Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 5
fram Aðalstrætinu. Með þessari tillögu sýnist þó hafa verið gert ráð fyrir algeru niðurrifí Grjótaþorpsins og endurbyggingu á því svæði; annað hefði vart komið til greina á bak við þessa 8 hæða húsaröð. Þótt tiilagan sé bam síns tíma, er hún síður háð tíma og tízku en margt annað, sem lagt hefur verið til málanna. Þama er áherzl- an á metnaðarfulla endurreisn höfuðstaðar- ins með byggingum, sem minna á erlendar borgir, þar sem lóðarverð leiðir af sér háar og þéttar byggingar. TiIIaga Harðar Bjarnasonar ofl. að hóteli á horni Túngötu ogAðal- jre jgtí strætis. i® 2*0 ’Jgíí jpBHMoaag 1» í&rmgalnr ! ssnntiaöaBBSBaaB 'm ! ít«sBnaB((0Haaas Í! ÍŒÉbB ■icOTBoaaBaaaaaiji lllflÍlffl HHBEPBEaHaaBBfliTgjl1 Lra |?! j wmnM) i SaáiÖMjiiiEr ..^ Gert Ráð Fyrir Ráðhúsi í Grjótaþorpinu Til er einnig tillaga Sigurðar heitins Guð- mundsonar arkitekts um útlit Aðalstrætis og þarmeð Gijótaþorpsins. Hún er öll í anda módemismans eins og blokkimar við Tjöm- ina; hver kassinn á fætur öðmm og þökin flöt eða því sem næst. Þar sem Austur- stræti sker Aðalstræti, vildi Sigurður hafa opinn húsagarð upp í brekkuna og fyrir enda hans skyldi byggja ráðhús. Sem sagt: Hér er einnig gert ráð fyrir niðurrifí Gijóta- þorpsins og nýjum steinkössum í staðinn. Ósköp er þetta nú lítið fallegt og lítill skaði skeður, að þetta varð ekki að veruleika. Næst í tímaröðinni er líklega tillaga dan- skra arkitekta og Aðalsteins Richters, þar sem virðist vera gert ráð fyrir uppbyggingu Gijótaþorpsins í þeim stíl, sem einn íslenzk- ur arkitekt hefur nefnt „danskan bílskúra- arkitektúr". Hér em tveggja til þriggja hæða hús komin í stað þess, sem fyrir var og meðal þess, sem vísar til nútímalegri hugmynda er göngugatan á teikningunni, sem er með tröppum upp eftir brekkunni og hlýtur þar af leiðandi að vera annað- Hugmynd Sigurð- ar Guðmundsson- ar um kassalaga byggingaríanda mádernismans við Aðalstræti. Móti Austurstæti er húsagarður uppí Gijótaþorpið og þar skyldi byggja ráðhús. Hugmynd bandarískra arkitekta um hótelí Grjótaþorpinu, nánast þarsem Morgunblaðs- húsið stendur nú. Byggtinn ískörðin ígömlum stíl. Hugmynd Hjörleifs Stefáns- sonar arkitekts. Nýtt Gijótaþorp með göngugötu í tillögu danskra arkitekta ogAðal- steins Richter. Mikið lán, aðþetta komst ekki lengra en á pappírinn: Hugmynd Ólafs Sigurðssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar arkitekta aðþeirri hlið Gijóta þorpsins, sem snýr út að Aðalstræti. hvort Gijótagata, Brattagata eða Fisher- sund. Það bendir óneitanlega á danskan uppmna teikningarinnar og ókunnugleika á staðháttum, að skugginn er hægra megin, svo sólin skín úr norðri. Guðsþakkarvert Að Ekki Varð Af Framkvæmd Þá er komið að tillögu arkitektanna Ól- afs Sigurðssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar um þá hlið Gijótaþorpsins, sem snýr út að að Aðalstræti. Gert er ráð fyrir Morgunblaðshúsinu og Innréttingahús- inu áfram, en önnur hús í röðinni meðfram Aðalstræti em ný og æði framandleg. Þótt tiltölulega skammt sé síðan þessi tillaga kom fram, verður að telja mikið gleðiefni að hún skyldi ekki komast lengra en á pappírinn. Það sem einkennir útlitið em hvöss hom og framúrskarandi harðneskja, sem hefði gert þessa elztu götu bæjarins afar fráhrind- andi.Hér hefði verið við hæfí að tala um skörðóttan hundskjaft. Áhugamenn um húsvemdun hafa verið því meðmæltir að halda í Gijótaþorpið í núverandi mynd, enda þótt þar sé næsta fátt uppmnalegt, en þeim mun meira um breytingar og klastur. Sú skoðun hefur átt fylgi, að inn í eyður og skörð mætti byggja hús í hinum dæmigerða bámjámshúsastíl frá því fyrr á öldinni. Á