Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 3
iirgpfr h ® 0 (o) [u] m in b si iii a tn si m Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoó- arrítstjórí: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulitr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rrtstjóm: Aóalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan Sjá texta undir myndinni á forsíðunni. New York er sá staður í veröldinni þar sem ungir myndlistar- menn vilja gjaman lifa og hrærast, enda margt að sjá þar. Lesbókin hitti að máli tvo unga menn, sem luku námi í höggmyndalist frá School of Visu- al Arts í vor: Svein Þorgeirsson og Guðjón Bjamason. Að náminu loknu ætla þeir báðir að freista gæfunnar þar vestra. Fæðuöflun er viðfangsefni sem sífellt smæri hluti af íbúatölu hvers lands stundar og að sjálfsögðu er sú þróun byggð á orkunotkun, sem er margfalt meiri í hin- um þróuðu löndum en þeim vanþróuðu. Um þetta mál, fæðuöflun og orkunotkun skrifar Bjami Guð- mundsson, sem verið hefur aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra. Zambia er land í Afríku, sem laðar að sér ferðamenn, m.a. til að sjá Viktoríufossana. En Zambiuför er ekki áhættulaus. Það reyndi brezkur ferðalangur, sem var settur blásaklaus í fangelsi á þeim forsend- um að hann væri útsendari og njósnari Suður Afríku. Hann lýsir því víti, sem þessi fangelsisraun var. NÍNA BJÖRKÁRNADÓTTIR: Flóki In memoriam Pie Jesu, Domine dona eis requiem. Við ferðumst um hann rökkurheiminn þú gast alltaf opnað hann ævintýri — sögur dularfullir hlátrar — ofsakátir alltaf sat engill innst. Núna get ég ekkert nema grátið eins og bam í sjálfselsku minni og kveinað þessi orð annars skálds: deyðu ekki mér þykir svo vænt um þig Bróðir minn í Finnlandi Mjög skiptar skoðanir em um gagnsemi norrænnar samvinnu og þátttöku okkar ís- lendinga í Norður- landaráði og um arðsemi þess kostnað- ar, er þessu fylgir. Sumir telja, að norrænt samstarf séu einungis skemmtiferðalög og drykkjuveislur, en aðrirtelja samvinnu þessa hina jákvæðustu og hafi mörgu góðu komið til leiðar. Líklegast hafa báðir hóparnir nokkuð til síns máls. Minnka mætti þó glasaglaumur- inn, en aukast athafnimar. Þegar ég kom tU Finnlands í fyrsta skipti, sem áhorfandi á Ólympíuleikunum í Hels- inki í júlímánuði 1952, þá henti mig eftir- minnilegt atvik. Mikill fjöldi útlendinga var í höfuðborg- inni, öll veitingahús þéttsetin, jafnt í hádegi sem að kveldi. Ég gekk inn í stórt hótel í miðborginni um hádegisbil og var vísað þar á tveggja manna borð. Eftir skamma stund vísar þjónninn Finna einum til sætis við sama borð. Kynnti hann sig og kvaðst vera bóndi frá Norður-Fjnnlandi og vera forvitinn um þjóðemi mitt. Ég kynnti mig og sagðist vera frá íslandi._ „Þú ert fyrsti íslendingurinn, sem ég hitti og ég býð þér matinn að því tilefni." Ég kom engum vömum við, en undrun mín var mikil. Einu vandkvæðin í þessum hádegis- verði vom þau, að finnski bóndinn vildi af rausn sinni að ég drykki meira með matnum en ég taldi hóflegt. Slíkt atvik hefur aldrei hent mig í nokkru landi fyrr eða síðar. Hvað er það þá, sem gerir Islendinga svo sérstæða í augum Finna. Ég hefi reynt að gera mér grein fyrir ástæðunum og hefi fundið eina, sem ég tel að hafi rist djúpt í hugum Finna. I vetrarstríðinu milli Rússa og Finna, er háð var veturinn 1939—1940, frá 