Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 12
Myndröð GasiorowskiiGalleríMaeght. Galleri G.K.M. íMalmö sýndimálaðan flygil og verk eftir Corneiile. í Osló sem ruddi brautina með tvo listamenn í farangrinum, Kjell Nupen og Inger Sitter. Fimmtán gallerí komu frá ítalíu og ellefu frá Þýskalandi svo dæmi séu nefnd. „ONEMANSHOW" Það er ógjörningur að skoða FIAC-sýn- inguna á einu síðdegi nema láta sér nægja yfirborðslega skoðun. Þó kjarni markaðarins breytist lítið ár frá ári, svipaðir básar á svipuðum stöðum, þá breytast -listaverkin sem á boðstólum eru. Galleríin reyna öll að tefla fram sinni bestu vöru eða réttara sagt, þeirri sem vænlegast þykir til sölu í það og það skiptið. Einnig breytist fjöldi gallerí- anna. Sum hverfa og önnur koma í staðinn, t.d. tóku nær engin ljósmyndagallerí þátt í messunni í ár en þau fengu að vera með í fyrsta skipti 1982 og lögðu þá metnað sinn í að sannfæra gesti sýningarinnar um að ljósmyndin gæti haft listrænt gildi og líka verið söluvara. Það sem setur hvað sterkastan svip á þennan markað og gefur tón sýningarinnar eru hin svokölluðu „one man show" gallerí- anna þar sem aðaláherslan er lögð á framleiðslu eins listamanns. Cobra-málar- arnir hafa verið áberandi vinsælir á síðustu FIAC-sýningum og virðist áhuginn á þeim frekar fara vaxandi en dvínandi. Gallerí Fabien Boulakia, París, bauð upp á „one man show" á tuttugu málverkum eftir As- ger Jörn frá árunum 1948—1969, en verk eftir hann kosta í dag 2,5—4 milljónir ísl. kr. Sænska galleríið GKM í Malmö sýndi eingöngu verk eftir Corneille, og verk eftir Appelog Alchiniskyu voru í mörgum gallerí- um. Danska galleríið Birch var einnig með mörg verk eftir Carl Henning Pedersen. Þau „one man show" sem vöktu hvað mesta athygli mína voru Jean Pierre Ray- naud (Galerie de Varenne, Genf Sviss), Zoran Music (Galerie Claude Bernard, París), Gasiorowski (Galerie Maaeght, París) með málverkaseríu „Fertilité" sem hann málaði skömmu áður en hann lést. Höggmyndalistin fékk nú meira rými en áður. Artcurial var t.d. með „one man show" á skrautiegu'm viöarhöggmynöum eftir Eti- enne Martin og í bás gallerí Beaubourg var varla hægt að þverfóta fyrir gríðarmiklum niðurskornum grískum styttum eftir Arman. En sá sem bar hæst að mínu mati var ungur myndhöggvari, Plensa, sem gallerí Guimiot frá Brussel kynnti með aðeins einu gríðarstóru verki. StígandiVeldi Abstrakt-Listarinnar Fígúratíva málverkið sem réð lögum og lofum á markaðnum fyrir 3-4 árum víkur nú hægt og bítandi fyrir ferskari hreyfing- um, eilítið vitsmunalegum sem standa kannski minimal-, concept- og abstrakt- listinni nær, — eins og við mátti búast. Stjörnur FIAC í ár voru án efa stórkarlar „non-fígúratíva" málverksins, Hans Hart- ung (Galerie Daniel Gervais, París) og Pierre Soulages (Galerie de France, París) sem £3g—W—WBMIIHM— —BWWIWaMHBaB— legri merkingu orðanna fóru að skjóta upp kollinum. Síðan voru það menn eins og Paul Durant-Ruel (1831-1922), Ambroise Vollard (1868-1939) og Henry Kahnweiler sem áttu eftir að gjörbreyta stöðu lista- verkasala. Það var ekki spurning um að svara eftir- spurn heldur höfðu þeir ótakmarkaðan áhuga á þeim listamönnum sem þeir vildu koma á framfæri — hvað sem það kostaði — og það sem þeir buðu var oftast á skjön við smekk venjulegra