Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 15
gagn er áberandi og aðlaðandi í senn. Við- artegundin og aðferðin við að meðhöndla viðinn hefur einnig mikið að segja, alveg eins og það atriði, að stóllinn eða borðið eiga að vera „húsmóður-hollir" munir — það er að segja ekki of þungir í vöfum og heldur ekki þannig, að þeir safni sérstak- lega miklu ryki. — Hugtakið „dansk design" var skapað af litlum hópi hönnuða á borð við Hans Wegner, Borge Mogensen, Finn Juhl, Mog- ens Koch, og reyndar einnig fyrir atbeina undirritaðs. Þeir — eða öllu heldur við — mótuðu einnig vissa hefð, sem svo allt of margir aðilar hafa síðan leikið allgrátt. 80—90% þeirra dönsku húsgagna, sem flutt eru út nú á dögum, eru ekki smíðuð af lærðum húsgagnasmiðum, heldur eru það þannig húsgögn, að þau hefðu alveg eins vel getað verið framleidd í Kóreu. Við get- um ekki haldið ýkja lengi áfram á þeirri braut, og það er þess vegna sem ég hef reynt að hverfa aftur til snikkara-hefðar- innar. Það væri víst heldur sterkt til orða tekið að fara að tala um, að nýtt blóma- skeið sé að hefjast í dönskum húsgagna- iðnaði, en ég hef leitast við að taka aftur upp þann þráð, sem raunverulega á að ein- kenna danska hönnun og reynt að laða fram nýjan vaxtarbrodd. — Sem húsgagnahönnuður og framleið- andi ætti maður ekki að kippa sér sérlega upp við það, þegar blöðin taka að reka upp ramakvein yfir því, að ekki komi fram neinar nýjungar á sviði húsgagnafram- leiðslu. Vitanlega getum við unnið að því að betrumbæta verulega þau húsgagna- form, sem þegar eru fyrir hendi, en við getum hins vegar ekki breytt sköpulagi mannslíkamans; líkaminn heldur áfram að vera með því sama sniði og hann hefur alla tíð haft. Það hafa að vísu verið búin til nokkur setgögn, sem menn eiga einna helzt að hringa sig ofan í, en hið einasta, sem menn hafa upp úr því er bakverkur og tak. Plasthúsgögn Eiga Framtíð Fyrir Sér Efniviðurinn hefur alltaf haft mjög mikla þýðingu í hönnun Poul Cadovius. Hin aldna kempa innan danskrar húsgagna-hönnun- ar fer hörðum orðum um þá skammsýni og þann skort á sveigjanleika, sem sé ríkj- andi í dönsku þjóðfélagi. Þessi afstaða komi í veg fyrir allt, sem heiti frum- kvæði hjá mönnum, og nýr, ferskur hugsunarháttur eigi erfitt uppdráttar af sömu ástæðum. Samtímis hefur hann ásett sér, að allt, sem hann muni framvegis hanna, skuli taka mið af lögun hrings og kúlu. Þegar hannaður er stóll, sem í öllum smá- atriðum á að bera vott um sérstaklega vandaða smíði, þá skiptir viðurinn, sem í stólinn er valinn, meginmáli. En samtímis því, að Cadovius segist hafa hið mesta yndi af æðunum í fallegum viðarbút, viður- kennir hann blygðunarlaust, að plastið sé efniviður framtíðarinnar. Hann hefur einnig staðið að framleiðslu á bæði stólum og seglbátum úr trefjagleri. — Eftir um það bil tuttugu ár verður viður orðinn svo sjaldgæfur, að viðarhús- gögn, sem framleidd eru nú á dögum, verða orðin að forngripum — eða að minnsta kosti mjög eftirsótt vara. Við munum að meira eða minna leyti verða neydd til að nota plast eða áþekk efni í húsgagnagerð. Cadovius hefur aldrei látið gera neina forspá um söluhorfur né látið framkvæma markaðskannanir, áður en hann hefur haf- ið framleiðslu nýrrar húsgagnasamstæðu frá sinni hendi. Hann heldur sig nefnilega við