Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Page 10
Ólafiir Ólafsson á Kóngsbergi (1753—1832) framar sitt elskaða föðurland. Hann var ritaður í stúdentatölu Hafnarháskóla 1777 og bjó sem aðrir íslenskir stúdentar á Garði. ■ Ólafur lagði stund á lögfræði en hann lét sér ekki nægja laganámið eitt. Andans þrek og framfaraþrá knúði hann til starfa í þágu fósturjarðarinnar. Ásamt vini sín- um og námsbróður, Þórarni Sigvaldasyni Liliendahl, réðst hann í að stofna Lær- dómslistafélagið, er varð forveri hins ís- lenska Bókmenntafélags. Var í mikið ráðist af tveim hálfþrítugum fátækum náms- mönnum, en velgjörðarmann góðan áttu þeir félagar sem var Jón Eiríksson kon- ferenzráð. Jón var íslendingur í húð og hár, fæddur 1728 að Skálafelli í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Hann reis til mikilla metorða í rentukammerinu í Kaup- mannahöfn og greiddi götu flestra fram- faramála er vörðuðu ísland um langt skeið. Þeir félagar Ólafur og Þórarinn fengu Jón til að taka að sér formennsku félagsins. Fyrsta bindi af ritum félagsins fyrir árið 1780 kom út 1781. Komu þau út árlega uns 1796,en hið 15. varð ekki fullprentað, átti að koma út 1802. Ólafur skrifaði oft í ritin um ýmis áhugaefni sín og birti teikningar sínar til frekari útskýringar. Ólafur var um þetta leyti orðinn vel drátthagur en jafnframt laganáminu hafði hann stundað nám í listaháskólanum. Listhneigð hans beindist ekki að myndasmíð heldur fyrst og fremst að flatarmálsfræði og bygging- arlist en í þeim greinum hlaut hann hinn minni og hinn stærri heiðurspening skól- ans úr silfri árið 1780. Ólafur virðist frá öndverðu hafa verið í byggingardeild skól- ans og notið þar leiðsagnar eins ágætasta byggingameistara Dana Caspar Frederik Harsdorffs (1735-1799). Ólafur var við Ölafur Ólafsson á Kóngsbergi — húsameistari, stórþingsmaður og latínuskáld — lögspekin. Ári eftir að hann lauk lagaprófi fékk hann vottorð listaháskólans um að hann hefði unnið til heiðurspeninga og sótti um að verða teiknimeistari og kennari (lektor)x í stærðfræði við námuskólann á Kóngsbergi í Noregi. Var honum veitt það embætti 2. febrúar, 1784. Forstöðumaður skólans var þá íslendingur, Pétur Thor- steinsson, sonur Sigurðar gullsmiðs Þor- steinssonar og öldurmanns í Kaupmanna- höfn. Ólafur kallaði sig upp á latínu, en eins og þá var siður meðal íslendinga í Höfn kallaði hann sig venjulega upp á dönsku, Olav Olavsen. Eimir enn af þessum ósið meðal íslendinga. Urðu úr sumum þessum afbökuðu nöfnum kynleg ættarnöfn, sem afkomendur þessara ágætu manna bera enn í dag, flest með dönskum hreim en sum einnig með latneskum. Áður en Ólafur fór norður að Kóngsbergi kvæntist hann danskri konu, Anne Krist- ine Jacobsen (23. mars, 1784). Þremur árum eftir að Ólafur fékk veit- ingu fyrir lektorsembættið var hann einnig skipaður kennari í lögfræði við skóiann, 28. febrúar, 1787. Kom honum þá að gagni iaganámið. Hefur Ólafur átt mjög annríkt og hafa kennslustörfin þrjú ekki leyft honum mikinn tíma til annarra verkefna á þessum árum. Þann 29. mars 1787 dó Jón Eiríksson. Var það Ólafi mikið hryggðarefni. Skrifaði hann við þetta tækifæri „ávarp til sinnar elskuðu fósturjarðar". Þar skýrði hann í orðum hvílíkur missir ísland væri í Jóni. ólafur vildi halda minningu Jóns á lofti og lét ekki sitja við ávarpiö eitt. Hann orti eftir Jón kvæði á latínu, 12 tvíyrðinga, enda vel hagmæltur á þá fornu tungu. Hann tók sig einnig til og ritaði ágrip af ævisögu Jóns og bauð það Lærdómslistafé- laginu til útgáfu í ritum þess. Félagið gaf það ekki út en arftaki þess, Bókmenntafé- lagið gaf út ævisögu Jóns, eftir Bjarna Þorsteinsson og Svein héraðslækni Páls- son, árið 1828 á aldarafmæli Jóns. Var það Ólafi mikið