Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 8
„Hér í borginni allt er á iði“ var einu sinni kveðið um Reykjavík, en á betur við um New York; fótgangandi maður með stresstösku hefur ekki tíma til að vera fótgangandi, en hendist áfram á hjólaskautum. Uppákoma ínafni listarinnai Soho: Grískur listamaður, St. Arcadiou, læturhífa sigallsi inn yfir götuna. Listamaðuri sjálfur er orðinn Iistaverkið, stundum kallað BodyArt, en er kannski fremur einhversh ar leiklist en myndlist. Ekkertkemurá óvarthér, el heldur þessir risastóru kven- mannsfætur, dinglandi fram húsi / Soho. Annað, sem ekki breytist: Leigubilamir eru gi ir. að hefur dregizt úr hömlu að koma á blað samtalskomi, sem búið er að vera að þvælast í fórum mínum síðan í haust að ég var í New York og hitti að máli tvo íslenzka framtíðar- listamenn, Guðjón Bjamason og Svein Þor- geirsson. Aðdragandann má rekja til þess að ég hafði einhversstaðar fengið símanúm- er Brynhildar systur Sveins, sem einnig er myndhöggvari þar vestra og hefur stundum sýnt verk sín hér. Ég vissi, að þau eru frá Hrafnkelsstöðum í Ytrihrepp og að þau búa og hafa vinnustofu saman „á loftunum" sem svo eru nefnd. Það eru auð gímöld uppi undir þaki í aflögðum verksmiðjuhúsum nærri brúarsporðinum á Brooklyn-brúnni og ég hafði í hyggju að líta inn hjá þeim og Vigni Jóhannssyni, sem er með vinnu- stofu þar skammt frá. En vitaskuld lenti ég í viilum og eftir að hafa svamlað um mann- iausar götur, sem mér fannst að gætu litið ískyggilega út á síðkvöldum, fann ég loks- ins dyrabjölluna hjá þeim. En það var ekkert svar; það hafði orðið einhver misskilningur með komutímann og að lokum gafst ég upp og komst aftur á brautarstöðina og inn á Manhattan með lest, sem var öll tattóveruð að innan og allir voru farþegamir svartir. Síðar náðist í Svein í síma og við mæltum okkur mót í Visual Arts Gallery í Soho, hverfi, sem hefur ekki beint gott orð á sér þegar rökkva tekur en þar er urmull af sýningarstöðum myndlistar og mörg fræg- ustu galleríin. Mér skilst að hverfíð sé ekki beint nefnt eftir því fræga Soho í London, heldur felst í nafninu stytting á South of Houston Street (Sunnan við Houston- stræti). Þetta er hverfí gamalla húsa frá því um eða fyrir aldamót og sker sig mjög frá skýjakljúfabyggðinni ofar á Manhattan. Það er nú samt í tízku að búa þar og þess- vegna svo dýrt, að venjulegir, blankir listamenn geta ekki leyft sér það. En ofur- stimi eins og Robert Rauschenberg hafa þar íbúðir og vinnustofur. Það var ekki tilviljun ein, að Sveinn nefndi Visual Arts Gallery sem stefnumóts- stað. Hann var nefnilega þessa dagana að sýna verk sín þar ásamt öðrum íslendingi, Guðjóni Bjamasyni. Á næstkomandi vori áttu þeir báðir að ljúka meistaranámi frá School of Visual Arts, sem þama er og er þekktur listaskóli og má gera því skóna, að núna sé þetta lukkulega afstaðið hjá Stutt samtal við tvo unga menn á uppleið: Guðjón Bjarnason og Svein Þorgeirsson, sem báðir leggja stund á skúlptúr í New York og ætla sér í bili að setjast þar að Óstöðugleikinn er það eina stððuga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.