Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Qupperneq 11
Árið 1793 varð Ólafur fyrir þeirri sorg, að missa konu sína. Hún andaðist af barns- förum, 27. febrúar. Hún ól sveinbarn sem lifði en sveinninn varð ekki gamall því hann drukknaði 15 ára. Auk þessa drengs eignuðust þau hjón tvær dætur. Eftir konu sína orti Ólafur harmljóð á latínu, er heitir Garmen in gratam memor- iam uxonis admodum desideratae A.K. Jackobsen defunctae amo MDCCLXXXXIII, die 27. februari, compos- itum a marito superstite viduo Olavo Öla- vio islando. Kvæðið er 51 tvíyrðingur og í því hrósar hann konu sinni í skáldlegum orðum og talar um yndisleik sambúðarinn- ar við hana og lýsir harmi sínum og ein- stæðingsskap að henni látinni: 0! Pancea malis, munus mihi dulce deorum! grata comes! animae deliciaeque prius! Conjux dulcis abes! Et abest pars altera cordis, jucundum vita quod fuit, omne fugit. (í ísl. þýðingu): Ó, harmbót í hvers kyns þrautum, mín himingjöf ég syrgi þig. Þú varst mér ljúf, á lífsins brautum mig leiddir æ og gladdir mig. Nú ertu’ á burt, mín blíða kona. Hið besta’ er sneytt af hjarta mér. Mín gæfa’ og allt, sem átti’ ég vona áævi minni, fariðer. Ólafur hefur sennilega verið eitt af síð- ustu latínuskáldum á Norðurlöndum og orti við ýmis tækifæri. Minnismerki um Jón Eiríksson Sumarið 1794 ferðaðist Ólafur til Kaup- mannahafnar í sumarleyfi sínu og var þar veitt prófessorsnafnbót 4. júlí. Andlitsmynd Jóns mun Ólafur hafa fengið Bertel Thorvaldsen til að gera, sennilega eftir brjóstlíkneski sem Bertel mun hafa gert skömmu fyrir dauða Jóns. Á hægri stöpul minnismerkisins eru rituð þessi orð: Nascentem. Islandia. Adolascentem. Norvegia. Adultum. et. Florentem. Dania. Suscepit. Fovit. Amavit. Extinctum. Con- gemuerunt. Omnes Eheu! Qvantam. Vim. et. Aciem. Ingenii. in. Rebus. Gerendis. Dexteritatem. atqve. Fidem. in. Regem. Pietatem. in. Patriam. Hora. Lugubris. Praeripuit. Þ.e.: „ísland tók við honum nýfæddum; Norvegur unni honum stálpuð- um; Danmörk elskaði hann fullorðinn og til metorða kominn, en samsyrgja hann látinn! Ó! hverjar fyrirtaks gáfur — hvern trúleik mót konungi — rækt til föðurlands- ins og lagkænsku í allri framkvæmd burt- hreif hér ein sorgarstund! Minnismerkið var teiknað í anda ný— klassísku stefnunnar og er heildin ofhlaðin djúptækum táknmerkjum enda hefur Ólaf- ur fyrst og fremst verið lærdómsmaður en ekki listamaður. Ólafur og Bertel Thorvaldsen kynntust líklega fyrst þetta sumar, 1794, er Ólafur var í Kaupmannahöfn. Eftir þetta sumar bar fundum þeirra Ólafs og Bertels aldrei saman aftur en þeir mundu vel hvern annan. Ólafur áleit t.a.m. að þeir væru skyldir. Byggingarlist Ólafs Ólafssonar Ólafur var merkilegur maður og fjöl- hæfur. Hann vann mikið og er talið að Ólafur hafi útbreitt í Noregi nýjan stíl í byggingarlist í anda Harsdorffs. Ólafur varð lífið og sálin í öllu því sem viðkom ing, yar fluttur.tU Reykjayíkur 1785. Ólafur var þessu mjög mótfallinn. Hann undi nú hag sínum vel á Kóngs- bergi en langaði til íslands, jafnvel eftir að hann settist að á Kóngsbergi en þó var þessi heimþrá farin að dofna sakir langs tíma og kringumstæðna. Ólafur skrifaði frænda sínum Steingrími Jónssyni þann 