Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 6
Á Svalbarða snýst allt um kol Bjór er veittur á fímmtudögum, vín ekki nema með leyfi sýslumanns, og við brauðbúðirnar stendur á skilti: Ekki fyrir ferðamenn íþróttavellinum leika Rússar og Norðmenn knattspyrnu. Sólin er yfir fjallinu á Norden- skjöldslandi í „höfuðstaðnum“ Longyearbæ, sem telur þrettán hundruð íbúa. Áhorfendur eru að mestu rússneskar konur í þykkum, svörtum vetrarkápum, nælonsokkum og með mikið ljósrautt hár, greitt í „heysátu". Þær hafa komið alla leið frá rússneska námaþorpinu í Barentsburg en loftleiðin þaðan er um sex mílur. Þær komu með flug- vél og ætla að hvetja menn sín. Knatt- spymukeppnin endar með jafntefli. Og báðir aðiiar eru ánægðir með úrslitin. í rússneska smábænum Barentsburg, sem minnir á snot- urt sumarbústaðahverfí, eru taldir vera um þrettán hundruð Rússar, og í öðm náma- hverfínu, Pýramídanum, um átta hundmð. En þeir geta hæglega verið fleiri. Hér snýst næstum allt um kol, frá frá því að ameríski verkfræðingurinn, John Munroe Longyear, stofnaði til kolanámu árið 1905. Staðurinn var nefndur eftir honum: Longyearby, og er nú stjómarmiðstöð undir eftirliti stjóm- valda norska ríkisins. Hann er höfuðstaður Svalbarða. Víkingar fundu eyjaklasann þegar á tólftu öld og gáfu honum heitið Svalbarði, sem þýðir kuldaströnd. Hollendingurinn William Barentz fann aftur eyjamar árið 1596. Eftir tindóttu ijalli norðvesturstrandarinnar kallaði hann landið Spitsbergen; það er nafnið á stærstu eyjunni. Á fyrri hluta seytjándu aldar var þama góð hvalveiði. Hollendingar, Bretar, Danir og Norðmenn komu upp lýsisbræðsl- um á ströndinni, þar sem menn fengu olíu á lampa Evrópubúa. Á átjándu öld settust Rússar frá klaustur- félögum Norður-Rússlands að á aðaieyjunni. Þeir byggðu sér kofa við fírðina og lögðu stund á veiðiskap til lands og sjávar. Óld síðar tóku Norðmenn við af þeim. Þeir vom þar á hverjum vetri allt til 1973, þegar ísbjöminn var alfriðaður. Þegar hreinn var líka friðaður, vom afkomumöguleikar veiði- manna að engu orðnir. Árið 1916 keypti Stóra Norska Spits- bergen-kolafélagið amerísku eignimar og þá varð Longyearbær til. Kolafélagið eða „Stóra Norska" eins og það er venjulega kallað, á tvær námur í Longyearbæ og eina í Svea, gömlu sænsku námunni, og hún heitir Svea og er allmiklu sunnar á strönd- inni. Norðmenn og Rússar framleiða samanlagt um það bil eina milljón smálesta af kolum árlega, þ.e.a.s. meira en nokkurt annað land í heiminum. Spitsbergen slapp ekki vandræðalaust frá skelfingum seinni heimsstyijaldarinnar. I september 1942 vom allir íbúar Svalbarða fluttir burt — Rússar til Murmansk og Norð- menn til Skotlands. Þann 8. september kom þýzka ormstuskipið „Tirpitz" inn til ísfjarð- ar og skaut á Longyearbæ og Barentzburg. Þorpin urðu að rústum einum. Eina húsið sem stóð uppi, var gömul svínastía í Longyearbæ, sem gert var úr steinsteypu. Það er elzta hús þorpsins, byggt upp úr 1930. Frá 1981 er þar smá safn. Það hefur mikið vatn mnnið til sjávar frá því íshafsskipstjórinn Sören Sachariassen flutti fyrstu kolin frá