Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 13
Hugmyndir iænbandi ann hefur verið kallaður „kjarnorku- danskri húsgagnafram- Hsprengjan leiðslu og hlaut viðurnefnið „klikkaði Daninn“ þegar hann fyrir mörgum árum kom fram með hugmyndina um að hengja hillur upp á vegg. Sjálfur segir Poul Cado- vius, uppfinningamaður, arkitekt og hönn- uður, að hann hafi víst alltaf verið á undan sinni samtíð, og af því hefur hann vissu- lega fengið margan eftirminnilegan skell- inn. En það er alveg sama hve oft Poul Cado- vius hefur fengið á baukinn, hann hefur alltaf risið aftur upp. Eftir að hafa orðið gjaldþrota í sambandi við Sirkilhúsið úti við Helsingor-hraðbrautina, átti hann frumkvæðið að því að bjarga hinu fyrrverandi húsi stúdentafélagsins við’ H.C. Andersens Boulevard í Kaupmanna- höfn frá tortímingu og notaði eigið fé til að gera húsið upp; þar skóp hann svo sína eigin Cado-miðstöð. Núna er hann búinn að koma undir sig fótunum aftur. Cado-miðstöðin og öll önnur starfsemi, sem hann hefur haft með höndum, tilheyr- ir núna liðinni tíð, en Cadovius tókst að koma í veg fyrir, að hann yrði með öllu gerður eignalaus eftir gjaldþrotið fyrir nokkrum árum. Reyndar hefur síðan allt snúist á betri veg fyrir honum, þannig að hann er núna fastráðinn hönnuður hjá öll- um þeim fyrirtækjum, sem hann starfaði áður við — en þau eru þrjú í Danmörku og 22 í útlöndum. Og það er ekki nóg með þetta, því að hann, sem var höfundur hús- gagna-samstæðanna Cado og Royal-sam- stæðunnar, hefur nú fyrir skemmstu kom- ið fram með algjörlega nýja húsgagnasam- stæðu, Jubile. Hvorki hinir mörgu ósigrar, sem hann hefur beðið, né heldur sú staðreynd, að honum finnst að yfirvöldin og dönsk lög hafi stöðugt verið að bregða fæti fyrir sig, hefur þó getað haldið aftur af þessum rúmlega sjötuga þúsundþjalasmið við að sýna umheiminum, að ennþá er unnt að skapa eitthvað nýtt. Hann Er Þrár Og Eigingjarn Poul Cadovius líkir sjálfum sér við íþróttamann, sem vill ná framúrskarandi árangri, hvað sem það kostar. — Hvað er það, sem kom Poul Elvstrom til þess að hanga á hverjum degi í tvö ár í tógi í þvottahúsi móður sinnar niðri í kjallara? Það er nákvæmlega sami bar- áttuandinn og sama þrákelknislega eigin- girnin, sem hefur verið driffjöðrin hjá mér og öðrum þeim, sem gerst hafa sjálfstæðir. Þrákelknin getur á stundum haft það í för með sér, að mönnum verði á mistök. Það á bæði við um íþróttamanninn og þann, sem vill gerast sjálfstæður. Poul Cadovius segir hreint og beint, að það sé rangt að álíta, að unnt sé að komast hjá mistökum, ef menn hafi sett sér önnur og háleitari markmið en allur fjöldinn. Hins vegar sé danskt þjóðfélag því miður svo snubbótt að allri gerð, að það rúmi ekki mistökin. — Hver sá, sem vill fitja upp á einhverju nýju og nýstárlegu, hvort sem hann fæst við að smíða húsgögn eða vélar — og lend- ir við það í fjárhagsörðugleikum eða verð- ur jafnvel gjaldþrota, á sér ekki framar minnstu viðreisnar von. Og það er alveg botnlaus heimska, því sé maðurinn í raun og veru frumkvöðull að einhverju nýju og gagnlegu, þá hefur þjóðfélagið hreinlega ekki efni á því að vera án hans. Danmörk Verður Vanþróað Land Að Lokum Poul Cadovius hefur áður spáð því, að Danmörk eigi eftir að verða eitt að van- þróuðu löndunum, einmitt af því að þar sé kúlulögun og hringlaga formi, sem leiddi til þess, að Poul Cadovius fékk eina af sínum snilldarlegu en mjög svo örlagaríku hugmyndum, það er að segja hugmyndina að Sirkilhúsinu. Þetta hús átti að gegna því hlutverki að hýsa stærstu fastasýningu Danmerkur á húsgögnum og listiðnaði; og það var vissulega ekki lögun þess að kenna, að húsið skyldi aldrei ná að afla sér vinsælda, né rekstur þess geta gengið að óskum, heldur var ástæðunnar miklu fremur að leita í hinni allt of einstreng- ingslegu afstöðu danskra yfirvalda til ým- issa mála, sem snertu byggingu hússins. — Frá því að Sirkilhúsið var reist, hafa verið byggð mörg ávöl hús, og ég er sann- færður um, að einbýlishús framtíðarinnar verði í lögun ekki óáþekkt íglúum Grænlendinga — það er að segja hálf kúluhúsum þéim, sem Ínúítar hafa um aldaraðir byggt úr snjó. Kúlulögunin tryggir langbesta nýtingu á hinu dýra bygg ingarefni í hlutfalli við rýmið, og sjálft bygg ingarlagið er hið sterk asta, sem þekkist. Gott dæmi um það er eggið. — Við höfum einungis möguleika á að fjölda framleiða íbúðarhús, ef við notum kúlulögunina til viðmiðunar. Ég sé hluta hús fyrir mér í því sambandi, hús sem