Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 12
fr4 ir&rtFyorí FTAT I “•» « r n i r „íslenzk menning var um tíma rannsökuð sem einangrað fyrirbæri og álitið var aðþar væri að finna ómengaða og staðnaða landnámsmenningu og landnemasam- félag". ferlis. Í greiningu og rannsóknamiðurstöð- um hefur undantekningarlítið verið vand- lega undirstrikað að allir þættir menningar og samfélags séu jafn þýðingarmiklir fyrir heildarmyndina, þó sumir s.s. efnahagsleg- ir, vistfræðilegir og pólitískir þættir hafi fengið gaumgæfílegri meðhöndlun en aðrir. Af þessum orsökum, er félagsmannfræðin talinn kostur sem getur sameinað þá ann- ars nú talda ósættanlegu þætti þróunar- rannsókna, menningu sem andstæðu við hagkerfíð. Fræðigreinin hefur beitt sér fyrir gagn- rýni á pólitíska stjómun sem einblínir á hagkerfið og sýnt fram á að hin bersýnilegi og hlutlægi raunvemleiki sem t.d. Karl Marx hélt fram, er ekki til. Hagkerfið getur aldrei verið annað er hugmyndafræði. Hag- kerfíð er hluti af menningunni, og öfugt, því er bent á að þróunarleiðir þjóðfélaga, til dæmis íslands, em ekki bundnar ein- göngu við að það takist að leysa vandamál sem upp kunna að koma innan hagkerfis- ins, eða áframhaldandi hagvöxtur. Þróun er spuming um heildarþróun á öllum sviðum samfélags og menningar. Ef þessu er ekki gefinn gaumur, hefur reynslan sýnt að af- raksturinn er spennuástand eða misvöxtur í samfélaginu þar sem hinar mismunandi stofnanir rekast hver á aðra. Þetta getur í versta tilfelli leitt af sér upplausn og eyði- leggingu. Þess vegna verða stjómendur að taka jafnt tillit til allra samfélagsþátta sem em óijúfanleg heild. Hagnýt Félagsmannfræði Þegar talað er um hagnýta félagsmann- fræði, er átt við hvaða bein not mismunandi aðilar geta haft af rannsóknum og ráðgjöf félagsmannfræðinga. í gegnum tíðina hefur hið hagnýta gildi greinarinnar verið fólgið í því að félagsmannfræðingar hafa hjálpað sérfræðingum og embættismönnum við framkvæmd landbúnaðar, heilsugæslu og iðnþróunarverkefna, bæði heima og að heiman. í nútíma þróunarsamvinnustarfi notar félagsmannfræðingurinn faglega þekkingu sína til að rannsaka og greina þær sam- félagslegu aðstæður sem viðkomandi verkefni beinist að. Ef verkefni hafa gengið illa eða mistekist hefur hlutverk félags- mannfræðingsins verið að greina hvað er að, og leggja fram tillögur um lausnir, sem oftar en ekki hefur algerlega umsnúið við- komandi verkefni. í dag er þróunin innan þessa sviðs sú, að félagsmannfræðingar starfa við hlið ann- arra sérfræðinga og embættismanna við skipulagningu á þróunarsamvinnuverkefn- um og hjálparstarfí. Hlutverk félagsmann- fræðinga er mikilvægt því reynslan hefur sýnt að vestrænir sérfræðingar og embætt- ismenn tala oft annað „mál“ en þeir sem breytingarnar eiga yfír að ganga hvort sem það eru þegnar í eigin löndum eða öðrum. Mörg sorgleg dæmi vitna um að skrif- borðslíkön og áætlanir þeirra eru ekki aðgengileg fyrir fólk, og hafa eyðilagt við- kvæmt jafnvægi, bæði heima fyrir og að heiman. Þeir hafa einfaldlega útilokað hlut- verk menningar og samfélags og hversu það er afgerandi fyrir allt þróunarsamvinnu- starf. Annar nýtilkominn starfsvettvangur fé- lagsmannfræðinga er bundinn hinum stöðuga straumi flóttafólks til Evrópu. Hlut- verk þeirra er að greina og gagnrýna þær oft óraunverulegu hugmyndir sem við höfum um fjarlægt fólk, og reyna að breyta þeim til skilnings á menningu flóttafólks. í beinu framhaldi starfa aðrir við að hjálpa flótta- fólki til að samlagast okkar félagsgerð og skilja menningu okkar. Reynslan frá þróunarsamvinnustarfínu, reynslan frá pólitískri og efnahagslegri ákvarðanatöku heima fyrir, hefur opnað augu margra stjómenda innan einka- og ríkisgeira fyrir þeim möguleikum sem felast í hagnýtum samfélagsrannsóknum. Erlendis kemur þetta fram í sífellt stærri hlut samfélagsvísinda við rannsóknir og ráðgjöf, innan líknar og hagsmunasamtaka, fyrirtækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga, og innan einkageirans. Innan einkageirans hafa rannsóknir hag- nýtra samfélagsvísinda einkum beinst að endurskipulagningu innan fyrirtækja, rann- sóknum á samskiptum við viðskiptamenn og markaðsrannsóknum. Innan markaðs- rannsókna hefur samstarf hinna hefð- bundnu hagsýsluvísinda og hagnýtra samfélagsvísinda gefíð sérlega góða raun. Að beina sjónum að þáttum samfélags og menningar við skipulagningu og útfærslu vörukynninga að undanförnum ýtarlegum