Salvarða til Tromsö. Það var árið 1899. Nú er „höfuðstaðurinn" Longyearbær litrík og hlýleg miðstöð, sem færist smám saman í nútíðarhorf. í dag, á miðsumarkvöldi, em eldar kveikt- ir alveg eins og hjá okkur, en það em friðareldar sem hvorki em til þess að vara við óvinum eða tendraðir af illræðismönnum. Því að í dag er Jónsmessa í Noregi. Og þá líka á Svalbarða. Allir hverfa að heiman — heilar fjölskyldur — niður til strandar til þess að tína saman rekabúta í hauga og kveikja síðan í þeim til heiðurs dýrlingnum. Á dagskrá er að steikja pylsur — góðar, norskar pylsur — og halda hátíðlegt kvöld í fjölskyldunni og með öðmm. Það er ekki mikið um að vera, því að daginn eftir, mið- sumarsdaginn, er unnið eins og venjulega í Noregi. Og þá verða allir að vera óþreyttir. Júnídagamir heitu sem við vomm í Longyearbæ vom ævintýralegir. Sólin gekk aldrei undir. Frá jöklunum rann vatnið í lækjum, sem féllu í smáfossum, niður í dal- inn og skópu þægilegan nið. Við sváfum í námumannaskála við opinn glugga. Og vin- ir okkar heima höfðu látið orð falla á þá leið að þið króknið, ef ísbjöminn verður ekki búinn að éta ykkur. Við sáum aðeins tvo ísbimi. Annar hafði verið stoppaður upp á safninu og var ekki nema þrevetur. Hinn gekk á vegg í „Hús- inu“ á sterkum krók. Hann hafði verið svo óheppinn fyrir tveim ámm að fá sér göngu niður fjallið til að líta á kirkjuna og bama- leikskólann. Og þá var hann skotinn. En þeim sem leggja leið sína inn til fjallanna skal ráðlagt að gleyma ekki byssunni. Þeir sem dvelja þama norður frá í rannsóknar- skyni viðhafa alla gát, því að vissulega er mörg hættan fyrir hendi. Við sáum líka fjóra hreina í dalnum — Svalbarðshreina. Það var svartur baugur um augu þeirra, eins og þeir hefðu vakað alla nóttina. Þeir vom með endurskinsmerki á eyrunum til varnar því að þeir yrðu ekki fyrir þeim fáu bílum, sem þarna er að fínna og er ekið nótt sem dag. Á kvöldin löbbuðu hreinarnir niður að kaffihúsinu sem er alveg nýtt af nálinni, til þess að fá sér smurbrauðssneiðar hjá mat- sveininum, sem hefur hænt þá að sér. Öðm megin dalsins vom snjóskriður á ferð, en hinu megin renndu menn sér á skíðum niður hlíðamar. Miðnætursólin skein frá heiðum himni. Slökkviliðið hafði það náðugt, þar sem kolafélagið hafði látið kveikja í tveim ónýtum bröggum, og liðið mátti æfa sig í að slökkva sér til gamans. Fyrsta skemmtiferðaskip ársins, Ivan Franko, rússneskt, sigldi inn á Aðventufjörð og nokkur hundruð Þjóðveija gengu á land til þess að taka myndir. I samkomusal vinnubúðanna vom staddir nokkrir raffræðingar og aðrir tæknimenn. Þeir horfðu á útsendingu frá sjónvarpi í Mexíkó og hvöttu danska keppnisliðið með- an miðnætursólin gægðist yfir fjallatindana. Það var ekkert hlé á námavinnunni, þó að nú væri miðnætti. Hið eina sem var í kyrrstöðu vom færi- böndin. Kláfarnir hvíldu á vírstrengjum sínum. Þeir höfðu ekki verið hreyfðir í heilt ár. Kolin em nú flutt með finnskum Sisú- bílum og það virtist enginn skortur á þeim. Eldsnemma fluttu öflugir Sisú-bílar ungu kolanámumennina hátt upp til vinnustaðar- ins. Inngangurinn í