Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 5
framkoma íslenskra karlmanna. Þeir gættu þess vandlega að dam- an gengi alltaf fjær gangstéttar- brúninni og svo varð maður líka að bíða eftir því að þeir opnuðu huröina á leigubílnum og hleyptu manni út. Því máttu trúa, að það tók mig svolítinn tíma aö venjast þessu. Svona framkoma var mér algjörlega framandi!“ „Bandaríkjamenn voru um- hyggjusamari en íslenskir menn. Þeir voru opnari og frjálslegri og ekki eins tilfinningalega bældir ... Eins fannst mér þeir sýna kon- um meiri virðingu." Afbrýðisemi Og Ógnun Við Sjálfstæði Þjóðarinnar Nú má spyrja, ef sambönd íslenskra kvenna og erlendra hermanna voru al- mennt ósköp venjuleg ástarsambönd ungs fólks, af hverju voru þau talin svo slæm? Hið neikvæða viðhorf til sambanda er- lendra hermanna og íslenskra kvenna er einnig sögulegs eðlis. íslenska þjóðin hafði smátt og smátt verið að komast undan veldi Dana og sá í upphafi stríðsins fram á að öðlast fullt sjálfstæði. Hernám Breta og síðan koma Bandaríkjamanna var í augum margra bein ógnun við væntanlegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Hugtökin kona og þjóð eru nátengd. Þau eru bæði kvenkyns, ímynd íslensku þjóðar- innar er Fjallkonan og svona mætti lengi telja. Ein af grundvallarhugmyndum sjálfstæðisbaráttunnar var að þjóðin væri í raun öll heimilin í landinu samanlögð og velgengni hennar og sjálfstæði stæði og félli með gæðum þeirra. Konur, sem mæð- ur og húsmæður, höfðu því sérstaklega mikilvægu hlutverki að gegna í sjálfstæð- isbaráttunni. Sem húsmæður byggðu þær grundvöll þjóðarinnar og sem maður og uppalendur báru þær ábyrgð á framtíð hennar. Þessar hugmyndir hafa komið konum bæði í hag og óhag. Upphaf íslenskrar Saumaklúbbur íslenskra kvenna íSuður-Kaliforníu. Frá bægri, efri röð: Ragna Kristjánsdóttir Cooper, Helga Broshears, Valgerður Ólafsdóttir Linden, Elísabet Axelsdóttir Thomas Day, Margrét Pétursdóttir Wise (látin), Lóa Tómasdóttir Meeks, Ingunn Jónsdóttir Freeberg, Sigríður Axelsdóttir Nash. Neðri röð frá bægri: Ida (?) giftist eftir 1950, Hulda Hafliðadóttir Backmann, gift íslenskum manni, Ólafi Backmann, Hulda Jónatansdóttir Dunbar. Myndin var tekin á heimili Huldu Dunbar í Long Beach 1952 eða 1953. Agnes Guðmundsdóttir Baukol og Warren Baukol í Starbuck í Minnesota ásamt tíu barna- börnum. Myndin var tekin síðastliðið haust við skírn þess yngsta. Agnes var fædd og uppalin í Reykjavík og var sveitalífi lítt kunn þegar hún flutti á alnorskan sveitabæ í miðju Minne- sota-fylki áður en stríðinu lauk. En hún var ung og dugleg og lærði fljótt að bjarga sér og hefur unað hag sínum vel í sveitinni og haldið uppi félagslífi. Af hverju fengu konur á sig óorð fyrir að fara út með hermanni? Títtnefnd skýring er afbrýðisemi ís- lenskra karlmanna. Þeir, sem áður höfðu verið nær einráðir á „hjónabands- markaðnum", sáu veldi sínu skyndilega ógnað. Þeir brugðust við með því að for- dæma þá, sem ekki „hlýðnuðust" þeim lengur, en slík viðbrögð eru algeng meðal þjóðfélagshópa í svipaðri aðstöðu. Konum var fátt jafn dýrmætt og óflekkað siðferði og því var það mjög öflugt vopn að ákæra þær um lauslæti eða jafnvel vændi. Önnur orsök er nátengd djúpstæðum