Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 7
sem eftir voru, og áður en ég vissi til var ég búinn að teygja mig í bókina og draga hana fram úr hillunni og stóð svo þarna með hana í lúkunum. Ég áttaði mig þó eiginlega alveg um leið á því hversu barnalegt og hjá- kátlegt þetta var af mér og fannst þá næstum eins og bókin yrði rauðglóandi í höndum mínum meðan ég reyndi nötrandi af smán að smeygja henni í hilluna aftur án þess nokkur tæki eftir hvaða bók það var sem ein af öllum þeim gersemum sem þarna var að finna hafði megnað að vekja áhuga minn. Þetta hafði mér næstum tekist óséðum, en fann þá mér til skelfingar að á mér hvíldi augnaráð Skúla W. Skíðdal og fannst mér endilega sem hann kímdi við. Um þetta var ég handviss, en eftir á að hyggja gat það auðvitað ekki staðist. Skúli W. Skíðdal vissi á þeirri stundu ekkert um það hver ég var og hafði þess vegna enga ástæðu til að þykja það spaugilegt þó ég kysi að skoða margumrædda bók. Enn fremur hafði augnaráð hans alls ekki hvílt á mér heldur var það svo að hægra auga hans lét illa að stjórn ef hann bragðaði áfengi og reikaði þá víða, en um leið sá það lítt frá sér á manna- mótum því það vildi súrna við tóbaksreyk. Auk þess hefði sú hegðan sem ég grunaði hann um verið í hróp- legu ósamræmi við hans manngerö. En um allt þetta vissi ég auðvitað ekkert þá og sem ég stóð þarna blossaði skyndilega upp í mér einhver einkennileg heift. Hann var að gera grín að mér karl- fjandinn, hann hafði fundið á mér snöggan blett. Ég er hégómlegur maður og fannst því eðlilega mikil læging í því að frægur maður, menningarfrömuður og rithöf- undur eins og Skúli W. Skíðdal, fengi þá flugu í höfuðið að ég væri hégómlegur. Og það út af svona smáslysi. Þvílíkt veganesti fyrir ungan höfund. Ég veitti því þess vegna enga athygli að Skúli hélt áfram að rabba vingjarnlega við forsetann og fleira fólk sem stóð þarna álengdar í hálfhring. Það átti því að vera bersýnilegt að Skúli W. Skíðdal var alls ekki með hugann við mig og mína bók. En það var heitt þarna inni og dómgreind mín var nú alveg horfin við geðs- hræringuna. í augnabliksæði tel ég mig þurfa að slá öllu upp í grín til að bjarga „sítúasjóninni" sem auðvit- að engin var þó ég vissi það ekki þá. Ég gjamma því fram í samtal fólksins, alltof hátt, og segi: — Já auðvitað Skúli, já svona eru menn nú uppteknir af sjálfum sér, Sæmundur Örn, Aðrir sálmar, hvað annað? Heyrðu, vilt þú þá ekki líta í eina af þínum? Og svo fór ég að klóra í hillurnar. Fólkið leit forviða á aðfarir mínar, sá mig fálma um kilina rjóðan og nötr- andi. Þarna voru margar bækur eftir Skúla Black og Skúla Rútsson, nöfn höfundanna mjög áberandi á kjöl- unum, (smekklaust og þeim líkt!), en svo voru ekki fleiri skúlar. Þarna var engin bók eftir Skúla W. Skíðdal. Að sjálfsögðu ekki. Ekki þar fremur en annars staðar. Þá fyrst varð mér ljóst hversu hræðilega ég hafði hlaupið á mig. Allir sem þarna voru nærstaddir höfðu tekið eftir þessu upphlaupi. Fólkið horfði á mig með fyrirlitningu og forsetinn fór strax að leiða talið að einhverju öðru. Ekki man ég hverju, en það var mjög áberandi að það var fyrst og fremst eitthvað annað. En sú umræða var dauðadæmd og gat ekki náð sér á strik. Fólkið þagði pínlega og horfði á mig. Ég stóð því þarna alveg eins og ræfill og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Brá loks á það ráð að grípa glas mitt sem ég hafði lagt frá mér og ætlaði að skutla úr því í mig. En glasið var auðvitað löngu tómt og ég fékk kokteilpinna í augað. Ég er alveg viss um að ég hefði látist úr smán þarna á gólfinu með pinnann í auganu ef enginn hefði komið mér til hjálpar. Og sá sem það gerði var reyndar enginn annar en Skúli W. Skíðdal, sá mikli og góði drengur. Hann klappaði mér vingjarnlega á öxlina og sagði: — Já vinur, svona er það. Ætli ég hafi ekki bara lent á rangri hillu. Þessi yfirlætislausu gamanyrði jöfurs urðu á auga- bragði til að milda alla stemmninguna mjög. Menn hlógu við og forseti kímdi góðlátlega. Sjálfum tókst mér að hlæja nokkurn veginn eðlilega og von bráðar var hættan liðin hjá og málið afgreitt. Framganga Skúla í þessu leiðindamáli var einstak- lega drengileg. Þarna hafði hann sem reyndur og virtur höfundur