Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Side 14
Úr kvikmyndinni Vitaskipið
KVIKMYNDIR - Eftir Sólveigu Anspach
VITASKIPIÐ
Vitaskipið er merkileg
mynd með snilldarlegum
leikurum og tækniliði.
Fyrst skal frægan telja
sjálfan leikstjórann,
Jerzy Skolimowsici, sem
vinnur hér að sinni
fýrstu amerísku kvikmynd, enda er hún fjár-
mðgnuð af CBS. Þessi Pólveiji, sem hefur
verið búsettur í Stóra-Bretlandi þangað til
nýlega, hefur bæði starfað með Wajda og
Polanski og hefur skapað listaverk eins og
t.d. Deep End (1970) og Moonlighting (Næt-
urvinna, 1982) með Jeremy Irons í aðal-
hlutverkinu.
Skolimowski lenti í ýmsum erfíðleikum
þegar hann var að vinna að þessu verkefni
sínu. Myndin var tekin í Norðursjónum um
hávetur á litlu skipi með næstum því 60
manns innanborðs (9 leikara, 35 tæknimenn
og 15 manna áhöfn). Tækniliðið átti ekki
alltaf sjö dagana sæía. Þýzku sjómennimir
óhlýðnuðust þráfaldlega og hann átti líka í
eilífum brösum við aðalleikarann, Brandau-
er. Er það einkum að þakka stuðningi CBS
að verkinu lauk á endanum. Vitaskipið, sem
er byggð á skáidsögunni Das Feuerschiff
eftir Siegfried Lanz, er ævintýri siðferðilegs
eðlis.
Skolimowski fær okkur til að skynja hve
mjótt bil aðskilur hugrekki og hugleysi og
að mönnum geti iðulega fundizt hið illa
freistandi. Við fylgjumst með ungum manni,
sem er að komast á fullorðinsárin. Honum
finnst hann vera á öndverðum meiði við
foður sinn, en gerir sér loksins grein fyrir
því, að þeir eru í rauninni mjög líkir. Til
að fara með þetta hlutverk þularins og
flóttamannsins um borð í vitaskipinu, valdi
leikstjórinn son sinn, Michael Lyndon, og
hann fól honum líka stórt hlutverk í allra
nýjustu mynd sinni, Success is the Best
Revenge (= Velgengni er bezta hefndin
1984). í hiutverki skipstjórans er prýðilegur
en skapbráður leikari, Klaus Maria Brand-
auer, sem var aðalmaðurinn í Mephisto og
svo var hann auðvitað í Out of Africa (Jörð
í Afríku). Andspænis skipstjóranum stendur
Caspary, magnaður glæpamaður, snilldar-
lega vel leikinn af Robert Duvall. Okkur er
hann minnisstæður í hlutverki ráðgjafans í
Guðföðumum, sem hann hlaut fyrstu
Óskarsverðlaun sín fyrir, og í Apocalypse
Now (Ragnarök Nú), sem hann fékk enn
önnur Óskarsverðlaun fyrir. Að lokum er
rétt að geta tveggja leikara í aukahlutverk-
um, þeirra Williams Forsythe og Arliss
Howard, sem gera hlutverkum geðsjúklinga
alveg frábær skil. Hinn dulmagnaði blær,
sem er yfír myndinni, er hafínn í æðra veldi
með tónlist Stanleys Meyers og hinnar vönd-
uðu kvikmyndatöku Charleys Steinberger.
Skolimowski sagði, að það væri krafta-
verk ef myndin fengi góðar viðtökur eftir
alla þá erfíðleika, sem hann hefði átt í við
gerð hennar. Auðsætt er, að við getum enn-
þá trúað á kraftaverk. Vitaskipið hefur átt
slíkri velgengni að fagna, að myndin hlaut
í fyrra verðlaun fyrir beztu leikstjóm á fer-
tugustu og annarri kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum, en hún er sú hátíð, sem gengur
næst hátíðinni í Cannes í Frakklandi.
Höfundurinn er sálfræðingur, að hálfu íslensk
og býr í París.
Haukur Sigurðsson
Friðarhugvekja
Hljóðna raddir dags. Það dimmir að
og daggarperlur glitra mér við fætur
og búsmalinn á beit við fjallsins rætur
brátt mun halla sér í næturstað.
Og hér á þessum fagra hljóða stað
ég horfi yfir holtin græn og mýri
og allt er þetta eins og æfintýri,
sem yljar manni beint í hjartastað.
Samt heyri ég einhvern óm við eyra mér
og það er eins og einhver sé að segja:
„í Afganistan allir skulu deyja,
sem ekki vilja lúta féndaher. “
Ég heyri raddir vítt af heimsins byggð,
þar sem að herjar stríð og dauði og hungur,
og erfitt mun að klifa um það klungur
sem kynni að bæta alla neyð og hryggð.