viðhorfum til stöðu og réttinda kvenna. Konur ólust upp við að æðsta takmark þeirra væri að gifta sig og eiga börn. En um leið og þeim var sagt að óeigingjörn ást væri æðst allra dyggða, var þegar á reyndi ekki sama hver naut hennar. Það er engin nýlunda í sögu kvenna, að konum hafi ver- ið refsað fyrir að elska mann, sem sam- kvæmt ríkjandi skoðunum var ekki „rétti" maðurinn. kvenréttindabaráttu á að hluta rætur sín- ar að rekja til þeirra. Ef við erum svona mikilvægar, sögðu konur í lok 19. aldar, af hverju höfum við hvorki stjórnmála- réttindi né tækifæri til menntunar? Hvernig getur ísland orðið sjálfstæð þjóð, ef staða þeirra sem byggja grunn hennar er þrælahaldi líkust? Þessi viðhorf voru einnig notuð til að réttlæta að verkahringur kvenna, giftra sem ógiftra, takmarkaðist við heimilið. Ungar aldamótastúlkur, sem kusu fremur að vinna í búð en að vera vinnukonur voru til dæmis ásakaðar um að vinna gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Svipaðra viðhorfa gætti til kvenna, sem fóru út með her- mönnum. í augum margra var samband þeirra táknræn holdgun á djúpstæðum og fyllilega réttmætum ótta, að Island yrði í raun aldrei sjálfstæð þjóð, heldur yrði bara um herraskipti að ræða og konurnar voru ásakaðar um að vera leiða íslenskt þjóðerni til glötunar. Sjálfstæði íslands var öllum þeim kon- um, sem ég hef haft samband við fram til >essa (um það bil sextíu talsins), mikið hjartans mál og þær sem höfðu aldur til og möguleika, greiddu atkvæði með sam- bandsslitum íslands og Danmerkur. En þó að þær teldu húsmæðra- og uppeldisstörf mikilvægasta hlutverk kvenna, þá skynj- uðu þær það eðlilega ekki sem eitt valda- mesta hlutverk þjóðarinnar né sýndist >eim framtíðarheill hennar hvíla á herð- um kvenna. Það voru stjórnmálamennirn- ir, — og þeir voru allir karlmenn á þessum tíma, — sem réðu í raun framvindu sjálfstæðismálanna. Ef hætt var við að ís- lenska þjóðin glataði sjálfri sér um og eft- ir stríð, þyrfti að leita lengi að konu, sem átti þar hlut að máli. Hvernig Vegnaði Þeim? Þegar ég hef sagt Islendingum frá við- fangsefni mínu hef ég iðulega verið spurð: „Ertu að kanna hvers konar „týpur“ þetta voru?“ og „Vegnaði þeim ekki frekar illa?“ Þessar spurningar endurspegla í fyrsta lagi það 'viðhorf, að aðeins ákveðin kven- gerð, helst lauslát og illa gefin, hafi farið út með hermönnum; í öðru lagi þá trú að lífið refsi konum, sem hlýða ekki í öllu >eim reglum, sem samfélagið setur þeim. Konurnar koma úr öllum stéttum ís- lensks þjóðfélags. Þær eru dætur bænda, verkamanna- og kvenna, sjómanna, iðnað- armanna, verslunarmanna, opinberra starfsmanna og embættismanna. Allar luku skyldunámi, meirihluti þeirra tók vinkonu sinnar. Ellefu konur fóru út í at- vinnulífið eftir að börnin uxu úr grasi. Þær stunda flestar dæmigerð kvenna- störf. Þær vinna (eða hafa unnið) í þvotta- húsum, í saumaverksmiðjum, sem ganga- stúlkur, skrifstofustúlkur, snyrtisérfræð- ingar, afgreiðslukonur, við bókhald og bankastörf. Það eru nokkur dæmi þess að þær hafi unnið sig upp í ábyrgðarstöður. Ein kona stundaði fasteignasölu um ára- tugaskeið, önnur var skrifstofustjóri hjá virtu byggingarfyrirtæki, ein var verslun- arstjóri, önnur hefur verið