Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 9
Eyja hinna dauðu (Toteninsel) hin fræga mynd Amolds Böcklins frá 1880, sem nú er
á Metropoiitansafninu í New York.
Konur á hestbaki. Málmstunga frá 1863 eftir þýzka listamanninn Heinrich Hassel-
horst.
átta víravirkisstokkum og skrauti úr silfri,
og með silfursylgju, skrautlegan upphlut og
skotthúfu. Búningurinn var frá því áður en
Sigurður Guðmundsson endurhannaði ís-
lenska búninginn á seinni hluta nítjándu
aldar. Það kom mér á óvart að hann skyldi
enn vera í góðu ástandi. Búningurinn virð-
ist hafa verið í kastalanum í meir en hundrað
og tuttugu ár og þolað tvær heimsstyijaldir
óskaddaður. Eitt af fáum skiptum þegar
búningurinn var tekinn upp var um aldamót-
in þegar tekin var ljósmynd af þjónustu-
stúlku í búningnum í einu herbergja
kastalans. Á myndinni sem var tekin á gler-
plötu sést að skrautkraginn var settur um
höfuð henni og pípukragi settur um hálsinn
í hans stað. Enginn virðist þá hafa verið á
lífí sem vissi hvemig átti að bera búninginn.
Konumar vom einu eftirlifendur frá þessu
tímabili og sögðu mér hveija söguna á fæt-
ur annarri af þessum fjarlægu dögum, sem
vom þó fjarri því gleymdir í þeirra augum.
Sem þær sögðu sögu kastalans, forfeðra
sinna, og ástarsögu Georg Bema og móður-
sytur þeirra, Marie Christ, rann upp fyrir
mér að ég heyrði hér enga venjulega frá-
sögn af ættarsögu, sem snerti sögu vest-
rænnar listar. Ég skildi af framvindu
frásagnarinnar að hún snerti eitt frægasta
málverk seinni hluta nítjándu aldar og sér-
stakar kringumstæður við tilurð þess. Eins
og bam sem hlustar á ævintýri, og sum
bestu ævintýri í heimi áttu upprana sinn á
síðustu öld ekki fjarri staðnum þar sem við
sátum, sat ég hljóður og agndofa.
í æsku hafði Georg Bema tekið mikið fé
í arf eftir föður sinn, auðugan mann sem
var kominn af gamalli þýskri kaupmanna-
ætt sem var ítölsk að uppmna. Hinn ungi
Bema var örlátur í skapi og fékk snemma
áhuga á náttúmvísindum. Skömmu eftir að
hann lauk námi og lagaprófí keypti hann
kastalann og landið umhverfis sem var land-
búnaðarland. Hann rak búskap á hag-
kvæman hátt, tók upp vísindalega
búskaparhætti og jók þannig uppskem og
almenna velmegun á landareigninni. Þegar
hann nálagaðist tuttugu og fímm ára aldur-
inn blossaði áhugi hans á vísindum aftur
upp og hann fjármagnaði vísindaleiðangur
til norðurslóða. Ásamt öðmm vísindamönn-
um, sem hann hafði fengið til liðs við sig,
sigldi hann á „Joachim Hinrich“ þann 29.
maí 1861 frá Hamborg til Noregsstranda,
Jan Mayen og íslands. En áður en hann
lagði af stað hafði hann hitt og orðið ást-
fanginn af aðlaðandi ungri stúlku sem hét
Marie Christ. Þegar hann sneri aftur kvænt-
ist hann henni. Í bréfum þeirra úr tilhugalíf-
inu má finna gleði og djúpa ást, sem snertir
lesandann. En því miður átti aðeins fyrir
þeim að liggja að njóta samvista í tvö ár,
þar sem Berna dó úr barnaveiki tuttugu og
níu ára gamall.
Sorgin grúfði sig yfir Marie Bema í mörg
ár á eftir. í hefðbundinni sumarferð tii ít-
alíu árið 1880 heimsótti ekkjan svissneskan
málara sem þá bjó og vann í Flórens. Hún
sagði honum að hún kæmi til þess að panta
hjá honum mynd í minningu um missi sinn.
