Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAOSINS 9. NOVEMBER 1985 9 sem hafði farið til Perú, og óskaði upplýs- inga. Kaninn sendi loks svarbréf þar sem talin voru upp mörg atriði sem átti að varast. Þjófnaðir voru algengir, líkams- árásir mögulegar, vopnaðir bandittar jafn- vel uppi í fjöllum og síðast en ekki síst, að fjöllin væru stórhættuleg. Sum okkar kiknuðu eðlilega svolítið f hnjánum. Við reyndum samt að lesa milli línanna eitt- hvað jákvætt. Ég var auðvelt skotmark kvöldið fyrir brottför, þegar kunningi hringdi og spurði: „Heyrðuð þið ekki fréttirnar?" „Nei hvað?“ Hann grafalvarlegur: „Það er skollin á borgarastyrjöld í Perú.“ Ég seig saman og vældi ámátlega: „Takk.“ Síðan gláptum við Anna Lára stjörf á allar sjónvarpsfréttirnar en ekk- ert kom fram. Það skyldi þó aldrei hafa verið ... Síminn hringdi aftur: Skellihlát- ur. „Trúðir þú þessu?" Ég: „Neeeei." Síðustu pjönkurnar voru komnar á sinn stað. Bakpokarnir voru ægilegir tilsýndar, samt var allt í lágmarki. Perðafatnaður var sá sem við stóðum í, annað aðeins nauðsynlegur hlífðarfatnaður á fjöllin. Þeir, sem ekki stunda fjallgöngur, geta vart ímyndað sér allan þann útbúnað sem þarf í svona leiðangra. Það eru klifurllnur, ísaxir, snjófleygar, þungir fjallgönguskór sérstaklega einangraðir, og svo jöklatjöld, svefnpokar og prímusar. I heild vó þessi lágmarks búnaður rúmlega 30 kg á mann. Við flugum með Arnarflugi til Amster- dam þann 23. maí. Þar í borg býr frænka önnu Láru, Áslaug Ásgeirsdóttir, og mað- ur hennar, Halldór Bjarnason. Þau leyfðu okkur góðfúslega að hertaka heimili sitt þennan sólarhring í borginni. tók í göngunum. Vitlaust númer á hliði hafði verið uppgefið ... Aftur hlaupið af stað. Þangað komin uppgefin og lafmóð, ekkert um að vera, bara fullt af fólki sem beið átekta og við biðum í 2 tima. Loksins fórum við í loftið. Millilent í Barcelona og þegar komið var til Madrid um nóttina var vélin til Perú farin, en sú næsta átti að fara eftir viku. Nú lágum við í því, ekki var verkfallið Iberia að kenna. En þetta heiðursfólk kom okkur fyrir á hóteli á sinn kostnað og breytti miðunum til Argentínu og þaðan með perúönsku flugfélagi áfram. Næstu nótt (26. maí) flugum við yfir Atlantshaf, alls 14 tíma flug. Milllent i Rio de Janeiro í Brasilíu. Þangað þótti okkur gaman að koma, enda stoppað í heilan klukkutíma. í Buenos Aires sáum við fram á að þurfa að hírast við þröngan kost í 6 tíma, því við höfðum ekki vegabréfsáritun fyrir Árgentínu. En þá beið okkar þar enskumælandi ljúfmenni frá Iberia-flugfélaginu og út- vegaði okkur áritun átakalaust. Hann þekkti knattspyrnuliðið Val, hvernig, það sagði hann ekki. Næst á dagskrá var flugið til Lima með Aero Peru. Konan sem tók við farangri okkar var frá Perú. Hún gaf góð ráð og heimilisfang gistihúss í eina þokkalega hverfi Lima fyrir ferðamenn en að öðru leyti er borgin ansi sjúskuð fyrir vestræn- an smekk, í fyrstu atrennu a.m.k. Lúin fórum við enn í loftið. Santiago- flugvöll í Chile gistum við í hálfa klukku- stund. Hugsandi um ókyrrð þá sem ein- kennt hefur stjórnmál Chile heyrðist einn okkar muldra eitthvað um að hann væri að mér vatni. Rútan stoppaöi i smáþorpum á leiðinni en alltaf mjög stutt. Þar kom að því að ég gat ekki beðið lengur, stökk fram og sagði við ekilinn: „Urinar, por favor", síðan út. Ég var ekki fyrr búinn að koma mér fyrir en krakkaskari þyrptist að mér í húminu og kallaði: „Gringó, gringó ... “ Gullfoss og Geysir, ekkert dugði, rútan var meira að segja komin á hreyfingu. Flaut. Ég hundskaðist aftur inn og neyddist til að halda í mér allt til Huaraz. Indíánarnir hafa óskaplega gaman að stríða hvorir öðrum og sérstaklega gringóum. Inn í Huaraz ókum við seint um kvöld. Þar sem rútan stöðvaðist var allt krökkt af fólki, fólki með handvagna og hjólakerrur. Gistið hér, gistið þar, borðið hjá okkur, allir vildu sinn skerf frá nýju túristunum. Samkeppnin var geysihörð því ferða- mannatíminn var ekki byrjaður. Hollend- ingur hafði vísað okkur á stað í Huaraz: Edward’s Inn. Þangað fórum við með bíl, þótt ekki væri leiðin löng. Það voru engin vonbrigði að koma þang- að, allir óskaplega elskulegir. Eduardo eldri og fjölskylda ráku staðinn. Við feng- um eitt stórt herbergi fimm saman. Sonurinn Eduardo yngri talaði ágæta ensku og var mjög hljálplegur. Þegar þurfti að útvega asna og essreka, bíla