Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 3
fggpánr P®l"lW|y||N||B||L||AÍ|o||«]|l|[MHÍl Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavfk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johann- essen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Styrjöldin var á lokastigi í Evrópu, Leipzig í rústum eins og margar þýzkar borgir. Matthías Jónasson var þar að kenna ungum stúlkum um harmsefni í forn- um bókmenntum. En unglingsstúlkurnar áttu sér sjálfar harmsefni og engin furða þótt þær tækju ekki vel eftir. Hugvitiö er fyrir öllu og þjóð þarf ekki að eiga auðlindir eða hrácfni til að verða stórveldi í iðnaði — það hefur sannazt á Dönum — og einn þcirra sem leggja til hugvitið cr Poul Cadovius, heimskunnur hönnuður, sem á nú orðið 340 einkaleyfi. Nýjabrumið í myndlistinni birtist um þessar mundir i gamaldags pensilmálverki á léreft, en hugmyndafræðin er ný og þetta cr list hinn skyggnu, sem cru fáir, segja þrír ungir listmálarar, Jón Axcl, Valgarður Gunn- arsson og Kjartan Ólason, sem við cr rætt. Ástandið var það kallað þegar íslenzkar stúlkur fóru að vera með hermönnum á stríðsárunum. Inga Dóra Björnsdóttir, sem er við nám í mannfélagsfræði í Bandaríkjunum, hefur rannsakað hagi ísl. kvcnna, sem giftust Bandaríkjamönnum, og segir frá því hér. Forslöumyndin: Baldur Hrafnkell. Portret eftir Björgvin Pálsson Ijósmyndara, unniö meö gumbicromat-aöferö, sem er sjaldgæf og byggir á því aö vatnslitapapplr er geröur Ijósnæmur; einnig unniö á hann meö vatnslitum, en myndin sjálf er af filmu. Björgvin Pálsson er Ijósmyndari hjá Sjónvarpinu og hefur nýlega haldiö sýningu á gumbicromat Ijósmyndum. JÖSEP BRODSKÍ Minnisvaröinn Við skulum reisa minnisvarða viö endann á lengstu breiðgötunni eða á miðju sjálfu stórtorginu, minnisvarða sem mundi sóma sér vel í hvaða umhverfi sem er, af því hann yrði lítið stílfærður og mjög í raunsæjum anda. Við skulum reisa minnisvarða sem enginn mun hafa neitt á móti. Umhverfis fótstall hans gerum við blómabeð, og ef borgaryfirvöldin leyfa — jafnvel ofurlítinn garð, og börn okkar munu kipra þar augun móti bústinni, appelsínugulri sól og líta á þetta sem gnæfir uppi á stallinum sem mynd af einhverjum frægum hugsuði, tónskáldi eða hershöfðingja. A hverjum morgni — það skal ég ábyrgjast — munu einhverjir hafa lagt blóm á fótstallinn. Við skulum reisa minnisvarða sem enginn mun hafa neitt á móti. Jafnvel leigubílstjórar munu dást að hinum svipmiklu útlínum hans. Og í garðinum verður vinsælt að eiga stefnumót. Við skulum reisa minnisvarða — við munum eiga þar leið, þegar við flýtum okkur til vinnu, og útlendingar munu staldra þar við og láta taka af sér myndir. A næturnar lýsum við hann upp með ljóskösturum. Við skulum reisa lyginni minnisvarða. GEIR KRISTJÁNSSON ÞÝDDI ÚR RÚSSNESKU JÓSEP BRODSKÍ (1940— ) er gyðingur, fæddur og uppalinn i Leningrad; gerðist snemma skáld og Ijóðaþýðandi; vakti heimsathygli 1964, þegar hann var dreginn fyrir rétt, urskurðaður „sníkjudýr á þjóðfélaginu" og dæmdur I nauðungarvinnu fyrir að vera ekki I föstu starfi; var látinn laus 1966, fluttist slðan úr landi og hefur nú síðustu árin verið háskólakennari I Bandarikjunum. G.K. B SKOGRÆKT NÝ BÚGREIN R Skógræktarmenn samgleðj- ast nú bændum sem hug hafa á að leggja stund á skógrækt sem búgrein eða hliðarbúgrein á jörðum sín- um, því vonir standa til að á yfirstandandi þingi verði samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um skógrækt frá 1955, þar sem kveðið er á um ræktun nytjaskóga á bújörðum. Með