viðskiptavina. Þeir börðust fyrir því sem þeir trúðu á (t.d. im- pressionistana.og kúbistana) og voru um leið byltingarmenn og skaparar á sinn hátt.' Nú er spumingin hvort þróun listaverka- markaðarins í dag sé ekki í algjörri andstöðu við hugsjónir þessa gamla þrístirnis? Það mætti segja mér að þeir listaverkasalar nú á dögum væru teljandi á fingrum annarrar handar sem líkja mætti við þessa gömlu jötna. Listaverkasalar og safnarar nú virðast lifa í stöðugum ótta við að troðfylla húsa- kynni sín af nýjum Meissonier og það sem meira er. Missa af nýjum Cézanne. Van- þekking og misskilningur listgagnrýnenda og miðlara áður fyrr hefur breyst í einn allsherjar „yfirskilvitlegan" skilning í dag. Þannig spila listbraskararnir lottó — kaupa allt með því hugarfari að ef til vill leynist einn lítill gimsteinn innan um sem síðar muni borga upp allt hitt tapið. FyrstOgFremst sölumarkaður Endurspeglar FIAC-markaðurinn þá list- sköpunina í dag? Svar mitt er eindregið — nei. En hann gefur vissa heildarsýn yfir sölumarkað sjónlistanna og undirstrikar til- veru hins alþjóðlega listaverkamarkaðar. Það má segja að hann sé einskonar augna- bliksmynd af ástandi markaðarins í dag, og þá auðvitað í gegnum ljósop galleríanna. Ekkert safn gæti boðið upp á slfka sýningu og skoðandinn verður að leggja dálftið á sig ef hann vill leiða hjá sér peningalykt mess- unnar sem ilmar meðfram öllum veggjum og í dýpstu skúmaskotum. Eigendur galleríanna eru alltaf hálfkvíða- fullir og þótt sum galleríin mali gull verða önnur að láta sér nægja minna. Þrátt fyrir lagagrein vinstri stjórnar á sínum tíma um að skattleggja ekki listaverk er sala þeirra iðulega ótrygg og gengi galleríanna er allt- af undir söfnurunum komið. Og öll vitum við mæta vel að söluárangur er engin sönn- un um snilli. Höfundurinn er listfræðingur og býr í París. Hún hefur oft skrifað í Lesbók um myndlist í París. „Ég vil vera ftjáls og vitíaus, - en mér tekstþaðekki", undirritað Ben. þjóta upp verðstigann en ótrúlegar upphæð- ir heyrast nefhdar þegar spurt er um verð verkanna. Gallerí Dina Vierny, París, var með einstaklega fallegt „one man show" á verkum eftir Serge Poliakoff og minnist undirrituð þess ekki að hafa séð svo mörg yerk eftir hann samankomin á einum stað. í gallerí Clivages, París, beint á móti héngu verk eftir Tal Coat. Listamenn „lá figuration narrative", eða frásgnarlistarinnar eins og þeir hafa verið nefndir, frá sjöunda áratugnum voru einnig dálítið áberandi. Menn eins og Velickociv (Galerie Trigano, París), Peter Klasen (Gal- eríe Mathias Fels, Paris), Fromanger (Galeríe Ysy Brachot, París), og fimm lítil Innsetning (installation) eftir Jean Pierre Reynaud í Galerie de Varenne. verk eftir Erró héngu í gallerí Montenay- Delsol (verð frá 60.000-100.000 ísl. kr.). Gúrúinn Daniel Templon var með gríðar- stóra bása þar sem hann sýndi annars vegar listamenn gallerísins (Jean Le Gac, Patrice Giorda, Venet, Chia og fleiri) og hins vegar módel og teikningar eftir arkitektinn Arata Isozaki úr því stóra einkasafni (Founda- tion), sem hann hyggst reisa í Sophia Antipolis í Suður-Frakklandi. durant-ruel, vollard OgKahnwedler Það var raunar ekki fyrr en á 18. öld sem listaverkasalar og einkasafnarar í nútíma- T2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.