Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 16
Sigfús Þór Elíasson, prófessor ítannlækningum: ’Böm og unglingar W f* • íll * þuifa mjólk -tannanna wgna” Með skynsamlegu mataræöi, flúoruppbót og góðri munnhirðu er má forðast flestar tannskemmdir og megniö af tannvegssjúkdómum. í nýrri rannsókn, sem prófessor Sigfús Þór Elíasson geröi, kom fram aö tannheilsu íslenskra skólabama er mjög ábótavant. Foreldrar, skólar og aðrir, sem sjá um uppeldi bama og unglinga þurfa aö spyma viö fótum og sjá til þess aö börnin borði rétta fæðu og hirði tennur sínar. Jafnframt þarf aö vera á verði gagnvart nútíma matvælaiðnaði þar sem sykri er bætt í fæðuna. ViÖ eðlilegar aöstæður* dregur mjólk úr tannskemmdum. Prótein í mjólkinni og hiö háa kalk- og fosfórinnihald mjólkurinnar er vemdandi fyrir tennurnar. Mjólkin dregur þannig verulega úr áhrifum sýru, sem myndast með gerjun í tannsýklunni, hindrar úrkölkun vegna sýruáhrifa og hjálpar til við endurkölkun á byrjandi tannskemmd. Þessir eiginleikar mjólkurinnar koma skýrt í Ijós, þegar hennar er neytt meö sykurríkum mat, t.d. verður minni sýrumyndun í munninum ef mjólk er sett út á morgunkorn, sem inniheldur sykur. Mjólk ætti að vera hluti af hverri máltíð, bæöi heima og í skólanum - tannanna vegna, til vaxtar þeirra og vemdunar. ' Varast skal að láta börn sofa með pela. I svefni hægir á munnvatnsrennsli og jafnvel mjólk sem inniheldur einungis lítinn mjólkursykur getur valdið skaða á tönnunum ef hún situr langtímum saman í munninum. MJÓLKURDAGSNEFND íris Ólafsdóttir veit hversu mikilvægt það er að borða réttan mat og hirða tennurnar vel. Hún drekkur mjólk og tryggir tönnunum þannig það kalk sem þær þurfa. Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ráðlagður Hæfilegur Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur ár (RDS) af kalki i mg (2,5 dl glös) Börn 1-10 800________________2 Unglingarl 1-18 1200 3 Fullorðnirkarlar og konur* 800 2 * Margir sérfræöingar telja að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt er hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag. * (Með mjólk er átt vió nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.