Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 13
Yfirfullt fangelsi og ógeðslegt. Greinarhöfiindurinn hefur sjálfur teiknað eftir minni hluta af Ramwala-fangelsinu, sem er víti líkast. „klefi" á að gizka tæpir tveir sinnum fimm metrar. Veggimir voru auðir nema hvað sitthvað hafði verið krotað og rispað á þá, svo sem „John morðóði var hér í 10 daga...“ „Fimm dagar án tilefnis í maí 1983“ og „hálfan mánuð fyrir landráð". Megnan óþef lagði frá „salemi" klefans, sem var ekki annað en renna. Ég áttaði mig ekki á því fyrst, en þó fljótt, að hvítu blettimir þar vom skríðandi maðkar. Oþverrinn var alls staðar nálægur. Hvert var ég kominn? Af hveiju er ég hér? Af hveiju ég? Fyrsta könnun dagsins var kl. 6. Tíu skítugar mannverur risu upp af gólfinu. „Afsakið, offíseri, gæti ég fengið að hafa samband við brezka sendiráðið?" !Nei. Það em engin sendiráð opin núna.“ „En seinna?" „Já, seinna" ... Seinna! Ég vissi þá orðið vel, hvað „seinna" merkir í Afríku, en það er sama og að lofa engu. Ég minntist þeirr- ar ráðleggingar sem ég hafði fengið að forðast að lenda í fangelsi hvað sem það kostaði. Þegar þriðji heimurinn væri búinn að loka mann inni yrði maður að fara að hugsa í dögum, en ekki klukkutímum ... En ég yrði ömgglega ekki lengi þama? Vafalaust myndu Zambíumenn gera sér fljótt grein fyrir því, að við Graham væmm bara venjulegir ferðamennn? Flugið til Lu- angwa-þjóðgarðsins væri ekki fyrr en á þriðjudaginn, svo að ef við slyppum út ein- hvem tímann á mánudaginn ... Að minnsta kosti hlýtur einhver að koma og láta mig vita, hvað er á ferðinni... Og boð komu að ég held um 10 leytið f.h. Það var kallað í mig úr klefanum og farið með mig út og að lögreglustöðinni, þar sem beið Land-Rover og Graham reynd- ist sitja í aftursætinu ... Kannski maður myndi sleppa strax? Það vom lagðar sex vélritaðar arkir á borðið fyrir framan mig. Þama var hand- tökuskipun með tilvísunum í lög. Samkvæmt þeim var yfírvöldum heimilt að halda mönn- um í gæzluvarðhaldi allt að 28 dögum ... „Skrifa nafnið undir, á hvert eintak, fljótt — vertu snöggur, Bennett." „Hvem fjandann á þetta að þýða? Það stendur hér að það verði að tilgreina ástæð- ur.“ „Það koma menn seinna og þá verður allt útskýrt fyrir þér.“ Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn komu um kl. 4 e.h. og þá fékk ég loksins að reykja sígarettu meðan ég skýrði frá ferðum mínum frá London til Zambíu. „Af hveiju komstu til Zambíu, hr. Ben- nett?“ „Mig langaði til að skoða Luangwa þjóð- garðinn og Viktoríufossa. .. En gæti ég fengið að vita hvað þetta á að þýða?“ „Seinna, hr. Bennett." „En má ég þó að minnsta kosti láta sendi- ráð mitt vita að ég sé héma?“ „Þeir verða látnir vita þar, hr. Bennett. Þér heyrið frá þeim seinna.