16. júní, 1801, um áhuga sinn á skólamálun- um. Hann lagði þar ýmislegt til viðvíkjandi skólahúsi o.fl. Hann brýndi fyrir Stein- grími að leita úrlausna vandamála skóla- málsins og segir að sem verðandi biskup megi hann ekki verða minni en Isleifur. Varð Ólafur sannspár, því að um 20 árum síðar varð Steingrímur biskup yfir í slandi. í bréfi til Steingríms 14. mars, 1805 segir Ólafur í gamni að hann sé staðráðinn í að verða ekkert minna á íslandi en stiptamt- maður. Vissulega yrði það til þess að sumir leggðust í gröfina, en hann verði það aldrei og sér standi á sama. Hann langar samt til að vita hvernig fari fyrir nafna sínum Stefánssyni og hvort Trampe komi í hans stað, ef hann fari frá. Ólafur hafði uppkast af umsókninni svona til vonar og vara ef embættið yrði laust, svo eitthvað meira hefur búið undir hjá honum. en hann frétti ekkert um hvernig fór með Ólaf Stefánsson og stiptamtið. Hann óttast þó að hann geri sig hlægilegan fyrir augum Reventlow greifa, því hann vilji ekki setja íslending í neitt hátt embætti á íslandi, og óttast einnig að hann geti ekki gert ættjörð sinni það gagn, sem einhver annar gæti e.t.v. gert. Ólafur giftir sig ad nýju Árið 1807, sóttu Englendingar flota Danmerkur og Noregs til Kaupmanna- hafnar og skutu á borgina, því Danir voru Uppdráttur Ólafs Ólafssonar að stóru íbúðarhúsi og af þeirri gerð, Uppdráttur Ólafs Ólafssonar að amtmannsstofunni, sem reist rar eftir sem þá tíðkaðist að hafa á heldri manna húsum. brunann á Kóngsbergi, þegar stór hluti bæjarins brann. Um sumarið er talið að hann hafi gert eða fullgert minnismerki um vin sinn Jón Eiríksson konferenzráð. Hugmynd Ólafs að minnismerkinu var stungin í eir og gaf hann myndina út. Er minnismerkið fyrir það orðinn þekktastur allra uppdrátta Ól- afs. Ekki komst hugmynd hans lengra en á blað en sennilega hefur hann ætlast til að minnismerkið yrði reist. Fylgir mynd af minnismerkinu grein þessari. Á myndinni er ekki sýnt hvar sett var fyrir neðan stallinn latnesk áletrun, 3 tvíyrðingar eftir Skúla rektor Thorlacius: Gratia, forma, genus, tituli, nummata potestas, Formidant leges, mors inamata, tuas. Caetera dum fugiunt, virtus post fatá perennat Non perit ille, boni qvem periisse dolent, Donec honor meritis, dum laus vitute paratur, Ericii nomen Fama loqvetur anus. (í ísl. þýð. B. Thorarensen:) Vinsældir, fegurðin, frændafla her frægðin og veldið af auði, og nafnbóta glansinn í felurnar fer, þá ferlegr nálægist dauði. En komið á flótta þá allt þetta er, ein varir manndyggð og lifir; Deyr-at hinn látni, ef dapurleik sér á dyggöunum leiði hans yfir. Meðan at ráðvendn lof einhvör lér, og lýða gagn nokkurs er metið, Heitið Jón Eiríksson hvör öðrum tér, þá heyra menn mæringa getið. byggingarlist í allri húsagerð, ekki einung- is á Kóngsbergi heldur héraðinu öllu. Til eru eftir hann uppdrættir að stóru íbúðar- húsi á Kóngsbergi, af þeirri gerð sem þá tíðkaðist á heldri manna húsum. (Sjá mynd 3). Það var áríðandi fyrir Ólaf að sameina hina fornu klassísku list svo vel sem unnt yrði í timburhúsasmíðum í Noregi. Þessa sér stað í frumteikningum hans að amt- mannsstofunni (sjá mynd 4), sem reist var eftir brunann er varð á Kóngsbergi, er