Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 12
Heimsmynd á hverfanda hveli Frá hugmyndum Fornegypta til sólmiðjukenningar Kópernikusar ristóteles fæddist í borginni Stagíra í Make- dóníu árið 384 fyrir Krist. Hann var þó af grískum ættum enda var Stagíra byggð grískum landnemum. Faðir hans var læknir, meðal annars lífiæknir Makedóníukonungs. Sautján ára að aldri hélt Aristóteles til Aþenu til náms við Akademíu Platóns, sem laut þá ýmist forystu meistarans sjálfs eða Evdoxosar. Aristóteles var við nám og störf í Akademíunni í 20 ár samtals, þar til Plat- ón andaðist árið 347. Filippus annar Makedóníukonungur var þá sem óðast að seilast til valda í Grikklandi og olli flokka- dráttum meðal Grikkja. Vegna uppruna síns var Aristóteles talinn til fylgismanna Filipp- usar og sá sér því þann kost vænstan að hverfa á braut þegar Platóns naut ekki leng- ur við. Hann fór ásamt nokkrum samstarfs- mönnum til Litlu-Asíu og síðar til Lesbos. Hann hélt áfram fræðastörfum sínum á þessum tíma og eignaðist nánasta_ vin sinn og samverkamann, Þeófrastos. Arið 343 bauð Filippus Aristótelesi að vera kennari sonar síns, Alexanders, sem var þá 13 ára. Hann þá boðið og fluttist til höfuðborgar Makedóníu og síðar til heimaborgar sinnar, Stagíra. Filippus hefur ekki valið syni sínum þennan kennara sakir frægðar því að Aristó- teles var um sína daga aðeins einn af mörgum spekingum Grikkja. Hann varð ekki öðrum frægari fyrr en um þremur öld- um síðar þegar rit hans hlutu loks verðuga meðferð í útgáfu. Platón var á hinn bóginn frægur og dáður þegar á miðjum aldri. Hvað sem þessu líður má telja líklegt að Aristóteles og kennsla hans hafi haft tals- verð áhrif á hinn unga konungsson. Arið 336 var Filippus konungur myrtur og Alexander tók við völdum. Ári síðar hafði hann lokið við að leggja Grikkland undir Makedóníu og Aristóteles sneri aftur til Aþenu. Hann stundaði þá kennslu og rannsóknir í Lýkeion í hlíðum Lýkabettos- fjalls sem gengur næst Akrópólis af hæðum Áþenuborgar. Hvort sem þar hefur verið um að ræða eiginlegan skóla eða ekki, sér hans enn stað í orðinu „lyceum" í nokkrum tungumálum á okkar dögum. Sumir telja Lykeion hafa verið fyrstu vísindastofnun Vesturlanda. Árið 323 dó Alexander austur í Babýlon og Aristótelesi varð ekki lengur vært í Aþenu. Var hann meðal annars ákærður fyrir guðlast því að hann átti að hafa líkt vini sínum við guði í erfiljóði. Er sagt að hann hafi kvatt Aþenuborg með þeim orðum að hann ætlaði ekki að láta Aþenubúa syndga í annað sinn gegn heim- spekinni. Hann andaðist ári síðar, 322 fyrir Krist, 63 ára að aldri. Kristall Og Vélfræði Aristóteles vildi koma einhvers konar afl- fræði eða vélfræði inn í spilið og fá að vita BÓKARKAFLIEFTIR ÞORSTEIN VILH JÁLMSSON Meðal nýrra bóka um þessar mundir er fyrra bindi bókarinnar „Heimsmyndáhverfanda hveli“eftirÞorstein Vilhjálmsson eðlisfræðing. íbókinni segirfrá frumbernsku stjörnufræðinnar hjá Fornegyptum og Babýloníumönnum. Þá erfjallað um hugmyndir Forngrikkja um heimsmynd, sól, tungl ogstjörnur. Þarfinnum viðbæði„töluríbland við tröllin“, kristalshvelogkrafta. Síðan ersagtfrá viðhorfum kirkjufeðranna til grískrarþekkingar ogfrá breyttri afstöðu kirkjunnar til vísinda og fræða eftir að hún festist/sessi. Einnigkemur fram hvernigarabar á miðöldum héldu arfi Forngrikkja til skila til okkar. Rakinn er aðdragandinn að byltingu Kópernikusar á síðmiðöldum. Síðasti kafliþessa bindis fjallar um endurreisn og upphaf nýaldar og um pólska stjarnfræðinginn Nikulás Kópernikus, hvað honum gekk til með sólmiðjukenningu sinni oghvernighún kom frá hans hendi. Ísíðara bindi, sem kemur útá næsta ári, verður sagan rakin áfram fram yfir daga Newtons eða fram á 18. öld, en þá má segja að „byltingu Kópernikusar“ hafi lokið. Við grípum hér niður í fyrra bindi bókarinnar þar sem búið er að segja frá fyrstu hugmyndum Forngrikkja um að sól, tungl ogþekktar reikistjörnur sætu á einhvers konar kúlum. Þessar kúlur áttu allar að hafa miðju íjörð sem var um leið miðja alheimsins (jarðmiðjukenning). Þær snerusthver innan íannarri um ása sem lágu allir um miðjuna en höfðu mismunandi stefnur. Meðþess