Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 4
Bandarískir sjóliðar á skemmtistað í Reykjavík í marz 1943 ásamt íslenzkri vinkonu. Á myndinni hefur stúlkan verið torkennd með svörtu, rétt eins og það væri glæpur að hún skyldi hafa setið þarna. Ljósmyndari ókunnur. íslenzkar konur og bandarískir hermenn Sagt frá rannsóknum á högum og afdrifum ís- lenzkra kvenna, sem gift- ust bandarískum her- mönnum um og eftir stríð. Úr doktorsverkefni í mannfélagsfræði eftir Ingu Dóru Björnsdóttur Lesbók Morgun- blaðsins fór þess á leit við mig fyrir þó nokkru, að ég segði deili á doktorsverkefni mínu í mannfélagsfræði, en það fjallar um íslenskar konur, sem giftust bandarískum hermönnum á stríðs- árunum og rétt eftir stríð (eða á árunum 1942—1949). f upphafi var ég treg til þess, fannst óviðeigandi að auglýsa verkefni mitt áður en ég sæi fram á lok þess. En grein, sem birtist í Dagblaðinu/Vísi 15. október 1983 blaðsíðu 8—9 og bar heitið „ísland er vændiskvennabúr stórveldanna" kom mér til að skipta um skoðun. Þessi grein var að mestu leyti unnin upp úr bók Gunnars M. Magnúss Virkið í Norðri II (blaðsíðu 619—672) og fjallaði hún um hin svokölluðu „ástandsmál" á stríðsárun- um. Þar var því haldið fram að að minnsta kosti áttunda hver Reykjavíkurstúlka hafi stundað hórlifnað með erlendum her- mönnum. Nokkrar konur höfðu samband við mig út af þessari grein. Þær voru sárar og leiðar að sjá að enn er verið að ala á fordómum í þeirra garð, en sumar urðu fyrir aðkasti á stríðsárunum vegna þess að þær fóru út með hermönnum. Þar sem ég hef verið að kanna uppruna og æviferil þessara kvenna og leita skýr- inga á fordómunum, þá fannst mér það skylda mín að láta frá mér heyra og kynna önnur viðhorf til þessara mála. Það skal tekið fram, að þetta er engan veginn alls- herjar úttekt á verkefni mínu. Það er of viðamikið og margþætt til að fjalla um í einni blaðagrein. Hér verður aðeins leitast við að svara: Hvað réð því að þessar konur fóru að fara út með hermönnum; hvers vegna voru þessi sambönd fordæmd; úr hvaða stéttum þjóðfélagsins komu konurn- ar og hvernig hefur þeim vegnað í Banda- ríkjunum. Aður en lengra er haldið langar mig að segja í nokkrum orðum hvernig verkefnið er unnið. Þetta viðfangsefni er óvanalegt í mannfélagsfræði að þvi leyti að hópurinn, sem um er fjallað býr ekki á sama stað, heldur á víð og dreif um Bandaríkin. Ég gat því ekki eins og tiðkast meðal mannfé- lagsfræðinga dvalist til Iangframa á ein- um stað og kynnt mér sögu og lifnaðar- hætti kvennanna. Þess í stað byrjaði ég á að senda konunum og eiginmönnum þeirra ítarlegan spurningalista og síðan hef ég Brúðkaupsmynd af Ingibjörgu Hermanns- dóttur Dinusson og William Erling Dinusson tekin í New York í mars 1944. William, sem er prófessor í landbúnaðarfræðum við Norður-Dakota-háskóla, er alíslenskur fædd- ur af vestur-íslenskum foreldrum og talar prýðis íslensku. Höfundi er kunnugt um fimm önnur hjón þar sem eiginmaðurinn er af vestur-íslenskum ættum. Þannig varð stríðið til að efla samband íslendinga og Vestur-íslendinga. ferðast um og heimsótt konur og menn, dvalist hjá þeim um hríð og rætt nánar við þau. Þess skal getið að rannsóknin hefur að hluta til verið styrkt af Vísindasjóði ísiands. Kurteisari Og Sýndu KONUM MEIRI VIRÐINGU Ritverk punnars M. Magnúss, Virkið í Norðri og Arin sem aldrei gleymast, eru að mörgu leyti mjög merkar heimildir um stríðsárin. En þegar fjaliað er um sam- skipti íslenskra kvenna og erlendra her- manna gætir mikillar fyrirlitningar í þeirra garð. Látið er í veðri vaka, að kon- urnar hafi upp til hópa verið lauslátar og að lægstu hvatir hafi legið að baki þessara sambanda. Þetta viðhorf er engan veginn einkaviðhorf Gunnars M. Magnúss, heldur ríkjandi álit almennings á stríðsárunum og það hefur þróast og dafnað i þjóðarvit- undinni fram til þessa dags, eins og ís- lenskar eftirstríðsbókmenntir og birting áðurnefndrar greinar bera glöggt vitni um. Það er á engan hátt óvanalegt að vændi aukist meðal hernumdra þjóða. Því miður er oftast til hópur kvenna, sem eru efna- hagslega og félagslega svo illa á vegi staddar, að þær sjá vændi sem arðbærustu leiðina til að framfleyta sér. Vændi á ís- landi hefur aldrei verið fyllilega kannað og eru sumir þeirrar skoðunar, að vændi í fyllstu merkingu þess orðs (samanber latneska orðið vendere, að selja) hafi ekki tíðkast á íslandi. Hvort það er rétt og hversu víðtækt vændi var á íslandi á stríðsárunum verður, vegna eðlis málsins, sennilega aldrei vitað. Það er einnig ekki óalgengt að í stórum hópi hermanna séu innan um menn, giftir jafnt sem ógiftir, sem fá konur til lags við sig með „fagurgala og fögrum fyrirheit- um“, er reynast blekkingar einar. Eru mörg dæmi þess, að breskir og bandarískir hermenn hafi átt börn með íslenskum kon- um, en þrætt fyrir og neitað að greiða með þeim. En áralöng kynni mín af íslenskum konum, sem giftust bandarískum her- mönnum um og eftir stríð, hafa sýnt að sambönd erlendra hermanna og íslenskra kvenna (og á hér ekki aðeins við konur, sem giftust úr landi) voru almennt ósköp venjuleg ástarsambönd ungs fólks, byggð á gagnkvæmri virðingu og ást. Kona eftir konu hefur tjáð mér, að þær fóru að fara út með hermanni, oft gegn fyrri ásetningi, vegna þess að þeir voru kurteisari og báru meiri virðingu fyrir konum en íslenskir karlmenn. Nokkur til- svör kvennanna: „Bandaríkjamenn voru mismyndarlegir, fáeinir voru glæsilegri en nokkur íslenskur karlmaður. En það eftirtektar- verðasta í fari þeirra var kurteisl- eg framkoma við stúlkurnar, sem þeir buðu út. Þeir opnuðu fyrir þeim dyrnar, fylgdu þeim til sæt- is, klæddu þær í kápuna og buðu dömunni alltaf fyrst ... “ „Ef satt skal segja þá var lítill munur á útliti þeirra íslendinga og Bandaríkjamanna, sem ég fór út með. En eitt er víst, framkoma Bandaríkjamanna gagnvart kon- um var þúsund sinnum betri en 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.