Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Side 14
Audi90 BMW525Í-4 Ford Sierra XR 4x4 M erkilegasta þróun- arfyrirbærið í bíla- iðnaðinum nú um stundir er líklega aldrifið. Ef það orð er ennþá ótamt í munni og skilst ekki, þá er rétt að taka það fram hér og nú, að það táknar einfaldlega drif á öllum hjólum. Lengst af voru jeppar einir búnir þessum kosti, en Þjóðverjar og Japanir hafa átt frumkvæði að því að búa venju- lega fólksbíla aldrifi. í Þýzka- landi hefur sá þýzki Audi Quattro setið einn að þessari tækni um árabil og var einn slíkur sýndur á Þrír nýir með síðustu bílasýningu hér. Hann hefur verið rómaður rall-bíll, en svo dýr, að hann telst langt fyrir ofan það þak, sem samsvarar pyngju hins almenna bílkaup- anda. Japanir hafa aftur á móti haft frumkvæði að því að þróa miðlungsdýra fólksbíla með al- drifi. Þar var Subaru brautryðj- andinn, en nú hafa fleiri bætzt í hópinn, Toyota með sinn Tercel og Honda með sína Skutlu, og Mitsubishi með sinn nýja Tredia. Nú fæst nýr og lítill Subaru, Justy, með aldrifi og ekki má gleyma Fiat Panda, sem hefur orðið fyrstur evrópskra smábíla til að bjóða þennan valkost. Margir bílaframleiðendur munu nú vera með aldrif á döf- inni og þá sem dýrari valkost. Þrír nýir eru raunar komnir á markaðinn á þessu hausti og hafa þeir allir fengið góðar viðtökur og hrós í erlendum bílablöðum. Þeir eru raunar allir þýzkir: Audi 90, sem er ný gerð til viðbót- ar við Audi 100 og Audi 80, BMW 325Í-4 og Ford Sierra XR 4x4. All- ir eru þeir sniðnir fyrir mikinn ökuhraða; hámarkshraði Audi 90 er 200 km á klst., 210 hjá Fordin- aldrifi um og 212 hjá BMW. Ekki hefur þessi Audi til að bera þá formfeg- urð, sem náðist á Audi 100, og þessi gerð af BMW er alveg ná- kvæmlega eins og venjulega gerð- in af 320. Ford Sierra er ekki eins íhaldssamur í útliti og þar virðist meiri áherzla hafa verið lögð á straumlínu en ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þessa útlits. Bæði Audi 90 og Ford Sierra gefa kost á ABS-hemlakerfi gegn aukagreiðslu, en BMW 325Í-4 er ekki til öðruvísi en með því kerfi, enda er hann dýrastur. Hann er með 6 strokka, 171 hestafls vél og eyðslan á 90 km hraða á að vera 7,1 lítri á hundraðið. Audi 90 er með 5 strokka, 136 hestafla vél, eyðslan á 90 er 7,3. Fordinn er með 6 strokka, 150 hestafla vél og eyðir 7,7 lítrum á hundraðið á 90 km hraða. Bæði BMW og Audi eru í sléttar 9 sek. í hundraðið, en Fordinn er með 8,7 sek. f umfjöllun þýzka blaðs- ins Auto Zeitung er talið, að verk- fræðingar BMW hafi komizt bezt frá sinni raun og að nú megi segja, að Audi Quattro hafi feng- ið skæðan keppinaut. G.S. Nýtt kveikjukerfi í Saab Uetta hylki heíur að geyma allan háspennuhluta kveikjukeríisins. Allt frá því að sænsku f lugvélaverksmiðj urn- ar SAAB tóku til við að framleiða bíla, hafa bílar þeirra verið öðruvísi í útliti en bílar flestra annarra bíla- framleiðenda. SAAB hefur yfir- leitt farið sínar eigin leiðir í út- litshönnun í gegnum tíðina; tekið meira tillit til straumlínulögun- ar en aðrir bílaframleiðendur. Til dæmis var fyrsti SAAB-inn, sem kom á markað árið 1948, svo frábærlega straumlínulagaður að vindstuðullinn var aðeins 0,30. Það var ekki fyrr en áratugum síðar að aðrir bílaframleiðendur fóru að taka við sér á þessu sviði. Og það er fyrst núna á síðustu árum, sem nokkrir þeirra hafa náð sama árangri og SAAB fyrir hartnær fjörutíu árum. Reyndar voru hæg heimatökin hjá SAAB-verkfræðingunum í þá daga, því stutt var að sækja þekkingu og kunnáttu á byggingu straumlínulagaðra hluta í