Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 4
Rússnesk að upp- runa, aldin að árum og hefur skapað sér algera sérstöðu í myndlist með því að gera sér mat úr því sem oft- ast fer á öskuhaug- ana. Eftir frægðinni varð hún að bíða til sextugs og nú er takmakið að vera starfandi listamaður á 100 ára afmælinu. Þetta verk, samsett úr 35 kistlum og gull-litað, er fjórða verkið í röð verka er hún nefndi „Konunglegir tímar“. Listaverkið er 335x426 sentimetrar að stærð og er gert á árunum 1959—60. Louise N evelson Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON New York, nánar tiltekið í næsta nágrenni við neðra Broadway, býr aldin kona, sem unnið hefur sér nafn sem einn sérstæðasti myndlistarmaður Banda- ríkjanna. Það er ekki svo auðvelt að tengja hinar listrænu athafnir hennar ákveðnu starfsheiti innan myndlistarinnar, því að myndir hennar eru sambland af skúlptúr, lágmyndum og því, sem menn riefna „collage", assemblage“ og „object trouvé", — fundnir hlutir, sem lista- maðurinn raðar saman og vinnur hugmyndir úr. Louise Nevelson, sem setur saman fundna hluti frá úrkastí þjóðfélagsins, svo að úr verða virðulegir smíðisgripir svo sem altari og dómkirkjur samkvæmt byggingar- fræðilegri hugkvæmni. Forvitni álítur þessi mikla listakona vera sterkustu eiginleika sína. í þessu tilviki ber mest á ákveðnum föng- um, sem eru einkenni listakonunnar og unnið hafa henni nafn um víða veröld. Er hér aðallega um að ræða hvers konar hluta gamalla húsgagna, svo og afganga frá tréiðnaðinum, svo sem stólfætur, hjól, tunnustafi og hvers konar fjalir og borðslit- ur. Þessu raðar hún upp í ótal kassa og skrín og skeytir saman þannig að úr verða sérstæð myndlistarverk, er grípa athygli skoðandans sterkum tökum. Louise Nevelson er fædd í Kiev í Rúss- landi árið 1899, en fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1905. Hún hóf seint að fást við myndlist, enda ólst hún upp í lítilli borg er nefnist Rockland í Maine. Þar flæktist hún á milli alls konar starfa þar til hún giftist útgerðarmanninum Nevel- son til að komast burt úr hinum gráa hversdagsleika útborgarinnar. Hún hugðist verða söngvari og menntaði sig í nýrri döns- um. Hún hugðist verða málari og fór í því skyni til Evrópu, til Munchen og Hans Hoff- man, sem hún áleit þá nafnkenndasta kennarann í gamia heiminum. Hún var þar í eitt ár, en skuggi þjóðemissósíalismans var þá þegar farinn að leggja sína köldu hönd á alla listastarfsemi. Hún heldur þá fyrst til Vínarborgar og lék nokkur smáhlut- verk í kvikmyndum en síðan lá leiðin til Parísarborgar. Á bakaleiðinni til New York kynntist hún franska rithöfundinum Louis-Ferdinand Cél- ine, sem orðinn var andstæður gyðingum, en sem gyðingurinn Louise Nevelson vildi samt sem áður giftast. Seinna lærir hún módelteikningu hjá George Groz, sem þá þegar hafði hrökklast til Bandaríkjanna og gerist svo aðstoðarmaður Diego Rivera við gerð veggmynda í Manhattan. Þetta er árið 1932 og hér verða dálítil frávik frá listræn- um athöfnum. Því að um skeið á hún að hafa lagt stund á fornleifafræði í Suður Ameríku. Eigandi sýningarsalar nokkurs, Karl Niederdorf, fær áhuga fyrir myndum Nevelson og gengst fyrir fyrstu sýningu hennar í New York, sem fékk fálegar við- tökur og ekkert seldist, en hann varð góður vinur hennar og hollur ráðgjafí. Árið 1950 fer Louise Nevelson með syst- ur sinni til Mexíkó og Guatemala og verður þar fyrir sterkum áhrifum af list maya. Hún heldur því sjálf fram, að list þeirra, stein- myndir altari og píramídar hafi ekki einasta hrifið hana heldur mótað og gerbreytt allri myndhugsun. Nú tekur hún til við rýmis- skúlptúra sína. Með samsetningar úr tré. Þetta eru myndletur, gátur, tákn, leyndar- mál. Og hún veit ekki sjálf, hvort hugtakið myndhöggvari henti þessari iðju. Eg set saman (collagiere). Ég raða saman hinum sundraða heimi svo að úr verður nýtt sam- ræmi. Nevelson hefur þróað reglubundna heim- speki sambanda og tilviljana, rökfimi milli skipulags og ruglings. Fagurfræði hávaða og flatarmálsskipulags. Hér er hlutunum ekki raðað niður, þeir samræmdir og lokað- ir inni í rými. Heldur bíður hér „fundinn hlutur“ (object trouvé) þess að vera fundinn af öðrum, og hin listrænu gæði markast af því að ná hinu rétta samhengi og heildar- samræmi. Lífrænum stígandi og hrynjanda. Frægðin lét lengi bíða eftir sér, og það var fýrst er Louise Nevelson var orðin 60 ára, að hún sló í gegn. Hún sýndi rýmislögn- ina „Mánagarðurinn einn“ í sýningarsalnum Grand Central Modernes í New York. Svo kom að því að hún var valin sem fulltrúi Bandaríkjanna í skála þeirra á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1962 og er boðin þátttaka á Dokumenta 3 og 4 í Kassel. Allt þetta innsiglir frægð Louise Nevelson og á henni hefur verið jafn og stöðugur stígandi síðan. I dag er hún einn af þekktustu nútíma- listamönnum Bandaríkjanna og vafalítið frægasta myndlistarkonan síðan Georgia O’Keefe lést í mars sl. 93 ára að aldri. Louise er aldamótabam og mjög sterkur og lifandi persónuleiki, sem á þá ósk að verða 100 ára og lifa þannig næstu alda- mót, halda starfsþreki líkt og O’Keefe fram í andlátið. I hirslum hennar er þvílíkt sam- safn fundinna hluta, að efniviðurinn nægir listakonunni fullkomlega fram yfír aldamót. Af mörgum hæfileikum hennar er forvitnin vafalaust öflugust, og svo gæti farið, að 31. desember 1999 sjáist þessi sérkennilega kona ráfa opineygð um á Times Square . .. Það eru þrír litir, sem eiga hug hennar allan og einkenna útlit verka hennar, svart, hvítt og gullbrons. Fyrir henni er svarti litur- inn tákn hins hofmannlega, aristókratískur út í gegn. Enginn annar litur álítur Nevel- son að gefí viðlíka tilfínningu fyrir heild og algjörleika, stærð, ró, kyrrð og æsing. Hún elskar svart, því að hún segir, að liturinn gleypi alla aðra. Svart er ekki neikvæði lit- anna álítur hún . Hann er þvert á móti áhersluríkastur allra lita. Fyrir Louise Ne-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.