Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 3
LESBÚK H @ 11 ® S1 ®11 B ® ® ® [E ® 11 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af teikningu eftir Flóka, sem heitir Furst- inn og er í nýrri bók með 51 teikningu eftir Flóka, sem forlagið Bókaútgáfan gefur út.. Þetta eru allt pennateikningar frá árabilinu 1964-86. I leit að 19. öldinni, heitir grein eftir Frank Ponzi listfræðing, sem er höfundur bókar um er- lenda listamenn á íslandi á 19. öld. Sú leit leiddi í ljós furðulega hluti, m.a. Þingvalla- mynd, sem hér er prentuð. Aristoteles er einn af þeim aðalpersónum hugmyndasögunnar sem hafa mátt bylta sér óþyrmilega í gröfínni vegna þess sem sporgöngumenn háfa gert, segir Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og höfundur bókar um Heimsmynd á hverfanda hveli, Kafli úr bókinni er birtur. Sigurður Pálsson Hvít birta Snjórinn leysir draumana úr læðingi snjórinn fallandi nýr leysir úr læðingi Líftrygg er jörðin Líftrygg er birtan hvíta þennan októbermorgun Hvíta jörðina dreymir sama draum og okkur vinkonu mína; draum sem ráðinn verður með vorinu Höfundurinn er Ijóöskáld í Reykjavík, leikstjóri og formaður Rithöfunda- sambands islands. Það skal í þig skömmin þín Eftir því sem tækninni fleygir fram og sífellt betri hjálpartæki hrúgast upp í kringum okkur, virðast fleiri og fleiri kvata um þreytu. Þetta er orðin þjóðarmeinsemd og mér er til efs að fólk hafí borið sig svo illa undan þreytu hér fyrr meir, þegar flest var gert með handafli. Sú þreyta er líkamleg og þá er gott að fleygja sér útaf og fínna hana líða úr skrokknum. Þessi nútíma þreyta er annars konar; það dugar ekki að leggjast útaf og þessvegna grípa sumir til þess óheillaúrræðis að vinna bug á henni með því að fá sér einn sterkan, ellegar slak- andi pillu. Samt vita flestir hvaða afleið- ingar þetta getur haft. Mér finnst einkum, að konur kvarti mjög yfir þreytu og maður heyrir úr öllum áttum: Ég er alveg slituppgefín, þegar ég kem heim; get hreinlega ekki meir. Og venjulega eru heimilisstörfín þá eftir. En hverskonar álag er þetta, sem taugakerfí nútíma fólks á svona erfítt með að þola? Getur verið að þrekleysið sé svona al- mennt og algert? Ég held að það sé fráleitt, en orsökin blasir hinsvegar við. Hún felst í glymskrattanum, sem ég nefni svo og allsstaðar hellist yfir mann, bæði á vinnu- stöðum og heimilum. Fátt er eins slítandi og sífelldur hávaði og því miður upplifír maður dægurmúsík nútímans alltof oft sem óþægilegan hávaða, bæði þar sem verið er að vinna og þar sem hægt væri að njóta hvíldar. Þetta er ein af plágum nútímans; þessi háværa bít-músík, sem er orðin að tilbreytingarlausri síbylju og orsakar lamandi þreytu. Ahrifin virðast einskonar heilaþvottur, sem veldur þvi að þögn verður óþolandi, jafnvel kvalafull. Þá verður að framleiða hávaða til að vera ekki viðþolslaus og lausnin er alltaf við hendina; útvarp og sjónvarp sjá fyrir því. Það er guðsþakkarvert að hafa sérstaka rás undir síbyljuna, en jafn hrapallegt, þegar látið er flæða viðstöðulaust úr henni yfír fólk á vinnustöðum daginn út og inn. En vitaskuld er ekki hægt að kenna út- varpinu um það, þegar þetta fóður er misnotað. Þar sem unnið er undir álagi og eitthvað þarf að nota kvamimar, verð- ur þetta áreiti hreinlega of mikið. Þegar heim kemur úr öllu argaþrasinu og há- vaðafarganinu, má búast við því að bömin eða unglingarnir á heimilinu séu annað- hvort með græjumar á fullu, eða þá rás 2 og kannski er Bylgjan í gangi í öðm viðtæki svona til vonar og vara, eða þá grenjandi poppið á Stöð 2, sem brúar bilið þar til ríkissjónvarpið hellir yfir okkur rokkunum sem geta því miður ekki þagn- að, poppkomi eða öðru álíka: Gaddavírs- rokki, bámjámsrokki, þungarokki og hvurveithvaðarokki. Hvergi er frið að fá fremur en á heimilinu í Stundarfriði Guð- mundar Steinssonar og bráðum verða víst allir heyrnarlausir, en hvað varðar popp- bransann um það: Ærum og ærum hinn arma af vegi, eða eins og kerlingin sagði: Það skal í þig skömmin þín. Poppiðnaðurinn í heiminum er stóriðja og kaupahéðnamir nota hvetja smugu til að koma þessari vömá framfæri; ekki sízt í formi myndbanda og þar hefur íslenzka sjónvarpið kokgleypt agnið. Það skal tekið fram hér og nú til að fyrirbyggja misskiln- ing, að ég hef út af fyrir sig ekkert á móti rokktónlist og nýt þess þegar ég heyri eitthvað, sem mér finnst vel gert. Hliðstæður yfirgangur með annarskonar tónlist væri jafn óþolandi. Vissulega era myndböndin stundum prýðilega unnin og hafa myndrænt gildi þegarbezt lætur. Það er aðeins ofnotkunin á þessu efni, sem ekki er hægt að sætta sig við; hvaðeina verður leiðigjamt og veldur að lokum and- legu ofnæmi, sé það öllum stundum látið bylja á manni. I flestum tilvikum em tónlistarþættir betur komnir í útvarpi, þó vissulega séu til góðar og gildar undantekningar frá þeirri reglu; þættir með stórstjömum, sem fólk hefur gaman af að sjá ekki síður en að heyra og tónlistarviðburðir, sem byggj- ast um leið á þvi sýnilega eins og ópem- flutningur til dæmis. Lenin sagði eitt sinn að trúarbrögðin væm ópíum fýrir fólkið. Núna væri sanni nær að flokka dægurmúsíkina undir þess- konar ópíum og þörfín vex eftir því sem taugaveiklunin magnast. Mest af þessari vélrænu og tilbreytingarsnauðu rokk- framleiðslu er gleymd um leið og gleypt er. Vinsældalistinn frá í gær er gleymdur i dag. Eftir sitja áhrifin af öllu garginu og valda því, að sífellt fleira fólk getur ekki á heilu sér tekið fyrir þreytu, og skil- ur ekki hvað í hinum daglega vemleika getur verið svona þreytandi. GfSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. DESEMBER 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.