Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Blaðsíða 5
JÓNAS SKAGFJÖRÐ ÞORBJÖRNSSON „Brúðkaupskapella dögunarinnar 11“ nefndi Louiseþetta verk sitt sem er 295x213x28 sm að umfangi. Og sem samanstendur úr hundruðum húsgagnahluta og öðrum til- búnum hlutum úr tré. Gert árið 1959. velson er hann hinn endanlegi litur... Hvítt er veizla, — brúðkaupið, gleðin. Gull er konungsríkið, — le royaume ... Myndverk Louise Nevelson minna fyrir sumt á leikhús, eru eins konar leikmynda- arkitektúr. Þær eru í hæsta máta bygginga- fræðilegar og í þeim er mikið og lífrænt rými. Ljós og skuggar, rými og fletir bregða hér á myndbyggingarfræðilegan leik og grípa skoðandann föstum tökum. Sjálf hefur listakonan nefnt sig arkitekt skugganna. í einum hinna nýju og mann- eskjulegu skýjakljúfa í Midtown, þar sem Citicórp Center er staðsett, hefur verið inn- réttuð kapella, sem Louise Nevelson hefur hannað, „Kapella góða hirðisins". Hún er til meinlæta, hvít bak og fyrir, og aðeins krossinn bak við altarið er gulllitaður. Rými til trúarlegrar hugleiðslu og listaverk um leið. Kapellan er nálægt Nútímalistasafninu á 54. götu, og þar inni ríkir ró, kyrrð og friður í algerri andstöðu við ysinn og þysinn úti fyrir og skarkalann frá hinu hofmannlega Lexington Avenue. Torg eitt hefur verið nefnt í höfuðið á henni í WallStreet-hverfi, „Louise Nevelson Plaza“, og þar hefur ver- ið komið fyrir risastórri skúlptúrmynd eftir hana (sbr. mynd). Þegar skáldið og myndhöggvarinn Hans Arp kom til New York árið 1948 og sá fyrsta veggverk Louise, varð hann yfir sig hrifinn. Hann skrifaði ljóð til hennar, sem jafngilti því, að hann slægi hana til riddara. Kvæðið endar þannig: „Louise Nevelson á langafa/sem hún veit sennilega ekkert um/ það er Kurt 8ehwitters.“ — En svo eru það aðrir, sem eiga vísast langömmu, sem þeir vita máski ekkert um, allt frá Joseph Beuys til Marchel Broodhaers, frá Mario Merz til Jannis Kounellis, svo einhvetjir séu nefndir. En því má slá föstu, að Loise Nevelson hefur hvorki fundið upp „collage“-list né „Asemblage", heldur hagnýtt sér hug- myndir fyrirrennaranna á svipaðan hátt og t.d. Cristo hagnýtti sér hugmynd dada: istans Man Ray, að pakka inn hlutum. í báðum tilvikum hefur sviðið verið víkkað út og í stað einnar hugmyndar af mörgum er nú ein stök hugmynd gerð að aðalatriði og möguleikarnir gjörnýttir. í þessu skilur mjög oft á milli vinnu- bragða nútímalistamanna og fyrirrennara þeirra, en um leið hefur orðið viðhorfs- breyting gagnvart þeim, sem skipta um stíl eins og föt eða nota fleiri en einn stíl í gerð myndar — svo fremi sem viðkomandi hafi eitthvað að segja og eru ekki alfarið að fiska í annarra landhelgi. Persónuleiki Louise Nevelson er ótvíræð- ur og myndir hennar skera sig allstaðar úr á söfnum sem sýningum, sjálf er hún sér- stæð og dularfull kona, sundurgerðarleg í klæðaburði, svipsterk og sem tekið er eftir og.liggur mikið á hjarta. I svefnherbergi hennar eru dýrindis teppi á gólfi, pelsar og fágætur klæðnaður hanga út um allt að ógleymdu samsafni af fágæt- um munum. Þetta allt hefur hún ánafnað Metropolitan-safninu eftir sinn dag. Hún er dýravinur og í húsum hennar er mikið af stórum köttum og litlum hundum, er hlaupa um og una hag sínum vel. Louise Nevelson heldur ritara, er heitir Diana Mac-Kown, sem er jafnframt vinur hennar, heimilishjálp, kokkur og ljósmynd- ari og hefur verið þetta allt í tuttugu ár. Þar sem Nevelson á í erfiðleikum með hend- umar, sem aldurinn hefur sett mark sitt á, óvenjulega fallegar hendur og tjáninga- ríkar, hefur einkaritarinn þjálfað sig í að eftirlíkja eiginhandaráritun meistarans og gerir það svo vel, að ekki er hægt að greina mun. — Og þrátt fyrir háan aldur er Louise Nevelson engan veginn að hugleiða neitt í þá áttina að slaka á og undirbýr