Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 9
Á boðun kirkjunnarað vera nákvæmlega sú sama nú ogþegar Stefan Lochner málaðiþessa altaristöflu um 1435?
Á ég&ög^ts. bróður míns?Þjóðfélagslegt óréttlæti, sultur oehverskvns eymd
erhinn daglegi veruleiki víða íþriðja heimínum. Kemur það boðun kirkjunnar við?
hann, sem farinn er á undan. Þar í Galileu
munuð þið sjá hann, leitið hans ekki í hinu
liðna, heldur ekki hér og nú, hann bíður
ykkar í þeirri framtíð, sem hann ásamt
ykkur er í þá mund að láta verða að veru-
leika.
Guðfræði vonarinnar er eskatólógísk guð-
fræði. Hið síðasta er skyndilega orðið fyrst.
Á krossi Krists safnast saman allir tímar.
Kristur bindur enda á tímans rás, á lög-
gengi þeirrar sögu, sem vitnar um brigð
mannsins, lánleysi, rökþrot og að lokum um
sjálfstortíminu hans. En um leið og hann í
upprisunni segir skilið við hið liðna, lýkur
hann upp framtíðinni, gjörvallur vettvangur
sköpunarinnar, maðurinn, náttúran, menn-
ingin, mannfélagið, sagan, allur er þessi
vettvangur reistur upp sem ný sköpun, sem
nýr veruleiki, nýtt tækifæri fyrir manninn
í lífs í réttlæti, friði og farsæl hér í heimi.
NÝ Aldamótaguðfræði
Þegar ræða skal boðun kirkjunnar í lok
20. aldar, verður áleitin sú spuming, hvers
konar játningu kirkjan hyggst bera fram,
er hún heilsar nýrri öld. Það er sú spuming
sem ræður því, hvers vegna ég hefi varið
nokkrum tíma til að fjalla um sögutúlkun
kristinnar trúar. Frá almennu sjónarmiði séð
má vænta þess, að aldamótin verði tilefni
til uppgjörs og endurmats í víðtækum skiln-
ingi, þar sem saga lands og lýðs verður
rýnd og rædd, vegin og metin. Þáttur kirkj-
unnar mun þar vafalítið skipa veglegan sess,
enda tilefnið einstætt, þúsund ára saga
kristni i landinu að baki. Kannski einmitt
þess vegna, vegna þessarar stórbrotnu sögu-
legu arfleifðar, sem um margt er fyrst og
fremst menningarsöguleg arfleifð, virðist
mér ástæðan þeim mun ríkari að kirkjan
noti einnig og ekki síður tilefni aldamótanna
til þess að skoða stöðu sína og hlutverk í
samhengi hjálpræðissögunnar. Vísast er það
gjörsamlega ástæðulaus ótti, en svo gæti
farið, að mikilvægi þjóðarsögunnar og
merkrar hlutdeildar kirkjunnr í þeirri sögu,
komi til með að skyggja á sérstaka og ein-
stæða hjálpræðissögulega hlutverk kirkj-
unnar.
Þessi orð mín mætti túlka sem svo, að
ég sé þeirrar skoðunar, að þjóðarsagan og
hjálpræðissagan eigi ekki samleið. Svo er
reyndar ekki. En ég sé það sem mjög brýnt
verkefni, að um það fari fram rækileg guð-
fræðileg umræða, hvetjar séu hinar trúar-
legu forsendur fyrir aðild kirkjunnar að
þjóðarsögunni. Og í samræmi við það sem,
þegar hefur komið fram, þá hef ég fyrst
og fremst í huga hið sögulega hlutverk kirkj-
unnar í þeirri sögu, sem enn er óskráð. Þá
kemur að mínu mati aðeins til álita sú ætíð
nýja aldamótaguðfræði, sem er borin fram
sem játning á þeim tímamótum, þar sem
aldirnar tvær skerast, sú hin gamla öld, er
líður undir lok, og sú hin nýja, sem upp er
runnin í og með upprisu Krists. Samkvæmt
þessari guðfræði felst sögulegt hlutverk
kirkjunnar í því að vera upprisulíkami
Krists, samfélag, sem tekur þann vitnisburð
gildan, og sýnir það í orði og verki, að hann
er sannarlega upprisinn, að hin nýja öld er
gengin í garð og kraftar hennar þegar að
verki til nýsköpunar á gjörvöllum háttum
mannsins í heiminum.