Hún sagðist vilja málverk af þögn sinni,
„landslagsmynd sem mætti dreyma við“.
Lástamaðurinn tók þessari óvenjulegu pönt-
un og nokkmm mánuðum seinna kom konan
aftur og sá myndina nærri fullgerða. „Þú
sagðist vilja mynd af draumum," sagði lista-
maðurinn, „áhrifin af myndinni em svo
þögul að manni bregður ef barið er að dyr-
um.“ En ekkjan unga var ekki fullkomlega
ánægð með myndina og bollalagði breyting-
ar á henni með listamanninum. Þegar Marie
Bema fór bætti hann inn á myndina
hvítklæddri mynd ekkjunnar ungu, stand-
andi á bát sem bar kistu eiginmanns hennar
í átt að kléttóttri eyju, hinsta hvíldarstaðn-
um. Með þessum leikrænu viðbótum náði
myndin, sem nú er kölluð „Eyja hinna
dauðu“, miklum vinsældum og gerði lista-
manninn, Arnold Böcklin, heimsfrægan.
Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) sagði
síðar í bók sinni „Ferðaminningar" sem kom
út 1905 af hinni miklu frægð og umtali sem
fylgdi Böcklin. En það var örlagaríkur fund-
ur hans með frú Bema sem Böcklin átti að
þakka hið óvenjulega myndefni og upphaf
frægðar sinnar.
Nú var leyndardómur eftirprentunarinnar
upplituðu í bókaherberginu upplýstur. En
hvenær létu þær þetta fræga málverk frá
sér, spurði ég? Konumar sögðu mér að þær
hefðu neyðst til að selja það á þrengingatím-
um í Þýskalandi, árið 1924. Þær hefðu selt
það málverkasala í Luzeme, Fischer að
nafni, fyrir 90 þúsund svissneska franka.
Þær rifjuðu upp að tveim ámm seinna hefði
málverkið verið selt Metropolitan-listasafn-
inu í New York fyrir 150 þúsund svissneska
franka og þar hefur málverið verið síðan.
Böcklin málaði fjórar aðrar útgáfur af
þessari frægu mynd og hékk ein þeirra í
Reichskanslerei Hitlers. Fyrsta myndin var
gerð fyrir frú Bema og er talin sú besta.
Málmstungumyndir og eftirprentanir af hin-
um ýmsu gerðum myndarinnar vom
óhemjulega vinsælar um allan heim frá
síðustu áratugum síðustu aldar fram að
seinni heimsstyijöld. í myndinni blandast
leikrænir og rómantískir þættir og em sam-
ofnir sígildu viðfangsefni, dauðanum, en
þetta greip almenning sterkum tökum.
Myndin hafði líka mikil áhrif á málara, tón-
skáld og rithöfunda sem á eftir komu.
Nolde, de Chirico, Dali og Max Emst em
meðal málara sem votta myndinni virðingu
í verkum sínum. Fyrstu fijóangar súrreal-
ismans era taldir spretta úr myndinni fyrir
áhrif hennar á de Chirico sem fyrst sá eftir-
prentun af verkinu heima hjá tónskáldinu
og orgelleikaranum Max Reger, en hann
var túlkur fyrir bróður sinn, sem sótti tíma
hjá tónskáldinu. Reger sjálfur hafði fengið
hugmynd að einu orgelverka sinna úr mynd-
inni, Bocklin svítu Opus 128, no. 3 „Die
Toteninsel" í cís-moll. Rachmaninoff, sem
sá eina útgáfu myndarinnar í sýningarsal í
Leipzig 1909, fékk þar innblástur í hljóm-
sveitartónaljóð sitt „Eyja hinna dauðu“.
Strindberg vildi einnig nota ímynd „Toten-
insel“ sem baksvið fyrir síðasta atriði í
leikriti sínu „Draugasónötunni“.
