Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 11
Mynd: Gísli Sigurðsson. eðlilegar, ef hér væri EKKI um hermetiska merkingu að ræða. En launsögnin skýrir á einfaldan hátt hvað Skarpheðinn á við: hann ætlar að drepa Sigmund. ÖxinOgJörðin Tengsl Móður-hugtaks við Jörð þarf vart að skýra. Enn tölum við um Móður Jörð. Og hversu náin Öxin var Móðurinni sjá menn bezt af hinni fleygu setningu um Jón Arason og syni hans: „Öxin og Jörðin geyma þá bezt.“ Dauða-merking var í hvoru tveggja, Öx- inni og Jörðinni. Cirlot heldur svo áfram lýsingu á inni Ógnlegu Móður, að þar fari „hin grimma hlið náttúrunnar". Þá eykur hann því við, að þessi Móðir sé „næturhlið tilverunnar — uppspretta Vatns Lífsins". Berum þetta við ina upphávu svörtu skúa Skarpheðins 6: Ef Dauðinn flaug á Vængjum Nætur, er festir voru á uppháva svarta skúa, fæst fullt sam- ræmi í allan vefinn. Hinn skarpi hefur í sér fólgna næturhlið tilverunnar — uppsprettu Vatns Lífsins. Skarpheðinn var Völsi öðru eðli — Lífið og Dauðinn fólust í Öxi hans. En fýrirfínnst þá fleira af eðli Skarpheð- ins í Móðurinni? TÍMINN J.C. Cooper bætir við ýmsum upplýsing- um um Móður sem hugtak. Greinir hann til dæmis frá því, að Móðir hafi jafnframt merkt „bam“, þ.e. frumburð tímans (the primordeal child of time), ið fyrsta líf í heimi hér. Er Móðirin þá í raun orðin gagn- stæða sjálfrar sín. En ef menn athuga málið gerr, sjá þeir, að Móðirin sem hugtak er einmitt gagnstæða sjálfrar sín í helztu merk- ingu sinni, sem fijósöm móðir annars vegar — kerling Hel hins vegar. Getur því að líta allmerkilegt samræmi á þessum stað. Sem „bam“ er Móðirin tengd tíma. Kemur slík mynd heim við Skarpheðin? Já, goðrænt eðli þess Dauða, sem jafn- framt er Völsi, felur í sér tíma-merkingu: upphaf lífs — og endi lífs. Skyldleikann við Jörðu sjáum við meðal annars í orðunum „Af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða“. Lífi og Dauða er teflt saman í Móður-merkingu Jarðar. Og einkennið bar Skarpheðinn — „silkihlað um höfuð“ 7. Silki var tengt tíma-merkingum í launsögnum; hygg ég þá orsök hafa legið til þess, að ormar spunnu óaflátanlega silkið — líkt og nomir vef tímans. Öxi Skarpheðins afmarkaði mönnum tíma. KerlingHel Þá ber að geta þess, að samkvæmt Coop- er var Móðirin jafnframt „drottning inna dauðu". Á slíkt eðli við Skarpheðin? Augljós- lega — ef ætlað er, að hann sé borinn af kerlingu Hel. í þeirri ógnlegu ásýnd endur- speglar Móðirin annars vegar myrkur, hins vegar, að sögn Coopers, „hina ógnlegu hringrás dauða og endurfæðingar". Ögnleg hlýtur sú Móðir að vera, sem jafnframt er Drottning Dauðra. En sú goðvera, sem hef- ur í sér fólgið slíkt eðli, hlýtur að merkja gagnstæðu Lífs og Dauða líkt og Dauði/ Völsi. Þar er skylt skegg höku. Niðurstaða RIM er sú, að Bergþóra, kerl- ing, móðir vor með kartneglumar, sé byggð á goðmynd þeirri, sem hér er að vikið. Berg- þóra var að sjálfsögðu „móðir“ Skarpheðins — kerling Hel. Þetta gefur einfalda skýringu á nafni Öxarinnar Rimmugýgjar. Sú gýgur rimm- unnar er engin óskilgreind „tröllkona" — hún er sjálf in Ógnlega Móðir — kerling Hel. Móður-hugtakið bjó að sjálfsögðu í tungli: deyjandi tungl mátti greina sem skarðan mána — Öxi. Móðirin fylgdi tungli — tíðir kvenna fylgja tungli líkt og tíðir sævar. Kerling Hel hefur buið í Öxinni Rimmu- gýgi — Böðulsöxinni. FRUM-NJÁLA Við höfum nú athugað öxina Remigi í ljósi þriggja tungna — íslenzku, latínu og táknmáls goðsagna. Niðurstaðan mun vafa- laust koma mörgum manninum á