Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 13
HORFT A HEIMINN
Eftir Gabriel Laub
Bréflaus framtíðarsýn
Veðrið í dag er hreint ein-
stakt, sólin hellir geisl-
um sínum yfir
kaupstaðinn Hamborg
og geislar hennar væru
ekki betri þó þeir hefðu
verið fluttir inn frá ísra-
el — mig fer líka að
langa til að geisla af kærleika og halda
mína lofræðu. Grínistar þurfa nú ekki for-
takslaust að nöldra og gagnrýna.
Eg ákveð að lofsyngja póstþjónustuna.
Sem heimavinnandi sjálfstæður ritverka-
maður hef ég stöðugt samband við póstinn
og kemst ekki með neinu móti af án hans.
Með póstinum sendi ég handritin mín til
útgefenda og ritstjóra — og fyrr eða seinna
komast þau á leiðarenda. Ritlaunin mín
koma með pósti, eða bankakvittanir um
þau. Pósturinn færir mér hótunarbréf gjald-
heimtunnar og reikningana sem koma í veg
fyrir það að húsið fyllist af peningum — en
með húsið fullt af peningum yrði ég kenjótt-
ur og hrokafullur. Svo það er skiljanlegt
hvað mér þykir vænt um póstþjónustuna —
enda hef ég nú ekki daglega umgengni við
samgöngumálaráðherra og póstmeistara
heldur bréfbera og afgreiðslulúgufólk sem
einlægt reynist mér viðfelldið og hjálpsamt
vöndugheitafólk.
Það er ástæðulaust að vera neitt að
kvarta þó bréfberinn komi ekki fyren um
tvöleytið úr því hann þarf að sinna tveim
hverfum. Póstþjónustan er þrautskipulögð
nútímastofnun. Nútíminn krefst þess vita-
skuld bæði þar og annarstaðar að stöðugt
sé fækkað þeim sem verkin sjálf vinna en
fjölgað þeim sem skipuleggja og ráða.
Þetta er almenn tilhneiging samtímans
þó hvergi hafi það náð lengra en einmitt
hjá póstinum. Því væri starf fulltrúans lagt
niður af hagkvæmniástæðum tæki vitaskuld
enginn eftir því nema fjölskylda hans og
einkaritari — veikist einhver í flokkuninni
hinsvegar þá merkja það fjölmargir við-
skiptavinir sem von eiga á sendingum. Þetta
er mergurinn málsins: að spara þarf minnsta
kosti þrjá til fjóra raunverulega starfsmenn
á móti hveijum fulltrúa sem sparaður er.
Þannig getum við lært af póstinum. Hann
undirbýr okkur fyrir sjálfa framtíðina, miklu
betur en nokkur skóli. Og þetta fræðslu-
starf póstþjónustunnar er sjálfu sér
samkvæmt hvort sem samgöngumálaráð-
herrann er dreifbýlismaður eða borgar-
skussi, rauður, svartur, grár eða glær eins
og marglytta.
Vera kann að við merkjum það hreinlega
ekki hvernig smám saman er verið að gera
okkar að hæfum framtíðarþegnum. Við sem
notum póstþjónustuna erum nefnilega bölv-
að íhaldsdót: Mörg okkar skrifa meira að
segja bréf ennþá — eins og tíðkaðist fýrr á
öldum. Enda mælti póstþjónustan öldum
saman upp í þvílíku fólki og dekraði til
skamms tíma við bréfritara.
Það var borið út tvisvar á dag og póst-
burður leyfður á laugardögum eins og
ekkert væri. Það voru sérstakir póstkassar
á járnbrautarstöðvunum þar sem póstleggja
mátti bréf tíu mínútum áður en lestin fór
. . . nú hefur póstþjónustan komið sér upp
annarri og viturlegri stefnu — það er meira
að segja hætt að tæma póstkassana á kvöld-
in.
Enda tími til kominn! Við eigum náttúr-
lega ekki að skrifa bréf, við erum nú engir
fomegypskir prestar eða kínverskir mand-
arínar! Við getum hringt, sent skeyti,
telexað eða verið með talstöð.