Hvað varðar boðun kirkjunnar sérstak-
lega, þegar sögulegt hlutverk hennar er
skilgreint sem það að vera upprisulíkami
Krists, þá beinist sú boðun fyrst inn á við,
að henni sjálfri, síðan út á við til heimsins.
Boðunin inn á við er að sjálfsögðu svo
margþætt efni að því verða ekki gerð nokk-
ur víðhlítandi skil í stuttu máli. Mikilvægast
alls er þó að játa að sú boðun sé ætíð tíma-
bær og skuli fara fram. í höfuðdráttum ber
boðunin inn á við fram spurninguna um
Kristsveru kirkjunnar, hvort hún sníði sér
stakk samkvæmt vexti kristsfyllingarinnar.
Þegar stórt er spurt verður lítið um svör.
Kristsfyllingin er fyrir sjónum mínum öðru
fremur samfélag, söfnuður, lifandi líkami,
upprisulíkami Krists, ummyndaður í fólki
af holdi og blóði. Þessi veruháttur kirkjunn-
ar, að vera samfélag, koinoinis, sýnist mér
vera undirstaðan, sem allt annað í boðun
kirkjunnar og starfi byggir á. Eftir því sem
tímar líða og ástundun mín á guðfræði verð-
ur lengri verð ég svo dæmi sé tekið æ
sannfærðari um að staður guðfræðinnar,
hennar Sitz im Leben, sé þetta samfélag
trúaðra. Það ræður efalaust miklu um þessa
sannfæringu mína, að það hefur orðið hlut-
skipti mitt fyrst og fremst að fást við
kristilega siðfræði. Sú fræðigrein verður
aldrei stunduð sem skyldi án þess stuðn-
ings, sem hún ætti að hafa í umræðum og
skoðanaskiptum innan kirkjunnar, svo fremi
hún uppfylli þau skilyrði að vera trúar- og
lífsviðhorfasamfélag.
Sú boðun inn á við sem felst í því að
leggja rækt við uppbyggingu kirkjunnar sem
samfélags, þar sem menn eiga félag hver
við annan um trú sína, lífsviðhorf og önnur
hugðarefni, tel eg vera forgangsverkefni
nú, þegar horft er fram um veg. Sumpart
felst í þessu áfellisdómur, að við höfum sem
kirkja ekki lagt nógu mikla rækt við þennan
mikilvæga þátt kirkjulífsins, en þó miklu
fremur hvatning til að njóta þeirra forrétt-
inda, sem okkur er búin sem þátttakendum
í lærisveinasamfélagi Krists.
Kirkjan Og Fjölhyggjan
Boðunin inn á við hlýtur ætíð að haldast
í hendur við boðunina út á við, hið eiginlega
trúboðshlutverk kirkjunnar. Það er þá einn-
ig skoðun mín, að því hlutverki geti kirkjan
gegnt með hvað áhrifamestum hætti ef hún
ber gæfu til að verða í æ ríkara mæli það
trúar- og lífsviðhorfasamfélag sem um var
rætt. Þessa skoðun má styðja guðfræðileg-
um rökum, sem lúta að eðli kirkjunnar, eins
og drepið hefur verið á, en önnur rök af
annars konar toga koma og til álita. í því
efni er mér ofarlega í huga sú samfélags-
þróun, sem þegar gætir og á vissulega eftir
að láta meir að sér kveða, að um leið og
hin ytri gerð þjóðfélagsins verður marg-
brotnari, þá rofnar sú eining andlegrar
menningar, trúar, lífsviðhorfa og verðmæta-
mats, sem lengstum hefur einkennt íslenskt
þjóðlíf. Fjöihyggjan heldur innreið sína hér
sem annars staðar sem fylgifiskur upplýs-
ingaaldar og tröllaukinnar fjölmiðlatækni. Á
íjölhyggjuöld mun koma í ljós, hversu mikil-
vægan stuðning er að fínna í trúar- og
skoðanasamfélagi, eins og kirkjan er kölluð
til að vera. Þetta rennir reyndar enn frek-
ari stoðum undir það sem áður sagði um
boðunina inn á við. En hvað trúboðshlut-
verkið varðar, áhrifamátt kirkjunnar út á
við, þá má ætla, að styrkur hans ráðist í
miklum mæli af því, hversu trúverðuga
mynd kirkjan birtir af sjálfri sér sem sam-
félag um heildstæða trúar- og lífsskoðun.