flug- vélasmíðina. En SAAB hefur einnig ávallt verið framarlega á tæknilega sviðinu og komið fram með ýmsar nýjungar sem hafa haft áhrif á bílaframleiðslu víða um heim. Þar má til dæmis nefna framlag þeirra til öryggismála, svo og tilraunir þeirra með vélar búnar forþjöppu. Það leiddi til þess, að þeir urðu fyrstir til að bjóða upp á forþjöppuvél í fjölda- framleiddum fólksbíl árið 1976. Þar með var hrundið af stað tísku- og tækniskriðu, sem ekki sér fyrir endann á ennþá. Nýjasta verk SAAB á tækni- lega sviðinu er algjörlega ný gerð af kveikjukerfi fyrir bílvélar. Þetta kveikjukerfi er mjög frá- brugðið þeim sem við höfum átt að venjast hingað til, kannski mesta endurbót á kveikjukerfinu síðan Robert Bosch fann upp rafmagnskveikjuna fyrir tæpum hundrað árum. Þetta nýja kerfi ber nafnið „SAAB Direct Ignit- ion“, stutt SDI. Og eins og nafnið géfur til kynna, er hér um að ræða kveikjukerfi sem segja má að gefi beinan neista. Því er kannski best að kalla þetta ein- faldlega „beina kveikju". Með tilkomu þessa nýja kveikjukerfis tilheyrir há- spennukefli, kveikja og kerta- þræðir fortíðinni til. Núna hefur hvert kerti sitt eigið háspennu- kefli og keflunum fjórum er komið fyrir saman í einu raka- þéttu hylki. Þessu hylki er smellt í einu lagi ofan á kertin, þétt á milli knastáslokanna. Þannig er þetta hylki, sem hefur að geyma allt háspennukerfið, fullkomlega einangrað frá utanaðkomandi áhrifum; raka eða óhreinindum. Það sem stjórnar kveikjutíman- um, þ.e. hvenær neistinn á að hlaupa yfir á kertunum, eru tvö hök á sveifarás. Þau framkalla rafstuð í skynjara, sem virka sem boð til sérstakrar stjórntölvu. Hún ákveður síðan, í hvaða röð neistinn skuli koma á kertunum, hefur m.ö.o. kveikjuröðina forrit- aða. Kostirnir við þessa tilhögun kveikjukerfisins eru margþættir. Fyrst má nefna ónæmi þess gegn raka óg bleytu, sem auðveldar gangsetningu í röku veðri og allan akstur í vætutíð. Nokkuð, sem gæti komið okkur sem búum á suðvesturhorninu að góðu gagni. Og þar sem engin hætta er á því að raki komist að hinum háspennta hluta kveikjukerfis- ins, er óhætt að hækka spennuna verulega, eða úr 25 þús. voltum, eins og hámarkið er hjá venjuleg- um kveikjukerfum í dag, upp í 40 þúsund volt. Það gerir aftur á móti mögulegt að auka millibil- ið á kertaoddunum upp undir helming, eða í 1,5 mm. Það leiðir af sér öruggari íkveikju blönd- unnar og þar með jafnari gang vélarinnar og betri bruna. Þá er þetta kerfi náttúrulega fyllilega viðhaldsfrítt; þarna er ekki einn einasti hreyfanlegur hlutur. Og ennfremur, — svona fyrir þá sem eru vel að sér í rafmagnsfræðum — þá eru þéttar notaðir til að háspenna strauminn (kapazitiv), en ekki spólur (induktiv). Þetta gerir að verkum, að háspennan byggist upp og fellur saman u.þ.b. tuttugu sinnum hraðar en með venjulegu spólukerfi. Svo fræðilega séð getur vélin þess vegna náð mun meiri snúnings- hraða. Háspennuhylkinu er komið þétt fyrir á milli knastáslokanna. Nýja 16 ventia vélin frá Saab með „beinni kveikju". Um þessar mundir er verið að prufukeyra SDI-kerfið í nokkr- um hundruðum SAAB-bíla. Þar á meðal í nýja 9000-SAAB-inum, sem var hannaður í samvinnu við ítalska bílaframleiðandann Lancia og samhliða hinum nýja Lancia Thema. Að sögn Pers Gilland, yfirmanns vélahönnun- arinnar hjá SAAB, má þróa þetta nýjá kveikjukerfi ennþá mikið í framtíðinni. Það mun koma öll- um aðilum til góða; bíl, bílstjóra og umráðamanni bílsins — og síðast en ekki síst því umhverfi sem við lifum í. — jb.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.