Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 6
„í þessu ástandi verður mér af rælni litið upp í bókahillu og vill þá ekki betur til en svo að ég þarf endilega að reka þar strax augun í bók mína, Aðra sálma. Heit bylgja fagnaðar og stolts fór um vitund mína og kaffærði dómgreindarpjörurnar sem eftir voru ...“ um: Vér erum hér við uppspretturnar og vei yður, þér brunnmigar. Áður en lengra er haldið skal ég þó fúslega gera hinum ungu reiðu mönnum eina játningu, og kann sú að sýna að þeir eigi sér á sinn hátt nokkrar málsbætur. Ef vanþroski þeirra er svo einnig hafður í huga má þannig gera ofsóknirnar skiljanlegar, að vissu marki, en auð- vitað á engan hátt afsakanlegar. En játning mín er þessi: Það var raunar þetta sama atriði, sem nú þykir fréttnæmast og mest „hneykslið", sem varð á sínum tíma til þess að kynni tókust með okkur Skúla heitnum. Á ég þar við „verkaleysið" svonefnda, sem segja má að leitt hafi okkur saman með óbeinum hætti. Ég var einlægur áhugamaður um bókmenntir strax í æsku og þyrsti í að vita skil á því helsta sem höfundar vorir létu frá sér fara. Fljótt fann ég glöggt „er púlsa marga taka réð“ að Skúli W. Skíðdal skipaði mjög háan sess meðal rithöfunda þjóðarinnar. En nú fór þó svo, að ævinlega er ég hugðist kynna mér eitthvað eftir þennan höfund fannst mér meðan ég enn var ungur og óreyndur sem ég hálfpartinn gripi í tómt. Það var eins og verk hans væri hvergi að finna, en þó voru þau allt um kring og alstaðar nálæg sem sjálfsagður hlutur í orðræðu manna. Ég man að mér fannst þetta stundum dálítið óþægilegt, en í menntaðra manna hópi lét ég þó á engu bera og talaði eins og aðrir af lotningu um Skúla og allt sem nafn hans var einskonar samnefnari fyrir. Vandist ég þessu fljótt og fann þá að ég var alveg jafn vel að mér og aðrir um verk þessa höfundar. Og það var mikill fengur fyrir ungan bókmenntamann að geta staðið svo jafnfætis lærðustu mönnum um annan eins öndvegis- höfund. Og það án allra þeirra óþæginda sem venjulega fylgja því að setja sig inn í höfundskap höfunda vorra. Maðurinn er það sem hann væri NÝ SMÁSAGA EFTIR ÞÓRARIN ELDJÁRN Vissulega var Skúli W. Skíðdal einn þekktasti og virtasti rithöfundur þjóðar vorrar á sinni tíð. Er yfir lauk hafði hann setið á friðarstóli sem óvefengdur höfðingi í and- ans ríki um árabil. samt bregður svo kynlega við að nú er sem mönnum virðist hann orðinn nokkur ráðgáta, raunar æ meiri eftir því sem lengra líður frá andláti hans. Það var eins og þjóðin missti áttir við fráfall Skúla og vissi ekki alveg hvernig hann skyldi metinn og verk hans. Verra er þó, að á undanförnum árum hefur mér oft fundist ég verða var við nokkuð ríka þörf hjá ýmsum yngri mönnum til að „gera upp reikningana" við Skúla. Þar er held ég ekki eingöngu um að ræða þetta venju- lega klassíska föðurmorð sem allir meiriháttar höfund- ar og listamenn mega þola einhvern tíma á ferli sínum, þó þeir rísi jafnan upp úr slíkum morðum óskaddir, sprækari en afturgengnir, meiri og betri feður en áður, þegar holubörnin þyrpast að þeim á ný úr hverri smugu og biðja um hlýju og eftirtekt. Nei, eins og málin standa nú sýnist mér á ýmsu að hér séu því miður mun alvar- legri hlutir aö gerast. Það er hreinlega orðin einhvers konar tíska eða faraldur meðal yngra bókmenntafólks að „fletta ofan af“ Skúla W. Skíðdal. En satt að segja ristir þessi gagnrýni ekki djúpt. Ekki þarf langan lestur í ritsmíðum umræddra fræði- manna til að sjá að ævinlega er það sama atriðið sem menn eru að setja fyrir sig, sama tuggan gengur frá munni til munns, nefnilega sú staðreynd að Skúli W. Skíðdal skrifaði aldrei neitt. Það er næstum eins og menn hafi ekki áttað sig á þessu höfundareinkenni hans og aðalsmerki fyrr en eftir að hann var allur. Því renna nú jafnvel ólíklegustu menn af hólmi og láta eins og hér séu nýjar uppgötvanir á ferð. Það kann að hljóma eins og þverstæða, en svo virðist sem margir hafi þá fyrst rankað við sér þegar