Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 15
Elztu menn mundu ekkiannað eins: Flutningaskip strandað íísnum á Saxelfi í Þýzkalandi. á vetrum mikil. Því verður allkalt, en þrátt fyrir allt er stutt síðan þetta loft var hlýtt. Sé hins vegar farið alveg austur fyrir fyrir- stöðuna er komið inn í kaldan loftstraum úr norðri. Bæði gerir fyrirstaðan það að verkum að óvenju norrænt loft er í takinu og einnig sér hún til þess að beina því óvenju langt suður á bóginn. Þegar fyrirstaðan slitnar alveg úr beinu sambandi við hlýja loftið minnka hitaaf- brigði heldur. Hlýja svæðinu vestan í fyrir- stöðunni er ekki lengur séð fyrir hlýju lofti að sunnan og það kólnar smám saman. Langir góðviðriskaflar hér á vetrum eru gjarnan tengdir fyrirstöðuhæðum. Kuldarnir í Evrópu A 3. mynd má sjá dæmi um loftstrauma einn daginn í janúarkuldakastinu í Evrópu. Á myndinni sést hvemig hlýja loftið hefur skotið upp kryppu langt norður í höf. Hlý- indi em á Islandi, Norðaustur-Grænlandi og jafnvel norður undir Svalbarða (suma dagana náði hlýja loftið líka þangað). Inn á Eystrasaltssvæðið streymir hins vegar kalt loft frá Rússlandi norðanverðu. Sé litið á mynd 1 sést hvemig þetta ástand er nán- ast þveröfugt við það sem venjulegt er. Til viðbótar kemur að sól er lágt á lofti á þess- um árstíma og útgeislun mikil í björtu veðri og snævi þakinni jörð. Fyrirstaða sem þessi getur verið ákaflega þrálát, því að hlýja loftið í henni blandast seint loftinu utanvið. Eyðing fyrirstöðu get- ur orðið með ýmsum hætti. Stundum slitnar smám saman úr henni, stundum kólna fyrir- stöður hægt upp og eyðast og stundum eru þær gripnar inn í nýjar fyrirstöður sem myndast í nágrenninu. Eins og fram hefur komið hafa fyrirstöð- ur mikil áhrif á veðurlag hérlendis, bæði til góðs og ills. Hefði þessi fyrirstaða í Noregs- hafi myndast 30—40 lengdargráðum vestar hefðum við mátt búa við norðaustanáttina í háloftunum. Það hefði þó ekki þýtt sams konar kulda og var við Eystrasalt, því opið haf er fyrir norðaustan land og yfir því- hefði loftið hlýnað talsvert. Hvað óheppileg- astar fyrirstöður fyrir okkur eru staðsettar við eða yfir sunnanverðu Grænlandi. Þá er norðvestanátt í háloftum yfir Islandi og dregur hún ómengað heimsskautsloft suður með norðaustanverðu Grænlandi í átt til íslands. Sé einnig hafis hlýnar slíkt loft lítið á leiðinni. Þannig var veðurlagi einmitt háttað frostaveturna 1881 og 1918. En dálítið er undarlegt að hlýtt loft á villigötum skuli valda slíkum kuldum. En þannig er það. Góðkunningi okkar íslendinga, hæðin yfir Grænlandi, er oftast ekki fyrirstöðuhæð heldur af dálítið öðrum rótum runnin. Hins vegar eru flest rigningarsumur á Suður- landi afleiðing af þrálátri fyrirstöðuhæð yfír Bretlandseyjum. Yfirlitstölur um kuldana í Evrópu liggja ekki fyrir, en ætlunin er að líta nánar á þær á þessum vettvangi þegar þær berast. Höfundur er veðurfræöingur og starfar á Veð- urstofu islands. Ryszard Krynicki Ekki hugmynd Tileinkað Adam Michnik Jón Gunnarsson þýddi Likast til var lífsreynslan takmörkuð, böm vorum við. Hitt vissum við þó, að lygum áttum við að trúa. Og ekki höfðum við hugmynd um, hvað við þráðum annað en sannleika, mannréttindi, þá, þegar við komum saman á Iitla toiginu við minnisvarða þjóðskáldsins okkar, hans, sem einu sinni var ánauðugt bam og sekur útlagi. Og við fengum okkur að reykja og kveiktum okkur í með dagblaðalygunum. Og sígarettumar reyktum við þótt þær væru eibur líkömum okkar. dagblöðin brenndum við. Þau, sem eitrað höfðu sálir okkar. Og stjómarskrána okkar lásum við og mannréttindaySrlýsinguna og ekki höfðum við hugmynd um, að mannréttindi kynnu að reynast svo ósamræmanleg hagsmunum sambotgara okkar. Og ekki hafði okkur órað fyrir, að hægt væri að senda svo marga brynvagna gegn saklausu fólki, gegn okkur, þessum bömum, sem ekld áttum önnur vopn en hugmyndimar, sem við höfðum lært í skólanum: Já, hugmyndimar sem okkur hafði verið kennt að gieyma í skólanum. Við áttum að vopni hugmyndir þjóðskáldsins okkar: þarna stóðum við hjá minnisvarðanum og aldrei hafði okkur komið til hugar að hægt yrði að kæfa slíkar hugsjónir í ræðuhöldum kúgaranna, árásargreinum, lygaflaumi, í vægðariausum atlögum þessara stríðöldu, sjálfumglöðu valdhafa. Og aldrei kom okkur til hugar, að þeir fiillorðnu mundu ekld trúa okkur, heldur þessari margtuggnu lygi, að hægt sé að bregða striki ySr allt, að hægt sé að gleyma öllu og láta eins og ekkert haS gerst Og ekki óraði okkur fyrir því, að það, sem við ættum í vændum, yrði verra, en allt sem við höfðum óttast mesL Og þá höfðum við ekki hugmynd um, að það er ijandsemi við náungann að leggja hluti á minnið. Og ekki áttum við von á, að þótt við lifum hér og nú, yrðum við að láta sem við lifðum á öðrum tímum og öðrum stað og beijast gegnum jámbenta þokumóðu við svipi hinna framliðnu. Ljóð Ryszard Krynickis heyra til „neðanjarðarbókmenntum" í Póllandi um þessar mundir. Hann er fæddur í Kraków 1946: kvæðið sem fylgir er ort (1983) til vinar hans Adams Michnik, sem sætt hefur fangelsun fyrir störf sín í þágu Einingar og hefur ósjaldan veriö nefndur ( fréttum undanfarið. Staðurinn sem vitnað er til i kvæðinu, er aðaltorgið í gamla bænum í Kraków. Þar er minnisvarði þjóðskálds Pólverja, Adams Mickiewicz. Til tónlistarinnar An die Musik eftir Franz von Schober Helgi Skúli Kjartansson þýddi Þú dýra list. Ég. dapur mörgu sinni hlaut drúpa höfði í lífsins iðusveim, uns þú gafst anda og yl þinn sálu minni, lést opinn nýjan, betri og fegri heim — lést opinn bjartan betri heim. Oft harpan þín af höfgum slegin trega, oft hljómur gleðifagur benti mér frá drunga heims til drottins himinvega. Ó dýra list, hve bljúgur lýt ég þér. 0 dýra list, ég þakka þér. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.