deildarstjóri í banka síðastliðin 25 ár og ein gegnir mik- ilvægri stöðu hjá dómsmálaráðuneytinu í einu stærsta ríki Bandaríkjanna. Ein kona, sem nú er látin, lauk snemma dokt- orsprófi í bókmenntum og var háskóla- prófessor. Sjö konur hafa sest á skólabekk á undanförnum árum. Ein þeirra lauk hjúkrun og starfar nú sem hjúkrunarkona en önnur lauk BA-prófi og stundar nú framhaldsnám í öldrunarfræðum. Rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að andlegt heilbrigði og aðlögun innflytjenda ræðst að miklu leyti af því hversu vel þeim tekst að rækta tengsl við uppruna sinn og halda honum á loft. íslensku konurnar áttu því láni að fagna að Norðurlandabúar njóta almennt góðs álits í Bandaríkjunum og má að hluta rekja velgengni kvennanna til þess. Ein kona komst svo að orði: „Ég held að ég hefði aldrei komist svona vel af hér nema af því ég er íslendingur." ís- lenskur uppruni þeirra vakti áhuga og vin- áttu fólks og þeim var tekið sem jafningj- um en um leið var þeim fært að halda uppruna sínum á loft. „Þegar fólk spyr mig Fólk spyr hvort þessum konum hafi ekki yfirleitt vegn að frekar illa. Spurningarnar endurspegla í fyrsta lagi það viðhorf, að aðeins ákveðin kvengerð, helzt lauslát og illa gefin, hafi farið út með hermönnunum; í öðru lagi þá trú, að lífið refsi konum, sem hlýða ekki í öllu þeim reglum, sem samfélagið setur þeim. gagnfræðapróf, allmargar luku kvenna- skóla- og verslunarskólaprófi og tvær urðu stúdentar. Eins og við er að búast, bæði meðal ein- staklinga, sem eyða ævinni í sínu heima- landi sem og á erlendri grund, þá hefur þessum konum vegnað misjafnlega vel. Eru nokkur dæmi þess að líf einstakra hafi verið mjög erfitt, jafnvel átakanlegt, og má í nokkrum tilfellum rekja raunir þeirra beint eða óbeint til þess að þær giftust hermönnum og fluttust úr landi. En meirihluta þessara kvenna hefur þegar á heildina er litið vegnað vel og ræður þar margt. Þær hófu búskap á einu mesta blóma- skeiði í sögu Bandaríkjanna. Efnahags- uppgangur eftirstríðsáranna virtist tak- markalaus og bandarískt miðstéttarþjóð- félag varð til eftir stríð. Bandarískum her- mönnum, sem börðust í seinni heimsstyrj- öldinni, var hampað við heimkomuna. Þeir nutu forgangs á vinnumarkaðnum og fengu hagstæð lán til húsakaupa. Þeim voru einnig veittir styrkir til framhalds- náms og margur maðurinn, sem ella hefði ekki gengið menntaveginn, lauk háskóla- prófi og hlaut vellaunað starf. í röðum eiginmanna íslensku kvennanna má finna verkamenn, bændur, verslunar- og sölu- menn, lögfræðinga, verkfræðinga, kenn- ara, háskólaprófessora, flugmenn, at- vinnuhermenn, opinbera starfsmenn, bankastjóra og ljósmyndara. Það er margkveðin vísa, að efnahagsleg velgengni ein og sér ráði ekki hamingju fólks. Annar mælikvarði á velgengni kvennanna er hversu vel hjónabönd þeirra hafa enst. Sex af þeim sextíu konum, sem ég hef haft samband við fram til þessa, eru fráskildar. Það væri hægt að draga þá ályktun út frá þessari tölu að tíunda hvert íslenskt/bandarískt hjónaband, sem stofn- að var til á stríðsárunum, hafi endað með hjónaskilnaði. Hinar umræddu sex konur skildu eftir alllangt hjónaband og eru allar búsettar hér vestra. Mér hefur verið tjáð, að nokkrar hafi