Styrkurinn mun felast í samfélaginu og í
samstöðunnni.
Það er önnur hlið á þessu máli hvað varð-
ar fjölhyggjuna, sem mjög er tímabært
orðið, að kirkjan fari að gefa verulegan
gaum. Það sem setur svip sinn á fjölhyggju-
samfélagið eru hin mörgu ólíku, eftir
atvikum andstæðu viðhorf, trúarskoðanir,
verðmætamat, sem við lýði eru samtímis
með einni og sömu þjóðinni. Þetta boðar
m.a. að löggjafarvaldið mun í vaxandi
mæli fara að hafa á því gát, hvort sjónar-
mið, sem til álita koma í einstökum löggjaf-
armálum, séu sérsjónarmið tiltekinna hópa
í samfélaginu.
Ef þau verða talin svo vera, þá má ætla
að löggjafarvaldið sjái sér ekki fært að veita
þeim brautargengi, a.m.k. ekki með jafn
afdráttarlausum hætti eins og að binda þau
í lög. Slíkum málum verður m.ö.o. vísað frá
löggjafarsamkomunni, og með þeim hætti
gefið til kynna, að borgurunum sé vissulega
fijálst að afla sjónarmiðum sínum fylgis í
lýðfijálsu landi, en það hljóti þeir að gera
án beinnar íhlutunar löggjafarvaldsins.
Þetta hygg ég að sé nokkuð ný staða
fyrir kirkjuna. Hún hefur átt því að venjast
að eiga nokkuð vissan stuðning ríkisvaldsins
í málefnum sem t.d. lúta að kristilegu sið-
gæði. En það er að breytast og flest virðist
mér mæla gegn því, að nokkuð annað sé í
vændum.
Hvernig á kirkjan að bregðast við þess-
ari þróun? Um það þykist ég vita að séu
mjög skiptar skoðanir á meðal kirkjufólks-
ins. Sjálfur hefi ég miklar efasemdir um
að réttu viðbrögðin væru þau að andæfa
gegn fjölhyggjunni, innan löggjafarsam-
komunnar eða utan, með því að neita að
viðurkenna, að þessi umskipti hafi orðið á
íslensku þjóðfélagi, Sn tfð er Hðin. að kirki-
an afli málstað sínum fylgis í krafti laga-
boða. Ólíkt meiri trú hefí ég á viðbrögðum,
sem viðurkenna raunveruleika fjölhyggjunn-
ar og líta á hana sem hvatningu til að
takast á við ný verkefni sem krefjast nýrra
vinnubragða. Fjölhyggjan er einmitt áskor-
un til fólks, sem hefur einhvem málstað að
veija og boðskap að flytja, að efla samstöðu
sína. Kirkjan er í eðli sínu slíkur hópur
fólks, og nú beinist sú áskorun til hennar,
hvort hún þekki sinn vitjunartíma og fari
að starfa í samræmi við nýjar aðstæður.
Og enn á ný kemur í ljós gildi þess, sem
svo mjög hefur verið í sviðsljósinu í þessu
máli mínu, að efla og styrkja hinn sam-
félagslega þátt í starfi kirkjunnar. Svar
kirkjunnar gagnvart Ijölhyggjunni er að
vera ekklesia, söfnuður fólks, er safnast
saman um trú sína og lífsviðhorf í víðtækum
skilningi, til sameiginlegrar uppbyggingar
inn á við, og til markvissrar og málefnalegr-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 9