Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 8
Þingvellir 1861 Olíumálverkið eftir Hasselhorst, sem greinarhöfundurinn fann í Frankfurt og forráðamenn safnsins, þar sem það hékk, höfðu ekkihugmynd um hvaðan væri. Stærð myndarinnar er 58x266cm. afsökunar á að tala bara „bókaensku" leiddu systumar, sem virtust afar vel lesnar, mig inn í aðaihluta hinna merkilegu híbýla sinna. Gegnum dimman inngang sem lokað var með þungu fortjaldi leiddu þær mig í stór- an, loftháan matsal. Á veggjum héngu margar myndir af forfeðmm og formæðmm, litlar ítalskar landslagsmyndir og nokkrar kyrralífsmyndir. í miðju herberginu var stórt hringborð með bakháum stólum umhverfís. Á því miðju var vöndur af nýskomum blóm- um og umhverfis hann var lagt á borð með fögram postulínsdiskum, gömlum silfur- hnífapömm og kristaisvínglösum. Ofan við lýsti risastór kristalsljósakróna upp borðið, úr ljósakrónunni vafðist löng græn raf- magnssnúra með hnapp neðst á, og hékk þar sem hæglega mátti ná honum úr forsæt- inu. Mér var vísað til sætis milli húsfreyj- anna. Þegar við höfðum sest hringdi frú Sommerhoff bjöllunni og þjónustustúlkan birtist með spergilsúpu í stórri skál úr Meiss- enpostulíni. Þær hneigðu höfuð sín og spenntu greipar, og ég geri ráð fyrir að það hafi verið í kurteisisskyni við mig, að eldri systirin fór með borðbæn á ensku. Við máltíðina nefndi ég það hversu fallegt postu- línið var og þær sögðu að þetta væm erfðagripir margra kynslóða fjölskyldunnar. Á borð vom borin skinka, ferskir sperglar, kartöfluboliur, rifnar gulrætur með bráðnu steinseljusmjöri og með þessu ágætt Rínarvín af góðum árgangi. Þær sögðu mér að vínið kæmi frá frægum vínsala sem hefði séð ijölskyldunni fyrir víni í meir en hundr- að og fimmtíu ár. Cordelía, yngri systirin ógifta, drakk alltaf vín með mat, en eldri systir hennar drakk heldur ölkelduvatn. Samræðumar vom iíflegar og stóðu alla máltíðina. Áhuginn var gagnkvæmur. Þær höfðu áhuga á íslandi og rannsóknum mínum og ég var alveg dáleiddur af þeim þegar þar var komið sögu. Ég heillaðist af talsmáta þeirra, tiginmannlegri framkomu og aðlaðandi viðmóti og allt gerðist þetta í umhverfí sem var svo mjög á skjön við umheiminn að mér leið eins og ég hefði ferðast aftur í tímann og tæki þátt í raun- vemiegri sögulegri uppákomu. Þegar við höfðum borðað ábætinn, sem var bakað epli, fómm við í bókaherbergið, þar sem kaffí var borðið fram. Það var stórt herbergi með háum veggjum sem vom þakt- ir bókahillum frá gólfi til lofts, og í þeim vom vel bundnar sígildar enskar og þýskar bækur. Á slitnum gylltum kjölum mátti enn lesa nöfn GoetheSj Schillers, Heines, Uhlands og annarra. I hiliunum á móti bám bækumar nöfn Shakespeares, Mariowes, Scotts, Shelleys og Byrons en ég komst seinna að því að gestgjafar mínir höfðu lært ensku af þessum höfundum. Innan um húsgögn frá 18. og 19. öld stóðu brot af griskum myndverkum úr marmara og róm- verskar bronsstyttur. En mest áberandi var stórt olíumálverk af silfursmið, eftir Nicoias de Largilliére (1656—1746) í stómm gyllt- Marie og Georg Berna, 1864. Þýzku systurnar, sem frá er sagt í greininni, erfðu þennan mann ogþær gáfu safninu Þingvallamyndina. um ramma, sem stóð á málaratrönum. Þar hjá stóð flygill og yfir miðju lyklaborðinu mátti lesa í fölnaða gullstafi „Grotrian- Steinweg 1909“. Þær sögðu mér að á yngri ámm hefði Gordelía verið píanóleikari og María ljóðasöngvari. Þær héldu oft tónleika saman í kastalanum. Þær tóku fram gamla gestabók þar sem dagsetningar þessara við- burða vom skráðar. Þær tóku síðan fram eldri gestabækur, þar sem sjá mátti nöfn gesta frá miðri síðustu öld og fyrr. Kápur bókanna vom skreyttar með bronsflúri og í þeim vom ekki aðeins ljóð og textabrot, heldur vatnslitamyndir og teikningar sem frægir gestir fortíðarinnar höfðu skilið eft- ir. Meðal nafna hertoga og hertogaynja var skrifað nafn ekkjunnar Klöm Wieck Schu- mann. Þær sögðu