Af völdum manna virðist þessi vá
og víst má eflaust finna margan sekan.
Eg gjaman nefni Gorbachov og Reagan
sem gæfusnauðir engum sáttum ná.
Ég vildi víst þeir kæmu hér í kvöld,
og kynntust tign og fegurð sumamætur,
er döggin tæmm gleðitámm grætur.
Þá gæti kannski hafist friðaröld.
Höfundurinn býr í Kópavogi.
H O R F T
H E I M I N N
EFTIR GABRIEL LAUB
Endurreisn
svínanna
Bandarískur rithöfundur,
William Hedgepeth að
nafni, hefur gefíð út bók
um svín. í bókinni leitast
hann við að þvo margra
alda gróm af orðspori
þessa stríðhærða ferfætl-
ings. „Hundar flaðra uppum mann,“ skrifar
Hedgepeth, „kettir virða mann ekki viðlits,
en svínin horfast beint í augu við mann
full af trúnaðartrausti og láta einsog maður
sé bara jafningi þeirra."
Þetta síðastnefnda — að svínin skuli vera
tilleiðanleg að líta á mennina sem jafningja
— vitnar kanski ekki beint um greind þeirra,
öllufremur kanski um góðvild og rausn. Það
er víðsQærri manninum að líta á aðra menn
sem jafriingja sína, og þeimun meiri ástæðu
hefur því manneslqan tilað þakka slíka við-
urkenningu frá annari dýrategund, þ.e.a.s.
svíninu.
um það að menn skuli aldrei kasta perlum
fyrir svín og hygst nú stofna „svína-aka-
demíu" þarsem ferfætlingunum virðulegu
yrði ekki barasta boðin dýrindisfæða heldur
líka tónlist og góður kveðskapur. Ekki fær-
ist mér að spilla þeim góða ásetningi með
biblíutilvitnunum. Kanski hefur þetta líka
verið öðruvísi hugsað en biblíutúlkendur
vilja vera iáta — þannig að perlumar séu
náttúrlega vita ónýtt glingur sem engin
nema manneskjan lætur glepjast af og
greindari dýr líti hreinlega ekki við.
En tilraunin er vitaskuld háskaspil. Upp-
hafsmaður „svína-akademíunnar" segir
réttilega að hingað til hafí svínin aldrei
„hlotið neinskonar vitsmunaörvun líkt og
önnur húsdýr". Þetta gæti hafa átt sínar
gildu ástæður. Því — hvað nú ef það kæmi
á daginn að þessi stríhærði fénaður hefði
meira vit á tónlist og bókmentum en mann-
eslqan sjálf? Hvað þá? Gætum við haldið
Á hinn bóginn kynni hér einmitt að vera
komin ástæðan fyrir því að maðurinn hefur
löngum bæði ofsótt og fyrirlitið þetta vina-
lega dýr. Menn vilja ekki láta líkja sér við
dýrin, nema kanski einstöku rándýr sem
talin eru göfug vegna krafta sinna, græðgi
ellegar grimdar. Mönnum finst þetta óvið-
kunnanlegt, annarsvegar af hroka en
hinsvegar líka af ótta við samanburðinn.
Samanburðurinn við svínið gæti orðið mann-
inum alveg sérlega óþægilegur. Einsog
kunnugt er telst þessi skepna nauðalík
manninum að líkamsatgerfi. Og hún telst,
ásamt manninum, til þeirra sárafáu dýra
sem hafa vit á því að leggja sér alt það til
munns sem náttúran yfirleitt hefur að bjóða.
Hvemig gæti heldur manneskjan liðið neinn
samanburð á sjálfri sér og lífveru sem rithöf-
undurinn Hedgepeth fullyrðir að sé „hrein-
lát, virðuleg og heiðarleg"? Hedgepeth leiðir
alveg hjá sér allar ráðleggingar biblíunnar
áfram að gera kótilettur og skinku úr svo
fíngerðu, músíkelsku og bókmentalega sinn-
uðu kvikindi?
Ja, það er nú verkurinn. Meðan við höld-
um áfram að borða svínin getum við tæplega
veitt þeim fulla uppreisn. Það er náttúrlega
ekki gott til þess að hugsa ef við nú værum
að slafra í okkur greindasta hlutann af
dýraríkinu. Afburða vitsmunaverur. En —
getum við þar fyrir neitað okkur um ham-
borgarhrygg og svínalq'ötgúllas? Meltingin
hefur nú altaf staðið manninum nær en
réttlætið.
Ef svínin eru líka eins greind og William
Hedgepeth vill vera láta hljóta þau að skilja
að fulla uppreisn fá þau aldrei fyren þau
hætta að líta á manneskjuna sem jafningja
og fara að líta á hana einsog hvem annan
mat. Þetta em nú líka alætur. Eitt langar
mig svo enn að vita: Hvemig bragðast Will-
iam Hedgepeth svfnasteik?
14