“ 15. desember Furðulegt! Mér var neitað um leyfi til að hringja í sendiráðið. Þeir ætla greini- lega ekki að láta mig tala við fólk. Ég bókstaflega sárbændi þá um að mega hafa samband . . . Það komu tveir rannsóknarlögreglumenn síðla dags í Land-Rover. Ég fékk eigur mínar og mér var sýnd glaðleg kurteisi þegar farið var með mig á lögreglustöðina. Það vom keyptar sígarettur á leiðinni. Mér var sagt að sendiráðið vissi hvar ég væri, og að ég myndi fá að hringja þangað seinna (einmitt). Þegar við komum á áfangastað, að hvítri byggingu með húsagarði, gaddavír og girð- ingum, þóttist ég fljótt vita, hvers konar staður þetta væri. Hér myndu yfírheyrslum- ar byija fyrir alvöru. Mér var fylgt inn í bygginguna, pg á móti mér tók lítill og hégómlegur vörður, smámunasamt merkikerti með fát og fum í leit og skráningu. Þaðan lá leiðin í annan klefa — og þar sat þá Graham, ferðafélagi minn á rúmstokknum! Aldrei hef ég orðið jafnfeginn að sjá kunnuglegt andlit. Eg fékk að heyra hvemig honum hefði reitt af síðustu daga, og honum hafði þá tekizt að hafa samband við ástralska sendiráðið, og þaðan hefði hann fengið matarpakka og peysur fyrr um daginn. Það var hreint og þokkalegt í klefanum og mér var mikill létt- ir að því að vera þama. Við væmm að minnasta kosti „ömggir" til morguns. 17. desember Klukkan var orðin tvö e.h. þegar loksins var farið með mig upp til að gefa skýrslu. Fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn sátu við borð í lítilli skrifstofu. Ég byijaði að tala. í tvo tíma rifjaði ég upp ævi mína, skóla- göngu, störf og ferðaiög. Og hvemig við félagamir hefðum hitzt. Og ekki í eitt ein- asta skipti var mér ögrað eða hótað. Ég kveið fyrir spumingum varðandi sakargift- ir, en þær komu aldrei. Ég hélt bara áfram að tala og naut þess að fá loks tækifæri til þess að skýra mál mitt og greiða úr þeirri flækju, sem ég var kominn í. Svo var þessu lokið og ég var aftur kominn í klef- ann. „Kannski verðum við látnir lausir núna, það gæti skeð í raun og vem,“ hugsaði ég. 19. desember Brezku og áströlsku ræðismennimir komu kl. 4 í fylgd hóps yfirmanna. Við feng- um að ræða við okkar menn. Blöð í Ástralíu höfðu minnzt á dauðadóma! Væri mér sama þótt haft væri samband við foreldra mína? Þeir vonuðu, að við yrðum látnir lausir fyr- ir jól... Þarfnist þið einhvers?... Hefur verið farið vel með ykkur?... Það er sennilega bezt, að þið vitið ekki fyrir hvað Nýsjálend- ingurinn er ákærður. 20. desember En „léttir" okkar varð skammvinnur. Stór og greinilega þýðingarmikil mannvera kom og ásakaði okkur enn fyrir að vera njósnar- ar fyrir Suður-Afríku og nú fyrir að vinna á vegum Breta, sem væri svo meinilla við framfarimar í Zambíu og sendu svokallaða „túrista" til að vinna skemmdarverk í hinni gömlu nýlendu þeirra. Mér var sagt að ég væri kynþáttahatari og spurður hvemig ég héldi að við myndum geta sloppið, þegar yfirvöldin vissu hveijir við værum? Við voram fræddir um nýlendu- stefnu . . . saga okkar væri tómt þvaður og „þið verðið héma í langan tíma ef þið verð- ið ekki samvinnuþýðir". 21. desember Það er dregið fyrir gluggann... Það drýpur úr krana. . . Köngulóin, sem hefur fylgzt með mér í nokkra daga, hefur ekki hreyft sig... og það er ekki liðin nema ein vika... „frelsi" er svo fallegt orð. Aðfangadagur Enn era tjöldin fyrir glugganum til um- heimsins og köngulóin er enn á sama stað... þolinmóð. Enginn kom. Engin lausn. 