Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 10
„Okkur vantar heim- spekilegan grundvöll. Þar sem sá grundvöllur er fyrir hendi, þar verð- ur nýsköpun. Það er tómarúm og vantar fag- legar umræður á milli þeirra sem fást við list.“ KJARTAN ÖLASON „Ég held að fólki þyki þetta „léleg mubla“, sem sagt að við köstum höndunum til þess sem við málum og jafnvel að það sé einungis „djók“ og ekki alvarleg viðleitni.“ VALGARÐUR GUNNARSSON „Hver einstakur málari getur enga hefð skapað og íslenzkur málari leit- ar ekki fanga hjá öðrum íslendingi, heldur sæk- ir hann nauðsynlega örvun og fyrirmyndir til útlanda.“ JÓN axel Valgardur: „Er þetta eitthvað nýtt, þegar framúrstefnulist á í hlut. Voru ekki líka slæmar viðtökur þegar poppið var og hét sem framúrstefna, — konseptlistina var víst hvorki hægt að selja hér né erlendis. Það er nokkuð augljóst mál, að smekkur íslendinga er mjög þröngur og þótt margt hafi gerzt í myndlist og áhugi sagður fyrir hendi, þá hefur ekki tekizt að breyta þess- um smekk á breiðum grundvelli. Smekkur íslendinga er fastur í raunsæisútfærslu, helzt rómantískri." Kjartan: „Almenningur hefur of mikið að segja um þetta mál og það segi ég vegna þess að myndlist er list hinna skyggnu, — og þeir eru fáir. Þessi almenni áhugi sem svo mjög er prísaður er góður og blessað- ur, en við verðum að muna eitt: Sú mynd- list sem almenningur kaupir og hefur áhuga á er ætluð til að fegra híbýli. Til þess að myndir séu brúklegar sem stofu- list, verður að taka broddinn úr listinni; myndir á veggjum híbýla mega ekki vera grimmar. Þess vegna á góð list helzt að vera á söfnum og mér finnst það beinlínis óæskilegt að einstaklingar eignist góða list. En margur málarinn neyðist til þess í nauðvörn að taka allan brodd úr listinni og málar þess í stað „penar“ myndir vegna þess að stofulist þarf að vera „pen“.“ Lesbók: En ísland og íslenzkur veruleiki, — á það ekki heima í þessum mynd- heimi nýbylgjumálverksins? Ég spyr nú bara vegna þess að brautryðjend- ur okkar í myndlist sneru sér að íslenzkum yrkisefnum þótt þeir yrðu fyrir áhrifum erlendis og eins sé ég að sumir þýzkir nýbylgjumál- arar eru augljóslega að fjalla um þýzkan veruleika samtímans? Jón Axel: „íslenzk myndlistarhefð er ekki til; — og nú er ég að tala um málaral- ist. Það vantar samfellu; hver sá sem byrj- ar að mála í einhverri alvöru á íslandi hefur sótt út fyrir landsteinana eftir fyrir- myndum. En hver einstakur getur enga hefð skapað og íslenzkur málari leitar ekki fanga hjá öðrum íslendingi, heldur sækir hann nauðsynlega örvun og fyrirmyndir til útlanda." Valgarður: „Við getum fyrst og fremst talað um vestræna hefð og þegar við tölum um nýbylgjumálverkið til dæmis, þá er það svipað í löndum eins og Þýzkalandi, Ítalíu og í Bandaríkjunum. Það er aukaatriði, hvort norskur málari tínir til norskt myndefni, eða hvort íslenzkur málari færi að mála togara. ísland er hluti af þessari vestrænu heild; við fljótum með og það er ekki við því að búast að okkar myndlist verði öðruvísi." Kjartan: „Skýringin á því hversvegna menn meðtaka útlend áhrif svona hrá, er að hjá okkur vantar allan „intellektúel" grunn og umræða milli málara á þeim grunni er ekki til.