besti hluti bæjarins brann. Áhugi Ólafs á íslenskum málefnum Ólafur hafði ríkan áhuga á íslenskum málefnum og hafði á þeim góða þekkingu. Hann langaði hálfvegis til að taka þátt í opinberum málefnum á íslandi. Stundum hefur heimþráin gert honum hálfórótt innanbrjósts auk umhyggjunnar fyrir vel- ferð ættjarðarinnar. Skólamálin heima voru í megnasta ólestri um 1800 og stjórnin hafði breytt ýmsu. Ólafur undi hag sínum ekki allskostar vel og kom þar margt til, enda voru launa- kjör hans ekki fyllilega viðunandi. Árið 1803 bötnuðu kjör hans nokkuð, því 17. júní þ.e. var hann skipaður uppboðsstjóri (auc- tionsforvalter) á Kóngsbergi, jafnframt því sem hann hafði öll kennslustörfin á hendi. Árin 1801 var Hólaskóli sameinaður Skálholtsskóla en hann, auk biskupsstóls- í bandalagi með Napóleón Frakklandskeis- ara. Varð stríðið sem þá var hafið milli Frakka og Breta til þess að samgöngur voru að mestu leyti tepptar milli Noregs og Danmerkur. Voru ríkin loks aðskilin árið 1814 við friðarsamninginn í Kiel og varð Noregur þá sjálfstætt ríki í sambandi við Svíþjóð. Lítið er vitað um Ólaf og hans hagi stríðsárin en hann hélt áfram störfum sínum og einhvern tíma á þessu tímabili gifti hann sig í annað sinn. Seinni kona hans hét Birgithe (eða Berthe) Margareta Willemann og mun hafa verið dóttir Erichs Willemann, bakarameistara á Grænlandi hjá Kristíaníu, eða náskyld honum. Þau áttu saman fjögur börn, tvær dætur og tvo sonu. Þessi seinni kona Ólafs var ung þegar þau giftust og mun aðeins hafa verið rúm- lega tvítug er hún gekk að eiga Ólaf en hann rúmlega 30 árum eldri en hún. Er hann giftist í seinna sinnið mun hann hafa verið sæmilega efnum búinn. Stríðið og gjaldþrot ríkisins virðast þó hafa kreppt að honum sem mörgum öðrum, en árið 1814 var námuskólinn lagður niður. Ólafur hélt þó uppboðsstjórastarfi sínu áfram og bjó enn mörg ár á Kóngsbergi. Árið 1818, var merkisár í ævi Ólafs Ól- afssonar. Þá var hann kjörinn til að taka sæti í stórþinginu sem fulltrúi fyrir Kóngs- berg. Hann var settur í tvær nefndir, aðalslaganefndina og námulaganefndina. Síöustu æviárin Vegna krýningar Karls Jóhanns konungs Noregs og Svíþjóðar 1818 orti Ólafur langt kvæði á latínu til konungs. Kvæðið var 39 tvíyrðingar og skiptist í 5 kafla. í 1. kaflan- um, innganginum, er fögur náttúrulýsing og lýst aðdáun og gleði náttúrunnar á þessum mikla dýrðardegi, en í hinum köfl- unum eru hátíðleg ávörp og hyllingar, guðsblessun, fyrirbænir og heitorð, allt mjög hátíðlegt og fallega framsett. Þurfti höfundurinn sannarlega ekki að skammast sín fyrir þetta tækifæriskvæði og konungur hlaut að taka því vel, því hér var ekkert smjaður. Fyrir munn skáldsins varar Drottinn konunginn við smjaðrinu: Assentatorem fugies, hic virus in ore mellito, angvineum corde tegitqve dolum; regibus, observes, est perniciosior omni, subducit regi cor populoqve vafer. (íísl. þýð.:) Forðastu smjaðrarann fláa, hann felur í munni sér ormstönn, hunang hann hefur á vör, í hjartanu eitur og svik. Konungum, athugið, er hann ætíð hinn skæðasti djöfull; hugkænn úr hilmi og þjóð-hjartað hann dregur á laun. Að bragarlaunum gaf konungur Ólafi Vasa-orðuna. Eftir að náumskólinn á Kóngsbergi