óvart, en eigi er um að fást. Höfundur þessarar grein- ar undrast ekki þau gögn er nú birtast; þau Bergþóra kerling, móðir vor með kartneglurnar, er byggð á sérstakri goð- mynd. Bergþóra var að sjálfsögðu „móðir“ Skarphéðins — kerling Hel. Þetta gefur ein- falda skýringu á nafni öxarinnar Rimmugýgj- ar. Sú gýgur rimmunn- ar er sjálf hin ógnlega móðir — kerling Hel. Móður-hugtakið var jafnframt tengt jörð- inni og samkvæmt Cirlot er þessi móðir „næturhlið tilverunn- ar“ — uppspretta vatns lífsins“. eru í fúllu samræmi við þær niðurstöður er fyrir lágu í RÍM. Geysisterkar likur benda til þess, að frum- sögn sú, sem Brennu-Njáls saga siðaskipt- anna um 1000 er á reist, hafi verið goðsögn landnáms og ríkisstofnunar á íslandi. Þar er eina allshetjar Frum-Njálu að finna, eins og skýrt er í RÍM. En hvernig tengist latína því máli? Hugsanleg skýring er sú, að Sæ- mundur fróði hafi ritað frumdrög þeirrar Njálu er nú þekkjum vér kringum aldamót- in 1100. Sæmundur ritaði á latínu; hafi hann ritað Frum-Njálu mætti búast við latn- eskum heitum yfír hugtök þeirrar sögu aldirnar er á eftir fóru. í RÍM hafði áður verið gert ráð fyrir þessum möguleika m.a. vegna furðulegra tengsla Njálu við þjóð- sagnir af Sæmundi fróða 8. Goðsagnir Remigi eru eldfornar og ætla verður að Sæmundur hafi þekkt vel goðsagnir land- náms í Rangárhverfi. Tvær síðustu bækur RÍM sýna hins veg- ar, svo að vart verður um villzt, að goðrænt efni Njálu var til í Rómaveldi inu foma. Nýlegur fundur fomrar mörkunar Rómar, sem lýst var hér í Mbl. 8. júní og 27. sept. sl., styður þá niðurstöðu eindregið. Þetta merkir, að frumsögn Njálu hefur verið sögð á latínu. Tillíking sú er íslenzkir fræðimenn hafa velt fyrir sér sýnist þannig öfug: Ekki hafa goðsagnir Remigi tekið nafn af Rimmu- gýgi; ætla verður að Rimmugýgur taki nafn af Remigi. íslendingar hafa þá smíðað nafn handa kerlingu Hel er tillíktist latnesku orði um róðurinn yfír Móðuna Miklu. En var frumsögn Njálu þá ekki til á latínu allt frá dögum landnámsins? í síðustu greininni göngum við dýpra á vit þeirra fræða. 1. J.E. Cirlot, A Dictionary of Symbols, Routledge & Kegan Paul London, 1962, undirOar. 2. J.C. Cooper, An Illustrated Encyclopædia of Traditional Symbols, Thames and Hudson, 1978, undirOar. 3. ÍF XX xn, 57 nm) 4. J.E. Cirlot tr undir Mother 5. ÍF XII, 116 6. ÍF XII, 304 7. ÍF XII, 304 8. Sjá einkum E.P. Rammislagur 1978. Hrafn Harðarson Helgafell i Helgafell, hví helga fell? Þú ert engu fjalli líkt berð af Bláfjöllum á björtum degi dökkt sem skuggi sorgar á sumarvegi I grámyglu haustsvartra daga bjart sem engils ásýnd töfrum gætt. Á þér hef ég trú til þín ber ég ást sem enginn veit um hún er okkar á milli leyndardómsfull og heit II Upp ávalan háls þinn ég léttstígur fer og stefni á þitt fagra enni og þaðan tröllauknum augum opnast mér reginsýnir heillaður, töfraður ei samur síðan en helgaður þér er minn innri maður Þú átt hug minn allan og öll mín Ijóð. III Þegar sá gáll er á mér verður mér tíðlitið á þig gegnum glugg á húsi ég langtímum sit og sötra af brún þinni litskrúðugt vín (sjá hvar hlýþíðir skuggar um hlíðar þér líða sem ástúðar hendur elskhugans blíða) og björg þín sem barmur bifast í vordagsins tíbrá og vekja mér veikum vonir og þrá. IV Þú ert fjall en ég er bara lítill maður Þú ert hátt og stöðugt ég er hverfull og smár. Höfundur er bókavöröur i Kópavogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. DESEMBER 1986 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.