námuna er uppi í fjöllum. Vélsleðar em mikið þarfaþing á Svalbarða, í rauninni eina samgöngutækið. Það má sjá þá á víð og dreif og hirðulausa við fjallaræt- urnar. Þeir minna á mótorbáta sem hafa hafnað á þurm landi. Ég nefndi Aðvent.ufjörð. Ekkert á nafnið skylt við aðventu kirkjuársins. Það er kom- ið frá orðinu adventure og á rætur að rekja til Longyears verkfræðings. Um miðhluta Longyearbæjar liggur tvöföld pípuröð. Eftir annarri rennur kalt vant, en hinni skolpið. Vegna stöðugs þela er ekki hægt að grafa pípurnar í jörð, það segir sig sjálft. Margt er nýtt á ferðinni í Longeyarbæ. T.d. nýi vegurinn frá miðpunkti bæjarins til flugvallarins. Hann er ársgamall. Flugvöllurinn var vígður árið 1975. Nýja kaffihúsið Busen er alveg nýtt. Sama er að segja um pósthúsið og baðhús námumanna. Þessi þijú hús em niður við Aðventufjörð. Bærinn byggðist meðfram aðalgötunni, sem liggur frá Nýbæ, þar sem gatan nefnist Pípugata og niður til Hilmar Rekstens-götu, sem er framlenging á hinni fyrrnefndu. Þetta er eina stóra gatan en hún er um hálfur þriðji kílómetri á lengd. Þess skal getið að Hilmar Reksten er kunn- ur skipstjóri í Björgvin og á þijú af síðustu seglskipum Norðmanna. Nýtt er líka kolaorkuverið — stolt bæjar- ins. Orkuverið var tekið í notkun fyrir rösku ári og rís hátt upp yfir umhverfið. Reyk- háfur þess er níutíu metrar á hæð. I dag heldur Spitsbergen eða Svalbarði miðsumarhátíð — Jónsmessu. Þá fá kola- námumennimir sér bjór. Annars fæst hann ekki keyptur nema á fimmtudögum. Og það var fímmtudagur í gær. Sala á áfengum drykkjum er mjög takmörkuð. Til þess að fá þá verða menn að hafa leyfi sýslumanns- ins í vasanum. Hann er maður vinsæll en sumum þykir hann vera spar á skammtinn. Við brauðbúðir bæjarins stendur á skilti: Ekki fyrir ferðamenn. Ferðamenn hafa ekki alltaf verið sérlega velkomnir. íbúarnir hafa ekki haft mat af- lögu, og það er enginn þrifnaður að þessum illa útbúnu og reynslulitlu tjaldbúum, sem skilja ýmislegt eftir sig miður æskilegt og rölta upp í fjöllin, án þess að gera sér grein fyrir hættunni. Nú á dögum gefst ferða- mönnum kostur á að kaupa lífsnauðsynjar þær sem fást í bænum, eins og t.d. sam- festinga og sokkabuxur. Ég nefni þetta tvennt, því að hvort tveggja er eftirsótt skiptivara í Barentzburg. En fæstir Norð- menn verða nú til þess að láta flíkumar af sér fyrir brennivín. Moskusuxinn, sem var fluttur til Sval- barða frá Grænlandi, er horfínn. Einnig mistókst innflutningur á hérum. Einhver héit því nú fram, að allir héramir hafl ver- ið karlkyns, og þá var ekki við góðu að búast. Hreindýrastofninn hefur aukist svo að þrengist í búi hjá honum og því er farið að leyfa að fella nokkra hreina árlega. Þeir sem em í veiðifélaginu fá að skjóta einn hrein hver. Veiðitíminn stendur yfir í hálfan mán- uð, í lok ágúst og byijun september. Hér er bílum aldrei læst. Því að hvert ætti bílþjófurinn að aka — inn í ijallveggina í kring, til ísbjamanna í óbyggðunum eða þá út í Aðventufjörð? Allt væri það jafn vonlaust. BYGGT Á HUVUDSTADSBLADET

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.