Og þetta er barasta byijunin. Bráðum
getur Annamaría frænka tilkynnt komu sína
á tölvuskerminum. Og við skulum bara sjá
hvort tilvonandi gestgjafí hennar vindur sér
ekki hið bráðasta í það að taka til hjá sér
sem hann vitaskuld aldrei hefði gert þó
óopnað bréf hefði legið á forstofukommóð-
unni. Ástarbréf gegnum myndsíma væru
heldur engin smávegis framför. Ekki bara
sjálegri heldur alveg pottþétt líka: aldrei
verða þau notuð sem neinslags sönnunar-
göng þegar frá líður.
Mikið er ég hrifínn af þessari bréflausu
framtíðarsýn sem póstþjónustan er að kenna
okkur.
Annars veit ég það ekki. Þó ég sé latur
að skrifa bréf þykir mér alltaf gott að fá
þau, jafnvel þó eitthvað hafi þurft að bíða
eftir þeim.
E R L UJ i i D I A R
B Æ K U R
LEO TOLSTOY:
THE KREUTZER SONATA
And Other Stories
Þýðandi og höf. inngangs David
McDuff.
THESEBASTOPOLSKETCHES
Þýð. og höf. inngangs David
McDuff.
Það væri að bera í
bakkafullan lækinn að
segja eitthvað enn um
Tolstoy, þennan mikla
á meðal mestu rithöf-
unda samanlagðrar
sögunnar en hér skal í
fáum orðum getið
tveggja bóka hans.
Kreutzer-sónatan er,
ásamt bálkunum Stríð
og friður og sögunni af Onnu Kareninu, það
verk hans sem hvað frægast hefur orðið. í
sögunni fjallar Tolstoy um hjónabandið og
niðurstaða hans verður sú að hjónaband sé
tæpast stofnun fyrir þá sem kristilegir vilja
teljast eða siðsamir. Það sé í eðli sínu sið-
laust. Svoddan predikanir hafa lítil áhrif nú
á dögum en gerðu það fyrir tæpri öld þegar
sagan var rituð. Siðferði er vitaskuld til en
er ekki sýnilegt á öllum torgum.
í þessu hefti eru og þijár sögur aðrar:
Djöfullinn, Falsaði seðillinn og Eftir dans-
leikinn. Þær eru hver um sig snilldarverk
og er Seðillinn lystilega samansett. Þá er
einnig í þessu bindi_ eftirmáli Tolstoys við
Kreutzer-sónötuna. í þeirri ritsmíð ljóstrar
hann upp um ætlan sína með verkinu.
The Sebastopol Sketches teljast ekki til
stórvirkja Tolstoys en hér kemur friðarsinn-
inn Tolstoy í ljós og er allt þetta verk í
líkingu við stríðsfréttaritun.
Hvort hefti um sig hefur að geyma inn-
gang eftir þýðandann og eru það prýðilegar
ritsmíðar hvor um sig.
HEROIN Chasing the Dragon
e. Justine Picardie & Dorothy Wade
TELEVISION TODAY AND
TOMORROW
Wall-to-Wall Dallas?
e. Christopher Dunkley.
Penguin Books 1985.
Ýmis eru mál dags-
ins. Eitt þeirra er
eiturlyfjaneysla og ann-
að er sjónvarpsnotkun.
Menn verða háðir hvoru
tveggja. Og nú er
„fijálst" sjónvarp orðið
að veruíeika á íslandi
um leið og eiturlyfja-
neysla eykst. Það er
ekki þar með sagt að
þetta haldist í hendur,
engin félagsleg könnun
hefur verið gerð á sam-
bandi þessara tveggja
mála. Eitt er þó víst að
hvort tveggja er flótti.