“ Lesbók: Lifum við í hugmyndafræðilegu tómarúmi? Kjartan: „Já, okkur vantar heimspeki- legan grundvöll. Þar sem sá grundvöllur er fyrir hendi, þar verður nýsköpun. Það er tómarúm og vantar faglegar umræður á milli þeirra sem fást við list. Það er rétt sem Valgarður var að segja, að ísland er hluti af þessu vestræna samfélagi og það sem ógnar fólki í þessum löndum ógnar okkur einnig og hefur sömu áhrif á okkur. Sannleikurinn er sá, að íslenzk menning er ákaflega hrjúf. Það vantar alveg að slípa af okkur agnúana. Við erum veiðimenn og þetta er veiðimannaþjóðfélag og gróft í sniðum eins og önnur slík samfélög. Hér þykir bezt að listamenn séu furðulegir sérvitringar; helzt kynlegir kvistir, sem gætu orðið þjóðsagnapersónur." Jón Axel: „Það er rétt, að umræður skortir á milli málara innbyrðis og einnig á milli málara og listfræðinga. íslenzkur málari hangir í lausu lofti og hefir engin svör sem tekin eru gild gegn þeirri stað- hæfingu, að við séum sífellt að kópíera eitthvað útlent. Ef maður léti þetta á sig fá og færi að þröngva íslenzku myndefni samanvið, þá væri sennilega betra að hætta." Lesbók: í verkum ykkar nýbylgjumálara má sjá, að þið leggið ekkert uppúr því að teikna mannslíkamann anatóm- ískt rétt og mikið um það, sem mætti kalla vísvitandi klaufaskap. Hvaða tilgangi þjónar það meðal? Kjartan: „Prásögnin verður beinskeytt- ari á þennan hátt og persónuleiki lista- mannsins kannski augljósari. í konsept- listinni þótti mér á skorta, að maður fann ekki fyrir nærveru listamannsins." Jón Axel: „Þegar ég byrja á mynd er ég gjarnan með ákveðinn atburð eða jafnvel sögu í huga, sem ég ætla að fjalla um. Þessi brenglun á fígúrunni getur hjálpað til að koma þessu til skíla, en allar mínar myndir lúta að lokum forminu, svo þetta er ekki síður formrænt fyrirbæri, eða partur þessarar expressjónísku málunar- tækni, sem ég stunda." Málverk eftir Kjartan Ölason Valgarður: „Ég fellst ekki á að það sé klaufaskapur, sem um er að ræða. í myndlist eins og öðrum listum er ekkert „absólút", rétt-rangt; maður gerir það sem manni finnst vera rétt. Mergurinn málsins er sá, að náttúrustæling er alls ekki á dagskrá í nýbylgjumálverkinu, — þar er verið að leita eftir áhrifum, sem alls ekki nást á þann hátt.“ Lesbók: „Sýnist ykkur að nýbylgjumálverkið eigi langa lífdaga fyrir höndum, eða hefur það sungið sitt fegursta? Jón Axel: „Nýbylgjumálverkið er svo marghliða, að ó.tal leiðir eru færar til áframhaldandi þróunar. Þetta er ekki ein, þröng stefna, sem hætta er á að lendi í blindgötu. Fremur er stefnan eins og skipafloti; þótt eitt og eitt skip heltist úr lestinni, halda hin áfram. Ég sé ekki betur en þarna séu margar leiðir opnar." Valgarður: „Ég held að bomban sé búin. Hún sprakk með hæstum hvelli á árunum 1979—81. Nú er þetta með stöðugu flæði, enda komið út um allar jarðir. Þó er lík- legt að fari eins og áður, að þessi stefna kalli á andstæðu sí la fyrr eða síðar. Sú andstæða yrði trúlega með mjög skýrt af- markaða stefnu og lyti ströngum reglum." Lesbók: Hvað er það einkum og sér í lagi, sem hinn almenni sýningargestur hefur á móti nýbylgjumálverkinu? Jón Axel: „Að myndirnar séu ljótar. Að minnsta kosti hef ég heyrt það nokkrum sinnum." Valgarður: „Ég held að fólki þyki þetta „léleg mubla", sem sagt, að við köstum höndunum til þess, sem við málum og jafnvel að það sé einungis „djók“ og ekki alvarleg viðleitni." Kjartan: „Á sýningu sem ég stóð að ásamt fleirum í Norræna Húsinu, komu tvær konur og ráku nefið innúr dyrunum og sögðu umsvifalaust að þetta væri klám.“ Myndirnar af verkum Valgards og Jóns Axels tók Friðþjófur Helga■ son. Hann tók einnig myndina af Kjartani. Myndirnar af Jóni Axel og Valgarði tók Kristján Örn. Málverk eftir Jón Axel 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.