En uppmni myndarinnar vekur líka aðrar
áhugaverðar spumingar. Vel má spyija
hvort myndin tengist íslandi á einhvem
hátt. Tengdist dauði Bema á einhvem hátt
íslandsferð hans í huga Marie Bema? Gæti
andlát hans hafa minnt á sáran fyrri skiln-
að, þegar hún kvaddi hann áður en hann
lagði upp í íslendsferðina? Gæti frásögn
eiginmannsins unga af eftirminnilegri ferð-
inni þangað hafa rifjast upp fyrir syrgjandi
ekkjunni, þegar hún og Böcklin hugsuðu
sér eyju, sem áfangastað í hinstu för hans?
Ef til er svar við þessu, virðist það einnig
vera innsiglað í þögn myndarinnar.
Loks, eftir að ég hafði hlustað eins og í
leiðslu á þessar raddir úr fortíðinni, tókst
mér að standa upp úr stólnum í tilraun til
þess að komast aftur í samband við vem-
leikann og nútímann. Ég gekk að glugga
og varð undrandi þegar ég sá dimmuna.
Liðnir áratugir höfðu komið í veg fyrir að
ég tæki eftir því, að í nútimanum var liðið
á kvöld. Gestgjafamir spurðu hvort ekki
væri betra að ég færi morguninn eftir frek-
ar en að taka næturlestina. Þær hefðu
gestaherbergi tilbúið á efri hæðinni. Ringl-
aður og dálítið þreyttur eftir það sem ég
hafði heyrt, og á vissan hátt upplifað, þáði
ég vinsamlegt boð þeirra.
Herbergið var á þriðju hæð. Rúmið var
stór himnasæng, sökk ég djúpt í það og
fannst að ég væri nú loks umvafinn nítjándu
öldinni. Þó ég væri þreyttur rifjaði ég upp
það sem ég hafði heyrt og reyndi í myrkr-
inu að endurkalla einstaklingana, raddimar,
hljóðin og jafnvei lyktina sem fylgdi þessu
tímabili. Það virtist vera auðvelt, því allt lá
það í veggjunum, í húsgögnunum, í loftinu
umhverfís. Er nokkur þörf á betri tímavél
hugsaði ég og sofnaði.
Þegar ég gekk niður beiðan stigann morg-
uninn eftir heilsuðu gestgjafar mínir mér
og spurðu hvort ég hefði sofíð vel. Klukkan
var sjö að morgni og þær vom snemma á
fótum til þess að borða morgunverð með
mér, því venjulega fóm þær á fætur um
klukkan níu. Eftir rólegan morgunverð með
heitu kaffí, nýjum rúnstykkjum með reyktri
skinku og marmelaði sneri Maria Sommer-
hoff sér að mér og sagði: „Herra Ponzi, ég
hef talað við systur mína og við vomm að
velta því fyrir okkur hvað við gætum gefið
þér til minja um dvöl þína hjá okkur.“ Þetta
snart mig djúpt og ég lagði hönd mína á
hennar. „Kæra frúr,“ sagði ég loks. „Trúið
mér, það er mjög ólíklegt að ég gleymi
ykkur nokkurn tímann." Hún brosti en það
var eins og hún hefði ekki heyrt, því hún
hélt áfram, „og þar sem þú hefur svo mik-
inn áhuga á Georg Bema datt okkur í hug
að þú vildir eiga eitthvað sem tilheyrði hon-
um.“ Og með því rétti hún mér munnþurrku-
hring úr silfri sem á var grafíð með
skrautletri „G.B.“.
Nú, þegar ég lít oft á hringinn, man ég
ekki aðeins söguna um íslandsferð Georg
Bema, Marie Christ, Böcklin og málverkið
hans fræga, heldur opnast mér önnur sýn
til nítjándu aldarinnar og ég minnist þessa
tveggja fallegu gömlu kvenna sem opnuðu
mér þessa fágætu sýn.
Frank Ponzi er listfræðingur og býr í Mosfells-
sveit.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. DESEMBER 1986 9