konar kúlnakerfi mátti líkja allvel eftir þeim hreyfingum himinhnattanna sem menn sáu með berum augum. Við heyrum nánar um hinn fræga forngríska speking, Aristóteles, oghugmyndir hans um kristalshvel og krafta. Höggmynd sem talin er af Aristótelesi. Þessi mynd mun hafa verið í tíð Kládíusar Rómarkeisara (41—54) eftir fyrirmynd sem Alexander mikli lét gera Aristótelesi til heið- urs. Myndin er nú geymd í Listasafni Vínarborgar. hvaðan kúlumar fengju hreyfíngu sína. Þótti honum þá liggja beinast við að þær væru úr einhverju tilteknu efni, til dæmis kristal, og snertu hver aðra með einhvers konar vélbúnaði sem sæi um snúninginn. En að öðru leyti verðum vér sumpart að kanna hlutina sjálfír og sumpart að læra af öðrum könnuðum, og ef þeir sem rannsaka þetta efni mynda sér skoðun öndverða þeirri sem vér höfum nú sett fram, þá verðum vér vissulega að virða báða aðila en fylgja þeim sem fer nær réttu lagi. Hvort sem kúlumar eru fleiri eða færri, þá er hér komin einföld og aðgengileg grunnhugmynd er getur skýrt nánast öll fyrirbæri á stjömuhimninum, önnur en þau sem við tengjum nú á dögum við fjarlægðar- breytingar. Og með viðbót Aristótelesar er ekki aðeins um að ræða svokallaða stærð- fræðilega ímynd, heldur einnig eðlisfræði- lega eða vélfræðilega: Það fylgir nú sögunni hvernig hreyfingin flyst frá einni kúlu til annarrar, þannig að við getum að minnsta kosti hæglega gert okkur það í hugarlund. En hér hangir fleira á spýtunni sem er ekki síður áhugavert og afdrifaríkt í hug- myndasögu mannanna, auk þess sem það varpar ljósi á starfshætti vísinda. Imynd eða líkan þeirra Evdoxosar og Aristótelesar af stjörnuhimninum var nefnilega ekkert ey- land í hugmyndaheiminum, heldur tengdist hún óijúfanlega því heildarkerfi sem Aristó- teles smíðaði sjálfum sér og öðrum til að átta sig á umheiminum næstum eins og hann lagði sig. Heildarheimsmynd hins gríska heimspekings og náttúrufræðings var þvflík völundarsmíð og hafði slíkt aðdráttar- afl að hún naut í aðalatriðum almennrar hylli næstum tvö þúsund árum eftir að höf- undurinn var uppi. Heildarkerfi Áhugi okkar hér og nú beinist einkum að þeim skika í landi þekkingar og hug- mynda sem kenndur er við stjörnufræði nú á dögum. Við getum þó ekki leyft okkur þann munað að verða algerir stjömuglópar því að það hefur ýmislegt gerst á næstu landareignum við stjömufræðina sem hefur skipt miklu um þróun hennar. Og þetta á ekki síst við þegar fjallað er um Aristóteles sem hafði einmitt sitthvað fram að færa um nágrannajarðimar, til dæmis um efna- fræði og eðlisfræði. Margir munu kannast við kenningu Ar- istótelesar og annarra forngrískra spekinga á undan honum, um frumefnin fjögur, jörð, vatn, loft og eld. Þessi fmmefni eða höfuð- skepnur er að finna í mismunandi hlutföllum í öllum jarðneskum efnum. í eðli þeirra hvers um sig er fólgin hneigð til að leita hvert á sinn stað í henni verslu. Þannig leitar fmmefnið jörð inn að miðju jarðarinn- ar sem er um leið miðja alheimsins, og þarf því ekki að „skýra“ slíka hneigð neitt nán- ar. Hið sama á við um öll blönduð efni þar sem frumefnið jörð er yfirgnæfandi, til að mynda alla þunga hluti: Þeir falla inn að miðju jarðar eins langt og þeir komast. Fmmefnið vatn hefur sömu náttúm að þessu leyti en þó ekki eins sterka. Staður þess er því ofar en jarðarinnar. Loft leitar aftur á móti burt frá miðjunni, það er að segja upp á við, að minnsta kosti miðað við fyrrnefndu frumefnin tvö. Eldurinn hefur sterkasta til- hneigingu af frumefnunum fjórum til að stíga upp. Honum er eðlilegast að vera efst uppi undir hvelfingunni sem skilur að jarðríki og himna, hérna megin tungls. Þannig er til dæmis auðskilið að vatnsgufa leitar upp því að þá hefur nógu miklum eldi verið bætt í vatnið til þess að náttúra elds- ins nái yfirhöndinni. Á tímum Aristótelesar hafði fimmta frumefnið bæst í hópinn, eisan (eterinn). Hana er þó eingöngu að finna á himnum, nánar tiltekið handan tungls, og blandast hún því ekki hinum fmmefnunum. Hún er þar á óþvingaðri og óaflátanlegri hring- hreyfingu ásamt himintunglunum. Þessari 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.