30. nóv- ember til 12. mars, urðu Finnar fyrir miklum skakkaföllum, mannfall var mikið, bæði meðal hermanna og óbreyttra borgara. Fjöldi barna varð munaðarlaus, hafði ýmist misst annað foreldri sitt eða bæði. Þá beitti Rauði kross íslands sér fyrir víðtækri fjár- söfnun til styrktar finnsku þjóðinni. Á miðju ári 1941 drógust svo Finnar aft- ur inn í stríð við Rússa og í það sinn í sjálfa heimsstyijöldina síðari við hlið Þjóð- veija. Var stríð þetta nefnt „framhaldsstríð- ið“ og lauk með vopnahléi 19. september 1944. Árið 1947 stofnaði sr. Sigurbjöm Ástvaldur Gíslason Finnlandshjálpina og var formaður hennar allt til 1952. Einn þáttur Finnlandshjálparinnar var að fá íslendinga til að taka að sér að greiða uppeldi eins munaðarlauss barns til 16 ára aldurs. En sr. Sigurbjöm gerði meira. Hann fékk þá hugmynd að koma upp bamaheim- ili í Helskinki. En þar var við ramman reip að draga, því nú voru haftaár hér heima á Fróni og gjaldeyrisyfírfærslur torfengnar. En sr. Sigurbjöm Ástvaldur sá við þeim þröskuldi. Hann keypti saltsfldartunnur hér heima, sendi til Finnlands og seldi þar til að hafa upp í byggingu bamaheimilisins. Þar sem fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þessir atburðir urðu er skiljanlega erfítt að afla upplýsinga um, hve mörg börn vom þannig að nokkm leyti „ættleidd" af íslend- ingum. Ég veit þó af tveim mönnum sem það gerðu. Annar þeirra hefur ávallt haldið sam- bandi við son sinn, sem dóttir hans nefndi síðar „bróðir minn í Finnlandi". Hann hefur komið þrisvar sinnum til ís- lands, þessi fóstursonur íslands, í fyrsta skipti til þess að hitta sinn íslenska föður, konu hans og systkini sín á íslandi eins og hann kallar þau vafalaust. í hin skiptin kom hann t.il að sitja fund í stjóm norræna iðn- þróunarsjóðsins, því hann er fulltrúi Finna þar og einn af æðstu mönnum iðnaðarráðu- neytisins í Helsinki. Hinir íslensku foreldrar hafa einnig heim- sótt hann í Finnlandi. Þetta er falleg saga, sú eina sem ég kann um „finnsku bömin á íslandi". En þessa sögu þarf að skrá, fá upplýsingar um öll „finnsku bömin“ og hina íslensku foreldra þeirra, svo og sfldarævin- týri sr. Sigurbjöms. Þetta er dæmið um jákvæða norræna samvinnu. í Heimaeyjargosinu sönnuðu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar svo eftirminni- lega hug sinn til íslendinga með stórkostleg- um fjárframlögum og stuðningi, að lengi verður eftir munað hér á landi. Neikvæða hliðin á norrænni samvinnu er svo aftur á móti veislugleðin, sem getur gengið út í svo miklar öfgar, að eitt sinn sagði við mig norskur þingmaður og borgar- fulltrúi frá Osló, er við sátum húseigenda- þing í Helsinki: „Finnamir em lífshættulegir í veisluháttum sínum, en íslendingamir em ennþá varhugaverðari." Þessi_ norski þing- maður sagðist ekki þora til íslands aftur. Hefði ekki þrek og heilsu til þeirra átaka. Finnar hafa aldrei gleymt hug íslendinga til sín á hinum erfiða 5. tug aldarinnar, þegar þeir þurftu mest hjálpar við. Enn mun menn þar nafn Snorra Hallgrímssonar læknis og þegar dóttir sr. Sigurbjörns kom til Finnlands var henni sérstakur sómi sýnd- ur. Hafi sr. Sigurbjöm ævarandi þökk fyrir framtak sitt. Hann sannaði að það er til norræn samvinna í verki. Leifur SVEINSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLÍ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.