bækurnar sem aldrei komu hættu að koma ... ekki. En heyrið mig ungu menn. Hér er engu ofan af nein- um af fletta. Skúli W. Skíðdal sveipaði sig aldrei nein- um dularhjúpi heldur kom til dyranna eins og hann var klæddur, oftast nakinn, brá kannski yfir sig sloppi í hæsta lagi ef frekjulega var hringt. Én athugið vel: Hann kom því aðeins dil dyra að hann væri heima. Þar sem ég tel mig hafa verið einn af þeim mönnum sem þekktu Skúla heitinn best persónulega, síðari árin að minnsta kosti, finn ég mig knúinn til að gera hér nokkra grein fyrir ferli hans, kæra dagbók. Það er skylda mín við bókmenntafólk framtíðarinnar sem annars gæti átt erfitt með að koma auga á helstu og merkustu þættina í ævistarfi Skúla vinar míns og gæti jafnvel fengið alrangar hugmyndir um verk hans. Satt að segja er eftirleikurinn auðveldur, svo ekki sé meira sagt, fyrir flesta aðra höfunda, þá sem troðnar slóðir feta. Eftir andlát sitt geta þeir skákað í skjóli bóka sinna og þær einar út af fyrir sig nægja auðvitað oft til að villa um fyrir fáfróðum lesendum sem hættir þá til að gleyma því með öllu að viðkomandi höfundur var kannski alls enginn höfundur í raun. Hvaða kjáni sem er getur dottið í lukkupott við og við ef hann reynir. Slíkur óheiðarleiki í listrænum efnum (sem öðrum) var auðvitað víðsfjarri manni eins og Skúla. Öll belli- brögö eru óhugsandi þegar sú manngerð er annars veg- ar. Og ég leyfi mér satt að segja að lýsa því yfir hér enn á ný og skal styðja það rökum, að einmitt þau atriði sem ýmsir agnúast nú við og vilja kalla „óheiðarleika" (!) Skúla W. Skíðdal, „bókmenntahneyksli aldarinnar", nýju (?) fötin keisarans" og ég veit ekki hvað og hvað, já einmitt þau atriði eru sjálfur kjarninn í ævistarfi Skúla, það sem gerði hann að höfundi. Með öðrum orð- Einstaka sinnum, oftast í svefnrofum eða handan sömu landamæra, staldraði þó hugur minn við þetta atriði, uns þar kom, eins og ég nefndi, að það varð á óbeinan hátt til að ég kynntist Skúla heitnum og öðlað- ist þannig góðu heilli endanlegan skilning á höfundskap hans og lífssýn. Sjálfur var ég þá farinn að fást við skriftir, staðráð- inn í að verða rithöfundur og búinn að gefa út eina' bók. Það var ljóðabókin Aðrir sálmar sem bókaútgáfan Jóln- ir gaf út og vakti talsverða athygli þó ég segi sjálfur frá. Og á ég þar satt að segja við annars konar athygli en þá sem beinst hefur að sömu bók að undanförnu. Sjálfur man ég ekkert eftir þessari bók nema hvað stríð mitt við útgefandann er mér í fersku minni. Hann vildi endilega, af sölutæknilegum ástæðum, að bókin fengi heitið Jólasálmar, en varð loks að láta í minni pokann fyrir ungum og einbeittum höfundi sem sló hvergi af listrænum kröfum. Þetta bókarkorn mitt og barnatími sem ég hafði gert fyrir Ríkisútvarpið ásamt skólabróður mínum dugði ti! þess að ég fékk inngöngu í Rithöfundasamband íslands og þótti mér það hinn mesti heiður. Nú bar svo við að haldið var rithöfundaþing. Ekki man ég hvaða efni þetta þing tók til umfjöllunar, en mörgum mæltist þar ákaflega vel, best allra mæltist þó Skúla W. Skíðdal. Mátti heita að hann „ætti salinn“ á tímabili. Þeim mun betur man ég hins vegar boð forseta íslands að Bessastöðum að þingi loknu, þó minni mitt þaðan sé gloppótt. Var þar glatt á hjalla er höfundar og andans jöfrar flykktust að hinu forna setri Snorra Sturlusonar, svangir og þyrstir. Og það var einmitt þarna sem ég kynntist Skúla W. Skíðdal með þeim hætti er nú skal frá skýrt. Nær gleðimiðju var ég staddur í bókhlöðu forseta og dró að mér menningarlegt andrúmsloftið léttur í geði, en líklega hefur dómgreind mín aðeins verið byrjuð að láta undan síga fyrir veigunum. í þessu ástandi verður mér af rælni litið upp í bókahillu og vill þá ekki betur til en svo að ég þarf endilega að reka þar strax augun í bók mína, Aðra sálma. Heit bylgja fagnaðar og stolts fór um vitund mína og kaffærði dómgreindarpjörurnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.