Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Page 8
Appollon — áheyrendasalurinn í Tónlistarbúsinu í Nice tekur 2500 manns í sæti. Mikill halli er á gólffletinum og bonum er skipt í reiti með lítið eitt hallandi steinreggjum — og hljómburðurinn er i Ferðalangur í Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands þarf ekki að fara langt eða víða um þann suðræna bæ til þess að skilti beri fyrir augu með áletruninni Akropolis. Hingað til hefur maður ekki vitað til þess að Akro- polis sé annars staðar en í Aþenu og dálít- ið langsóott að fara að vísa á þá hofum prýddu klettaborg vestur í Frans. En svona er nú heimurinn orðinn; Enginn fær að hafa sín örnefni í friði, ef einhverjum hentar að nota það í kauphlaupinu um athygli fólksins. Skiltin í Nice sýna hins- vegar, að borgarfeðrum þar er mjög í mun að ókunnugir fari ekki framhjá Akropolis, en svo nefna þeir nýtt hús tónlistarinnar, sem verður að teljast rósin í hnappagati borgarinnar. ARKITISKTÚR Þessu tónlistarhúsi hefur verið valinn staður við hæfi. Frá miðbænum liggur leiðin þangað eftir fögrum lystigörðum, prýddum gosbrunnum og pálmatrjám. En umhverfis húsið eru einnig gosbrunnar og stórar nútíma höggmyndir. Sjálft húsið nýtur sín eins vel og verða má í þessu umhverfi. Það er stórt; 338 metrar á lengd og 65 á breidd. Hér hafa nokkrar flugur verið slegnar í einu höggi: Byggt í einu lagi yfir tónlistarflutning hverskonar og fullkomin aðstaða til óperuflutnings, enda er sviðið alls 1200 fermetrar og hefur aðeins Parísaróperan stærra svið í Frakk- landi. Salurinn rúmar 2500 manns í sæti, en auk hans er annar 750 sæta salur í húsum fyrir kammermúsík, smærri kon- serta og ráðstefnur. Ekki er aðeins nafn hússins tekið að láni frá Grikkjum, heldur heitir stóri konsert- salurinn Appollon, forsalurinn, sem kannski er glæsilegasti hluti hússins heitir Agora og minni salurinn heitir Aþena. Fransarar hafa hingað til talið, að engum væri vorkunn að bera fram frönsk heiti og þeir skíra ekki sín hús að jafnaði Hollywood eða Broadway. Borgarstjórinn í Nice, Jacques Medecin, hefur beitt sér manna mest fyrir því að þetta hús er nú orðið að veruleika og hann vildi setja al- þjóðlegt yfirbragð á fyrirtækið með þess- um grísku heitum, sem allir þekkja og allir geta borið fram án vandræða. n m * •ijífísii Aþena beitir smærri salur, sem tekur 750 manns ísæti. Þar eru haldnar ráðstefnur, en einnig smærri t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.