skilið fljótt eftir að þær komu og flutt heim aftur. Það verður ekki fyrr en ég hef aflað mér upplýsinga um fjölda þeirra og haft samband við fleiri konur hér, að hægt verður að segja með nokkurri vissu um tíðni hjónaskilnaða. Og þá fyrst verður hægt að kanna hvort fjöldi þeirra hafi verið hærri, lægri eða sá sami og meðal íslenskra hjóna af sömu kynslóð. Þessar konur áttu að meðaltali þrjú börn og rúmlega 80% þeirra helguðu heimilinu alla sína krafta. Ellefu konur unnu utan heimilisins að staðaldri, sex höguðu því þannig að þær voru komnar heim áður en skólanum lauk. Tengdamæð- ur fjögurra gættu bús og barna meðan konurnar sóttu vinnu en ein naut aðstoðar hvaðan ég er svara ég frá íslandi með stolti. „Ég er spurð að því á hverjum degi í versluninni þar sem ég vinn, hvaðan ég sé og mér finnst alltaf jafn gaman og ég er alltaf jafn stolt af að geta sagt þeim að ég komi frá íslandi." Konurnar hafa ekki aðeins getað haldið uppruna sínum á loft meðal Bandaríkja- manna, þær hafa einnig flestar haldið góð- um tengslum við fjölskyldu og ættingja á íslandi og síðast en ekki síst við íslendinga í Bandaríkjunum. Yfir helmingur þeirra hefur stöðugt samband við íslendinga og telur þá meðal sinna bestu vina. Fáar af þeim fjöldamörgu spurningum, sem ég lagði fyrir konurnar, vöktu jafn sterk viðbrögð, jafnvel reiði, og sú hvort þær hefðu valið sér erlendan eiginmann yegna þess að þær vildu komast burt frá íslandi, en þessi hugmynd kemur víða fram í eftirstríðsbókmenntum. Konurnar voru og eru miklir íslendingar og flestar yfirgáfu landið með mikilli eftirsjá. En þær voru uppeldi sínu trúar. Hjónaband og barnauppeldi var þeirra æðsta takmark og skylda og úr því að hinn eini „rétti" reynd- ist útlendingur var ekki fyrir þær flestar um annað að velja en að flytja frá íslandi. Samkvæmt opinberum skýrslum giftust 332 íslenskar konur hermönnum og sjó- mönnum, sem voru á íslandi á vegum breska og bandaríska hersins. Af þeim giftust 92 Bretum, 90 Norðmönnum, 2 Pólverjum, 1 Hollendingi, 1 Svía og 1 Finna, en 145 Bandaríkjamönnum. Þessar tölur segja þó bara hálfa söguna. Banda- rísk heryfirvöld og íslensk stjórnvöld reyndu lengi vel að koma í veg fyrir þessar giftingar á íslandi og fóru því margar kon- ur ógiftar úr landi og giftu sig þegar til Bandaríkjanna kom. Vegna þessa er ekki vitað hversu margar konur giftust til Bandaríkjanna um og eftir stríð. Ég væri lesendum mjög þakklát, ef þeir gætu sent mér nöfn og heimilisföng á kon- um, sem þeir þekkja og giftust bandarísk- um hermönnum (eða starfsmönnum hers- ins) á árunum 1942—1949. Einnig þætti mér vænt um að fá nöfn og heimilisföng kvenna, sem giftust til Bretlands og Nor- egs, því þó verkefnið takmarkist við konur í Bandaríkjunum er ætlunin að skrá sögu þeirra, sem fluttu til Evrópu, í framtíð- inni. Heimilisfang mitt er: 17 ’Æ Roberts Road, Cambridge, Mass. 02138. U.S.A. Inga Dóra Björnsdóttir stundar nám í mannfélags- fræði í Bandaríkjunum og hefur staðið aö rannsókn á lífi ísl. kvenna, sem giftust hermönnum, og hefur þessi rannsókn verið kostuð af Vísindasjóði Islands aö hluta. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. MARZ 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.