Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 7
í leit að
19. öldinni
Georg Berna,, Arnold
Böcklin og ísland
EFTIR FRANK PONZI
Fyrir nokkrum árum kom ég í þýska stórborg,
af því ég vissi að íslandsleiðangur einn á 19.
öld hafði átt uppruna sinn þar, og ég vonaðist
til að finna þar viðbótarheimildir vegna bókar
sem ég vann að. En eftir margra langra daga
leit í listasöfnun, bókasöfnun og ýmsum
öðrum stofnunum, fann ég ekkert sem
snerti atburð, sem orðið hafði fyrir 125
árum. Allar heimildir um þennan atburð
virtust gersamlega horfnar.
Vonsvikinn og þreyttur eftir kostgæfilega
leit settist ég á bekk við árbakka í miðri
borginni til að hugleiða málin og íhuga
næstu skref. Eg horfði ögn öfundsjúkur á
svani og pramma líða hjá á lygnu vatninu.
Þeir vissu þó hvert stefndi. Dagurinn var
bjartur og hlýr og bágt að trúa að þessi
snyrtilega borg hefði orðið fyrir mikilli eyði-
leggingu í seinni heimsstyijöldinni. Ég
reyndi að ímynda mér hvernig þar hefði
verið umhorfs í þá daga. Gat verið að það
sem ég kom til að leita uppi hefði grafist
undir rústunum?
Meðan hugur minn reikaði þannig rak
ég augun í undarlega byggingu, sem stóð
andspænis mér handan árinnar. Það rann
loks upp fyrir mér að þar var einn fárra
staða sem ég hafði ekki sótt heim á löngum
leitarferðum mínum. Þar sem þetta var
minjasafn um sögu borgarinnar og áhuga-
verðast fyrir heimamenn hafði ég sett safnið
neðarlega á líkindalista minn og ekki farið
þangað. En nú var eins og það benti mér
að koma nær.
Það var skömmu eftir klukkan eitt, að
ég kom í afgreiðslu safnsins. Það var mér
sagt að safnstjórinn væri enn í mat og ekki
vitað hvenær hann kæmi aftur. Ég játaði
mig sigraðan og hugðist snúa mér að undir-
búningi að brottför úr borginni. En sem ég
var kominn hálfa leið út um vængjadyrnar
var ég kallaður inn aftur. Safnstjórinn hafði
sést koma inn um hliðardyr ásamt öðru
starfsliði. Lágvaxinn, grannur maður hátt
á sextugsaldri með ótrúlega illa greitt grátt
hár gekk á móti mér og heilsaði. Ég kynnti
mig og greindi frá ástæðum mínum fyrir
heimsókninni. Hann hlustaði kurteislega á
mál mitt og sagði svo, tafarlaust, „Nein,
nicht Island!“. Hann sneri sér að starfs-
bræðrum sínum og spurði þá „Island?" Allir
sem einn hristu þeir höfuðið til staðfesting-
ar svari hans. Hann sneri sér aftur að mér.
„Nicht Island!" endurtók hann og með þunga
fullvissunar að þessu sinni. Þar með þakk-
aði ég fyrir mig og bjóst enn til brottferðar,
ánægður með það þó að hafa útkljáð málið
í eitt skipti fyrir öll. En þá heyrði ég hann
muldra, eftir stutt hik. „Kannski er eitthvað
um Svalbarða?" Svalbarði!? En skrýtið,
hugsaði ég, leklangurinn hafði einnig farið
til Svalbarða. Ég spurði hvort ég mætti líta
á það. „Jú, að sjálfsögðu, en það er best
að skoða fyrst spjaldskrána á skrifstofunni
minni!“ Og svo gengum við hratt af stað
um safnið.
Vegna þess hve hratt gestgjafi minn gekk
sá ég aðeins bregða fyrir ýmsum skemmti-
legum hlutum sem voru þar til sýnis úr
fortíð borgarinnar. Svo komum við á þriðju
hæðina, og þessi spræki forstjóri sneri inn
dimman gang í átt að skrifstofu sinni og ég
á hæla honum. Skyndilega tók ég eftir mjög
stóru olíumálverki á veggnum. Ég snar-
stansaði og starði vantrúaður á myndina.
„Herr Direktor," kallaði ég á eftir honum.
„Komdu og sjáðu hér, andartak." Hann
stansaði og kom til mín. „Das ist Island"
saði ég og benti á myndina. „Das ist Is-
land?“ sagði hann ráðvilltur og lagði áherslu
á síðasta orðið. „Ja, das ist Þingvellir im
Island, das ist von Hasselhorst" sagði ég,
en ég var einmitt að leita að verkum hans
og hélt mig hafa misst af slóðinni. Frammi
fyrir okkur var yfirlitsmynd Hasselhorsts
af Þingvöllum, sem hann málaði á Islandi
1861 og er málverkið um það bil tveir og
hálfur metri á lengd.
