Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 4
w fslenzku sjónvarpi hleypt af stokkunum fyrir 20 árum Eins og að stökkva fram af klettum" Glaðbeittur hópur — myndin er tekin rétt áður en frumraunin átti sér stað og birtist á forsíðu Fálkans. Greinarhöfundurinn Emil Björnsson er lengst til vinstriá bak viðPétur Guðfinnsson framkvæmdastjóra. I fremstu röð eru, talið frá vinstri: Jón D. Þorsteinsson verkfræðingur, Andrés Indriðason og Sverrir Kr. Bjarnason. Bak viðþá eru Ulfar Sveinbjörnsson og Tage Ammendrup. I öftustu röð frá vinstrieru Magnús Bjarnfreðsson, Markús Orn Antonsson, Gísli Gestsson, Orn Sveinsson, Ingvi Hjörleifsson, Sigurliði Guðmundsson og Guðmundur Eiriksson. Sjö þeirra starfa enn hjá sjón varpi/útvarpi. EFTIR EMIL BJÖRNSSON FYRRUM FRÉTTASTJÓRA FYRRI HLUTI ið, sem fyrst vorum ráðnir til starfa hjá íslenska sjónvarpinu, unnum að undirbúningi starfseminnar í eitt ár áður en reglulegar útsendíngar hófust, og Pétur Guðfínnsson, sem enn er framkvæmdastjóri þess góðu heilli, var raunar tekinn til starfa á undan öllum öðrum. Dagskrárstjórar, yfirverkfræðingur og kvikmyndatökumaður voru ráðnir síðsumars 1965, og fyrstu fréttamennirnir, aðrir dag- skrárgerðarmenn, og tæknimannahópur, um haustið. Enginn hafði starfað við sjón- varp áður, og að því leyti stóðu allir jafnt að vígi. Menn voru því sendir í ýmsar áttir til að kynnast slíkri starfsemi. Undirritaður kynnti sér og starfaði við ýmsar sjónvarps- stöðvar í Bandaríkjunum í nokkra mánuði. Við sendum fyrstu fastráðnu fréttamennina, Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Ant- onsson, til London, þar sem þeir kynntu sér fréttaþjónustu ríkissjónvarpsins BBC og ITN, fréttastofu einkasjónvarpsstöðvanna þar í landi. Síðan fóru þeir Magnús og Markús Örn á þriggja mánaða námskeið dagskrárstjórnenda hjá sænska ríkissjón- varpinu í Stokkhólmi ásamt Ólafi Ragnars- syni, sem stjórnaði útsendingu fréttanna fyrstu árin og gerðist síðan fréttamaður. Ennfremur voru þeir Tage Ammendrup og Andrés Indriðason á dagskrárgerðarná- mskeiðum hjá BBC og Þrándur Thoroddsen og Gísli Gestsson kvikmyndastjórar höfðu lært sitt fag í Póllandi og Englandi. Loks er að nefna að vænn hópur fyrstu tækni- manna sjónvarpsins dvaldisttil ársloka 1965 hjá danska sjónvarpinu til að afla sér fræði- legrar kunnáttu og verklegrar þjálfunar á hinum ýmsusviðum sjónvarpstækninnar. Þegar menn fóru að tínast heim úr ólíkum áttum fórum við að bera saman bækurnar, sjá til hvað hentaði okkur og hvers við værum megnugir, velja úr því, sem við höfð- um kynnst, og.aðlaga þetta nýja þekkingar- hrafl og skammvinnu starfsreynslu í öðrum löndum okkar frumstæða húsakosti, tak- mörkuðum afköstum ótrúlegs fámennis í röðum okkar og þröngum fjárhag. Sjón- varpsupptökusalur var innréttaður í verk- stæðisplássi Bílasmiðjunnar á Laugavegi 176, sem er eini sjónvarpsupptökusalur okk- ar enn í dag. Fyrstu hæðina í húsinu, að verkstæðisplássi þessu meðtöldu, hafði framkvæmdastjórinn, Pétur Guðfinnsson, fengið að kaupa fyrir 12 milljónir þetta ár, 1965, og rofið þar með þá hefð, sem svo má næstum kalla, að reisa fyrst eða kaupa dýrt húsnæði, þegar opinberar stofnanir eru að komast í gagnið, eða þá að flytja í rok- dýrt Ieiguhúsnæði og leggja mest upp úr umbúðum áður en nokkurt innihald er farið að koma í ljós. En þarna sneið sjónvarpið sér stakk eftir vexti, og þótt húsnæðið væri ekki íburðarmikið var þetta í fyrsta sinn, eftir áratugastarfsemi, sem Ríkisút- varpið eignaðist eitthvert þak yfir höfuðið. Þessi húsakaup voru mikið gæfuspor fyrir íslenzka sjónvarpið, sem þarna hefir þróast eðlilega og smátt og smátt eignast allar fimm hæðir Bílasmiðjuhússins gamla. Sann- aðist hér að sfgandi lukka er bezt. Enda þótt byrjunin væri erfið, þegar sjónvarpið hóf útsendingar sínar 30. september 1966, hafði árlangur tæknilegur og dagskrárlegur undirbúningur tekið meira á taugarnar, næstum að segja, vegna óvissunnar um hvað verða mundi þegar „barnið" sæi dags- ins ljós. Við renndum öll æði blint í sjóinn í smáu sem stóru, höfðum engar innlendar reynslufyrirmyndir að styðjast við, urðum að vinna algert brautryðjendastarf, jafnt fréttamehn, aðrir dagskrárgerðarmenn, sem tæknimenn. Ég dáðist ekki síst að tækni- mönnunum, sjálfsagt í og með vegna þess að ósjálfrátt ber maður mesta „respekt" fyrir því, sem maður ber minnst skynbragð á, en sér þó ganga með undraverðum hætti. Spennan jókst fram eftir árinu 1966, en þó einkum eftir að menntamálaráðherra hafði ákveðið hvaða dag lagt skyldi í loftið og íslenzka sjónvarpið er 20 ára eftir þrjá daga. Það nær til f lestra heimila í landinu og- er snar og að flestum finnst ómissandi þáttur í hinum daglega veruleika. Það er glugginn sem veit út á við, það á stóran þátt í skoðanamyndun fólk og það sér landsmönnum fyrir fróðleik, skemmtun og afþreyingu. Þeir sem réðust til starfa hjá sjónvarpinu fyrir rúmlega 20 árum, tókust á við heillandi verkefni, sem þeir eru sammála um að hafi verið mikið ævintýri. Þar á meðal var fréttastjórinn í nærri tvo áratugi, séra Emil Björnsson. „Brautryðjandastarf hans og forystu fyrir 20 árum og jafnan síðan verður alltaf mimist í sögu íslenska sjónvarpsins," sagði Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, í grein í Morgunblaðinu í fyrra, þegar Emil lét af störfum f réttastjóra. Að ósk Lesbókar rifjar hann upp eitt og annað frá upphafi sjónvarpsins; fyrri hluti þess birtist hér og sá síðari á næstunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.