Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 8
— og þeir eru fáir EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON ramúrstefnu- listamenn eru yfirleitt ekki í þakklátu hlut- verki. Þeir hafa valið sér að brjótast frá því hefðbundna, kanna nýjar leiðir og sagan endurtekur sig ævinlega: Framúrstefnulistin á ekki uppá pallborðið hjá hinum almenna listunn- anda, sem gerir sér far um að sækja myndlistarsýningar og hefur sínar eigin skoðanir. Þar fyrir utan eru svo þeir — og langtum fjölmennari raunar — sem láta sig allt þetta brambolt engu varða. En meðal listamannanna sjálfra er allt- af einhver hópur, — og næstum alltaf úr röðum hinna yngstu — sem kannar nýjar lendur og trúir ákaflega á það landnám. Stundum tekst að reka svo svæsið trúboð, að annarskonar listamenn eru stimplaðir sem væru þeir aftan úr grárri forneskju og þá hafa ekki allir karlmennsku til að synda gegn straumnum. Þannig var það þegar nýbylgjan reis undir merki abstr- aktstefnunnar. Síðar gengu framúrstefnu- menn undir merki popplistar, og nýverið undir merki konseptlistar, sem sumir nefna hugmyndlist, — en nýjasta fram- úrstefnan er í vandræðum með nafngift. Erlendis heitir hún Neo-expressjónismi, eða jafnvel „Hinir nýju villtu", þá með til- vísun til Fauvistanna fyrr á öldinni. Sam- eiginlegt með öllum afbrigðum hennar er, að menn nota aftur liti og pensla uppá gamla móðinn og mála á léreft. Við nefn- um þessa framúrstefnu nýbylgjumálverk þar til betra nafn finnst. Lesbók hefur hóað saman þremur ung- um málurum, sem aðhyllast nýbylgjumál- verkið, þótt nokkuð sé sitt með hverjum hætti. Þeir eru Jón Axel Björnsson, 28 ára, Kjartan ólason 29 ára og Valgarður Gunnarsson 31 árs. Þeir heyra ekki til allra yngstu kynslóð nýbylgjunnar; eru engir unglingar lengur, heldur fullorðnir og mjög yfirvegaðir menn, gallharðir í þeim ásetningi að brýna stálið unz bítur og helga sig myndlistinni, enda þótt það kosti verulegar fórnir í efnahagslegu tilliti. Fyrir venjulegt fólk er erfitt að setja sig inní lífsbaráttu af þessu tagi, sem snýst ekki um þægindi, heldur hitt, hvort hægt sé að skrapa saman efni til að vinna á. Fólk heldur stundum að fátækir lista- menn, sem varla hafa í sig eða á, tilheyri fortíðinni og hafi síðast verið til á kreppu- árunum. En svo er ekki því miður; þeir eru enn mitt á meðal okkar. Þeir Kjartan, Valgarður og Jón Axel eru hvorki að útmála það né vorkenna sjálfum sér. Þeir eru mættir til að eiga orðastað við Lesbókina um eitt og annað, sem snert- ir nýbylgjumálverkið og svara spurningum þar að lútandi. Lesbók: Nýbylgjumálverkið virðist vera expressjónísk, tjáningarrík aðferð til að túika heiminn og veruleikann. En augljóslega er þessi stefna „öðruvísi expressjónismi“ en sá hefðbundni. Getið þið skilgreint í Valgarður Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 1952 og uppal- inn þar. Listnám hóf hann haustið 1978 í Myndlista- og handíðaskólan- um og útskrifaðist þaðan úr grafík- deild vorið 1979. Haustið eftir hélt hann utan til framhaldsnáms í myndlist eftir að hafa fengið Fulbright-styrk — fyrst í State Uni- versity of New York, sem er háskóli með listadeild, en flutti sig síðan í Empire College og var þar til 1981. Síðan hefur Valgarður verið á Is- landi og stundað myndlist ásamt með ýmiss konar vinnu. Hann hefur haldið einkasýningar í Nýlistasafn- inu og á Mokka og á ísafirði í fyrra. stuttu máli, hver sé innsti kjarninn í nýbylgjumálverkinu? Valgarður: „Sá innsti kjarni, ef hægt er að tala um slíkt, verður ekki greindur skýrt. Blæbrigðin eru svo mörg og þau fara bæði eftir löndum og einstaklingum. Það sem gerst hefur er í rauninni það, að unga kynslóðin er að greina sjálfa sig frá því sem eldra er — losna undan þeim kan- ónum sem mest hefur kveðið að í listinni fram að þessum tíma.