sína eigin einkakenningu um markað- inn. Varðskýli og símaklefi Frumgerðin af nýjum símaklefa úr trefja- gleri, en lögun hans byggist á formi kúlunn- ar; klefann má annars líka nota sem varð- skýli. Handiðn í hvívetna Skákborð, smíðað úr palisander, með flötum leðurpúðum til að láta hendurnar hvíla á. Þetta borð mun vera einii af hinum minna þekktu munum, sem Poul Cadovius hefur hannað, en það hafa reyndar aðeins verið smíðuð eitthvað um tuttugu eintök af því. Skákborð þetta var hannað í tilefni afheims- meistaramóti í skák og ber glöggan vott um mjög vandaða smíði. — Markaðurinn fyrir þau húsgögn, sem ég hanna og læt framleiða, stendur í nán- um tengslum við bifreiðaiðnaðinn, sem er byggður upp líkt og pýramídi, með Rolls Royce efst uppi á toppinum og Trabant í neðstu lögunum. Sjálfur hef ég alltaf leit- ast við að halda mig við Mercedes-línuna — það er að segja að selja því fólki hús- gögnin mín, sem er vant að kaupa sér Mercedes. Þetta fólk hefur efni á að borga þann kostnað, sem felst í vandaðri smíði, og það skilur líka, að húsgögn í háum gæðaflokki hljóta að kosta skildinginn. Þegar mér verður litið út á dönsku þjóð- vegina, sé ég, að það eru mjög fáir bílar í þessum gæðaflokki þar á ferðinni, en snúi ég mér hins vegar til Þýzkalands, þá sé ég að þriðji hver bíll á þeim slóðum er Mer- cedes. Þetta táknar því í mínum augum, að ég geti selt mikið af mínum húsgögnum þarlendis. Hið sama á við um lönd eins og Spán, England og Bandaríkin. Er Með Einkaleyfi Á 340 Uppfinningum Poul Cadovius hefur fengist við að gera alls konar tilraunir og unnið að uppfinn- ingum, allt frá því á unglingsárunum, og hann hefur núorðið einkaleyfi á 340 mis- munandi framieiðsluvörum. Hann er al- gjöriega sjálflærður á því sviði, en hiaut starfsfræðslu sem veggfóðrari og skreyt- ingameistari. Því segist hann vera feginn. — Ég hef aldrei fundið fyrir þeim höml- um, sem felast í því að menn þykjast vita að einhver ákveðinn hlutur sé ófram- kvæmanlegur. Hann á ekki auðvelt með að útskýra, hvaðan hugmyndir hans komi, en segir einungis, að það sé að minnsta kosti ekki hægt að ná fram góðri hugmynd með því að teikna frumdrög eftir ákveðnu máli, lengd, breidd og hæð. í slíkum tilvikum verði niðurstaðan í hæsta lagi góð eftirlík- ing af einhverju þekktu. — Allt í einu hvarflar hugmyndin að manni, oft á tíðum alveg úr heiðskíru lofti. Þannig varð til dæmis skýlið til, sem er í lögun einna líkast hálfum sveppi og getur orðið að líta við svo að segja hverja ein- ustu strætisvagnastöð í Danmörku. Hugmyndina fékk ég að næturlagi, þegar ég var eitt sinn á leið með ferjunni á milli Árósa og Kalundborg. Og Abstracta, þessi sexhyrndi kúði með sína óendanlega mörgu möguleika, er alveg tvímælalaust snjallasta uppfinningin mín. Hugmyndin að Abstracta tók á sig endanlega lögun þegar ég var dag nokkurn staddur á skrifstofunni fyrir alþjóðaeinkaleyfi. Einn af verkfræðingunum hafði þá orð á því, að Hugvitsamleg bókagrind Það er hægt að snúa gegnsæju akrylplötunni þannig að leggja má bókina á hvolf ofan á plötuna og lesa í gegnum hana. Hægt er að hafa stöngina það háa, að maður getur lesið standandi. I DHIUH Engar hvassar brúnir Ein nýjasta húsgagnasamstæðan, sem Cado- vius hefur hannað nefnist Jubile og einkenn- ist afformi, sem er alveg laust