Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 2
S T J KLLRJNJALJLFJLBJÆJiLLi Ermaðurinn aftur í miðdepli? Skammtaeðlisfræðin gefur til kynna, að við séum í rauninni miðdepill tilverunnar Er jörðin miðja alheimsins? Spumingin virðist fárán- leg á þessum tímum mennta og fræðslu, en fyrir þúsund ámm var svarið auðvitað já. Nokkrir grískir heim- spekingar héldu því fram, að jörðin snerist um sólu, en hvaða auli sem var gat litið upp til himins og séð, að þeir höfðu á röngu að standa. Og þótt vísindin hafí í margar aldir fært sönnur á hið gagnstæða em nú þrátt fyrir allt nokkrir heimspekilega sinnað- ir eðlisfræðingar og fleiri að gæla við þá hugmynd, að jörðin okkar sé víst mikilvæg- asta reikistjaman í alheimi. Að vissu leyti, segja þeir, hafa sköpunarsinnar rétt fyrir sér, og maðurinn er í miðdepli — en ekki af því að Guð segi það, heldur vegna þess að hin að því er virðist pottþéttu lögmál skammtafræðinnar bera það með sér. Fommenn drógu sínar ályktanir af aug- ljósri staðreynd: Mennimir, með sinn mátt til að ráða yfír öðmm dýmm og breyta umhverfi sínu, vom greinilega mikilvægasta tegundin, sem sköpuð hefði verið. Vísindamenn fundu rök til stuðnings þess- ari mannhverfu skoðun. Grísk-egypzki stjörnufræðingurinn Ptolemeos byggði til dæmis upp heimsmynd, þar sem jörðin var í miðdepli, og hún naut almennrar hylli í meira en þúsund ár. Það var Kopemikus á 16. öld og Darwin á hinni 19. sem endanlega viku okkur úr sessi, þar sem var miðpunktur alheims. Kopemikus hélt því fram, að hreyfíngar himinhnatta væri hægt að skýra á einfald- ari og nákvæmari hátt með því að ganga út frá því, að jörðin væri eins og hver önn- ur reikistjama, og sem slík snerist hún um sólu. Og Darwin sýndi á sannfærandi hátt fram á, hvemig mannkynið gæti hafa þró- azt frá lægri lífverum án guðlegrar íhlutun- ar. Sú hugmynd, að jörðin sé eins og hver önnur reikistjama (sem snúist um vissa stjömu á vissri vetrarbraut), og að mann- kynið sé eins og hver önnur dýrategund, liggur til grundvallar flestum greinum nútíma vísinda — og vissulega nútíma stjömufræði og eðlisfræði. En nú þegar sú grundvallarkenning hefur náð traustri fót- festu, eru nokkrir vísindamenn teknir að efast um hana aftur með því að varpa fram hugmynd, sem kölluð hefur verið „hin mann- hverfa kenning" (the anthropic principle). Hún hefur verið framreidd með tvenns konar bragði, ef svo má segja, mildu og sterku. Hin mildari skírskotar til þeirrar staðreyndar, að alheimur hafí í vissum skiln- ingi tekið sig saman um að skapa okkur. Ef vissar eðlisfræðilegar stærðir væru að- eins örlítið öðmvísi, myndum við alls ekki vera til. Ef til að mynda segulaflið (sem veldur því, að róteindir í frumeindarkjama leita burt, en rafeindir leita að kjamanum) væri ofurlítið sterkara eða veikara, myndu þau efni, sem við erum gerð af, ekki vera til. Ef jörðin væri svolítið fjær eða nær sólu, væmm við ekki til. Og svo framvegis. Þessari gerð kenningarinnar er ekki svo erfítt að mæta. Við getum alltaf eftir á fundið dæmi um afar ósennilega hluti, sem gerðust eigi að síður. Ef maður lokar augun- um og kastar pílu í vegg til dæmis lendir hún einhvers staðar á veggnum. En áður en maður kastaði, vom líkumar yfírgnæf- andi gegn því, að maður hitti einmitt á þennan punkt. En maður hitti samt á hann, og hvað með það? En svo er hin sterkari gerðin af kenning- unni, sem ætti að vera erfiðara að kyngja, og hún er þess efnis, að alheimurinn