þessum lagabreytingum er gert ráð fyrir að styrkur til stofnkostnaöar við undirbúning skógræktarlandsins megi nema allt að 80% úr ríkissjóði að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Til samanburðar má geta þess að í skóglitlum fylkjum Norður-Noregs er ríkisstyrkur til nýskóg- ræktar 80% af stofnkostnaði en sveitarfé- lög leggja til 15%. í frumvarpinu er gert ráð fyrir náinni samvinnu við Skógrækt ríksins og sömu- leiðis gerð grein fyrir réttindum og skyld- um landeigenda. Með samþykki þessara laga verður skógrækt viðurkennd sem full- gild búgrein og þá er náð áfanga sem lengi hefur verið stefnt að. Svo er fyrir að þakka ötulu starfi hugsjóna- og vísindamanna á vegum Skógræktar ríkisins og skógrækt- arfélaganna því árangurinn hefur sýnt og sannað að skógrækt getur vissulega orðið arðvæn búgrein á völdum stöðum á land- inu en í greinargerð með lögunum eru sér- staklega til nefnd fimm vænleg svæði. Fram til þessa hefur fengist nokkurt fé til skógræktar af landgræðslu og land- verndaráætlun, sem gilti fyrir árin 1974—79 og sömuleiðis er ætlað fé til skóg- ræktar á sams konar áætlun fyrir árin 1982—86, en þar er þó ekki ætlað fé sér- staklega til nýskóga á bændabýlum til nytja. Arið 1981 var lögð fram tillaga til þings- ályktunar um landnýtingaráætlun af þing- mönnum allra flokka sem þá áttu fulltrúa á Alþingi, en sú tillaga hlaut ekki af- greiðslu. Landnýtingaráætlun fyrir allt landið er tvímælalaust mikið og flókið mál sem þarf vandaðan undirbúning, langan aðdrag- anda og aðlögunartíma fyrir þá sem hlut eiga að máli, en er þó mikið hagsmunamál fyrir þjóðina í heild. Hjá nágrannaþjóðum okkar eru ákvæði um landnýtingu löngu orðin staðreynd sem allir geta sætt sig við og það er brýnt að farið verði að vinna að slíkri úttekt hjá okkur. Þegar þar að kem- ur hlýtur að verða tekið sérstakt tillit til þessara fimm völdu svæða sem tilgreind eru í skógræktarfrumvarpinu svo tryggja megi að skógrækt verði ekki fyrir óþarfa skakkaföllum vegna ágangs búfjár og þessar tvær búgreinar fái dafnað saman við jafnréttisstöðu að lögum. En það er tímabært nú þegar umræða fer fram um fyrrnefndar breytingar á lög- um um skógrækt að taka aðra grein skóg- ræktarlaga frá 1955 til endurskoðunar, svo tryggt sé að menn þurfi ekki að líta á hefðbundinn búskap og skógrækt sem and- stæður. I þessari 17. gr. skógræktarlaganna er fjallað um réttarstöðu skógræktarmanns gagnvart ágangi búfjár. Þar kemur fram að skógareigandi eða umsjónarmaður skógar geti gert hreppstjóra viðvart ef búfénaður hefur gert usla í skógræktar- girðingu. Komist sami fénaður aftur inn í sömu girðingu getur hann samkv. lögum afhent hreppstjóra fénaðinn. En gerist sami atburður í þriðja sinn getur umsjón- armaður fengið að kaupa féð og greiða eig- anda eftir mati. Skógareiganda ber að girða skóglendið samkvæmt ákvæðum í 16. gr. En svo segir í þeirri 17.; „... Sýni reynslan að girðing fari þráfaldlega á kaf vegna fennis, getur fjáreigandi krafist þess að girðingareig- andi geri höftin fjárheld.. .“ Og ennfrem- ur: ...Geti fjáreigandi fært sönnur á að varsla fjárins hafi valdið honum auka- kostnaði, getur hann krafist þess að skóg- areigandi taki þátt í honum allt að helm- ingi ...“ Þetta er ekki jöfn réttarstaða og þarf að lagfæra svo okkur verði að þeirri ósk að þessar búgreinar, sem og aðrar, megi dafna hlið við hlið í landinu allri þjóðinni til heilla. HllLDA valtýsdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. MARZ 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.