til að kQmast í afdali og kaupa vistir var Edu- ardo yngri alltaf reiðubúinn. Markaðurinn í Huaraz var engum líkur. Ys og þys fram að hádegi, þá dró úr. Um kvöldið lifnaði allt við á ný. Hitinn yfir daginn var óþægilega mikill svo flestir nota tækifærið til að hvílast. Á milli ferða átum við eins og vitlaus værum, síðan leituðum við uppi „búllur" hafði upp á ferðalaginu, eflaust góðum nætursvefni og góðu fólki að þakka. Rétt fyrir hádegi stigum við upp í tvo „skrautl- ega“ leigubíla og ókum greiðlega að rútust- öðinni, því það átti að fara klukkan tólf. Þessi 15 mínútna ökuferð var sú háskaleg- asta sem ég hefi lent í. Ekið var á gang- stéttum þar sem götur voru tepptar um- ferð og allt á fleygiferð, fólk varð bara að forða sér. Rútan var rétt að renna af stað þegar við ruddumst með allt draslið inná stöðina. Ferðin tii Huaraz tekur átta tíma, ekið er í gegnum eyðimerkur alveg við sjóinn, síðan hnitar vegurinn upp dali og brattar fjallshlíðar. Á leiðinni út úr Lima keyrð- um við framhjá kröfugöngu sorphreinsun- armanna. Vegna þess að lítið er um Vest- urlandabúa á þessum tíma ráku þeir aug- un í hvít andlitin í rútunni. „Gringó, gringó," var hrópað. í einhverri stundarvitleysu rétti ég upp krepptan hnefa og hrópaði slagorð, i hljóði að vísu. Mikil hrifningaralda fór um göngumenn og var eins og þeir færðust í aukana. Hvern fjandann var ég að gera?, ég mundi allt í einu hvar ég var staddur. Best að hafa sig hægan. Þegar nær dró fjöllunum fannst okkur allt breytast til hins betra, húsin snyrti- legri og fólkið virtist meira sátt við tilver- una. Allt bar þó vott um efnislega fátækt. Við brunuðum nú eftir hásléttu í um 3000 m hæð. Eftir var rúmlega 2 klukku- stunda akstur og mér var mál að kasta af Fjallið Huscarán, séð frá þorpinu Muscho. Anna Lára kemur úr einni markaðsferðinni í Huaraz. Fjallið Alpamayo er óneitanlega fagurt og tindurinn, sem þau félag- arnir klifu er einn ísveggur og heldur óárennilegur. Þarna gátum við keypt það litla sem á vantaði s.s. pillur til að sótthreinsa drykkjarvatn. ALLT í pati Við vöknuðum seint daginn eftir, síminn hringdi. Það var Halldór og færði hann okkur þau tíðindi að verkfall væri á Schiphol-flugvelli, en hann er skrifstofu- stjóri hjá Arnarflugi og því vel upplýstur um þessi mál. Óðagot. Hjól heimilisins voru 'þjóðnýtt og þau Anna og Þorsteinn fóru til að kaupa filmur og rafhlöður. Síðan í ofboði út á flugvöll. Eftir nokkurra tíma rugl komumst við upp í rútu með allt okkar drasl og áleiðis til flugvallarins í Brussel. Sem betur fer var álagið á starfsfólki þar svo mikið að enginn rukkaði fyrir yfir- vigt, en það er hið eilífa áhyggjuefni fjallamannsins. Arnarflugsmenn höfðu sýnt þessu góðan skilning og það sem eftir var ferðarinnar reyndist starfsfólk Iberia líka skilningsríkt og afburða lipurt. Við vorum varla búin að koma okkur fyrir á fríhafnarsvæðinu þegar birtist á skermi að vélin okkar væri rétt ófarin í loftið. Það var skeiðaö af stað svo undir hverfa. En það fór betur en á horfðist og við komumst til Perú um kvöldið að mestu óhorfin. Hálfóstyrk vegna hugsaniegra morð- ingja og ræningja fórum við inn í flugstöð- ina í Lima. Allt gekk ótrúlega vel; í tollin- um var okkur ýtt orðalaust gegn með for- gangshraða, þegar þeir sáu klifurlínur og ísaxir á bústnum bakpokunum. Á meðan voru venjulegir túristar háttaðir. f myrkrinu tók á móti okkur herskari af náungum, sem virtust allt fyrir alla gera, aðallega ná af þeim dollurum. Upp í leigu- bifreið fórum við, ævaforna af Volkswagen Minibus-gerð, fleiri flutu með og var ansi þröngt á þingi. Leiguvagna þessa kalla þeir Collectivo, því í þá er safnað meðan þess er nokkur kostur og lengur í rauninni. Ekið var fyrst í gegnum miðborgina og virtist í myrkrinu engu ofaukið í frásögn- um af niðurníðslu hennar. En heldur rætt- ist úr er við nálguðumst útverfið Miraflor- es, þángað sem okkur hafði verið vísað. Það eru greinilega til miklir peningar í Perú, gallinn ér bara sá að þeir safnast fyrir í fárra höndum og í Miraflores er þeim eytt að hluta til. Ríkidæmið þar stakk mjög í stúf við það sem annar staðar blasti við. Nú komum við aö gistihúsinu góða og vorum ekki lengi að koma okkur í svefninn. ÁTTA TÍMA FERÐ TIL HUARAZ Um morguninn var heldur farið að slakna á taugaspennunni, sem hlaðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.