við allar hvassar brúnir, en hefur aftur á móti ein- göngu mjúkar, ávalar línur til að bera. Sam- tímis ber þessi samstæða vott um mjög vand■ aða smíði. ég virtist vera mjög svo annars hugar. Ég sagði þá við hann, að þetta væri alveg rétt hjá honum og spurði, hvort hann hefði ekki skrifborð aflögu, sem ég gæti fengið að nota um stund. Þarna varð svo Ab- stracta til og um leið var ég kominn með undirstöðuna að 22 einkaleyfum um allan heim á hlutum, sem byggjast á þessari hugmynd. Þá hefur Poul Cadovius einnig unnið að því að fullgera frumgerðina að nýjum símaklefa úr trefjagleri, en lögun hans byggist í megindráttum á kúluformi. — Það var opinber samkeppni um gerð nýrra símaklefa haldin fyrir nokkrum ár um, sem varð kveikjan að minni hugmynd Ég tók sjálfur ekki þátt í þessari sam keppni, en þegar verðlaunatillögurnar höfðu verið birtar, var það samt mitt álit, að það væri hægt að leysa þetta verkefni betur af hendi. Nú á bráðum að fara að fjöldaframleiða símaklefann minn, og ég ætla að selja hann um allan heim. Það má líka nota hann sem varðskýli, svo Atl antshafsbandalagið á kost á að kaupa hann og líka Rússar — ef þeir vilja. Getur Ekki Verið Aðgerðalaus Poul Cadovius er núna búsettur Svendborg og hefur dásamlegt útsýni til Tásinge úr gluggunum á húsi sínu. Hann hefur útbúið sér eins konar sambland af skrifstofu og teiknistofu í kjallara hússins, og þar á svo Cadovius-hönnun framtíðar- innar eftir að líta fyrst dagsins ljós. — Ég vinn miklu meira en 40 tíma viku, því að ekkert fellur manni fyrirhafn arlaust í skaut af himnum ofan nú á dög- um. í gær vorum við, konan mín og ég, að hamast við að búa um auglýsingabæklinga til póstsendingar langt fram á kvöld og höfðum bara reglulega gaman af því stússi. Því er nú einu sinni svo varið, að ég get bara ekki verið iðjulaus. Hanne Hejberg EITTHVAÐ FYRIR AUGAÐ Líkt og úr ríki náttúrunnar Á bandarísku handíðarsýningunni á Kjarvalsstöðum í vetur sáum við fram- úrskarandi fágaða glerlist, en uppá síð- kastið hefur glerið sem efniviður verið tekið til rækilegrar meðferðar þar vestra. Þá er ekki lengur verið að fást við nytjahluti, heldur er hér sjálfstæð list- sköpun, sem kemst næst því að vera hliðstæð við skúlptúr. Mörkin á milli listar og handíðar verða óljós hér; eins og mörg góö list er þessi byggð að hluta á sjálfu handverkinu. En fyrst og fremst er verið að fást við form, áhrifjita og ekki sízt áhrif birtunnar, þegar hún skín í gegn. Maður er nefndur Dale Chihuli og er hann talinn í fremstu röð bandarískra glerlistarmanna. Hann byrjaði raunar sem innanhússarkitekt uppúr 1960, en sneri sér síðan alveg að glerlist og stofn- aði frægan sumarskóla í faginu, sem heitir Pilchuck eftir indíánaþjóðflokki. Frá 1969—79 veitti hann forstöðu gler- listardeildinni við Rhode Island School of Design, þar sem hann hafði sjálfur numið áður — og nú hefur hann eins konar heiðursaðsetur í skólanum. Enda þótt hlutirnir, sem hér sjást, séu meira eða minna í skálarlíki, eru þeim engin skálarnot ætluð. Þessi glerlist er þegar öllu er á botninn hvolft, merkilega hliðstæð við sumt sem fundið verður í ríki sjálfrar náttúrunnar og þá gjarnan til orðið við háan hita eins og glerlist Chihulis. LESBOK MORGUNBLAOSINS 17. MARZ 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.