að þar sem hún hefði verið íjölskyiduvinur hefði hún verið tíður gestur í kastalanum. Á síðari ámm spilaði Elíse, ein Schumann-bamanna átta, sem var snjall píanóleikari eins og móðirin, oft undir þegar Maria söng hin frægu sönglög föður hennar. En þegar ég spurði Cordeiíu hvað hún hefði leikið mest, svaraði hún fljótt „Mozart, auðvitað." í nokkra áratugi hafði þó ekkert heyrst frá gamla Steinweg-píanó- inu, allt frá því liðagigtin lék hendur gamla píanistans svo grátt. Hljóðfærið hafði verið þögult í mörg ár og útsaumaður silkidúkur iá yfir lyklaborðinu eins og sorgarbúningur, tii þess að vemda fflabeinsnótumar fyrir sólargeislunum. Það rann loks upp fyrir mér að gestgjaf-' ar mínir höfðu alveg fengið mig til að gleyma tilganginum með heimsókninni. Ég þurfti að spyrja spuminga um Þingvallamyndina sem þær höfðu gefið safninu. Hvemig komst hún í þeirra eigu og af hveiju höfðu þær látið hana frá sér? Eldri systirin sagði að þær hefðu gefið safninu myndina af því það væri í fæðingarborg listamannsins. Myndin hefði verið lengi í eigu ættarinnar þegar þær fæddust og hefði hangið á veggjum kastalans frá því skömmu eftir að hún var máluð á íslandi. Þær sögðu einnig að lista- maðurinn, Heinrich Hasselhorst, hefði verið félagi í leiðangri sem farinn var árið 1861 til Islands, Jan Mayen og Noregsstranda en ungur vísindamaður að nafni Dr. Georg Bema hefði skipulagt og fjármagnað leið- angurinn. Dr. Bema hefði einnig fengið til fararinnar, auk listamannsins, nokkra þekkta vísindamenn þess tíma. (Þeir vom Alexander Gressly, dýrafræðingur, Alex- ander Herzen, læknir og lífeðlisfræðingur, og Carl Vogt, svissneskur náttúmfræðingur og rithöfundur, sem síðar skrifaði bókina „Nord-Fahrt" sem var frásögn af ferðinni.) Skömmu eftir að Dr. Bema sneri aftur frá íslandi kvæntist hann Marie Christ, móður- systur þeirra. Og það var hennar vegna, sem systurnar tvær urðu loks einkaerfmgjar að kastalanum og landeignum sem honum fylgdu. Það var einmitt Bema-leiðangurinn, sem segir frá í bók Vogts, sem ég var að rannsaka og það rann upp fyrir mér að ég hafði fyrir tilviljun komist í samband við einu eftirlifandi erfíngja Georg Bema. Auk málverksins sem hafði leitt mig á þeirra fund höfðu þær átt annað málverk, sem hafði birst í bók Vogts, eins og Þing- vallamálverkið. Það sýnir tvær ungar konur á hestbaki í íslenskum búningi, þær em á leið frá býli í nánd við Reykjavík, sem sést í bakgmnni. Málverkið hékk alltaf í vinnu- stofu Dr. Bema, yfir skrifborði hans en systurnar seldu það á uppboði á þrenginga- tímunum upp úr 1930. (Víðtækar tilraunir til þess að fínna verkið hafa verið árangurs- lausar og nú er talið að verkið, ásamt skjölum uppboðshaldarans, hafi farist í loft- árásum seinni heimsstyijaldar). Þær sáu kannski svipbrigði mín við þessar fréttir, því þær sögðu að þær ættu hinsvegar annan hut frá íslandi, sem ég hefði kannski áhuga á. Þær afsökuðu sig síðan og yfírgáfu her- bergið. Einn og yfirgefínn skoðaði ég bókasafnið og þá athyglisverðu hluti sem þar var að finna. Auk sígildra bókmenntaverka og brota af grískum og rómverskum marmara- styttum vom þær einnig nokkuð ítölsk málverk máluð á tré. Til hliðar við eitt slíkt verk sá ég að hékk upplituð eftirprentun af hinu fræga málverki Bocklins „Eyja hinna dauðu“. Undarlegt hugsaði ég með mér, hvað er upplituð 19. aldar eftirprentun að gera í herbergi þar sem aðeins vora upphaf- leg málverk? Það liðu aðeins fáeinar mínútur áður en konumar komu ofan af efri hæðunum og bám hvor sinn pappakassann. Þær lögðu þá á sófann og tóku utan af þeim. „Þetta keypti Bema á Islandi," tilkynnti frú Somm- erhoff um leið og hún tók íslenskan kvenbúning. Hann var úr svörtu ullarefni og flaueli, þar vom pils, kragi og treyja, fagurlega skreytt með útsaumi úr silfur- þræði. Ur hinum kassanum dró systir hennar upp langt flauelsbelti, sem var sett r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.