m.a. möppu með collage-þrykkjum og vinnur að gerð leikbúnaðar fyrir ballett eftir Stravinsky, sem fylgir í kjölfar leikmyndar, er hún gerði fyrir óperuna í St. Louis við verk Gluchs, „Orfeus og Evridís", sem sló í gegn. Jafnframt dreymir hana um eigið safn, sem gæti verið hús í East Village, eða jafn- vel hennar eigið hús, þar sem skúlptúrar hennar yrðu sýndir líkt og viðamikið um- hverfisverk. En samtímis því sem hin aldna listakona er stórhuga á nútíð og framtíð, getur hún skyndilega, inn á milli, í samræð- um farið að tala um skuggahliðar jarðlífsins, um dauðann og tilgangsleysi lífsins svo og forgengileika allra hluta. Allt er nærri þess- um persónuleika, — sigurinn og ósigurinn, upphafið og endirinn, fullkomleikinn og eyðileggingin. Ilún segist lifa, eins og hún muni verða 102 ára gömul, en einnegin í þeirri vissu, að á morgun geti öllu verið lokið. En hún óttast ekki dauðann. Þegar að því kemur, hendið mér vinsam- legast út í East River eða Hudson eins og ketti með stein bundinn um hálsinn, þannig að ég sökkvi örugglega og að mér skjóti aldrei upp. (Að hluta til byggt á viðtali Horst Bienik við listakonuna). f Fóstbræður Forðum daga drengir tveir í dáðaleysi fyrir vestan: A móti vinnu voru þeir, vildu báðir miklu meir með vopnaskaki öðlast orðstír mestan Þormóður mun vera þar og Þorgeir Hávarssonur. Hinn fyrri kvensum kvæði bar en kenning Þorgeirs önnur var, að aungvir garpar taki á kné sér konur. Þeirra fjas um frægðarverk flestum þótti einum of, gáfu skít í Krist og klerk en köllun sú var görpum sterk að færa kóngi liðsinni og lof. Austur lögðu yfir haf, Olaf kóng sinn völdu. Aldrei neinum grið sá gaf, görpum fannst hann bera af er konur drap og böm með blóði köldu. Beggja fjör og fimi drakk framabrautin þymum stráð. Mann og annan hjuggu í hakk; hetjudáð er ullabjakk, launin auðnutjón og heimsins háð. SIGURJÓN ARI SIGURJÓNSSON Dufþakur Hver vom Dufþakur, örlög þín, ókunnugs manns, frá eyjunni grænu til hins harðbýla fjarlæga lands, var vilji þinn brotinn og brennd öll þín framtíðarsýn, en bráeði í hjarta sem eldur er aldregi dvín. Vom þér hugfangin heiðbláu augun svo skær sem huga þinn fangaði, varð þér í hjartanu kær, var Helga sú kona sem vakti þér vonir á ný, f vonlausu lífi þess manns sem orðinn var þý. Ástin slær blindu á réttsýni manna og ráð úr rósrauðu skýi er mannvíg sem einskonar dáð, þú Iagðir á ráðin og réðir að allt þetta brást nú réttlætir enginn þig því að þér yfirsást að til þess að sigrast á örlaganomanna eið er eldurinn, sverðið og blóðið hin einasta leið, því framtíð þess manns sem er fangi á ókunnri strönd, er fólgin í hugprýði, styrkri og ömggri hönd. Þú áttir að verja þig Vestmaður, sýndu þinn dug, vemda þá konu sem átti þitt hjarta og hug. Þú áttir þinn tilvemrétt hér við tindrandi haf, að taka við því sem forsjón og ástin þér gaf. Hvort var sterkari ástin til Helgu eða heimþráin sár, með harmþmngnar myndir sem vöktu hin brennandi tár, af föðurnum föllnum í jarðhýsi slegnum í hel, og faðminn á mömmu mót himninum opnum á mel. Var heiður þinn Vestmaður æra þín vakin til dáða, en vonleysi svipti þig kjark þinni framtíð að ráða, var Helga með barni, bám örlagavættir þér þor, eða bundu þær enda á líf þitt í Dufþaksskor. Skildir þú eftir í landinu löngun um frið, lagðir þú frelsi og kærleik í einhveiju lið, lifði þig það sem þig langaði mest til að fá, var löngun þín fædd þegar augu þín hættu að sjá. Hver urðu örlög þín Dufþakur, einmana sál, áttir þú vonir sem fengu að endingu mál, em til vættir sem sendu þinn vilja til mín, valdandi því að ég fór að hugsa til þín. Höfundurinn rekur heildverslun i Reykjavík. Ljóð eftir hann hafa oft birzt i Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. DESEMBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.