gleðiefni. Eftir fráfall Jóns fór að bera á hnignun í lærdómslistafélaginu enda vandfundinn maður í stað Jóns Eiríkssonar. Lifði félagið þó út aldamótin og hélt áfram útgáfu rita sinna. Þrátt fyrir embættisannir var Ólaf- ur staðfastur í að sinna skyldum sínum við félagið. í hin þrjú síðari bindi þess (10., 11. og hið 12.) skrifaði hann fræðandi greinar verklegs efnis. f 12. bindi birti hann allmikla ritgerð: „Um matar— tilbúning af mjólk, fiski og kjöti á ís- landi," með viðbæti „um ölbrugg og brauð— bakstur“. Ritgerð þessi er um margt merki- leg, og þá helst ástand matargerðar á ís- landi sem ábótavant var. Ólafur segir m.a. að sig reki „enn þá Sumir þeirra íslendinga er leituðu til Kaup- mannahafnar á vit æðri mennta á árum áður, litu aldrei sitt elskaða föðurland meir. Sumir lentu í óreglu, en aðrir misstu heilsuna og dóu. Nokkrir settust að erlendis að afloknu prófi, kannski vegna þess að hillingar betri tækifæra altóku hugi þeirra. Ólafur Ólafsson var einn þessara manna. Hann var sennilega fyrsti íslendingurinn er lagði stund á byggingarlist en krafta hans og kunnáttu naut aldrei hér heima, því hann bjó meginhluta ævinnar á Kóngs- bergi í Noregi. Hann var mikill kunnáttu- og gáfumaður, hafði einnig lagt stund á lögfræði við Hafnarháskóla, var prófessor og lektor við námuskólann á Kónsbergi, uppboðshaldari þar um langt árabil, stór- þingsmaður og riddari af Vasaorðunni. ólafur Ólafsson Jónssonar bónda fædd- ist á Þverá í Akrahreppi (Blönduhlíð) í Skagafirði á jóladag, 25. desember, 17531 og sleit þar barnsskónum. Ólafur átti fjórar systur er allar giftust nafnkenndum mönnum, Hólmfríði, konu Jóns sýslumanns í Strandasýslu Jónssonar, Ingunni, konu Magnúsar Péturssonar frá Vailholti, Þuríði, konu Benedikts Gröndal yfirdómara, og Ingibjörgu, konu sr. Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíö. Er margt merkra manna frá systrunum komið. Ólafur innritaðist í Hólaskóla árið 1767, Fjórtán ára gamall og útskrifaðist þaðan tæplega tvítugur. Var hann ráðinn sem skrifari hjá Ólafi Stefánssyni, sem þá var amtmaður fyrir Norðlendinga- og aust- firðingafjórðungi. Eftér ÁRNA SIGURÐSSON Siglt til Kaupmannahafr.ar Ólafur var í þrjú ár hjá nafna sínum og þótti dágóður skrifari. Sjálfsagt hefur amtmanninum líkað vel við ólaf því hann styrkti hann með álitlegri peningahjálp og gjöf. Sigldi Ólafur til Kaupmannahafn- ar og biðu hans þau örlög að lítá aldrei - ■ • - - n , ‘ ■ .ut i . i. Hugmynd Ólafs Ólafssonar að minnismerki um Jón Eiríksson konfer- ensráð. listaháskólann um fimm ára skeið, frá 1778-1783. Sama ár og Ólafur fékk heiðurspening- ana, bar svo til að kennaraembættið („pró- fessoratið") í flatarmálsfræði við listahá- skólann varð laust. Sótti ólafur um og mun þá hafa ætlað sér að hætta laganámi. En umsókninni var synjað. Hann þótti of ungur og ekki nógu menntaður til þessa embættis. Hélt Ólafur þá áfram laganámi og tók próf næsta sumar, varð cand. juris með 1. einkunn (laud) 20. ágúst, 1782. Sest að á Kóngsbergi Sem fyrr heillaði listin ólaf meira en minni til þess, að menn á þeim góðu árun- um steyptu út góðri sýru og eins hangi- kjötssoði af því besta kjöti; að þegar spað var brytjað á haustin var það annaðhvort ekki saltað, eða svo lítið, að það úldnaði, og varð þá ýldubragð að matnum, og ýldu- lyktin stóð í nasirnar. Blautur fiskur frá Höfðaströnd og Fljótum var borðaður úld- inn og morkinn fram í Skagafirði og heima í Hjaltadal; hangið kjöt með flot var stýft úr hnefa án allra drýginda, sem á hátíðum var skipt á milli fólks svo ríkulega, að það sem einn fékk, hefði mátt nægja öllu heim- ilis-fólkinu, hefði það verið tilbúið á réttan V.AH- “ i \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.