26. desember Við héldum að það ætti að sleppa okkur, en þá voram við sakaðir um að hafa komið ólöglega inn í landið ... Ég reyndi að neita að skrifa undir pappíra, en til hvers væri það? Þeir áttu alls kostar við okkur. Þeir gátu gert við okkur hvað sem þeim sýnd- ist, hvenær sem væri. Ég tók að hata þá aftur. Ég hataði vanmátt minn. Eg hataði vamarleysið ... Við fengum kvöldmat og okkur var sagt að taka saman föggur okk- ar, því að það ætti að flytja okkur... Okkur var vísað inn í klefa þar sem vora 23 fangar fyrir. Hver þumlungur gólfsins var beður ... 27. desember Þegar dyram klefanna hafði verið lokið upp í þessum fangabúðum, kom í ljós mik- ill fjöldi fanga, sem gekk um búðirnar og talaði saman í smáhópum. Ég tók eftir hvítum manni og gaf mig á tal við hann. Rudolph hét hann og var einn af hinum fjór- um svokölluðu suðurafrísku njósnuram, sem vora hafðir í haldi um óákveðinn tíma „hans hágögri til geðs“. Hann hafði verið hand- tekinn ásamt sex öðram í Norður-Zambíu eftir loftárásir Suður-Afríkumanna nálægt landamæranum í maí sl. Þrír félagar hans, sem allir voru með erlend vegabréf, höfðu verið látnir lausir innan mánaðar, en honum og þremur öðram með suðurafrískt vegabréf haldið eftir. Þeir gátu lítið annað en beðið fyrir frelsi sínu. Það var þegar ég ræddi við Rudolph sem ég gerði mér ljóst, hve við vorum „heppn- ir“. Handtaka mín í Lusaka var saga út af fyrir sig, þegar ég sá blóðrauðar bólgurákir á ökklum Rudolphs, en honum hafði verið misþyrmt „til játningar“. í þijár vikur hafði hann haldið sig við sannleikann í fangelsinu í Lusaka meðan hann heyrði kvalaóp vina sinna frá yfírheyrslunum á hæðinni fyrir ofan. En eftir að hafa orðið að þola slátt á iljamar með jámhömram og alls kyns barsmíðar bjó hann til sögu handa þeim og byijaði að grotna niður í öðru fangelsi, en sárin tóku að gróa eftir pyntingamar. Mér varð illt í maganum af því að hlusta á sögu hans sem gerði mína svo lítilmót- lega. Og ég gat ekki annað en furðað mig á úthaldi, þrautseigju og þolgæði venjulegs fólks og ég dáðist að því hversu óuppnæm- ur hann var í frásögn sinni. Það var bara eins og „svona gengur það nú“. Hann var bara eins og hver annar saklaus maður, sem verður fyrir þessu í heimi, sem hann skilur ekki. Við voram boðaðir til „skrifstofunnar". Rudolph gekk burt til að fá sér tesopa og láta tímann líða eins og venjulega. Það átti að flytja okkur enn einu sinni. Okkur var neitað um leyfí til að hafa samband við sendiráð okkar þrátt fyrir fyrri loforð, en ekkert kom mér á óvart Iengur. Við voram fluttir til Kamwala-fangabúð- anna og skráðir inn í fjórða sinn með öllu sem því heyrði til. Þarna var mikið um flugur. Þær réðust samstundis á allt, sem frá föngunum kom, en þeir vora 500 í fangabúðum, sem Bretar höfðu byggt fyrir 80. Ég hafnaði boði um að fá að sjá salemið og hugsaði sem svo, að það væri bezt að geta haldið í sér sem lengst. Þó að sólin væri enn hátt yfir gaddavím- um á múranum, vora allir fangamir kallaðir saman til að syngja þjóðsönginn áður en klefunum yrði lokað kl. 4.30 e.h. 28. desember Allir vora vaktir í dögun til að hlýða á morgunbænir. Síðan leið klukkustund þang- að til klefadyram var lokið upp til morgun- talningar. Smám saman tók sólin að skína inn í búðimar og inn um rimlagluggana og vakti flugur og önnur skordýr til iðju á nýjum degi. Þau leituðu að sáram og veikum og óhreinum blettum á mannskepnunum. Ég beitti hatti mínum óspart gegn þeim, en þau vora óðar komin aftur... 