í ritinu Television
Today and Tomorrow
er saga sjónvarpsins
skráð í stórum dráttum
og gerir höfundur nýjungar þær sem þessu
fylgir að umtalsefni. Margt, sem áður var
ófyrirséð er nú orðið að veruleika og enn
fleira lítur dagsins ljós sem lýtur að þessum
áhrifamikla fjölmiðli. Sem Breti tekur höf-
undur breskt sjónvarpsefni fram yfir
bandarískt og telur Breta standa fetinu
framar en aðrar þjóðir í gerð sjónvarps-
þátta. Hann varar við sífellt meiri umsvifum
amerísks sjónvarpsefnis með tilkomu gervi-
hnattasendinga. Þessi bók, eða skýrsla, er
ekki skrifuð með það fyrir augum að hræða
menn í burtu frá sjónvarpi heldur í þeim
tilgangi að búa menn undir það sem fram-
tíðin kann að bera í skauti sínu.
Heróín er um margt svipað. Höfundar
hafa rannsakað neyslu þessa eiturlyfs sem
þykir hvað hættulegast af öllum fíkniefnum.
Á árum áður kom efnið aðallega frá Suð-
austur-Asíu en breyting hefur orðið á og
nú kemur það einkum frá Miðausturlöndum.
Fullyrða höfundar að slíkur kraftur sé í
framleiðslu þess að um þverbak keyri og
sé efnið jafnframt sterkara en það sem
áður fékkst í Evrópu. Með því að framboðið
er meira hefur efnið orðið ódýrara og um
leið aðgengilegra fleirum. Það eru ískyggi-
legar lýsingar sem dregnar eru upp í þessu
riti. Hver veit nema þessi vágestur sem
heróínið er eigi eftir að banka uppá hjá
unglingum íslands á næstunni, en neyslu
þess hefur enn ekki gætt hér.
PAUL FERRIS:
DYLAN THOMAS.
Penguin Literary Biographies. P.B. 1986
Skáldin eru skrýtin.
Svo þau veki eftirtekt
aimennings þurfa þau
helst að ganga muldr-
andi um götur í þvæld-
um búningum og með
hárið í ætt við heystakk
eftir þægilegt rok og
augun fljótandi eftir
svall gærkvöldsins og
sígarettu milli skjálf-
andi fíngra og með
seðla í vasa fengna að
láni hjá einhveijum gjöfulum eða skapillum
sem á því óláni að fagna að þekkja þetta
óforbetranlega skáld sem alltaf er í leit að
orðum eða máli uppfullt af harmi og beiskju
eða stundargleði. Og skáldið eyðir aurunum
í enn einn kaffíbolla, enn einn sígarettu-
pakkann í stað þess að auglýsa eftir vinnu.
Svona þurfa þau að vera til að þau haldist
í vitund almennings, eða þurftu áður en við
söng þeirra tók söngur ný-sírenanna, töl-
vanna og hljóðgerflanna. Nú eru þau létt-
væg fundin hvar sem þau leynast og spranga
barasta um með yfirgreiddan skallann í
terlíni eða Ull og vinna fyrir sér á ólíkleg-
ustu stöðum eða sjúkrastofnunum og hafa
fyrir löngu mis'st allt lánstraust.
Dylan Thomas var skáld upp á þann móð
sem fyrst var lýst hér að ofan. Líf hans var
harmleikur og hann orti og orti og datt
dauður niður eins og goðsagan segir á
nítjánda viskísjúss í New York. Reyndar
lést hann á spítala eftir að hafa fengið svo
mikið morfín í æð að það eitt hefði getað
drepið hann en ekki brennivínið sem hann
hafði sopið áður en hann var fluttur á þessa
stofnun. Síðustu orð hans munu hafa verið:
Eftir þijátíu og níu ár er þetta allt sem ég
hef gert.
Með honum dó máski goðsögnin um
drykkfellda skáldið sem allir óttuðust eða
hötuðu meðan það lifði en fóru að dá og
elska upp úr því.
Þessi ævisaga Dylan Thomas er ekki sú
fyrsta og sjálfsagt ekki heldur sú besta en
ágæt verður hún að teljast.
Guðbrandur Siglaugsson tók saman
PlNC.UIN LlllKAKV BlOCIUnilIl
DYLAN
THOMAS
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 13