og maður tekið upp hanskann fyrir unga og vanþroskaða framhleypu og bjargað mér úr ákaflega álappalegri aðstöðu sem ég hafði komið sjálfum mér í með því að gera, að því er virtist, lítið úr honum frammi fyrir stórmenni. Og þær málsbætur mínar að það hefði ég þó aldrei ætlað mér gat enginn vitað á þeirri stundu og þeim stað. Þar með gat ég tekið gleði mína aftur og leið svo af þetta boð. I anddyrinu á útleið kemur Skúli W. Skíðdal til mín yfir gestabók og kveður mig segjandi sem svo: — Þú ættir að líta við hjá mér einhvern tíma, Sæ- mundur Örn, og spjalla. Við gætum kannski farið eitthvað út í Aðra sálma. Ég þóttist aldeilis hafa himin höndum tekið enda varð þetta upphafið að miklum og góðum kynnum. Það var ekki löngu síðar að ég gerði mér erindi heim til Skúla. Hann bjó þá, eins og reyndar öll síðustu ár sín, í turni gömlu slökkvistöðvarinnar í Reykjavík milli Tjarnargötu og Suðurgötu. Það sýnir auðvitað best óumdeilda stöðu hans í íslenskum bókmenntum að hann skyldi veljast til ævilangrar dvalar á þessum stað fyrst- ur allra höfunda eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að varðveita turninn, lét klæða hann með fíla- beini og gera að heiðursbústað borgarinnar fyrir rithöf- unda. í þessari fyrstu heimsókn minni sátum við og drukk- um te í góðu veðri á svölunum efst á turninum. (Þar sem ég sit nú reyndar einnig sjálfur á skrifandi stund). Ég man að Skúli leit yfir borgina og sagði: — Hér stend ég minn vörð. Fundir okkar áttu eftir að verða margir. Segja má að ég hafi ungur maður sest þarna við fótskör meistarans. Það var unaðslegt að hlusta á frásagnir hans úr löngu menningarlífi. Og þegar traust hans á mér fór vaxandi byrjaði hann að tala undan og ofan af sínu eigin starfi. Mér fór að finnast sem hann skynjaði í mér þann sem varðveitt gæti verk hans. Og auðvitað hlaut svo að fara að lokum að ég gat leitt talið varlega og eðlilega að margumræddu sérkenni á ferli hans, þeirri staðreynd að ekkert „lá eftir hann“ í hinni hefðbundnu merkingu jeirra orða. Ég setti vangaveltur mínar fram einhvern veginn )annig að ég velti því upp sem hugdettu hvernig á því gæti staðið að hinn fullkomni höfundur stigi ekki loka- skrefið. Hann væri vel máli farinn, mikið skáld, frjór i hugsun, sívakandi, vel að sér, víðsýnn, gáfaður, virtur og dáður, mikils metinn af öllum. Það vantaði eiginlega ekki neitt, nema þá ef til vill svo sem eins og stafkrók og stafkrók á slæðingi. Hvernig stæði á þessu? Skúli hugsaði sig lengi um. Ég var næstum farinn að halda að ég hefði sært hann svo ég stamaði: — Annars er þetta auðvitað algjört smáatriði ... Þá loks tók hann til máls: — Nei, nei, það er sko alls ekkert smáatriði. Eigin- lega er það nú regla hjá mér að sýna aldrei neinum inn á verkstæðið. Það er alkemistinn í mér sjáðu til. En ég hlýt að gera undantekningu með þig. Kannski ert þú minn eini raunverulegi kollega. (Ég sver að þetta voru hans orð. S.Ö.) Jú jú, þú hefur tekið eftir þessu. Málið er einfaldlega það að ég fer ekki hefðbundnar leiðir að )essu leyti. Þarna liggur minn frumleiki. Þetta er mitt fiff. Þarna á ég mér jússu sem aðrir hvorki geta né vilja kássast upp á. Sumir eru alltaf að fitla við formið, aðrir við skoðanir og boðun, lýrik, tón eða eitthvað enn annað til að fá útrás fyrir þann frumleika sem í þeim býr. Og allt í lagi með það. Én ég hef valið mér þessa leið. Enginn annar höfundur hefur þorað að velja sér þessa birtingarleið. Þvið miður, liggur mér við að segja, en ef ég á að vera hreinskilinn þá hugsa ég líka innst inni: sem betur fer. Ég hef áreiðanlega notið þess að vissu leyti að ég er einn á þessu plani. Og önnur plön komu aldrei til greina. Ég er ansi hræddur um að án þessarar minnar leiðar hefðu verk mín orðið ansi miklu meðal- mennskumarki brennd. Fyrir nú utan aðalatriðið, hið praktíska: Hver eru ekki örlög okkar? Jú, ef við erum heppin þá þroskumst við sem höfundar. Sumir eru nátt- úrlega ekki svo heppnir og skrifa alltaf verri og verri bækur og það er náttúrlega nógu hart. En eru hinir nokkru betur settir? Hinir heppnu? Segjum sem svo að einn slíkur höfundur skrifi um ævina tuttugu til þrjátíu bækur og þroskist og eflist frá einni bók til annarrar. En hverju er hann bættari? í raun