sé til, af því að við séum til. Það myndi vera auðvelt að vísa þessu á bug með einföldum rökum heilbrigðrar skynsemi, en það er sú afstaða, sem hinir jarðhverfu heimsmyndar- fræðingar tóku einnig, og þeir reyndust hafa á röngu að standa. Þessi kenning kem- ur þó allténd frá hinum kynlega heimi skammtafræðinnar, þar sem heilbrigð skyn- semi er tæpast velkomin. Eitt af því, sem skammtafræðin boðar og virðist svo fávíslegt, er að skoðandinn skapi það fyrirbæri, sem skoðað er, að minnsta kosti hvað varðar öreindir og kjama. Til samlíkingar er oft vitnað í katt- ar þversögn Schrödingers. Maður ímyndar sér kött í lokuðum, ógegnsæjum kassa. Inni í kassanum er geislavirkt efni. Það eru jafn- ar líkur á því, að ein af frumeindum þess muni sundrast á hverri klukkustund. Ef það skeður, mun hamar falla og bijóta smá- flösku með eiturgasi. Gasið sleppur út og drepur köttinn. Maður lætur köttinn í kassann og bíður í klukkutíma. Bijóstvitið segir manni, að að klukkutíma liðnum sé kötturinn annað hvort dauður eða lifandi. — Það kemur í ljós, þegar maður opnar kassann. Skammta- kenningin segir, að kötturinn sé bæði lifandi og dauður á sama tíma. Það er ekki fyrr en maður hefur opnað kassann og litið í hann, sem það verður á annan hvom veg- inn. Skoðandinn skapar niðurstöðuna. Þetta atriði, sem virðist eiga við um ör- eindir og kjarna, er bókstaflega rétt, hvað varðar alheiminn, segja heimspekingamir sem halda fram hinni sterkari gerð hinnar mannhverfu kenningar, en meðal þeirra er jafnfrægur eðlisfræðingur og John Wheeler. Tilvera okkar sem skoðenda er nauðsynleg forsenda alls annars. Ef það er rétt, er maðurinn miðlægari í alheimi en jafnvel hörðustu mannrembu heimspekingar forn- aldar gátu látið sér til hugar koma. Sv.Asg. þýddi úr „Science Digest". M ISI U H O R N Hvað vildirðu verða? EFTIRJÓNÚRVÖR Varstu strax í æsku ákveðinn í því að verða skáld? Svo spurði mig Sveinn Einarsson fyrir skömmu í útvarpsviðtali. Frá því ég var tólf ára hefur mér verið ljóð í huga, svaraði ég allsóvið- búinn. Og það var satt. Þá byijaði ég að yrkja. En ég hefði getað svarað öðm- vísi, komið Sveini og hlustendum á óvart. Ég var þegar innan við tvítugt kallaður eitt af ungu skáldunum og hélt þeim titli kannski lengur en margir jafn- aldrar mínir. En mér fannst sjálfum það heiti of hátíðlegt. Ég nefndi mig rithöf- und og blaðamann. Síðar ritstjóra, þegar mér fannst það vera orðið viðeigandi. Það var löngu seinna, að mér fannst ég geta sagt: Við skáldin. LEIKARINN En ég varð fyrst leikari, lét fyrst á mér bera á leiksviði, líklega 14—15 ára. Fyrsta minning mín um listræna hrifn- ingu var frá alþýðlegri leiksýningu í leikfímisal bamaskólans á Patreksfírði, þar sem ég ólst upp. Það var kvenfélag- ið heima, sem að henni stóð, og jeikritið var Happið eftir Pál J. Árdal. Ég man bara eftir einum leikendanna. Það var kerling, sem mér þá fannst vera, og hún átti raunar heima í öðrum enda þess húss, sem var æskuheimili mitt. Ég mun hafa verið sjö eða átta ára gamall. Þessi kona, sem hreif mig svona með list sinni, var í hversdagsleika sínum engin fegurðardís, heldur fyrst og fremst kvenskörungur, feitlagin og heldur stór- skorin í andliti og vaxtarlagi. Hún var greind og mikill aðdáandi Bríetar Bjam- héðinsdóttur og Torfhildar Hólm, nokkurskonar sambland af þeim. í rauninni var hún ekki mikið eldri en móðir mín, því hún átti böm á líkum aldri og hún. En andstæða hennar í öllu. Móðir mín