var lagður niður árið 1814 hafði Ólafur aðeins uppboðsstjóraembættið á hendi. Hann var um hríð, árið 1821, settur bæjarfógeti á Kóngsbergi. Árið eftir, 1822, fékk hann lausn frá uppboðsstjóraembættinu með fullum eftirlaunum. Þá fyrst var honum send Vasa-orðan er konungur hugði honum að bragarlaunum fyrir kvæðið til sín við krýninguna 1818. Sama ár, 15. júní, 1822 var Ólafur kjörinn heiðursfélagi Kaup- mannahafnardeildar Bókmenntafélagsins. Eins og að framan var greint voru skóla- málin ein heitust áhugamála Ólafs. Gremj- an yfir framferði stjórnvalda með höfuð- stofnanir ættjarðarinnar var bitur. Hann hafði lengi sett sig gegn því að skólar landsins Hólaskóli og Skálholtsskóli væru sameinaðir og að málum yrði skipað á þann hátt sem varð í kjölfar þess. I einu af síðustu bréfum til Bjarna frænda síns og amtmanns Þorsteinssonar, skrifar öld- ungurinn enn, skjálfandi hendi og lýsir vonbrigðum sínum með skipan skólamál- anna og segir: „Iabitur ex oculis tunc qvoqve gutta meis.“ (Hjarta míns harmur er sár, hníga af augunum tár.) Eftir að Ólafur var farinn frá embætt- um, nær sjötugur að aldri lifði hann enn tíu ár. Hann bjó áfram á Kóngsbergi fyrstu árin og lifði við góða heilsu. í bréfi til Bjarna amtmanns dags. 10. maí, 1823 kvartar hann þó um slappleika og þreytu. Þótt seinni kona Ólafs væri um 30 árum yngri en hann fór það svo, að hann lifði hana. Hún andaðist 42 ára að aldri, 10. febrúar, 1827. Ekki er mikið vitað um síðustu æviár Ólafs nema að hann bjó í Osló hjá börnum sínum og dó þar hinn 20. janúar, 1832, 78 ára að aldri. Starfsárin voru þá orðin mörg og störfin sem leyst höfðu verið af hendi mikil og merkileg. Ólafur var góðum og fjölbreyttum gáfum gæddur auk mikils líkamlegs og andlegs atgerfis. Hann var ættjarðarvinur og hafði brennandi áhuga á úrlausnum vandamála þjóðarinnar. Hefði hann haldið sig við laganámið eitt og snúið heim að prófi loknu hefði hann án efa orðið einn merkasti og nýtasti embætt- ismaður landsins. En listhneigðin knúði hann til náms í byggingarlist og í hennar þágu fórnaði hann að mestu leyti kröftum sínum og starfsorku, í framandi landi fjarri ættjörð óg ástvinum. Hann var að líkindum fyrsti lærði íslenski húsameistar- inn þó aldrei nýttust hæfiieikar hans hér á landi. Er leitt að hér skyldu ekki vera til aðstæður á tímum ólafs að hann gæti ausið af brunni þekkingar sinnar og hæfi- leika til heilla þjóðarinnar. Urðu forlögin til þess að þær aðstæður sköpuðust ekki fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar. Hófst þá endurreisn í íslenskum byggingarmál- um og eitt mesta framfaraskeið í sögu íslendinga hélt innreið sína. Helstu heimildir: Matthías Þórðarson: íslenskir listamenn. Reykjavík, 1925, bls. 21-79. Aars Beretning for foreningen til Norske Fortidsmindesmærkes bevaring, 78. aarg., 1922, bls. 69-73 og 75. Ævisaga Jóns Eiríkssonar, Kaupm.h., 1828, bls. 148-154 og 63-64. Bréf Ólafs Ólafssonar til ýmissa aðila, sem geymd eru i Landsbókasafninu í Reykjavík. lÁmi Sigurdsson cr nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breid- holti. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTÓBER 1985 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.