Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 6
Ljóð eftir tyrkneskan forsætisráðherra Aðalsteinn Ingólfsson þýddi Búlent Ecevit Á morgun á morgun gerist eitthvað það sest á hestunum, hvernig þeir haga sér í haganum, það sést á ferðalagi skýianna og á brambolti broddgaltanna niður við svörðinn af írafárí mauraflugnanna má skilja að á morgun gerísz eitthvað, kannski Fellur blómknappur, kannski fellur lauf af tré, kannski barn þótt við sjáum ekki inn í framtíðina skynjum við í flóttalegum vængjaslætti fuglanna að eitthvað geríst á morgun eitthvað lítitvægara en hmn daginn, mikilvægara en í dag (1975) Manneskja vissulega verður myndin sem þú teiknar fegum en þú, og skúlptúrínn sem þú mótar verður meirí en þú myndarlegrí en pú ljóðið sem þú skrífar verður einiægara en þú lagið semþú syngur verður tilnnningaríkara en þú þú ert meiri en þú ert oetri en þú ert myndarlegrí en þú ert (1954) Hæfileiki horfðu sjónlaust hlustaðu heyrnarlaust vittu vitlaust láí sá þér með útsæðinu sprettu með tríáviðnum hníg með laufinu harma htíóðlaust hlæðu gfeðilaust dey lifandi tíúk upp lófum lát himininn greiða gátu (1976) Bulent Ecevit (f. 1925), sem var forsætisráðherra Tyrklands frá 1974 til 1980, er mikill bókmenntamaður. Á yngri árum þýddi hann skáldskap eftir Tagore, Ezra Pound, Dylan Thom- as og T.S. Eliot. Á árunum 1946—50 var Ecevit við nám í sanskrít og listasögu í Lundúnum, og hefur skrifað margar ritgerðir um listsöguleg málefni. Árið 1976 kom út ljóðakver eftir hann sem hlaut miklar vinsældir í heimalandi hans. Ecevit skrifaði flest ljóða sinna í hita stjórnmálabaráttunnar til þess, að því hann sjálfur segir: „að halda lífi í sjálfínu". Úrval ljóða Ecevits kom út á sænsku árið 1985, í þýðingu Anne-Marie Özkök með inngangi eftir Olof Palme. íslensku þýðingaraar eru gerðar eftir þeim þýðingum og þarafleiðandi eru þær varla nema bergmál af skáldskap Ecevits á frummálinu. A.I. Stýrimanni fórnað sjórétti sagði skipstjórinn á Goðafossi ekki sannleik- ann um strand skipsins. 1. stýrimaður sagði ekki allan sannleikann, sennilega til hlífðar yfirmanni sínum, en þó nógu mikið til þess að málið lá nokk- uð ljóst fyrir. En það virðist ekki hafa verið ætlun Af Goðafoss-strandinu við Hornstrandir 1916 og hinum furðulegu eftir- málum þess EFTIR ÓLAF ELÍMUNDARSON sjódómsmanna og annarra forráðamanna, að málið yrði upplýst. Og það skóp 1. stýri- manni skipsins hörð örlög. Frásögn þessi birtist í ritinu Frá ystu nesjum, 3. bindi 1982. Hér er hún allmikið stytt. í janúarmánuði árið 1914 var Eimskipafé- lag íslands stofnað. Ákveðin var smíði tveggja skipa til farþega- vöruflutninga. Bæði skipin voru smíðuð í Danmörku. Fyrra skipið, Gullfoss, kom svo tíl landsins 16. aprfl 1915, en seinna skipið, Goðafoss, kom í fyrsta sinn tíl Reykjavíkur 13. júlí/Goða- foss var 1374 brúttólestir, og rúm voru fyrir 56 farþega. Skipum þessum var forkunnarvel tekið af þjóðinni, þeim var fagnað hvar sem þau komu og skipstjórar þeirra vegsamaðir. Goðafoss var í áætlunarferðum milli íslands og Kaupmannahafnar og í strandferðum norður um land. Haustið 1916 var farin ein ferð til New York og komið aftur til Reykjavfkur úr þeirri ferð 21. nóvember. í strandferð til Akureyrar var haldið úr Reykjavík þann 23. I „Dagbók" Morgun- blaðsins stendur þetta þriðjudaginn 28. nóvember: „Skipaferðir. Þrjú skip fara héð- an í dag vestur til ísafjarðar, Goðafoss, Ceres og Flóra. Varla geta Vestfirðingar nú kvartað undan samgönguleysi, þar sem þrjú skip fara í einu, en svo líður líka lang- ur tími þangað til næsta ferð fellur vestur." „ VlÐ ERUM ALLT OF Langt Frá RITNUM" jGoðafoss kom til ísafjarðar 29. nóvember Flakið af Goðafossiþar sem það liggar í stórgrýttri fjöru undir Straumnesfjalli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.