Þegar ég komst yfir undrunina yfir að
hafa fundið myndina, varð ég einnig að
fela furðu mína á safnstjóranum sem hafði
gengið daglega um þennan gang í nærri
tuttugu ár, án þess að vita af hvetju mynd-
in var. (Síðan þá hef ég vanist því að
útlendingar þekki ekki alltaf íslensk lands-
lagseinkenni. Sum málverk fann ég síðan
íslenzkur þjóðbúningur í þýzkum kastala. Ljósmynd frá 1895 eða þar um bil. En
hvers vegna þessi prestakragi og höfuðbúningur? Sjá nánar í greininni.
p^pi,§
r . ..
* t ■
eingöngu með því að skoða sjálf verkin, þar
sem þeim var ranglega lýst í erlendum safn-
skrám. í Frakklandi voru málverk af Heklu
og Geysi ranglega skráð sem „Landslags-
myndir frá írlandi"; í Danmörku var málverk
af Akureyri skráð sem „Höfn í Færeyjum"
og enn önnur Þingvallamynd í Þýskalandi
var kölluð „Taunuslandschaft, Deutschland"
eða „Landslag úr Taunusfjöllum".)
„Hvaðan er myndin upprunnin?“ spurði
ég safnstjórann, sem var enn utan við sig
vegna uppljóstrunarinnar. Vandræðalegur á
svip leiddi hann mig að spjaldskránni. Þar
var uppruni myndarinnar svo skráður á
spjald, að hún hefði verið gefin safninu 28.
nóvember 1961 og hefðu gert það tvær eldri
konur sem byggju í gömlu kastala norðan
við borgina. Gætu þær enn verið á lífi, eft-
ir nítján ár, spurði ég? Við safnstjórinn
leituðum saman í nokkrum símaskrám. í
einni þeirra fannst nafn annars gefendanna.
Ég skrifaði upplýsingarnar niður, þakkaði
safnstjóranum fyrir hjálpina og fór vongóð-
ur út.
Ég komst fljótt að því að báðar konumar
voru enn á lífi og fyrir atbeina þriðja aðila
var mér boðið til tedrykkju með þeim klukk-
an þijú daginn eftir. Dagurinn sá var
grámuggulegur og vætusamur. Þar sem ég
var ókunnugur lestarferðum og vegalengd-
inni sem fara þurfti lagði ég snemma af
stað og kom á jámbrautarstöðina klukkan
12. Ég ákvað að hringja á undan mér. Þjón-
ustustúlka svaraði í símann og kallaði svo
á húsráðanda. Ég sagðist hafa komið of
snemma á stöðina fyrir misgáning og baðst
afsökunar á að hringja svo snemma, rétt
eftir hádegið. „Það er ekkert, komdu bara
beint hingað," svaraði ellileg en skýr rödd
í símanum og með enskum menntamanna-
hreim bætti hún við „og snæddu með okkur
hádegisverð."
Fimmtán mínútum síðar hleypti leigubíl-
stjóri mér út í rigninguna og grámann við
hliðið. Aðaldymar opnuðust og lágvaxin,
tiginmannleg kona heilsaði mér innilega og
kynnti sig sem frú Maríu Sommerhoff. Hún
var 88 ára gömul, með vökul ljósblá augu,
skjannhvítt hár og blíðlegt, frítt andlit sem
sjá mátti á a hún hafði verið fegurðardís í
æsku. Hún var í svörtum kjól með hvítar
blúndur við únliði og háls, þar sem hún bar
demantsetta silfumælu eins og talið var
viðeigandi fyrrum. Ekki var ég fyrr kominn
inn í forstofuna og hafði tekið af mér yfir-
höfn og regnhlíf en önnur hvíthærð kona
svipuð að aldri og framkomu birtist. „Komdu
sæll, ég er Cordelía, systir Maríu." „Cord-
elía,“ endurtók ég og tók í smáa framrétta
hönd hennar. „Já, eftir þriðju dóttur Lés
kóngs," sagði hún ákveðið og bætti fljótt
við „góðu dótturinni, þeirri sem hann sagði
um, ég elska þig eins og salt." Og hún hló
stríðnislega og leit á mig yfir þykk gleraug-
un. Báðar áttu frúmar tvenn gleraugu. Þau
héngu um háls þeirra á löngum silfurkeðjum
og dingluðu laus þau sem ekki vom í notk-
un hveiju sinni. Þegar þær höfðu beðist
Heinrich Hasselhorst: Leiðangursmenn snæða saman um borð. Lengst til vinstri eru
þeir Hasselborst og Bema.
Næturgisting í kirkju í Laugardal (Miðdal, því annar kirkjustaður var ekki í Laug-
ardal). Málmstunga eftir Heinrich Hasselhorst frá 1863.
LESBÓK MÓRGUNBLAÐSINS 6. DESEMB£R 1986 7