eru ekki stærri en svo, að unnt er að flytja þau á staðinn með þyrlu. Ef fjölskylda hefur hafið búskap í þriggja herbergja íbúð af þessu tagi en þarf svo skyndilega á fjórða herberginu að halda, þá er það ósköp ein faldlega þyrla, sem kemur fljúgandi með það til þeirra. Einföld aðferð og viðhlít- andi. Af Poul Cadovius, að hugvit og frjóar ekkert svigrúm fyrir nýsköpun í neinni mynd né heldur fyrir ferska hugsun. — Tökum til dæmis eitthvert svið eins og dönsk húsgögn og danska hönnun í stórum dráttum. Dönsk hönnun nýtur að vísu ennþá þó nokkurs álits erlendis, en það álit á þó ekki eftir að vara um aldur og ævi. Nú á dögum virðast allar góðar hug- myn'dir enda að lokum í enn einni mála- miðluninni af öllum hinum málamiðlunun- um, og það er einmitt í þessu sem mistökin liggja í allri þróun hjá okkur. Sjálfur fellst Poul Cadovius ekki á neins konar málamiðlun og hefur aldrei getað fallist á neitt í þá veru. Afleiðingin hefur svo orðið sú, að hann hefur oft á tíðum verið of snemma á ferðinni með einhverja nýja hugmynd. — Iðulega hef ég orðið fyrir verulegum skakkaföllum, af því að einhver hlutur hefur ekki náð að afla sér almennra vin- sælda þegar í stað. Hins vegar hef ég svo líka fengið að reyna það, hvernig slíkir hlutir gátu svo að nokkrum árum liðnum slegið í gegn og fóru að seljast eins og heitar lummur. Þessu gat ég hér áður fyrr tekið með jafnaðargeði, en núna verð ég að skapa eitthvað jarðlægt. Ég er alténd orð- inn sjötugur að aldri og get því naumast beðið eftir því, að þær nýjungar, sem ég kem fram með í hönnun minni, taki að ryðja sér til rúms fyrir alvöru eftir tíu ár eða þar um bil. Hann Fær Aragrúa Af Hugmyndum Það er enginn skortur á hugmyndum hjá danska hönnuðinum sem hefur sýnt og sannað hugmyndir eru á við hvaða auðlind sem er honum; að undanförnu hefur Poul Cadovi- us teiknað meira en hann hefur komið í verk á síðastliðnum 20 árum. — í tímans rás hefur það orðið vani hjá mér að gera riss af þeim hugdettum, sem flögrað hafa að mér, svo að ég gleymdi þeim ekki. Ég á fullar skúffur af slíkum hugmydum, og það eru þær, sem ég er byrjaður að vinna úr núna. — Ég hef það fyrir vana að teikna á allt, sem ég hef tiltækt, pappírsservíettur eða -dúka, ef ekki er annað við höndina. Fyrir mörgum árum fékk ég alveg bráðsnjalla hugmynd, þar sem ég sat á veitingahúsi, og af því að ég hafði engan pappír við höndina rissaði ég hana í grófum dráttum á dúkinn með kúlupenna. Skítt með það að ég varð svo að borga 160 krónur í bætur til þess að geta tekið dúkinn með mér, þegar ég fór. Sem hönnuður hefur Poul Cadovius alla tíð verið afar hrifinn af kúlunni og hring- laga formum. Hann játar, að þetta kunni að virðast dálítið einkennilegt, sökum þess að það, sem hefur gefið honum mest í aðra hönd — það er að segja vegghillurnar — er ekki í neinum minnstu tengslum við ávalar línur. — Sumt af því allra fyrsta, sem ég hannaði, var grundvallað á lögum kúlunn- ar, og ég hef ásett mér að láta kúluna og hringlaga form verða undirstöðu alls, sem ég hanna héðan í frá. SlRKILHÚSIÐ - SNILLDARLEGT OG ÖRLAGARÍKT Það var þessi sama ákafa hrifning af Hann Notar Hringlaga Form Þótt Cadovius hafi fengið slíkan brenn- andi áhuga á hringlöguninni, getur hann vitaskuld ekki hannað eintóm kringlótt húsgögn. En samt sem áður notar hann ávöl form í hönnun sinni. Jubile-samstæðan, sem Cadovius hann- aði nýlega, spannar allt frá hillum yfir í sófa, borð og stóla, og af öllum þeim hús- gagnasamstæðum, sem hann hefur hann- að, gerir þessi samstæða mestar kröfur til þeirra húsgagnasmiða, sem vinna við framleiðslu hennar. Þessi samstæða, sem smíðuð er úr teak og öðrum gamalkunnum viðartegundum, byggist á mjúkum línum. Eins og Poul Cadovius kemst að orði: Ég hef sagt skilið við kröpp horn fyrir fullt og allt. Það var ekki sett af stað nein ný hús- gagnaiðja, þegar framleiðsla Jubile- samstæðunnar hófst. Poul Cadovius hefur gert samninga við þrjár eða fjórar fremur litlar húsgagnaverksmiðjur um fram- leiðsluna, þeirra á meðal við Tranekær Furniture á Langeland. — Þar sem nýtingin á afkastagetu hinna minni húsgagnaverksmiðja er á seinni árum orðin sáralítil, verður það að teljast mun betri kostur að styðja þær, heldur en að koma á fót nýjum verksmiðj- um. Húsmunir Eiga Að Vera Áberandi Samkvæmt skoðun Poul Cadovius felur góð hönnun það í sér, að viðkomandi hús- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. MARZ 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.