30. desember Ég var vitni að því hvemig tekið er á móti nýjum föngum hér, þótt við hefðum sloppið við þær móttökur. Þeirra bíður auð- mýking og niðurlæging. Það komu 12 ný fómarlömb til Kamwala-búðanna og þau vora látin kijúpa fyrir yfírmanni búðanna, pjmtara þeirra, dómara og böðli, eins og vesalingar forðum tíð hefðu beðið herra sinn fyrirgefningar á svívirðilegum glæp. Hinir nýju fangar urðu þannig einn í einu að þola yfírheyrslur Bijus, sem hafði sett upp hatt- inn minn! Það jók ehn á fáránleikann. En þetta var Afríka, þetta var Zambía, þetta var Kamwala og þetta var raddalegur heim- ur, þar sem aðeins hinir sterku og snarráðu munu halda velli... 31. desember En hvað geta þeir gert við okkur meira núna? Við höfum verið sviptir frelsi, virð- ingu, jólum og nýári . . . Én við myndum fá frelsi á ný, og Zambía yrði sér til skamm- ar. Þetta rílri væri háðung og það ætti hinn vestræni heimur að gera sér ljóst... Guð hjálpi Afríku og vemdi gegn þessari algjöru skrípamynd af lýðræði. Hvemig getur nokk- ur réttlætt stuðning við annað eins stjómar- far og þetta? Það má Guð vita. 2. janúar I dögun hófst biðin á ný. Sekúndumar vora sem mínúta og mínútur sem klukkutím- ar. . . Myndum við losna í dag? Eða myndi það gerast á morgun eða hinn daginn eða þar næsta dag? En nú þóttist Graham fínna á sér að það yrði í dag, og hann var alveg sannfærður. En eftir því sem tíminn leið hægt og seint, verð ég að viðurkenna, að það var ég, sem tók að láta í ljós örvæntingu og vonleysi að nýju, þar sem ekkert heyrðist frá ræðismönnunum. Það er eitthvað bogið við þetta! Það hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Njósnari okkar við hliðið gaf okkur merki allt í einu — ef til vill var annar ræðismann- anna kominn. Ég þaut þangað og fékk að vita að bíll ástralska ræðismannsins hefði sézt fyrir utan fangelsið — ég lét af hendi eina sígarettu fyrir upplýsingamar — og ég reyndi að sjá inn í innri fangelsisgarðinn til að fá staðfestingu á þessu. Jú, ástralski konsúllinn í Lusaka var þama, og fyrir utan ytra hliðið var hvít kona, sýndist mér. Eitt- hvað var í uppsiglingu. Ég flýtti mér að gera Graham viðvart og þegar ég kom aftur sá ég ræðismanninn ganga inn í fangelsið og hverfa inn í skrif- stofuna. „Af hveiju var ekki kallað í okkur?" Ég veifaði eins og óður maður bak við gaddavírinn þegar ræðismaðurinn birtist aftur á leið út úr fangelsinu. Myndi hann sjá þessa einu hvítu hendi sem sveiflaðist svo ákaft bak við gaddavírinn? Dymar vora opnaðar. Veifingin hafði sézt! Klukkan var tvö. Ræðismennimir tveir voru komnir til að fylgja okkur út á flug- völl, og voru að bíða eftir zambískum embættismönnum, sem áttu þegar að vera komnir. Við voram bókaðir á vél til Harare kl. 4. Það var töf, og enn urðum við að bíða meðan reynt var að reka á eftir hinum zambísku ráðuneytismönnum. Enn leið lang- ur hálftími áður en kallið loksins kom! Hálfvegis ringlaður og hálfvegis eins og í leiðslu tók ég ferðatöskuna mína og kvaddi nokkra samfanga mína með handabandi. Ég sneri burt og leit aldrei við. — Sv.Áag. — S&mantekt úr „The Sunday Telegraph14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLl 1987 13 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.