þeirri línu er tiilaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts og sést á teikningu, sem birt er í bókinni og einnig hér, hvemig Hjörleifur hugsar sér að Mjó- strætið gæti litið út. Ekki hefur orðið af framkvæmd þessarar tillögu fremur en ann- arra, sem fram hafa komið, enda em á henni augljósir gallar, sem felast einkum í því, að það sem eftir stendur af Gijótaþorp- inu er illa farið, sundurleitt og fjærri því að geta talizt fagurt. í annan stað hefur því verið breytt svo, að það hefur ekki leng- ur byggingasögulegt gildi, - og í þriðja lagi er það eitthvað í ætt við tilbúnar fomminjar að byggja í stfl, sem heyrir til löngu liðnum tíma. Nýjasta tillagan er frá þeim Dagnýju Helgadóttur og Guðna Pálssyni arkitektum og hefur nýlega hlotið samþykki meirihluta í borgarstjóm. Tillagan snertir Gijótaþorpið ekki nema að hluta. Hún snýst um Kvosina í heild og Aðalstræti þar með, en af teikning- unni má ráða, að ekki er gert ráð fyrir breytingu á Gijótaþorpinu að öðm leyti. Að Ganga Af Göflunum Þetta er dæmigerð málamiðlunartillaga, sem gerir útlitið viðunandi, en alls ekki með neinum glæsibrag. Hér er verið að útfæra smábæjarkjama lítill sanda og lítilla sæva; það er sú hugsun, sem núna er ofaná. Það er samt margt geðþekkt við þessi hús þeirra Dagnýjar og Guðna. Þau taka mið af fortíð- inni með kvistum. og dágóðum rishalla, en hvað gerist þá? Öðrum DV-ritstjóranum þykir þetta afleitt vegna þess að það minnir hann á hollenzk sýkishús. Og borgarfulltrúi Kvennalistans í Reykjavík skrifaði heilsíðu í Morgunblaðið, þar sem hún gengur af göflunum í eiginlegri merkingu. „Hollenskir húsgaflar í Kvosinni" er fyrirsögnin á grein hennar og gengur hún útá að sýna borg- arbúum framá, hvað það sé afleitt, að til séu húsgaflar. Hún étur það upp eftir DV- ritstjóranum, að húsgaflar séu hollenzkt fyrirbæri og virðist ekki hafa veitt því eftir- tekt, að bámjámshúsin frá fyrriparti aldarinnar vom ekki öðmvísi en með hressi- lega gafla. í Hafnarfírði stóðu Gaflarar undir sínum göflum og torfbæimir á síðustu öld vom með gafla og burstir eins og allir vita. Það er ekki fyrr en ósnjallir arkitektar plata inná okkur þeirri hugmynd, að flöt þök haldi vatni, að gaflar láta undan síga í bili; já, aðeins í bili, þvi fólk lætur ekki gabba sig endalaust. í Reykjavík hafa myndarlegir gaflar lengst af sett svip sinn á bæinn. En það hefur farið framhjá Kvennalistakonunni. Hún birtir mynd af nýlegri hollenzkri byggð með húsum, sem gætu verið nánast hvaðan sem væri úr veröldinni og segir: „Ástæðan fyrir því að Holland og ísland hafa þama fengið sama svip er kannski sú að það er tæpast hægt að segja að íslending- ar eigi sér einhveija hefð í húsagerð. Skipulagshöfundar hafa því notast við nýj- jastu tízku til að fylla upp í skörðin..." Á þetta er aðeins drepið hér til að sýna, hvað málflutningur getur orðið fjarstæðu- kenndur. Vonandi göngum við ekki af göflunum, hvort sem tillögur þeirra Dagnýj- ar og Guðna verða framkvæmdar nákvæm- lega eins og þær líta út á pappímum. Þær era það skásta, sem fram hefur komið í þá vem að setja nýtt svipmót á Kvosina, - og að hluta til á Gijótaþorpið, en ég ítreka, að samt er það svipmót lítilla sanda og lítilla sæva, sem samþykkt hefur verið. Þessar hugleiðingar hafa vaknað við lest- ur bókar Trausta Valssonar. Ölium sem áhuga hafa á umhverfísþróun höfuðborgar- innar skal bent á, að þar er mikinn fróðleik að finna og ágætt yfírlit yfír hugmyndir, sem stundum hafa litið prýðilega út í fyrstu, en svo þakkar maður forsjóninni fyrir það eftirá, að þær skyldu ekki komast Iengra en á pappírinn. GÍSLI SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.