og veru þýðir þetta aðeins það, að þegar slíkur höfundur fellur frá standa bækurnar eftir hann í langri röð, hver og ein sem minn- isvarði um mismunandi vanþroskastig. Amaba, fiskur, api, neanderdalsmaður. Jafnvel síðasta bókin hans verður ekki sú kóróna sköpunarverksins sem margir virðast halda. í fyrsta lagi eru gömlu hlekkirnir allir týndir þegar þar er komið sögu, allir dæmdir úr leik. í öðru lagi veit höfundurinn á dánaraugnablikinu að hann hefði getað gert betur, bara ef hann hefði beðið lengur, látið vera að skrifa bókina á því vanþroskastigi sem hann nú er að komast af. í starfi mínu hef ég tekið hinum ýtrustu afleiðingum af þessum staðreyndum. Ungi maður. MAÐURINN ER ÞAÐ SEM HANN VÆRI. Að lokinni þessari ræðu fór Skúli heitinn að rekja fyrir mér öll verkin sem hann hafði skapað á ýmsum skeiðum ævi sinnar eftir innri baráttu og þrotlaust starf, en svo látið vera að skrifa. Þessum verkum verður ekki með orðum lýst, enda væri ég að bregðast trúnaði höfundarins ef ég reyndi að lýsa þeim. Þó fullyrði ég hér að öll verk Skúla W. Skíðdal hafa orðið íslenskum bókmenntum hvati og lyftistöng í senn einmitt vegna þess að hann lét þau órituð. Þessi óvænta opnun hins sómakæra og alvarlega listamanns, þetta augnablik sem ég fékk að gægjast inn á verkstæði hins stolta gullgerðarmanns olli tímamót- um á mínum eigin rithöfundarferli. Það má segja að mér hafi lukkast að fleygja sál minni í poka inn á verkstæði Skúla eins og kerlingin sálinni hans Jóns síns inn í Himnaríki forðum. Ég ákvað strax að hætta að gefa út bækur, og eftir fimm ára baráttu við sjálfan mig var ég hættur að skrifa. Éf til vill á þessi staðreynd nokkurn þátt í því að margir ritdómarar hafa hyllst til að telja mig undir áhrifum frá Skúla W. Skíðdal. En ekkert er meiri fjar- stæða, þó mér í sjálfu sér þyki engin skömm að vera talinn líkur honum. þær bækur sem við höfum látið vera að senda frá okkur eru þó í raun og veru gjörólík- ar. Eftir að ég náði fullu valdi á þessari aðferð hef ég notið vaxandi velgengni sem höfundur. Enda ekki furða, þarna hætti ég gjörsamlega að leggja vopnin upp í hendur andstæðinga minna. Eitt hefur þó lengi reynst mér allháskalegur fjötur um fót. Það er bók mín Aðrir sálmar. Óvandaðir menn í hópi yngri gagnrýnenda hafa komist í hana hjá þjófgefnum fornbókasölum og eru stundum að fjalla um hana á ákaflega ósanngjarnan hátt. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að lesa hana. En rithöfund á auðvitað að dæma af því sem hann best hefði getað gert. En ekki þar fyrir, auðvitað tek ég undir það að það var heimskulegt af mér að gefa út þessa bók. Þarna geta þeir hankað mig. Þetta er í þeirra augum höfund- urinn Sæmundur Örn. Þarna er hann, sko, sjáið þið, svona viljum við hafa hann. Með þessari útgáfu var ég auðvitað að setja ljós mitt undir mapliker og það skyldi enginn sannur listamaður gera. Svo lágt gat Skúli W. heitinn Skíðdal aldrei lagst og því náði hann svo langt. Nú þegar gammarnir eru farnir að hnita hringa marga yfir höfundskap hins látna snillings finnst mér rétt að þetta komi fram. Víkið burt gammar, það sem ykkur virtist bitastætt í kynni að verða ykkar banabiti. Þannig lifði og starfaði Skúli W. Skíðdal, veikur í styrkleika sínum og sterkur i veikleika sínum. Það sem hann væri gæti hann aldrei orðið ef hann hefði orðið það sem hann varð að verða en varðist jafnan. CHRISTER ERIKSSON Fjölskyldan safnast saman, sumar í grasi. Ilmur af tíu dropum og klöttum saft og hafrakexi. Grafarþögn fyrir myndatökuna. Vindinn lægir Ijósið kallar á skugga, eftirvænting! Enginn ekkert bærir á sér allt hefur orðið, varð að einu andartaki. Trén fljóta alls staðar upp á fjallinu í sólseturslandslagi. Fólk í grasi og grasið vex því í hné úr jörð sem bíður þess. Brakandi greinar og rætur kvistir og börkur í björtum logum sem aldrei deyja út. Fjaran hefur þanið út ströndina svört og hnútótt liggur hún nakin með berað hraun og kuðungar splæstir við þöngulhausa, krampateygjur eins og allt vænti þess að angistarkvíðinn hverfi — og ströndin bíður eftir svæfandi ábreiðu flóðsins MATTHÍAS JOHANNESSEN ÞÝDDI LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. MARZ 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.