“ Jón Axel: „Þetta er visst endurmat, ný svörun við umhverfinu. Kjartan: „Þetta er margt í senn: Endur- mat á myndlist, en líka þjóðfélagsleg gagnrýni og anarkísk viðhorf, t.d. í Þýzka- landi. Það sama var að gerast i svokallaðri graffiti-list í Bandaríkjunum. Hjá Itölum hefur þessi framsetning orðið á ljóðrænni og loftkenndari hátt. Iæsbók: Sem sagt: Þetta er endurmat ungu kynslóðarinnar, sem vill hafa listina „með sínu lagi“. Látum það gott heita í bili, en hversu mikið styðzt nýbylgjumálverkið við gamlar hefð- ir? Eru menn að velta fyrir sér myndbyggingu; því sem þeir gömlu kalla stundum burðargrind — eða eru þesskonar reglur úrelt þing? Valgarður: „Myndbygging er ekki beint meðvituð hjá mér; það er ekkert kerfi. Myndin verður til í meðförunum og ég lofa tilviljunum að hafa sitt að segja. En ég hef ekkert sem kalla mætti burðargrind af ásettu ráði; það er tilfinningin sem ræð- ur.“ Jón Axel: „Ég held aftur á móti að ég noti burðargrind, en ég útiloka ekki það tilviljunarkennda. Sé það góð tilviljun, sem verður í hita leiksins, þá fær hún að lifa. í sjálfu sér getur bygging í mynd þjónað því, sem maður vill koma þar á framfæri og þá á hún rétt á sér. En ég byrja ævinlega á mynd með aðeins gróf aðalatriði í huga.“ Kjartan: „Ég velti ekki myndbyggingu fyrir mér. Byrjunin er kannski þannig, að ég gái í möppuna, þar sem ég geymi teikn- ingar eftir sjáifan mig, — og vel eitthvað af þeim til að vinna eftir. Síðan breytist það allt í meðförunum; verður allt öðruvísi en fyrirmyndin eða kveikjan. En ég vil Samtal viö þrjá unga nýbylgjumálara: Jór Valgarð Gunnarsson um hina sérkennilei hugmyndafræöina, sem þar býr aö baki. Kjartan Ólason er fæddur á Höfn í Hornafirði 1955, en uppalinn í Reykjavík og á heima í Kópavogi. Hann hóf listnám í Myndlista- og handíðaskólanum 1972 og útskrifaðist úr grafíkdeild skólans 1978. Hann fór í fram- haldsnám í myndlist í Empire State College í New York haustið 1981 og var þar tvo vetur. Síðan hefur hann verið á Islandi, stundað myndlist og unnið verkamannavinnu með. Kjart- an hefur haldið tvær einkasýningar, þá fyrri 1978 í FlM-salnum og nú í febrúar síðastliðnum í Nýlistasafn- inu. Hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. hafa ákveðna stjórn á því sem ég mála og þarna vill myndast togstreita, þegar mað- ur reynir að fóta sig. Sjálf aðferðin getur gefið málverkinu inntak, til dæmis að vinna einn og sama myndflöt með ólíkum efnum, blandaðri tækni, collage til dæmis með öðru.“ Lesbók: Hafíð þið þá sannfæringu eins og fjöldi framúrstefnumálara á undan ykkur, að annarskonar list en fram- úrstefnulist sé gamaldags, úrelt og miklu síðri? Jón Axel: „Já, á meðan maður er að fást við þessa stefnu, þá finnst manni óneitan- lega, að það sé hún sem framar öðru skipti máli.“ Valgarður: „Ýmislegt sem á undan er gengið, til dæmis popplistin, er „búið“, — það er búið að tæma möguleikana finnst manni og þar er ekkert meira að hafa. Uppúr síðustu aldamótum var kúbisminn framúrstefna. En væri það ekki heldur hjákátlegt að fara nú að mála kúbískar myndir? En ég vil ekki orða það svo, að nýbylgjumálverkið beri af öðru sem Hst- stefna; við notum ýmislegt frá öðrum og förum í smiðju hjá öðrum liststefnum, sem hafa runnið sitt skeið." Kjartan: „Nýbylgjumenn hafa rennt sér fótskriðu gegnum listasöguna, svo að segja, og hirt eitt hér og annað þar. En þeir eru kærulausir um formræn vanda- Málrerk eftír Jón Axel Málverk eftír Kjartsn Ólason „ 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.