Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Page 15
Ur sagna- banka Leifs Sveinssonar Lyfseðillinn Baldur Jónsson var lengi vallarvörður á Melavellinum í Reykjavík og Gísli Guðmundsson trésmiður helsti aðstoóar- maður hans. Eitt sinn, er jjeir félagar koma til vinnur, sjá þeir, hvar liggur lyfseðill frá Ulfari Þórðarsyni, sem var formaður Iþróttabandalags Reykjavíkur. Eftir nokkrar tilraunir tekst þeim að ráða rúnimar á lyfseðiinum, en á honum stóð: „Vinsamleg- ast sláið Valsvöllinn, Úlfar.“ Nú hefur Gísli orð á því, að það þurfi að fara í lyíjabúð og láta fylla í sjúkrakassann. „Þá ber vel í veiði og við skulum hafa !yf"scöilinn rr,rð “ se.sir Ba!dur Síöaíi er iagt af stað niður í Ingólfs Apótek. Áfgreiðslustúlka færir lyíjafræðingi lyfseðilinn, en hann kemur fram í afgreiðslu eftir nokkra stund og segir: „Ég næ ekki í Úlfar, en ég held ömgg- lega, að við eigum þetta ekki. En líklega eigum við hér annað meðal, sem gerir sennilega sama gagn.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. SEPTEMBER 1986 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.