann þurfti að nota pappírssnið við sína iðju, bæði þegar hann klippti bætur á gúmmistakka og stígvél sjómannanna og þegar hann sneið hæla og sóla á skóna, sem hann var alltaf að gera við. Nú vildi svo vel til að nágranni foreldra minna var útsölumaður fyrir í kvæðum mínum. Hún var tíður gestur á heimili foreldra minna, las mikið og sagði móður minni dulrænar sögur, sem gam- an var að heyra. Hún sá um að föður minn vantaði aldrei blöð í sniðin. Til hans kom hún með aukablöð sem annars hefðu eng- um komið að gagni. Hún vissi að pabbi, og jafnvel fleiri, glugguðu í þau áður en þau gegndu aðal- hlutverki sínu. Pabbi hafði raun- ar lítinn tíma til þess að lesa. Hann vann alla daga fram á nætur, enda jafnan fullt hús af börnum, sofnaði oftast út frá lesefninu. Þessarar hugulsemi vinkonu okkar nutu fleiri en faðir minn. Ég komst meðal annarra í þetta og stundum fékk ég að hafa heim með mér girnileg eintök af Lög- réttu, Heimskringlu og Lög- bergi. Ég á enn í fórum mínum úrklippur með kvæðum eftir Halldór Kiljan Laxness, sem hann var að birta í vesturheims- blöðunum á árunum milli 1925 og 30, þegar hann var vestra. Þessi kvæði voru mér um margt nýstárleg, allt öðruvísi en ljóð þjóðskáldanna og það sem var í skólaljóðum eða lesarkasafni Jóns Ófeigssonar, sem maður fékk að lesa á vegum barnaskól- ans og við urðum jafnvel að kaupa fyrir nokkra aura. Þetta voru mín fyrstu kynni af Halldóri Laxness. En nokkrum árum síðar ætlaði allt á annan endan í plássinu vegna þess að við keyptum bækur eftir hann í nýstofnað bókasafn. Það átti að taka af okkur hreppsstyrkinn, sem okkur hafði tekist að krækja í. Þá sögu segi ég ekki hér. Jón úr Vör. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.