samfélagsrannsóknum, að fara útfyrir hinn mælanlega veruleika hefur undantekning- arlítið verið til farsældar fyrir viðkomandi aðila. Þetta samstarf hefur aukist til muna eft- ir að markaðir færðust fjær Vesturlöndum og samkeppnin um markaðshlutdeild á ná- lægum mörkuðum verður harðari. Hér er um að ræða mjög áhugaverða og spennandi nýbreytni, sem helst í hendur við hinar breyttu forsendur sem hinum ýmsu hags- munaaðilum er að verða ljós. Heimurinn færist sífellt lengra inn á gólf hjá okkur öllum, og þekking á samfélagsgerð og menningu annarra þjóða og ekki síst eigin, verður sífellt mikilvægari fyrir samskipti á öllum sviðum, hvort sem það eru viðskipti eða menningarsamskipti. Hér er því um að ræða mörg og mismun- andi starfssvið. Ég hef farið fljótt yfír sögu og eflaust ekki staldrað nógu nákvæmlega við á mörgum punktum að margra áliti sem meira vita og meira vilja vita. Félagsmannfræðin er í mínum huga sér- stök blanda af háskólavísindum og hagnýtu fagi sem getur nýst íslendingum jafnt innan ríkis- sem einkageira. Höfundurinn er cand. lic. og stundar rannsókn- ir við Árósaháskóla í hagnýtri félagsmannfræði. Víti líkast að lenda í fangelsi í Zambíu Lundúnabúi á bezta aldri, Chris Bennett, 27 ára, hætti í vinnunni fyrir ári og hugðist ferð- ast á puttanum alfrjáls um Afríku. Hann bjóst við og vonaðist eftir ævintýrum og spenningi, en þó ekki þeirrar tegundar, sem honum féll í skaut í Zambíu. Þar hafa menn nefnilega suður-afríska njósnara og skemmdarverka- menn á heilanum. j Malawi hitti hann Graham Crowthher, Ástralíumann í svipuð- um hugleiðingum, og þeir urðu samferða til Zambíu með það fyrir augum að skoða hinn friðlýsta Luangwa dal og Viktoríu foss- ana. Þeir fengu far til Lusaka með Chris Martin frá Nýja Sjálandi, sem kvaðst vera upprennandi kaupsýslumaður. Þeir þrír fóru sama kvöldið sem þeir komu til Lusaka á skemmtistað, þar sem þeir gátu fengið að borða og drekka. Kl. 2 um nóttina, það var 15. desember, þustu sex einkennisbúnir, zambískir varðliðar inn á staðinn, beindu byssum sínum að þremenningunum og tóku þá höndum. Því var slengt framan í þá, að þeir væru suður-afrískir njósnarar. Bennett og Crowther héldu fram sakleysi sínu í þijár vikur í varðhaldi í óþverralegum fangelsum, en voru þá látnir lausir. Martin var sakaður um að hafa tímasprengju í fór- um sínum. Hann var dæmdur 5. febrúar sl. í tveggja ára hegningarvinnu eftir að hafa játað á sig sökina. Chris Bennett hélt dagbók, meðan hann varð að þola þessa raun, og teiknaði einnig nokkrar myndir í fangelsinu. Laugardag, 13. desember 1986 Einhver hávaði og læti urðu skyndilega fyrir utan skemmtistaðinn og eftir tvær mínútur var gamanið búið hjá okkur. Sex vopnaðir varðliðar þustu inn um dyr salar- ins, og eftir smástund vorum við komnir út og urðum að leggjast á grúfu á gangstétt- ina og rétta út alla anga. Það var farið um okkur höndum og rifnir af okkur skórnir. Byssum var beint að okkur úr öllum áttum. Síðan var okkur skipað á fætur aftur og troðið inn í bíl... Þetta var upphafið að þriggja vikna martröð. Nokkrar mínútur liðu áður en ég gat heimtað að fá að vita af hveiju við hefðum verið teknir fastir. „Þið eruð njósnarar fyrir Suður-Afríku." Það var ekkert annað. Guð minn góður, hver þremillinn var hér á seyði? Mér var ýtt inn í annan bíl, og nú var Grah- am horfinn. Önnur lögreglustöð og önnur leit. Úrið og peningana. „Tæma vasana!" Sokkana, skóna og beltið. Og um 4-leytið að morgni fór ég í fyrsta sinn í fangelsi í Zambíu. Þungum dyrum var lokið upp og ég skjögraði inn í kolsvart myrkur og hnaut um sofandi hrúgöld. Það var þá, sem ég mátti þakka fyrir að hafa innbyrt svo marga bjóra, því að jafnvel kalt steingólfið kom ekki í veg fyrir, að ég sofnaði út frá ruglings- legum hugsunum, eftir að hafa hniprað mig saman eins og þeir, sem fyrir voru. En ég vaknaði við fyrsta hanagal og reyndi að gera mér grein fyrir veruleikanum í kringum mig. Þetta var drungalegur / fangelsisgarðinum. Sá sem lemlir þama inn úr dyrum, hefur engin mannrétt- indi lengur. Blásaklaus ferðamaður, sem langar til að skoða Luangwa-þjóðgarðinn og Viktoríufossana, getur komizt í hann krappan í Zambíu, þar sem útlendingar eru gjaman gmnaðir um að vera útsendarar og njósnarar Suður Afríku. Og það er ekkert grín að lenda inn fyrir fangelsismúrana þar eins og kemur fram í þessari óhugnanlegu dagbók. Eftir CHRIS BENNETT 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.