lét aldrei sjá sig á skemmti- samkomum, hvað þá uppi á leiksviði. Hún var iíka fyrirferðarlítil falleg kona og ung, fannst mér alla tíð, uns hún varð gömul. En fáum árum eftir að þetta var, hafði ég þegar öðlast mikla lífsreynslu. í fjarveru fóstra míns, var húsendinn okkar og allt sem við áttum, boðið upp vegNa verslunarskuldar. Og urðum að taka okkur fari, mæðgur og tvö böm, með Esjunni til annars þorps, Onundarfjarðar, þar sem fóstri minn var beykir við síldarverksmiðjuna á Sól- bakka. Eftir skamma hríð vorum við aftur komin til Patreksfjarðar, enn fá- tækari, ef það var hægt, en þegar við hröktumst úr heimahögunum. Heims- kreppan fræga var komin til íslands í öllu sínu veldi. ÞJÓFALEITIN En á þessum árum, síðan ég sá Happ- ið á sviði, hafði ótrúlega margt gerst í lífi mínu og fósturforeldra minna. Inn í skrifstofu sfldarverksmiðjunnar var brot- ist um nótt og öllum peningunum, sem þar vom stolið. Og það þótti sjálfsagt að byija á því að gera þjófaleit í aðsetursstað okkar aðkomufólksins. Heldur óhugnanleg æskuminning. Það var leitað í rúmum okkar og hirslum, jafnvel litið inn í útik- amarinn. Ekkert fannst og málið upp- lýstist aldrei. Ég minnist þess, að það þótti sérstætt við þetta innbrot, að gler- brotin úr brotna glugganum lágu flest úti í garði, eins og slegið hefði verið í rúðuna innanfrá. VIÐURKENNINGIN GÓÐ En á Flateyri við Önundarfjörö komst ég aftur í kynni við leiklistina og enn voru það kvenfélagskonur sem að sýn- ingunni stóðu. Tvær konur léku meira að segja aðalkarlmennina í leiknum, læknisfrúin, hin föngulegasta kona, var í gervi Ofvitans í Oddasveit og reyndi að syngja með dimmum rómi skemmti- legar vísur og ung kona, sem var Álfsdóttir lék elskhuga, og hafði gleymt að útvega sér karlmannsskó, svo það var dálítið vandræðamál og mér minnisstætt. Þetta voru raunar tvö leikrit og hét annað þeirra Hættuleg tilraun. Þegar ég var orðinn 14—15 ára vestur á Pat- reksfírði var ég auðvitað kominn á kaf í félagsstarfsemi og hafði þar forustu um leiksýningu. Ég tók mig þá til og skrifaði eftir minni þetta leikrit um hættulegu tilraunina, sem ég hafði séð á Flateyri. Og það var víst ekki tilviljun, að ég lék sjálfur aðalhlutverkið. Þetta blessaðist svo vel að fyrrum aðalleikari plássins, Sighvatur, afí samnefnds al- þingismanns, sem síðar varð, sagði: — Jón er bara ágætur leikari. Þetta var mikil uppörvun. Ég gerði þetta oftar og lét mig raunar dreyma um frama á þessu sviði. Síðan hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á leiklist. En það er best að ég endi þennan pistil á viðbótargorti. Áður en við flutt- umst frá Flateyri var ég kominn á tíu ára aldur og ég átti að byija í barna- skóla næsta haust, því í hópi þeirra bama, sem vom prófuð vorið áður. Var þetta mín fyrsta mannraun. En þegar henni var lokið stóðum við tveir jafnaldr- ar úti á dyrahellu skólans. Hann hét Jóhannes Snorrason og var sonur skóla- stjórans. Hann rétti mér stóran kandís- mola og sagði: Við vomm bestir. Ég hafði aldrei fengið aðra eins viður- kenningu og hún kom mér á óvart. Skömmu síðar var ég horfínn af þessum slóðum og Jóhannes raunar líka nokkm seinna. Faðir hans gerðist skólastjóri á Akureyri. Gamla manninn hitti ég svo hér í Reykjavík aldraðan mjög og sagði honum þessa sögu. Við Jóhannes urðum báðir nafnkunnir menn. En vegir okkar hafa ekki legið saman síðan við vomm strákar. JÓN ÚR VÖR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.